Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Loftið á fjallsins tindi íslenskt ilmvatn fetar sig út í heim Frískt eins og lækurinn létti, loftið á fjallsins tindi litaspil ljóssins og frerans, laufblaðsins mýkt og yndi. Hverju skyldi nú svo lýst? Bláfjallailmvatninu íslenska, sem er byrjað að feta sér leið út í heim. Hefur verið pantað til Ástralíu, Bandaríkjanna, Vestur-Indía, Noregs og nu síð- ast til Kanada. Ekki í stórum stíl að vísu en nokkur hundruð glös í sendingu, sagði framleið- andi ilmvatnsins og höfundur vísunnar á umbúðunum, Jó- hann Jakobsson efnaverkfræð- ingur, þegar blaðamaður Mbl. varpaði til hans úti í banka spurningu um hvernig gengi með sölu á íslenska ilmvatninu Monts Bleus, sem hann tók í félagi við syni sina Jakob og Lárus að senda frá sér fyrir einu ári. Enda nokkuð frumlegt og djarft að láta sér detta í hug að hefja framleiðslu á íslensku iimvatni. Hér heima hefur ilmvatninu verið vel tekið, selst mest í Markaðinum á Keflavík- urflugvelli milli jólavertíða, en þá kaupa það líka margir í verslunum. „Við erum eftir árið komnir á það stig að hafa nokk- uð örugg sambönd fyrir umbúð- ir og efni,“ segir Jóhann. „En þetta verður að fá að þróast hægt.“ Eins og vísan á umbúðunum ber með sér, svo og nafnið, þá er hugmyndin að frá íslandi berist í ilmvatnsglösunum ferskur ilmur bláfjallanna. Ilminum þeim er ætlað að fara á erlendan markað, sem m.a. má ráða af því að vísan goða hefur verið þýdd og birtist á umbúðum á fimm tungumálum: ensku frönsku, kínversku og arabísku, auk íslenskunnar og nú verið að þýða hana á þýsku og norsku. Til að snara þessari íslensku stöku yfir á ensku fékk hann Jóhann Ottó Jónsson, á frönsku Katrínu Eyjólfsóttur, á kínversku Ragnar Baldursson og arabísku Jón Gunnarsson, sem sagður er kunna skil á 50—60 tungumálum og tala all- ar helstu tungur jarðar. Kveikjan við sjónvarpið Upphafið að íslenska ilm- vatninu má rekja til þess er fjölskylda Jóhanns Jakobsson- ar, sem rekur efnarannsókna- stofu, sat við sjónvarpið og á skjáinn kom ein af þessum ilm- vatnsauglýsingum, þar sem kona svífur i lausu lofti af sælu. Þá sagði yngri sonur Jóhanns: Getum við ekki framleitt svona ilmvatn? Því ekki það, var svarið. Þá strax um kvöldið varð nafnið til: Monts Bleus eða Fjöllin blá. Fljótlega var svo allt sett í gang, en undirbúning- urinn tók tvö ár áður en fyrsta ilmvatninu var hleypt af stokk- unum undir þessu merki. „Tilraunin hefur miðast við að fá fram frískleikablæ, en svo er alltaf smekksatriði hvað fólki finnst," segir Jóhann. „Eftir viðtökunum virðist valið hafa tekist bara vel. Við leggj- um mikið upp úr því að hafa Sem roði ljóss og loga og litríkt skin um voga angan vors og vinda og veröld blárra tinda. Ilmvatnsblandan þarf aö lagerast í langan tíma. Hér eru þeir Jakob og Lirus með einn brúsa með löguðu Bláfjallailmvatni. Enn leikur okkur hugur á að vita hvernig hægt sé að ná þó ekki sé stærri markaði en þetta fyrir nýtt íslenskt ilmvatn á einu ári og spyrjum Jóhann hvort hann hafi auglýst mikið. Nei, ekki er svo. Hann hefur auglýst í einu blaði sem fer út fyrir landsteinana „News from Iceland" og það hefur haft mikla þýðingu. Aragrúi af ein- staklingum út um allan heim hefur skrifað og beðið um ilm- vatn, sumir sent fyrirfram- greiðslu. Söluaðilar hafa beðið um sýnishorn og pantanir bor- ist frá Ástralíu, Bandaríkjun- um, Vestur-Indíum, Noregi, Kanada og Japan. Fyrir íslend- inga hefur verið auglýst í sjón- varpinu.„ Ekki með auglýsingu sem segir: „Kaupið þetta" held- ur: „Þetta er til, þarna er það“ og þannig viljum við hafa það,“ segir Jóhann. „Undirtekir hafa verið mjög góðar hér, en við verðum líka að taka við ís- lenskri framleiðslu og nota hana sjálfir ef við ætlum að framleiða yfirleitt. Og ég er sannfærður um að við getum þetta." — E.PA. Friskt eins og lækurinn létti. loftiö á fjallsins tindi. Iitaspil Ijóssms og frerans. laufblaösms mykt og yndi The lightness of bounding brooks, The freshness of mountain air. The twinkle of frost and light The rose's mellowed delight Frais et légar comme l'eau du ruisseau comme l'air des cimes Scintillement de la lumiére et du givre, sople beauté de la feuille Jóhann Jakobsson og synir hans Jakob og Lárus við átöppunarvél og pökkun ilmvatnanna. Vísan á Bláfjallailmvatninu á ís- lensku, ensku, frönsku, arabísku og kínversku. náð til Noregs, okkar næstu nágranna, því ekkert ilmvatn er framleitt á Norðurlöndum undir skandinavísku heiti, að því er ég best veit. Þetta er auð- vitað allt í smáum stíl, enda getum við ekki búist við öðru. Heyrst hefur að það hafi tekið 10 ár að vinna prjónuðu ullar- vörunum okkar sess á erlendum markaði. Svo við þurfum ekkert að vera svartsýnir þótt þetta taki tíma. Þegar þeir voru að tala um að Svíar flyttu lítið inn frá íslandi í heimsókn Olofs Palme um daginn datt mér í hug að vel gæti sá markaður tekið við svona 100 þúsund ilmvatnsglösum,“ segir Jóhann sposkur og bætir við: „Við verð- um að halda okkar framleiðslu fram, annars getum við bara hætt að höndla." Ekki er nú kannski með nýrri ilmvatnsframleiðslu ráðist á markaðinn þar sem samkeppn- in er minnst. Jóhann á svar við því: „Það er nákvæmlega sama hvað maður ætlar að selja á erlendum markaði, alls staðar er samkeppni. Þótt maður dytti nú ofan eitthvað alveg einstætt sem rennur út, þá hefði maður í hæsta lagi tveggja til þriggja mánaða forskot áður en allir eru komnir í slaginn. Sama hvar maður ber niður. Stefnt á erlendan markað í fyrra var semsagt byrjað með tvær tegundir ilmvatna undir merkinu Mont Bleus d’Is- lande, númeraðar 720 og 721. Og í ár hafa bæst við tvær teg- undir af rakspíra með undir- titlunum Sportsman og Seam- an. „Við veljum ekki þessi nöfn af því að við séum svo óþjóð- hollir heldur af því að við mið- um við erlendan markað, aust- an hafs og vestan. Getum ekki treyst á íslenskan markað ein- göngu, til þess er hann of lítill fyrir svona sérvöru. Nöfnin verða því að vera alþjóðleg," út- skýrir Jóhann. Þá er nú verið að þróa „kölnarvatnið" í sömu línu og nefnist það Volcanique. Komnar þar umbúðir með texta á sex tungumálum. Þá hafa verið hannaðar og framleiddar minni umbúðir af ilmvötnun- um, sem nefnast: „Little Sky- pack“. Tilefnið var það að um- boðsmaður SAS benti Jóhanni á að ef ilmvatnið ætti að hafa möguleika á að seljast í flugvél- um mættu umbúðirnar ekki vera of stórar. Þar var bætt við þýskum texta í stað þess arab- íska, þar sem rýmið er tak- markað. Það er því greinilega mikill hugur í framleiðendun- um íslensku að nýta alla mögu- leika til sölu á erlendum mörk- uðum. SAS-fulltrúinn benti einnig á að leggja bæri áherslu á að ilmvatnið væri frá íslandi, því þar hefðum við sérstöðu á markaðinum. „Við ætlum að fylgja þessu fram svo lengi sem við getum,“ sagði Jóhann. En ef heppnin er með, er þá hægt að framleiða fslenska ilmvatnið í stórum stíl? Jóhann upplýsir að hægt sé að fram- leiða 1000 glös á mánuði eins og er, en samböndin séu þannig að með mjög stuttum fyrirvara megi auka það í 50 þús. glös á ári, og meira í framhaldi af því. Vitanlega er uppskriftin að íslenska ilmvatninu fram- leiðsluleyndarmál, en skyldu vera nokkur innlend ilmefni í því? Ekki er það. „Við blönduna byggjum við á að ná fram ís- lenskum áhrifum, en ekki erum við komnir á það stig að fá ilm- efni úr íslenskum blómum. Það er ekki einfalt mál. Við fáum ilmefnin hjá stóru ilmefna- framleiðendunum eins og allir aðrir, t.d. Japanir, Frakkar og fleiri, en svo er það samsetn- ingin sem gildir. Þetta eru sömu ilmefnin sem eru á heimsmarkaðinum yfirleitt," útskýrir Jóhann. Og til frekari skýringar á því að hverju er stefnt, er hér önnur vísa, sem birt er á umbúðum nýjustu framleiðslunnar á mörgum tungumálum og stökur eru þó alltaf þjóðlegar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.