Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 47 Lög um tóbaksvarnir. III. KAFLI Takmörkun á tóbaksreykingum. 9. gr. 9.1. Tóbaksreykingar eru óheimilar í þeim hluta af húsnæði stofnana. fyrirtækja og annarra þar sem almenningur leitar aögangs í sambandi vid afgreidslu eða þjónustu sem þessir aöilar veita. Þetta gildir þó ekki um veitinga- og skemmtistaði. Þó skulu þeir á hverjum tíma hafa afmarkaðan fjölda veitingaborða fyrir gesti sína sem séu sérstaklega merkt að við þau séu tóbaksreykingar bannaðar. 9.2. Þar sem tóbaksreykingar eru óheimilar skv. 1. tl. skal það gefið til kynna með merki eða á annan greinilegan hátt. 10. gr. 10.1. Tóbaksreykingar eru óheimilar 1. í grunnskólum. dagvistun barna og húsakynnum sem eru fyrst og fremst ætluð börnum og unglingum yngri en 16 ára til félags- og tómstundastarfa. 2. Á opinberum samkomum innanhúss fyrir börn eða unglinga hafi börn innan 16 ára aldurs aðgang að þeim. 3. í heilsugæslustöðvum. 10.2. Yfirmanni stofnunar, skv. 1. og 3. mgr.. er þ<) heimilt samkvæmt tillögu starfsmanna- fundar eða starfsmannaráðs að leyfa reykingar í hluta þess húsnæðis sem ætlað er starfsfólki sérstaklega. enda skal þess gætt að það valdi ekki óþægindum þeim starfsmönnum sem ekki reykja. 10.3. Á sjúkrahúsum má einungis leyfa reykingar á tilteknum stöðum þar sem þær eru ekki til óþæginda fyrir þá sem reykja ekki. 11. gr. 11.1. Forráðamenn húsnæðis. sem almenningur hefur aðgang að en fellur ekki undir 9. og 10. gr. laga þessara. geta sjálfir ákveðið að takmarka reykingar i húsnæðinu. Skal slíkt látið greinilega í Ijós á staðnum og tilkynnt hcilbrigðisnefnd eða Vinnueftirliti ríkisins eftir því sem við á samkvæmt 1. mgr. 17. gr. og gilda þá ákvæði þessara laga þar sem við á. 12. gr. 12.1. Um tóbaksreykingar á vinnustöðum. öðrum en skv. 9. og 10. gr.. fer skv. nánari reglum sem setja skal í samráði við Vinnueftirlit ríkisins. Skal þcss gætt sérstaklcga að þeir, sem ekki nota tóbak, verði ckki fyrir óþægindum. 13. gr 13.1 Tóbaksreykingar eru óheimilar í farþegarými almenningsfarartækja sem rekin eru gegn gjaldtöku. 13.2. Heimilt er forráðamönnum flugvéla að leyfa reykingar í hluta farþegarýmis í atvinnuflugi milli landa. Þess skal þó ávallt gætt að óþægindi skapist ekki fyrir þá scm ekki reykja. 13.3. Setja skal sérreglugerð í samráði við Siglingamálastofnun ríkisins um tóbaksreykingar um borð í skipum. ist hinsvegar meir en sá reykur sem fer ofaní reykingarmanninn. Til marks um óbeinar reykingar má nefna að þeir sem ekki reykja hafa um 0,6—1,0% af kolsýrlingi í blóðinu. Reykingarmenn hafa 5% af kolsýrlingi í blóði sínu og þeir sem verða fyrir óbeinum reyking- um 2—3%. Sýnt hefur verið fram á að fólk sem reykir ekki og vinnur t.d. á veitingahúsum, á börum eða í flugvélum, þar sem reykt er hefur miklu meira en eðlilegt má teljast af kolsýrlingi, nikótíni og niður- brotsefnum þess í blóði og þvagi. Einnig hafa fóstur, börn og makar þeirra sem reykja meiri þéttni af þessum efnum í blóðinu, auk þess hefur verið sýnt fram á brenni- steinsblásýrling í blóði þeirra. Vitað er að kolsýrlingur í blóði dregur úr getu blóðsins til að flytja súrefni og nikótín veldur samdrætti í æðum, en deilt er hvaða þættir það eru í tóbaks- reyknum sem valda sjúkdómum hjá þeim sem reykja óbeint.“ -Hvað kvartar fólk helst um sem er mikið innan um reykingar- fólk, t.d. fólk sem þú nefndir áðan, þeir sem vinna á veitingahúsum eða á börum? ,Um 70% kvarta um erting í augum. Um þriðjungur þeirra sem umgangast reykingarfólk fær að jafnaði höfuðverk eftir smátíma, og hann er algengari eftir því sem rýmið er minna, t.d. ef reykt er tímum saman í litium bíl á ferða- lagi. Þá er sviði í nefi og hálsi einnig algengur. Um 30—40% þeira sem lenda í tóbaksreyk fá hósta eða hóstakjölt og öndunar- getan minnkar um 5—15% hjá þeim sem lenda í tóbaksreyk að ráði. Það er deilt um hvort þetta hafi nokkra þýðingu, þ.e.a.s. hvort sá sem verður fyrir þessu sé mæðnari og þrekminni. Hins veg- ar er nú ljóst að sjúklingar með sjúkdóma eins og astma, berkju- bólgu og hjartaöng, eru næmastir fyrir eituráhrifum óbeinna reyk- inga.“ — Hvað með reykingar móður á meðgöngutíma? „Já, reykingar mæðra hafa margvísleg áhrif á fóstur í móð- urkviði. Börnin eru léttari við fæð- ingu og munar það 250—350 grömmum. Því léttara sem barn er við fæðingu, því erfiðara á það uppdráttar, eða þannig er það í mörgum tilfellum. Súrefnisþrýst- ingur er einnig lægri í fóstrum reykjandi mæðra. Þá hefur verið sýnt fram á nikotín í blóði þessara barna. Þetta í sameiningu, þ.e. nikotínið og lækkun á súrefnis- þrýstingi, er talin skýring á því af hverju þessum konum er hættara en öðrum við fylgjulosi, enda er minna blóðflæði í fylgju og fóstri. Burðarmálsdauði er aukinn um 20—35%, en er að sjálfsögðu áfram lágur. Tíðni fósturláta er aukin. Til eru nokkrar rannsóknir sem benda til að vanskapanir séu tíðari hjá börnum reykjandi mæðra og einnig að börn þeirra hafi aukna tíðni illkynja sjúk- dóma. Þessar tvær síðustu ábend- ingar hafa þó enn ekki verið stað- festar.“ — Við ræddum áðan áhrif óbeinna reykinga á maka, t.d. eig- inkonur. Hvað með annað heimil- isfólk? „Rannsóknir hvaðanæva úr heiminum benda til hins sama: Þeim mun meira sem reykt er á heimili, því algengari eru sjúk- dómar eins og berkjubólga, lungnabólga og aðrir sjúkdómar í neðri loftvegum. Áhrifin eru lang- mest á yngstu börnin, en þeirra gætir alla bernskuna. Reykingar mæðra hafa mun meiri áhrif en reykingar feðra og verður það skiljanlegt þegar hugsað er til þess hve börn að jafnaði umgang- ast mæður sínar meira en feður. Ýmislegt bendir til þess að börn reykjandi foreldra fái oftar astma en hin, sem eiga foreldra sem ekki reykja. Börn reykjandi foreldra eru mun oftar á sjúkrahúsum vegna ofangreindra sjúkdóma en börn hinna. Rannsóknir á börnum og ungl- ingum á aldrinum 5—20 ára benda eindregið til þess sama, þ.e. að orsakasamband sé á milli reyk- inga foreldra og bráðra öndunar- færasjúkdóma, langvarandi hósta, uppgangs og þips í lungum hjá börnum. Einnig verða börn reyk- ingarforeldra miklu oftar fyrir því að teknir eru úr þeim hálskirtlar og nefkirtlar. Að minnsta kosti ein rannsókn bendir til þess að reykingar foreldra valdi aukinni tíðni á eyrnabólgu í börnunum. Allmargar rannsóknir sýna, að börn reykingarforeldra eru með skerta lungnastarfsemi þótt ein- kennalaus séu. Hins vegar er deilt um, enda ekki vitað, hvort eða hvaða áhfir þetta hefur til fram- búðar. Reykjandi mæður valda þar meiru um en feður og koma niðurstöðurnar þannig vel saman við aðrar athuganir. Hjá fullorðnum sem lenda í óbeinum reykingum hefur mælst skert starfshæfni lungna og er skerðingin háð því hve mikið hef- ur verið reykt í návist þeirra. Yfir- leitt eru þessi frávik af völdum óbeinna reykinga um 10—15% og eru gildin sambærileg við gildi hjá reykingamönnum sem reykja allt að 10 sigarettur daglega. Vitað er af öðrum rannsóknum að þeir sem mælast með skerta lungnastarf- semi eru í meiri hættu en aðrir að fá alvarlega lungnasjúkdóma, þeg- ar fram líða stundir. Ekki hefur enn verið sýnt fram á að svona sé málum farið hjá þeim sem reykja óbeint. Á þessu er þó ein undan- tekning þar sem er lungnakrabba- meinið." — Þú ert þá væntanlega ekki á þeiri skoðun að nýju lögin um tób- aksvarnir hafi í för með sér frels- isskerðingu fyrir þá sem reykja? „Auðvitað eru lögin skerðing á „frelsi“ manna til að reykja hvar sem er og hvenær sem er. Og sú frelsisskerðing er eðlileg og æski- leg þegar haft er í huga hve atferli reykingarfólksins getur skaðað aðra, skaðað þá sem ekki reykja. Enda eru lögin í góðu samræmi við þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa frelsi til að gera hvað sem er, svo fremi sem atferlið skaði ekki aðra. Hinsvegar legg ég ekki dóm á hvort lagasetning sé í raun besta ráðið til að vernda fólk gegn tób- aksmengun. En eitthvað varð að gera, því þær aðferðir sem notaðar hafa verið hingaö til, m.a. fræðsla, hefur ekki skilað nægilegum ár- angri. íslendingar eru ekki einir um lagasetningu í þessum efnum. Mörg fylki í Bandaríkjunum, Sví- þjóð, Finnland og fleiri vestræn ríki hafa sett svipuð lög eða reglu- gerðir á undan okkur." — Reykir þú sjalfur? nÉg púa stundum vindil, eða öllu heldur örsjaldan, því það eru líklega um þrjú ár siðán ég púaði síðast!" VJ. 7 TURBOMATIC 1IMÝ HÖNIMUN Stálpotturinn og stálgrindin I nýju Candy þvottavélunum ar verkfraaöi- legt afrek. Stáliö er fellt eða pressaö saman á samskeytum, þannig aö styrkleiki og tæringarvörn veröur miklu meiri en venjulegt er. Þessi nýja hönnun sparar líka raf- magnsnotkun og vatnsnotkun, ef miö- að er viö aörar þvottavélar. 2LÍKA ÞURRKARI Merkin hér fyrir neðan séröu é stillirofa fyrir þurrkun. Þú getur stillt á „min“ eða „max“, allt eftir því magni sem þurrka á, en hámarkiö er 2,5 kg af þvotti. Merkín sem þú stillir á gefa eft- irtalda möguleika: Ætlsö tyrir þ¥ott, *om i aö ttrauis, 20% raki varöur afttr I þvottinum. /Ettaö lyrir þvott, wm akki i aö þurfa aö strauja, 10% raki varöur sftir f þvottinum. ^ Vaf þurrt. 3ENGIN GUFA! Candy Turbomatic tekur inn á sig heitt og kalt vatn eftir vali. Vélin er meö innbyggt kerfi (sjá mynd) sem eyðir gufunni sem myndast við þurrkunina. Þetta kemur sér einkar vel ef vélin er notuö á baðherbergi. Viö höfum fengiö nýja sendingu af Candy þvottavélum, og þrátt fyrir gengisfellingu og kostnaöarauka höldum viö niöri veröinu eins og okkur er framast unnt. CANDY TURBO-MATIC, vélin sem einnig þurrkar, er nú á kr. 25.800, geröin 861 kostar nú 20.650 og geröin 503 kostar 16.700, allt miö- aö viö staögreiöslu. Viö bjóöum áfram okkur góöu afborgunarskilmála, þ.e. 1/3 út og afgangurinn á 7 mánuðum. Athugið — vélarnar taka inn á sig bæói heitt og kalt vatn eftir óskum kaupenda. Verslunin rpgflpn Borgartúni 20, sími 26788.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.