Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11 45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI. SÍMI 11633 Banaslys í Gilsfirði í óveðrinu MAÐUR lést er bifreið sem hann ók fór út af í Gilsfiröi skammt frá Ólafsdal í óveðrinu í fyrradag. Veg- arkanturinn er hár þar sem bifreiðin fór út af. Með manninum í bifreiðinni voru kona hans og tvö börn. Um það bil fjórir kilómetrar eru til næsta bæjar frá slysstað og braust konan þangað í óveðrinu til að gera viðvart og sækja hjálp, en þegar læknir kom á staðinn var maðurinn látinn. Ekki er hægt að skýra frá nafni mannsins að svo stöddu. Krónan rýrnaði um 30% á árinu ÍSLENZKA krónan rýrnaði um 30% á síðastliðnu ári miðað við gengi Bandaríkjadollars. Geng- isskráning dollars nú miðað við sölugengi er 40,64 krónur, en var í ársbyrjun 28,71 króna. Hækk- un dollarsins gagnvart krónunni er því 41,55% á árinu. Fyrir fjórum árum tókum við íslendingar að nota nýjan gjaldmiðil, nýkrónu, sem var jafngild 100 gömlum krónum, sem þá fékk nafnið g-króna. Danska krónan var þá aðeins 3,7 aurum verðmætari en is- lenzka nýkrónan. í dag þarf ís- lendingur að greiða 3,63 krón- ur fyrir hverja danska krónu. Rýrnun krónunnar frá því í ársbyrjun 1981, er nýkrónan tók gildi, er gagnvart dollar 84,13%. Gengis8kráning doll- ars er nú 40,64 krónur en var þá 6,25 krónur. Dollarinn hef- ur hækkað á þessu tímabili um 530% gagnvart krónunni. Rýrnun krónunnar á árinu 1984. Rýrnun nýkrónunnar frá þvf hún tók gildi í ársbyrjun 1981. HIEKKURI HEUMSKEDiU SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Obeinar reykingar geta valdið lungnakrabba Fósturlát algengari meðal kvenna sem reykja OBKINAR reykingar eða það að vera i andrúmslofti menguðu af tób- aksreyk eykur hættuna á lungna- krabbamcini mcðal þeirra sem ekki reykja, sem og hættuna á öðrum öndunarsjúkdómum. I>á er einnig Ijóst að fóstur mæðra sem reykja gjalda þess að ýmsu leyti og burð- armálsdauöi og fósturlát eru algeng- ari meðal kvenna, sem reykja. Þessar upplýsingar og aðrar koma fram i viðtali sem birtist i Morgunblaðinu í dag við Sigurð Árnason, lækni, sérfræðing í krabbameinslækningum, en um áramótin ganga f gildi lög, sem takmarka mjög reykingar reyk- ingafólks á almenningsstöðum og stöðum þar sem fólk þarf að leita sér þjónustu. Upplýsingarnar eru byggðar á til þess að gera nýjum rannsóknum f Bandarfkjunum, Japan og Grikklandi á konum manna sem reykja. „Þessar rann- sóknir eru allar trúverðugar og benda til þess að mun meiri líkur séu á þvi að konur, sem eru giftar eða i sambúð við karla sem reykja, fái krabbamein, þótt þær reyki ekki sjálfar," segir Sigurður meðal annars í víðtalinu. JBt>r0unbInt>it> kemur næst út fimmtudaginn 3. janúar 1985. Ennfremur kemur fram i viðtal- inu að fólk sem ekki reykir, en er mikið í reykingalofti, hefur miklu meira en eðlilegt getur talist af kolsýrlingi, nikótini og niður- brotsefnum þess í blóði og þvagi. Þá kvartar þetta fólk um höfuð- verk, hósta og öndunargeta minnkar um 5—15% og þeir sem þjást af astma, berkjubólgu og hjartaöng eru næmari en aðrir fyrir eituráhrifum reykingalofts. „Auðvitað eru lögin skerðing á „frelsi" manna til að reykja hvar sem er og hvenær sem er. Og sú frelsisskerðing er eðlileg og æski- leg þegar haft er í huga hve atferli reykingafólksins getur skaðað aðra, skaðað þá sem ekki reykja. Enda eru lögin f góðu samræmi við þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa frelsi til að gera hvað sem er, svo fremi sem atferlið skaði ekki aðra,“ segir Sigurður undir lok viðtalsins. Sjá á bls. 46 og 47: „Óbeinar reyk- ingar geta valdið lungnakrabba". 48 íslendingar létust af slysförum á árinu FJÖRUTÍU og átta íslendingar hafa látist af slysrörum á árinu, 16 færri en á sfðasta ári. Þar af létust 23 f umferðarslysunt, 18 drukknuðu, sex létust 1 slysum af ýmsu tagi og einn fórst f flugslysi. Þessara upplýsinga aflaði Morgunblaðið sér hjá Slysavarnafélagi íslands í gær. Nánar tilgreint týndu sjö menn lífi með skipum, sem fórust, tveir féllu útbyrðis, sex drukknuðu f höfnum hérlendis eða við landið, þrfr drukknuðu í ám og vötnum. Fimm vegfarendur létu lífið er þeir urðu fyrír bifreið, þrír létust í árekstrum, fjórir f bílveltum, fimm við útafakstur, einn við ákeyrslu, einn ók út af bryggju, einn lést í dráttarvélaslysi, tveir urðu undir bifreið og einn lést í umferðarslysi erlendis. Þá lést einn f fallhlffarstökki. Dauðsföll af völdum vinnuslysa á landi urðu tvö, eitt af völdum vinnuslyss á sjó, tvefr hröpuðu til dauða. Af völdum þess, sem flokk- að er sem „skot/líkamsárás/átök“, lést einn. Átta fslensk skip og bátar fór- ust á árinu 1984 og með þeim sjö sjómenn, en alls töldu áhafnir þíeirra 34 menn. Björgunarsveitir Slysavarnafélags íslands björguðu 15 þeirra, 12 var bjargað af nær- stöddum skipum og af eigin rammleik. Þá týndu fimm útlendingar lífi á tslandi f ágústmánuði, þrfr jap- anskir náttúrufræðingar drukkn- uðu i Rjúpnabrekkukvfsl, skoskur ferðamaður drukknaði í Skógá og austurrísk kona lést af völdum áverka, sem hún hlaut eftir hrap og grjóthrun f Herðubreið. Þrett- án útlendingum var bjargað á ár- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.