Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 17 2. Við stxendur íslands eru feng- sæl fiskimið, sem munu reynast gjöful um mörg ókomin ár, þótt þorskurinn sé áhyggjuefni um sinn. Hann á væntanlega eftir að ná sér á strik, ef ekki verður of hart að honum gengið. En fleira er fiskur en þorskur, og hollt er að minnast þess, að ekki eru ýkja mörg ár síðan hér var fátt annað úr sjó dregið en þorskfiskar, síld og grásleppa. Þá litu menn ekki við rækju, humri eða hörpudiski, sem nú eru mikil búdrýgindi að. Kristín Halldórsdóttir Enn eigum við eftir að komast upp á lag með að nýta ýmsar teg- undir, sem lifa í sjónum umhverfis fsland, og ef til vill ekki síður að nýta aflann betur. Það er blóðugt, hve miklu er hent ónýttu af því, sem úr sjó er dregið, og óskandi, að tilraunir vísindamanna okkar geri innan tíðar kleift að vinna verðmæti úr ýmsu því sjófangi, sem nú er kastað á glæ. Sókn á fjarlægari mið er kostur, sem sjálfsagt er að kanna, ef skip verða ekki nýtt á heimaslóðum, en verri kostur með tilliti til atvinnu í landi og vegna fjölskyldutengsla. Nógu erfitt er fyrir sjómannafjöl- skyldur að þola aðskilnað, þótt hann sé ekki margfaldaður með sókn á fjarlæg mið. Hins vegar búa tslendingar yfir mikilli reynslu og þekkingu í sjáv- frumkvæði í stefnumörkun á þess- um vettvangi. í stað þess að gleypa við öllu sem NATO og USA færa fram i þessum efnum, eigum við að leggja á það sjálfstætt mat stutt af eigin rannsóknum. Það á líka að upplýsa fólkið í landinu um þessi mál, því, í orði kveðnu a.m.k., eru allar aðgerðir NATO og USA, fólkinu sjálfu til varnar. Við eigum að halda samstarfinu við vestrænar þjóðir áfram, en um leið eigum við að sýna eigið frum- kvæði og vilja. Annars erum við ekki sjálfstæð þjóð. 5. Ef meta skal stöðu bókarinnar, er lítilsvert að líta til fjölda bóka- titla og eintaka í gjafaskelfing- unni fyrir jól. Nær er að spyrja sig hvort bókin sé uppspretta fróð- leiks og skemmtunar, vettvangur umræðu og menningar og tæki til framfara. Ég tel að svo sé meir en áður, þótt á annan hátt sé. í upplýs- ingasamfélaginu skipar bókin höf- uðsess. Nýja tæknin er ónýt án hennar. Aukin fræðsla hlýtur að leiða til aukinnar neyslu upplýs- inga, bæði í atvinnu- og skemmt- anaskyni og bókin gegnir þar hlut- verki, sem nýju tækin munu ekki geta tekið yfir. Hvenær tókst þú, lesandi góður, síðast tölvuna þína með þér í bað? Mesta hættan, sem að bókinni steðjar er sú, að hér þróist þannig efnahagslíf, að fólk hafi hvorki efni á að kaupa né tíma til að lesa bækur. En þá væri illa komið fyrir fleirum en bókinni, því örlög bóka og þjóða eru samofin. arútvegi, sem getur orðið okkur drjúgur tekjustofn, ef rétt er á málum haldið. Hugvit og sérþekk- ing Íslendinga, t.d. í veiðum og fiskvinnslu og gerð veiðarfæra og fiskvinnslutækja, er að mestu ónýtt auðlind. Á því sviði ber okkur að kanna alla möguleika. 3. Hvað samrýmist best hag spari- fjáreigenda? Verðtrygging og háir vextir, gæti í fljótu bragði virst rétta svarið. Svo einfalt er þó mál- ið varla. Flestir viðurkenna réttlæti þess, að lánveitandi fái að lánstíma liðnum a.m.k. sömu fjárhæð til baka og helst svolítið meira. Vegna síbreytilegrar verðbólgu hefur reynst erfitt að tryggja þetta þrátt fyrir lög og reglugerðir um vísitölubindingu og vaxtakjör. í mikilli verðbólgu dugir ekki verðtrygging, þegar höfuðstóllinn er reiknaður upp aðeins tvisvar á ári. Ávöxtunin verður í raun oft neikvæð. Háir vextir eiga sér marga fylgjendur, sem benda á, að auk þess að koma sparifjáreigendum vel, dragi háir vextir úr útlánum og geri meiri kröfur til arðsemi í fjárfestingum. Öndverðir rísa lántakendur. Atvinnurekendur stynja undan fjármagnskostnaði, og húsbyggjendur þola illa háa vexti ofan á kjaraskerðingar síð- ustu ára. Kvennalistinn er ekki þeirrar skoðunar, að einstaklingar upp til hópa njóti góðs af háum vöxtum. Ávinninginn verða þeir að greiða aftur í hærra vöruverði, dýrari þjónustu, þyngri framfærslu. Verðtrygging að viðbættum lág- um, en jákvæðum raunvöxtum samrýmist hag einstaklinga best. Auk þess leggur Kvennalistinn til, að verðtrygging langtímalána til launafólks verði miðuð við vísitölu kauptaxta í stað lánskjaravísitölu til þess að hindra, að greiðslubyrð- in þyngist umfram greiðslugetu. 4. Á liðnu hausti héldu 9—11 ára börn í grunnskóla Geiradals- hrepps málfund um friðarmál. Á þessum fundi lýstu mörg barn- anna kvíða vegna framtíðarinnar, og m.a. kom fram, að ótti við kjarnorkustríð hélt stundum vöku fyrir sumum þeirra. Fundurinn samþykkti eftirfarandi áskorun til allra ríkisstjórna heims: 1. Leggið tafarlaust niður öll vopn og vítisvélar. 2. Notið vopnaframleiðslupen- ingana til matarframleiðslu handa hungruðum heimi. 3. Gefið okkur og komandi kyn- slóðum framtíð í friði og bræðralagi, þar sem allir menn eru jafnir.“ Ekki hefur ógnarjafnvægi stór- veldanna megnað að tryggja frið í hjörtum þessara barna. Ekki hef- ur „friðarstefna" hernaðarbanda- laga heimsins veitt þeim öryggis- kennd. Ákall þessara barna er táknrænt fyrir sívaxandi andstöðu almennings við hernaðarhyggju og vígbúnaðarkapphlaup. Hungursneyð Afríku skírskotar til okkar, sem höldum jól alls- nægtanna, knýr okkur til umhugs- unar og afstöðu. Hvað getum við lagt af mörkum til að tryggja jöfnuð, réttlæti og frið í heimin- um? Öryggi Íslendinga og allra ann- arra þjóða í heimi er einmitt undir því komið, að jöfnuður, réttlæti og friður komist á, og að því ber okkur að vinna með öllum, sem stefna að sama marki. Til þess eiga Íslendingar fyrst og fremst orðsins vopn, og því eigum við að beita í ríkara mæli en verið hefur. Við eigum að beita okkur af alhug og alefli fyrir því á alþjóðavett- vangi, að stórveldin afvopnist. Tafarlaus frysting kjarnorku- vopna yrði fyrsta skrefið á langri leið til afvopnunar, en þá leið verðum við að fara, ef mannkynið á ekki að tortíma sjálfu sér. Öryggis- og friðarmál er ekki hægt að skoða þröngt. Við verðum að tileinka okkur annan hugsun- arhátt og líta þessi mál í víðara samhengi. Við tryggjum ekki frið og framtíðaröryggi með því að vera tæknilega virk innan hernað- arbandalags. En á meðan við tök- um þátt í slíku bandalagi, er það á okkar ábyrgð, að land okkar verði ekki gert að hlekk í vígbúnaðar- keðju til sóknarhernaðar. Vopnin tryggja ekki friðinn. Samstillt almenningsálit yfir öll landamæri er eina friðarleiðin. 5. Bókin gegnir stóru hlutverki í íslensku menningar- og þjóðlífi, og ekki er ástæða til að óttast um stöðu hennar, þrátt fyrir stór- aukna samkeppni frá öðrum fjöl- miðlum. Vissulega eru sjónvarp og kvikmyndir ágengari en bókin, en ekki má heldur gleyma því, að þessir fjölmiðlar styðja oft hver annan. Bók verður kveikja að kvikmynd eða sjónvarpsþætti, sem síðan endurnýja eða vekja áhuga á bókinni. Kvikmyndin Út- laginn varð mörgum tilefni til lestrar Gísla sögu Súrssonar, sem ella hefðu kannski aldrei fengið áhuga á fornbókmenntum okkar. Sjónvarpsgerð Paradísarheimtar og kvikmyndun Atómstöðvarinnar opnuðu mörgum bestu leiðina til að njóta snilldar Laxness, þ.e. með lestri bóka hans. Á óskalista 13 ára stráks fyrir þessi jól var bókin um Marco Polo, sem kynntur var íslenskum sjónvarpsáhorfendum í haust. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Leiðsögn í íslenskri tungu í ríkisfjölmiðlum gerir vissulega sitt gagn, en mikilvægast er að vanda það, sem fram er reitt, bæði efni og umbúðir. Ástæða er til að óttast áhrif frá óvönduðum fram- burði flytjenda í hljóðvarpi og sjónvarpi, og þarf að taka það mál fastari tökum en gert hefur verið. Mikilvægast fyrir stöðu bókar- innar og rækt við íslenska tungu er að ala fólk upp við lestur góðra bóka á vönduðu máli. Öll börn njóta þess að láta lesa fyrir sig, og það er einmitt vísasta leiðin til að rækta með þeim góðan bók- menntasmekk og glögga málvit- und. Því heiti ég á foreldra og aðra uppalendur að nota vel þau tæki- færi, sem þeim gefast með ungum og upprennandi bókavinum. Gleðilegt ár! Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: „Skattalækkunarleið“ getur ekki komið í stað kauptaxtahækkana í. Kaupmátt launa verður að bæta verulega. Það er aðalatriðið. Sýnt hefur verið fram á að til þess er svigrúm í þjóðarbúskapnum — meðal annars í frumvarpi Alþýðu- bandalagsins um verndun kaup- máttar og viðnám gegn verðbólgu. Það er rangt sem haldið hefur ver- ið fram að kaupið megi alls ekki hækka og kjarasamningarnir hafi þess vegna verið markleysa. Það urðu þeir ekki sjálfkrafa fyrir ein- hver óviðráðanleg náttúrulögmál. Ríkisstjórnin eyðilagði kjara- samningana vegna þess að í þeim fólst ögrun við láglaunastefnu rík- isstjórnarinnar. Alþýðubanda- lagið hefur sýnt fram á það á ár- inu, sem nú er að kveðja, að það er unnt að tryggja kaupmátt launa án þess að verðbólga margfaldist. Vandinn við seinustu ríkisstjórn var sá að Framsókn vildi ekki grípa til annarra aðgerða gegn verðbólgu en að lækka kaupið. Þess vegna varð Sjálfstæðisflokk- urinn óskabandamaður Fram- sóknar við stjórnarmyndun fyrir einu og hálfu ári. Það er hugsanlegt að fara „skattalækkunarleið" .en hún get- ur ekki komið í stað kaupUxta- hækkana. Þeir skattar sem á að lækka eru sjúklingaskattarnir, en jafnframt á að hækka skatta á fyrirtækjum í þjónustugreinum. Ennfremur verður að tryggja að skattalækkunarleið breytist ekki í árásir á samneysluna því hún kemur þeim, sem minnst hafa handa á milli, að mestum notum. Kaup og kjör verða ekki ákveðin af stjórnvöldum í stríði við verka- fólk. Verkalýðshreyfingin nær ekki árangri í baráttunni gegn ríkisstjórninni nema hún sé sam- stæð. Hún var ekki nægilega sam- stæð á árinu 1984. Það þarf nú að undirbúa kjarabaráttuna á kom- andi ári með þá grundvallarstað- reynd í hug að verkalýðshreyfing- in í heild verður að starfa saman — og læra þannig af mistökunum. Sterk verkalýðshreyfing er besta kauptryggingin. Það er aðalatrið- ið, en ekki þær mismunandi tækniiegu áherslur sem Morgun- blaðið nefnir í spurningu sinni. Ef verkalýðshreyfingin er nægilega sterk þorir ríkisstjórnin ekki að ráðast gegn henni og Islandi hefur aldrei verið stjórnað gegn sam- stæðri verkalýðshreyfingu. 2. (slendingar eiga fyrst og fremst að nýta fiskimiðin umhverfis landið af skynsemi á grundvelli fé- lagslegra sjónarmiða. Það kemur ekki til greina að mínu mati að opna landhelgina fyrir erlendum veiðiskipum á nýjan leik — eða er það ekki það sem Morgunblaðið er í rauninni að spyrja um? Það má segja að íslendingar fylgi „of þröngri stefnu“ í sjávarútvegs- málum, þegar Alþingi hefur ákveðið að fela einum manni al- ræðisvald um stjórnun fiskveiða og fiskverkun í landinu. Engum manni er hollt að fara með slíkt ægivald — auk þess sem slík alls- herjarmiðstýring er háskaleg efnahag þjóðarinnar. (slendingar þurfa áfram að eiga sjávarútveg sem byggist á frumkvæði heima- manna sem allra mest. Því miður hefur ríkisstjórnin gert sitt til að snúa það framtak niður. Undir- stöðuatvinnuvegurinn grotnar niður meðan verslun og viðskipti blómstra. Sjávarútvegurinn sem forðum var aðaláherslugrein Sjálfstæðisflokksins er nú orðinn hornreka í þeim flokki. Eini flokk- urinn sem hefur lagt fram á Al- þingi heildartillögur um lausn á vandamálum sjávarútvegsins er Alþýðubandalagið. Þær hugmynd- ir eru spor í áttina. Á sama tíma og sjávarútvegin- um er skammtaður kvótinn heyr- ast ekki hugmyndir um það frá stjórnarflokkunum að setja eigi kvóta á gjaldeyriseyðsluna; þar hefur allt farið úr böndunum á þessu ári undir merki verslunar- ráðstefnunnar sem fylgt er út í æsar af núverandi ríkisstjórn. 3. Þessi spurning gæti verið ættuð úr opinberri stofnun sem hefur Svavar Gestsson talið ríkisstjóminni trú um nauð- syn þess að hækka vexti — en spurningin snýst ekki um kjarna málsins sem er þessi: í september námu heildarinnlán i bönkunum 22,1 milljarði króna sem dugði þá til þess að kaupa um 740 millj. dollara. Gengislækkunin hafði það í för með sér að sparifjárfúlgan entist aðeins til þess að kaupa 550 millj. dollara. Gengislækkunin hafði étið af sparifénu nærri 190 millj. dollara. Nú hefur gengið verið lækkað áður, en þá var kaup- ið verðtryggt þannig að sá stofn sem sparast af hélst óskertur. Nú er spariféð skert gagnvart inn- flutningnum sem hækkar í verði og sparnaðarstofninn, það er kaupið, fær ekki að hækka að sama skapi. Til þess að tryggja að vextirnir skili þeirri skerðingu sem þessar hremmingar hafa í för með sér fyrir þjóðfélagið þyrfti að margfalda hvern höfuðstól á ör- skömmum tíma. Allir vita hvert það leiddi þjóðféiagið. Sparnaður hefur síst aukist við hávaxtastefn- una. Hækkun vaxtanna er því ekki lausn við núverandi aðstæður. Því fer víðs fjarri. 1 spurningunni er talað um að sporna við verðtryggingu, Auðvit- að verður að skapa möguleika til þess að tryggja sparifé eins og ákveðið var í tíð síðustu 'ríkis- stjórnar. En það gengur ekki að tryggja fjármagnið eitt sér meðan raungildi launanna lækkar. Um hitt mætti svo spyrja hvernig okurvextirnir á svokölluðum „frjálsum" markaði leika kjör fólksins um þessar mundir. Talað er um 18% vexti á verðtryggðum bréfum. Hvað hefur verið gert til þess að rétta kjör þess fólks sem nú heyr örlagaglímu við okurlán- arana sem hefðu verið dæmdir sem slíkir í hæsta straff fyrir nokkrum árum? 4. Hér ætti að setja upp á vegum Alþingis — óháð ríkisstjórn — friðarrannsóknarstofnun. Góöur vísir að slíku starfi er öryggis- málanefnd. tslendingar hljóta að leggja áherslu á að landið verði ekki dregið enn frekar inn í víg- búnaðarkapphlaup stórveldanna. Meirihluti þjóðarinnar er hlynnt- ur friðarstefnu eins og fram kom í skoðanakönnun öryggismála- nefndar sl. sumar og er jafnframt hlynntur hugmyndinni um kjarn- orkuvopnalaus svæði á Norður- löndunum. Jafnframt er meiri- hluti þjóðarinnar andvígur her- vömum. Þannig er ljóst að meiri- hluti þjóðarinnar er í raun and- vígur þeirri framkvæmd utanrík- isstefnunnar, sem Steingrímur Hermannsson og Geir Hallgríms- son bera ábyrgð á, þó að meiri- hluti virðist telja að (sland eigi áfram að vera aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Meginatriðið í stefnu Alþýðubandalagsins i utan- ríkismálum er öryggi íslands. Við teljum að herstöðin og útþensla hennar tryggi ekki öryggi fslend- inga, heldur skapi öryggisleysi og stöðugt aukna hættu fyrir allt líf á (slandi. Afstaða Alþýðubanda- lagsins er sú að (sland eigi að vera utan hernaðarbandalaga og að hér á landi eigi ekki að vera herstöðv- ar. Jafnframt höfum við undir- strikað að við erum tilbúin til þess að standa að hvers konar samn- ingum um að stöðva þá hernaðar- uppbyggingu sem birtist lands- mönnum á vegum Bandaríkja- stjórnar hér á landi um þessar mundir. Meginviðfangsefni friðarbarátt- unnar á næstu mánuðum verður að vera baráttan fyrir því að ís- land verði hluti af kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- unum. Ef önnur Norðurlönd verða SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.