Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Sé ekkí að nokkurt skip haldi vestur til veiða — segir Kristján Ragnarsson um mögulegar veiðiheimildir íslendinga við Bandaríkin Nígeríubúar og Svíar á nýársfögnuð í Broadway VEITINGAHÚSIÐ Broadway gengst að venju fyrir fagnaði á nýárskvöld þar sem fjöldi þekktra skemmti- krafta munu koma fram. Athygli hefur vakið að nokkrir útlendingar hyggjast koma til íslands, gagngert til bess að sa-kja þessa hátíð. Ólafur Laufdal, framkvæmda- stjóri, sagöi í samtali við Morgun- blaðið að um væri að ræða sex Svía og og sex Nigeríubúa sem allir hefðu sótt nýársfagnað Broadway áður. Svíarnir eru að koma hingað um áramót í þriðja sinn og Níger- iubúarnir voru á hátíðinni í fyrra. Koma þeir hingað í boði Flugleiða sem þeir hafa haft samvinnu við í tengslum við flugrekstur. Sagöi Ólafur að uppselt hefði orðið á hátíðina löngu áður en hún var auglýst, en húsið tekur um 600 manns. Boðið verður upp á fjórrétt- aðan matseðil en að borðhaldi loknu munu hinir ýmsu skemmti- kraftar skemmta gestum. Þeirra á meðal má nefna Ómar Ragnarsson, Hljómsveit Gunnars Þórðarssonar, Ragnhildi Gísladóttur, Dansstúdíó Sóleyjar o.fl. Skemmtunin stendur yfir frá kl. 18.30. til kl. 3.00. eftir miðnætti. Elísabet Waage hörpuleikari. Leiðrétting MEÐ frétt í Morgunblaðinu í gær um sjöundu tónleika ís- lenzku hljómsveitarinnar á þessu starfsári, nHörpuleik“ í Bústaðakirkju í dag, sunnu- dag, birtist mynd af Elísabetu Waage söngkonu, þar sem átti að vera mynd af Elísabetu Waage hörpuleikara, sem er sérstakur gestur tónleikanna. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Þessi heillandi trjátegund hef- ur varðveitzt í löngu friðuðum skógum hér á vesturströnd Bandaríkjanna, sem sumir hverj- ir státa af elztu og hæstu lifandi trjám. Ekkert mun lifa jafnlengi í lífríki jarðarinnar eins og þessi tré. Menn hafa hins vegar gert sér það til dundurs að varðveita þverskurði af mestu öldungunum, þegar þau eru höggvin og merkja við árhringina merkustu viðburði mannkynssögunnar. Svona biti er til sýnis í náttúrugripasafninu i Golden Gate-garðinum í San „NIÐURSTAÐA okkar hjá LÍÚ varðandi fiskveiðiheimildir við Bandaríkin er sú, að við eigum ekk- ert skip, sem hentar til þess, sem þeir eru að bjóða okkur og þeir bjóða okkur ekki upp á nein þau aflaleyfi, sem koma okkur að gagni. Þess vegna sé ég ekki að nokkurt íslenzkt skip haldi vestur um haf til veiða í nánustu framtíð," sagði Francisco og annar í Yosemite- þjóðgarðinum. Bitarnir eru reist- ir upp á rönd og eru mjög áhrifa- miklir, á hæð við stærstu menn, um þaö bil eitt tonn að þyngd. Morton hætti í pólitík og dó ár- ið 1979. Honum tókst þó áður að koma boðum til þjóðgarðsþjón- ustunnar sem varð sér út um sjálfdautt tré og skar af því væna flís. Sneiðin var send Kaliforniu- háskóla svo að koma mætti gjöf- inni í sýningarhæft ástand. Þar var heilmikill viðbúnaður, byggð- ur var þurrkkassi og annar út- Kristján Kagnarsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á mögulegum veiðiheim- ildum við Bandaríkin. „IJpphaf þessa máls er það, að okkur var sagt að það yrði hægt að bæta okkur það tjón, sem við yrð- um fyrir vegna þess að við hættum hvalveiðum með því að veita okkur búnaður til að slípa, bóna og varðveita gripinn um aldir. Aðgerðin var hins vegar ekki á fjárlögum og eftir nokkrar árangurslausar beiðnir um fjár- veitingu var sneiðin söguð niður og notuð í brenni. Þetta var á Watergate-árunum og menn í Washington höfðu annað að hugsa, málið gufaði upp og eng- inn virtist hafa áhuga á að efna loforð Rogers Morton. Það fylgir ekki sögunni, hvaða íslenzkur stjórnarerindreki vakti máls á furusneiðinni góðu í janú- ar síðastliðnum. Utanríkisráðu- neytinu rann hins vegar blóðið til skyldunnar og setti mann í málið. Ekki tókst að hafa upp á not- hæfri risafuru í þjóðgörðum landsins. Flestar voru fúnar og myglaðar, en loks kom fram 1.300 ára gamalt tré í eigu Arcata sög- fiskveiðiréttindi við strendur Bandaríkjanna. Ég hef alltaf haft vissar efasemdir um, að það yrði gert fyrir utan hitt hve mér fannst afskipti Bandaríkjastjórnar af þeirri ákvörðun okkar um það hvernig við ætluðum að haga hvalveiðum okkar mjög ósmekkleg og óeðlileg íhlutun í málefni okkar. Það átti að smyrja smyrslum á sár- unarmyllunnar hf. í Orrick í Humboldt-sýslu. Það tré er reyndar ekki hin eina sanna risa- fura, sequoiadendron giganteum, heldur systir hennar, strandrisa- furan, sequoia sempervirens. Náðust samningar við fyrirtækið og fengust tvær sneiðar fyrir 2.400 dali. Tréð var höggvið í ág- úst og allar götur síðan hefur timbrið verið í meðferð hjá skóg- arverðinum í Kaliforníufuruskóg- um. í næstu viku er ráðgert að flytja gjöfina á vörubíl til Spok- ane í Washington-ríki, en þaðan er hermönnum ætlað að koma síðbúinni þjóðarhátíðargjöf á áfangastað. Vonandi fer allt að óskum, svo að innviðir furunnar verði íslendingum sá gleðigjafi, sem til var ætlast. in með því að veita okkur veiði- heimildir eins og þá var frá sagt. Ég hafði tækifæri til þess í fyrrahaust að kynna mér þetta og þá taldi ég mig sjá, að það kæmi ekkert út úr þessu, sem skipti okkur máli. Þar með hætti ég af- skiptum af málinu og LÍÚ hefur ekki haft afskipti af heimsóknum einhverra ráðamanna að vestan að öðru leyti en því, að fyrir beiðni utanríkisráðuneytisins fór varafor- maður LÍÚ til Washington í ágúst í sumar til þess að kynna okkur þetta enn frekar. Það leiddi til sömu niðurstöðu. Nú eru fimm menn héðan nýkomnir heim úr ferðalagi vestur um haf og af sam- tölum mínum við þá dreg ég enn þá ályktun, að ekkert skip frá íslandi fari til veiða við strendur Banda- ríkjanna í næstu framtíð. Hana dreg ég fyrst og fremst af því, að veiðiréttindin, sem okkur standa til boða, eru eingöngu uppi í Alaska-flóa við vestanverð Banda- ríkin, en þangað er óravegur. í öðru Iagi stendur það óbreytt að við megum ekki landa afla úr veiði- skipum okkar í Bandaríkjunum vegna þess að þau hafa ekki verið smíðuð þar. í þriðja lagi væri ein- göngu um það að ræða fyrir okkur að fara þangað með stór verk- smiðjuskip, sem ynnu þennan afla um borð og þau eigum við ekki, við eigum ekkert skip, sem gæti hentað til þess. Við skildum máíið þannig í byrjun, að það ætti að gera okkur mögulegt að nýta eitthvað af nú- verandi flota okkar, en ekki að við þyrftum að stofna til nýrrar fjár- festingar til að nýta okkur þessar veiðiheimildir, sem svo eru mjög takmarkaðar og líkur á því, að reka þarna verksmiðjuskip, eru heldur ekki álitlegar," sagði Kristján Ragnarsson. Síðbúinnar þjóðhátíðar- gjafar að vænta fljótlega Frá Magnusi Þrándi bórAarsyni, Berkeley, Kaliforníu. Þegar íslandsmenn slógu sér upp meðal þjóða í tilefni ellefu hundruð ára byggðar í landinu, má búast við, að fulltrúa Bandaríkjastjórnar við hátíðarhöldin hér hafi þótt súrt í broti að vera í hlutverki örverpisins. Fulltrúi hennar var þáverandi staðarverkfræðingur ríkisstjórnarinnar, Rogers C.B. Morton. í hita augnabliksins og við það að minna á að Ameríka er á svipuðu reki og ísland lofaði ráðherrann að gefa þjóðinni bita af risafurutré, sem væri jafngamalt íslenzku þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.