Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 lýst kjarnorkuvopnalaust svæði án íslands skapast aukinn þrýst- ingur á ísland og hætta á því að staða íslands verði enn verri en hún hefur verið. Skammt hafa þá dugað langar ræður sem lofa nor- ræna samvinnu ef aðrar Norður- landaþjóðir sneru við okkur baki á þennan hátt. 5. Svarið við síðari spurningunni er: Já. Svarið við fyrri spurning- unni er margbrotnara: Gott er að sjá bókaútgáfuna síð- ustu mánuði. Þar er að finna af- reksverk þýðenda eins og Nafn rósarinnar og Glæp og refsingu, og ég þakka Thor og Ingibjörgu af alhug: Þau hafa gefið þjóð sinni nýja dýpt, nýjan þátt í þann vefn- að sem heitir íslensk menning og verður ekki sífrjó uppspretta, lind, nema við gefum út þýðingar eins og þessar og reyndar margar fleiri, þvi ég er nú kominn út á þann hættulega ís að nefna nöfn. í bókaflóðinu eru ljóðabækur sem hjálpa okkur til þess að skynja og skilja umhverfi okkar og þar eru skáldsögur íslenskar sem á að þakka sérstaklega fyrir. Bók þeirra Freys og Njarðar hjálpar okkur vonandi öllum til þess að horfast í augu við samtímann. Þannig er margt í jólabókaflóðinu sem vert er að staðnæmast við — og gleðjast yfir því að menn kaupa að minnsta kosti bækur ennþá. Lesa þær vonandi lika. Ég hef tekið eftir því að Morg- unblaðið og Þjóðviljinn virðast leggja áherslu á það að styrkja stöðu bókarinnar í íslensku þjóð- lífi. Það er vonandi einhvers virði. En hvað má enn frekar til varn- ar verða? Fyrst er að bækur séu aðgengi- legar sem flestum. Þar hefur framtak Máls og menningar með „uglurnar" hjálpað til á þessu misseri. Þveröfugt er farið að með stórfelldri gjaldtöku borgar- stjórnaríhaldsins af þeim sem fá bækur í bókasöfnum. Má spyrja — líka í Morgunblaðinu — hve há slík gjöld eru í grannlöndum okkar. Mér er sagt að þau séu eng- in víðast hvar. I þriðja lagi þarf kaup að vera svo hátt að fólk hafi efni á því að kaupa bækur. Þannig getur stefna stjórnvalda, forleggj- ara og sveitarstjórna haft áhrif á viðgang bókarinnar í menningar- samfélagi samtímans. En þegar kaupið er svona iágt miðað við verðlag á lífsnauðsynjum mætti hugsa sér að stjórnvöld kæmu til móts við bókina með því að fella niður söluskatt af bókum. 1978 var felldur niður söluskattur af mat- vörum. Nú ætti að fella niður sölu- skatt af bókum. Það er að minnsta kosti þarfara framlag en niður- felling álags á skemmtiferðir til útlanda. f samkeppnisþjóðfélagi frjáls- hyggjunnar er hætt við að þrengi að bókinni. Öndvegisrit verða ekki gefin út nema til þess fáist stuðn- ingur á félagslegum grundvelli. Má í því sambandi nefna þýð- ingarsjóðinn til marks um félags- legt átak til þess að styrkja stöðu bókarinnar. Miskunnarlaus sam- keppni gróðaaflanna verður ekki til þess að efla veg bókarinnar og virðingu, þvert á móti. Margt bendir til þess að gróðafyrirtækin í útgáfustarfsemi úthýsi almenni- legum bókum en leggi aðaláherslu á rusl í fjöldaframleiðslu sem get- ur skilað ávinningi fjármuna í aðra hönd á skömmum tíma. Bókinni stafar ekki hætta af „upplýsinga- og fjarskiptabylting- unni“. Sú bylting getur einmitt orðið til þess að styrkja bókina ef rétt er á haldið. Hitt er brýnt, sem innt er eftir, að leggja aukna rækt við íslenska tungu í ríkisfjölmiðl- um og í blöðum. Metnaður fyrir hönd íslensks máls er sjaldgæfur í blöðum nú orðið — klúðurstíllinn verður stöðugt algengari. Gæti það ekki verið gott verkefni fyrir Blaöamannafélag Islands að leggja áherslu á málrækt með skipulegu átaki? Að lokum óska ég landsmönnum öllum árs og friðar, en vísa að öðru leyti til áramótagreinar minnar sem birtist i Þjóðviljanum í dag. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Framtíðarmúsík handa hamingjusamri þjóð i. Það sem vinnandi fólk í landinu varðar um er kaupmáttur launa eft- ir skatt. Vegna almennrar efna- hagsóstjórnar, sem m.a. lýsir sér i misgengi atvinnuvega, verður því aðeins unnt að tryggja vinnandi fólki óumflýjanlegar kjarabætur í ósvikinni mynt á næsta ári, að ranglátt og hriplekt skattakerfi verði stokkað upp. Það þarf m.ö.o. að færa til skattbyrðina frá hinum efnaminni til hinna efnameiri og beita tekjujöfnunarkerfi ríkisins með öflugu átaki í þágu hinna efnaminni. Þetta þarf að gera, áð- ur en kemur að kjarasamningum til þess að þar verði gætt jafnvæg- is milli framfærsluþarfar heimil- anna og greiðslugetu atvinnuvega. Til þess að ná þessum markmiðum þarf að gera eftirfarandi ráðstaf- anir í tæka tíð: 1. Það á að leggja eignarskatts- auka til 2ja ára á skattsvikinn verðbólgugróða hinna nýríku (1 milljarður á ári) og verja þessum fjármunum til að gera stórátak í húsnæðismálum unga fólksins; byggja hóflegar íbúðir í fjölbýli á viðráðanlegum kjörum. Þetta væru kjarabætur í ósvikinni mynt fyrir unga fólkið. 2. Það á að afnema tekjuskatt á laun allt að 35 þús. á mán. Það væru kjarabætur í ósvikinni mynt fyrir þorra launþega. 3. Það á að afnema flestar undan- þágur frá söluskatti og leggja sölu- skatt á innflutning í tolli. Þetta mundi skila ríkissjóði að óbreyttri söluskattsálagningu ca. 10 millj- örðum í auknar tekjur. Þessar auknu tekjur á að nota til kjara- jöfnunar með eftirfarandi hætti: a) til að mæta tekjutapi ríkissjóðs af tekjuskattsniðurfellingu (rúmlega milljarður); b) til að endurgreiöa barnafólki og efnalitlu fólki „tekjutengdan skattafslátt“, sem vegur upp á móti niðurfellingu söluskatts- undanþágu á matvæli; c) til að binda enda á erlenda skuldasöfnun og hallarekstur f ríkisbúskapnum; d) til að greiða upp þann hluta af skuldum sjávarútvegsins, sem gjaldfallinn er á þjóðina. Á þar næsta ári ber að nýta þessar auknu tekjur til að lækka söluskattsálagninguna og þar með vöruverð í landinu, verulega. Þessu þarf síðan að fylgja eftir með rót- tækum niðurskurði ríkisútgjalda (tekjutilfærslu frá ríkisgeiranum til atvinnulífs og launþega). Þetta verður bezt gert með því að skera niður starfsemi á vegum ríkisins, sem er ýmist óþörf, eða yrði rekin með hagkvæmari hætti á vegum einkaaðila, sveitarfélaga og al- mannasamtaka. Tekjutilfærsla af þessu tagi er nauðsynleg til að brúa bilið milli hinna tveggja þjóða, draga úr efnahagslegu og félagslegu misrétti, auka stöðug- leika og jafnvægi í efnahagslífinu og skapa nauðsynlega samstöðu með þjóðinni um raunhæfar kjarabætur og þau framtíðarverk- efni, sem auka eiga hagvöxt og standa undir lífskjörum þjóðarinnar í framtíðinni. 2. Að hluta til er íslenzkur sjávar- útvegur í kreppu vegna utanað- komandi áhrifa: (1) Keppinautar okkar nota iðnaðar- og olíuauð sinn (Kanada, Noregur) til að greiða niður fiskverð á erlendum mörkuðum. (2) Breyttar neyzlu- venjur hafa aukið eftirspurn eftir ferskum fiski á kostnað frystra fiskafurða. Við fyrri vandanum eigum við Jón Baldvin Hannibalsson að bregðast m.a. með því að leita samstöðu með Færeyingum og Grænlendingum um að gera allt vitlaust á vettvangi Norðurlanda- ráðs gegn „dumping“-pólitík Norð- manna í fisksölumálum. Við seinni vandanum þarf að bregðast með ýmsum hætti. Við eigum að stórauka frelsi í útflutningsversl- un, verja verulegum fjármunum í markaðsöflun og sölumennsku og gera skipulegt átak til að auka fjölbreytni í matvælaframleiðslu. T.d. með „máltíðarframleiðslu úr fiski“, enda útlit fyrir að tolla- munur á unnum og óunnum fiski muni hverfa á mörkuðum Evrópu- bandalagsins. Önnur rekstrarvandamál sjáv- arútvegs og fiskvinnslu verða ekki leyst nema með gerbreyttri efna- hagspólitík. Þar skiptir eftirfar- andi mestu máli: 1. Dollaralán „Steingrímstogar- anna“ eru að hluta til fallin á þjóðina. Hluta þeirra verður ríkissjóður að greiða, en knýja um leið fram uppboð, eigenda- skipti og skuldaskil. Gengi krónunnar þýðir ekki að skrá miðað við gjörgæslufyrirtæki, sem sokkin eru í skuldir og eiga ekki fyrir skuldum. 2. Beita verður róttækum ráðum til að draga úr tilkostnaði á að- föngum sjávarútvegsins og þá sérstaklega olíukostnaði og fjár- magnskostnaði (sjá svar nr. 3). Úr því sem komið er er óhjá- kvæmilegt að þjóðnýta olíuversl- unina og binda þannig enda á ábyrgðarlausa offjárfestingu hins þríeina olíuauðhrings. Peninga-, lána- og vaxtapólitík- in er í molum. Fjármagns- kostnað, sem er velt út í verð- lagið innanlands en eyðileggur samkeppnisaðstöðu og veldur þrýstingi á gengið ella, verður að lækka. Það gerist aðeins sem liður í nýrri og samræmdri jafnvægisstefnu í efnahagsmál- um. Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu fyrstir á þingi tillögur um samninga við önnur ríki um veiðar í erlendri fiskveiðilögsögu. Slíkt er sjálfsagt mál, þegar við beitum of stórum flota á tak- markaðar veiðar. Framtíðin í sjávarútvegi íslendinga er hins vegar sú að selja vanþróuðum þjóðum sérfræðikunnáttu okkar í fiskveiðum og fiskvinnslu og allan þann búnað sem til þarf (skip, hafnarmannvirki og tölvustýrð vinnslukerfi). Þetta þýðir að í tölvu- og sjálfvirkni- bransanum eigum við að sér- hæfa okkur í tækjakosti og hugbúnaði fyrir fiskveiðar og vinnslu. Ákvarðanir um fjár- mögnun þessarar framtíðar- greinar þarf að taka strax svo að hún geti skilað okkur arði innan 5—8 ára. 3. Peningapólitík Jóhannesar Nordal (les: Seðlabankans) undan- farna áratugi hefur reynst hald- laus. í fyrsta lagi þurfum við fleiri og öflugri stjórntæki til að stýra peningamagni. f öðru lagi verður að vera samræmi milli almennrar efnahagsstefnu (hallalaus ríkis- búskapur, stöðvun erlendrar skuldasöfnunar, rétt gengi, já- kvæður viðskiptajöfnuður) og pen- ingamálastjórnar. Til þess að kippa þessu i liðinn þarf (1) jafn- vægisstefnu í efnahagsmálum (2) nýja löggjöf um Seðlabankann (3) sameina tvo ríkisbanka í einn og selja þann þriðja (4) afnema nú- verandi kerfi innlánsbindingar og sjálfvirkra afurðalána og fela fram- kvæmd þess viðskiptabönkum (5) koma á opnum verðbréfamarkaði. Það var Alþýðuflokkurinn sem kom á verðtryggingu fjárskuld- bindinga á sínum tíma. Það gerð- um við til þess að: (1) Stöðva bankarán á rosknu fólki (spari- fjáreigendum) (2) stöðva eignatil- færslu frá almenningi til forrétt- indahópa kerfisins (3) skapa for- sendur fyrir arðsemismati fjár- festingar með því að afnot pen- inga væru seld á réttu verði og lánum ekki breytt í styrki til at- vinnurekenda. Með þessum hætti hefur Alþýðuflokkurinn sýnt, að hann stendur vörð um hag spari- fjáreigenda og innlenda sparifjár- myndun. Verðtryggingarpólitíkin var hins vegar eyðilögð í framkvæmd af tveimur ríkisstjórnum vegna þess að henni var ekki fylgt eftir með lengingu lána og réttri efna- hagsstefnu á öðrum sviðum. Rán- vaxtapólitík Jóhannesar Nordal og núv. ríkisstjórnar er röng af tveimur ástæðum: (1) Hækkun inn- lánsvaxta hefur ekki leitt til auk- innar sparifjármyndunar. Almenn- ingur sem býr við hungurlaun á nefnilega ekkert eftir til að spara. Sparnaður er þess vegna aðallega falið fé skattsvikara, sem er ávaxtað fram hjá atvinnulífinu. Breytingar á innlánsvöxtum valda þess vegna aðeins tilfærslum milli sparnaðarforma. (2) Hækkun út- lánsvaxta nægir ekki til að minnka eftirspurn og draga úr verðbólgu. Þvert á móti fer aukinn fjár- magnskostnaður beint út í verðlag- ið (eykur verðbólgu) innanlands, en grefur undan samkeppnisað- stöðu útflutningsgreina og veldur þrýstingi á gengið. Feillinn er sá, að Seðlabankinn hefur oftrú á vaxtatækinu. Því er að?ins hægt að beita með árangri sem lið í samræmdri efnahags- stefnu. En til þess að koma henni á, þarf nýja ríkisstjóm í landinu. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar ætti að vera að skipta um menn í brúnni í Seðlabankanum og þjóð- nýta Seðlabankabygginguna fyrir Stjórnarráðið, eins og við höfum gert tillögur um. Því næst þarf að lækka fjármagnskostnað atvinnu- lífsins sem lið í nýrri samræmdri efnahagsstefnu. Ný og fjölbreyti- leg sparnaðarform almennings, sem fær laun fyrir vinnu sína sem hægt er að spara af, á hins vegar að vera eitt af aðalsmerkjum hinnar nýju efnahagsstefnu. 4. fslenzka lýðveldið er merkileg tilraun til að halda uppi sjálfstæði og bjargálna menningarsamfélagi smáþjóða, sem býr í stóru, harð- býlu landi á hernaðarlega mikil- vægu landsvæði. íbúatala Islands jafnast á við smáhverfi í erlendri stórborg. Um næstu aldamót verða íbúar Norðurlanda um 0,3% jarðarbúa (íslendingar þar af 0,045%). í svipinn eru vaxandi lík- ur á að tilraunin með lýðveldið ís- land takist ekki. Það er eingöngu vegna þess að okkur hefur sjálfum fatast svo mjög stjórn okkar eigin mála að efnahagslegt sjálfsfor- ræði okkar er í hættu. Eigi til- raunin að takast þurfum við að halda mjög viturlega á málum. Það eina sem hefur tekist bæri- lega í íslenzkri pólitík frá því lýð- veldið var stofnað var utanríkis- pólitíkin. Utanríkispólitík smá- þjóðar má líkja við' tryggingarstarfsemi. Við þurfum að endurtryggja sjálfstæði okkar með bandaíagi við þær þjóðir sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þetta eigum við að gera áfram með óbreyttri utanríkis- pólitík. Að því viðbættu, að við þurfum að efla innlenda þekkingu á hernaðarmálefnum og láta rödd okkar heyrast með ótvíræðari hætti á samkomum bandalags- ríkja, þegar forystuþjóðirnar ætla að bregðast trúnaði við hugsjón lýðræðisins. T.d. með stuðningi við hernaðargórillur og fjöldamorð- ingja í löndum þriðja heimsins. Þá eigum við að rífa kjaft, mótmæla og reyna að hafa vit fyrir þeim, sem þess þurfa. En aldrei að falla í þá gryfju að leggja að jöfnu for- ystuþjóðir lýðræðisins annars vegar og nýlenduveldi Gúlagsins hins vegar. Minnumst örlaga Afg- anistans. 5. Hafandi lesið nú um jólin eitthvað um tíu bækur þeirra höf- unda, sem vonir eru helzt bundnar við, verð ég að játa, að ég hef þungar áhyggjur af framtíð bók- arinnar og „bókaþjóðarinnar". Mér til mikilla vonbrigða var skáldskapurinn sem ég las mestan part andlaust föndur manna, sem liggur lítið á hjarta og kunna smátt til verka, eða hysterískir kveinstafir þjáðra sálna, sem kunnu ekkert til verka. Undan- tekningarnar voru fáar en vekja samt vonir. Bezta skáldsagan var eftir korn- ungan ísfirðing (nemanda úr MÍ) — og hún var ekkert slor. Sagan er sprottin upp úr hörðu mannlífi sjávarplássins og ósvikin vegna iifandi þekkingar höfundar á hugsunarhætti og kjörum þess fólks, sem hann elskar. Höfundur- inn hefur til að bera hvort tveggja ást til mannfólksins og kunnáttu í skáldverkinu. Ljóð Gunnars Dal eru annað dæmi um samspil mannvits, verkkunnáttu og vel- vildar, sem gefur bókmenntum líf og gildi. Lífshlaup kvenna, sem gerðust brautryðjendur í nýrri grein atvinnulífs á íslandi, reynd- ist líka vera eftirminnilegt og fag- mannlegt verk. En besta bókin sem ég las var eftir ungan sveitar- stjóra norður á Skagaströnd og fjallaði um sjávarútveg íslendinga af þekkingu, viti og ástríðu. Hvers vegna er svona fátt um fína drætti í andanum? Er allt tal- ent þjóðarinnar saman komið í sjósókn og vísindum? Ekki er það í pólitík — svo mikið er víst. Og ekki í skáldskap. Ætli það sé í tónlistinni og málverkinu? Enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur neina vitræna menningarpólitík fram að færa — minn flokkur ekki undanskilinn. En mér sýnist ein- sýnt að við þurfum að taka skóla- kerfið til bæna og fjölmiðlafárið sömuleiðis. Eftir 15 ára kennara- reynslu og nokkurra ára fjöl- miðlareynslu hef ég að vísu býsna mótaðar hugmyndir um, hvernig að skuli gert. En nánari útlistun á því verður að bíða betri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.