Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Gæði hráefnis, matsaðferðir og verðlagning hafa verið mikið til umræðu og athugunar á árinu. Staðreynd er að viðhafðar mats- og verðlagsaðferðir eru ekki jafn hvetjandi og þar sem fiskverð ákvarðast fyrst og fremst af gæð- um, framboði og eftirspurn á frjálsum markaði þar sem skyn- bragð kaupandans og þess sem verkar ræður. Aukin gæði bæta afkomu sjó- manna og útgerðar. Það má því einskis láta ófreistað að fá meiri hvatningu í sambandi við verð- lagningu hráefnis hafandi það í huga að veiðar og meðhöndlun á fiski er fagvinna og fagvinna er aldrei það vel framkvæmd að ekki megi gera betur. Sala flestra sjávarafurða hefur gengið þolanlega á árinu. Þó hefur gengisþróun Bandaríkjadollars haft afgerandi áhrif og valdið röskun milli markaðssvæða. Sam- keppnisaðstaða okkar krefst þess nú fremur en nokkru sinni fyrr að einskis sé látið ófreistað að fram- leiðsluvörur fari frá landinu á þann veg sem markaðurinn krefst, hvort heidur er litið til gæða eða ytri frágangs. Fullyrða má, að sölusamtök okkar í sjávarútvegi hafi í mörgum tilfellum unnið stcrvirki á undanförnum áratug- um, við að halda hærra verði á gæðaafurð sjávarafla en aðrar þjóðir hafa náð. Rétt nýting fiskmiðanna bygg- ist á búsetu og heppilegum fiski- skipum fyrir viðkomandi ver- stöðvar. Tilkoma skuttogaranna varð mörgu byggðarlaginu lyfti- stöng en þeir henta ekki allstaðar. Stöðnun og kyrrstaða í endurnýj- un fiskiskipa er hættuleg. Hún gæti fyrr en varði kallað á nýja endurnýjunarskriðu. Allt tal um of stóran fiskiskipaflota virkar neikvætt. Það er sárt að horfa á eftir góðum skipum úr landi komi ekki önnur betri í staðinn. Það er bráðnauðsynlegt að gera íslenskri skipasmíði kleift að annast endur- nýjunina, sem hún í mörgum til- fellum hefur sýnt og sannað að hún gerir betur en sú erlenda. Sameiginleg áramótaósk okkar allra er sú, að á komandi ári og í framtíðinni berum við gæfu til að umgangast þá auðlind, sem er undirstaðan að lífskjörum okkar í landinu það varlega að eigi hljót- ist af óbætanlegur skaði, með því að rányrkja ekki fiskistofnana í lögsögu íslands. Gleðilegt ár. Kristján Thorlacius Kristján Thorlacius, for- maður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja: Láglaunastefna og hávaxtapólitík Sú fjöldahreyfing sem varð i verkfalli opinberra starfsmanna á sl. hausti var vissulega engin til- viljun. Hún var bein afleiðing af því ástandi sem ríkir í kjaramál- um í þjóðfélaginu. Það sem vakti mikla athygli var, hve samstaðan í verkfallinu var mikil og náði langt út fyrir raðir opinberra starfs- manna. Allt stafar þetta augljóslega af því að misréttið í kjaramálum er orðið meira en svo, að lengur verði við unað. Verst kemur þetta niður á ungum fjölskyldum og eigna- lausu eftirlaunafólki. Ástandið í húsnæðismálum er sífellt að færast nær því sem var fyrir stríð, þegar það voru forrétt- indi að eiga íbúð eða hafa leigu- húsnæði, þannig að fólk þyrfti ekki að hrekjast með stuttu milli- bili úr einum stað til annars. Þetta ástand er afleiðing af því hve atvinnurekendur og stjórn- völd hafa haldið almennum launa- kjörum niðri og hins vegar verð- tryggingu á lánum ásamt háum vöxtum. Almennur launamaður sem ekki hefur eignast íbúð fyrir nokkrum árum á fárra kosta völ í húsnæð- ismálum. Sú láglaunastefna og hávaxtapólitík, sem haldið er uppi kreppir að sífellt fleira fólki. Síðan á árinu 1971 hefur átt að heita svo að Islendingar byggju við 40 stunda vinnuviku. í reynd hefur það verið almennt að yfir- vinna væri a.m.k. 10 tímar á viku. Þetta þýðir að þegar fólk fer á ellilífeyri er hann miðaður við dagvinnulaun. Ellilífeyririnn fylg- ir því ekki raunverulegum launa- tekjum. Það er sífellt verið að þrengja kosti almennings. Tekjurnar sem þorri fólks fær duga einfaldlega ekki fyrir nauðsynlegum útgjöld- um. Tekjum manna er ójafnt skipt. Möguleikar fólks m.a. í hús- næðismálum eru mjög misjafnir. Þetta eru meginástæðurnai fyrir því að menn sætta sig ekki við þá stefnu í efnahags- og kjara- málum, sem rekin er. BSRB krafðist þess á sl. hausti að stigið yrði skref f jafnréttisátt. Því var algerlega hafnað. Stjórn- völd vildu engan lit sýna á því að leiðrétta kjörin fyrr en eftir fjög- urra vikna verkfall. Gengisfellingin og verðhækkan- ir sem skellt var á eftir samning- ana hefur rýrt kaupmátt hinna umsömdu launahækkana um fjórðung frá því samið var. Það gefur auga leið að bann við verðbótum á laun jafnframt því sem lán til íbúða eru látin fylgja verðhækkunum og bera háa vexti leiðir í fullkomnar ógöngur. Barátta samtaka launafólks til sóknar og varnar í kjaramálum launafólks hefur staðið frá stofn- un samtakanna og henni mun verða haldið áfram á árinu 1985. meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 2HuT£unT>Iflí» Hátíð í Háskólabíói sunnudaginn 30. desember 1984 kl. 15.00 ALLIR VELKOMNIR Valdir textar úr Guöbrandsbiblíu og nýjustu biblíuútgáfunni lesnir. Lokaorð: Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands. GaðbRandsbíbLfa Kristinn Sigmundsson Sigríður Ella og Mótettukórínn syngja. Kristján Jóhannsson Setningarávarp: Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup. island á 16. öld: Helgi Þorláksson sagnfræöingur. Guðbrandur biskup Þorláksson og útgáfustarf hans: Jónas Gíslason dósent. HiA íslenska biblíulélag • Hið fs- lenska bókmenntafólag • Stúd- entafélag Reykjavíkur • Sögufé- lag • Félag bókagerðarmanna • Félag íslenska prentiðnaðar- ins • Félag íslenskra bóka- útgefenda 400 áua

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.