Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Horft um öxl ViA tökum okkur víst öll stundir til þess að líta yfir farinn veg um áramót. Viö gerö- um það í fyrra og hitteðfyrra og gerum það í ár og næsta ár ef Guð lofar. Við hér á síðunni sendum þeim lesendum, sem sorg- in hefur gist á þessu ári okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guð geymi ykkur og lækni og gefi ykkur nýjan styrk á komandi ári. Við skulum biðja hvort fyrir öðru og miðla hvert öðru af þeirri uppörvun, sem við eig- um. í dag sendum við ykkur, kæru lesend- ur, þrjú stutt brot úr greinum, sem við lásum á árinu — með beztu kveðjum frá okkur og þeim, sem skrifa. Hvernig eignumst við lífsfyllingu? Stundum finnst okkur árið lengi að líða, í öðrum tilfellum of fljótt — allt eftir því hvort árin færa okkur hamingju og gleði eða sorgir og þrautir. A unga aldri finnst okkur tíminn aldrei of fljótur að líða. Við bíðum í eftirvæntingu eftir að stækka og komast í fullorðinna tölu. En það er ekki nóg að verða fullorðinn að árum. Til þess að einstaklingurinn verði ham- ingjusamur þarf hann að öðlast vissa lífsfyllingu, búa sig undir lífið, reyna að skilja tilgang þess — verða ábyrgur gjörða sinna. Menntun og menning auðgar líf- ið og gefur því nýjan ljóma: Allt það sem lyftir okkur yfir ofbeldi og ljótleik í hugsun og gjörðum. Guðrún Vigfúsdóttir, vefari, Akurinn, Blað ísafjarðar- prestakalls. Hvert er hlutverk kirkju á íslandi? Kirkjan hefur ákaflega mik- ilvægu hlutverki að gegna v.þ.a. hún á að vera það samfélag sem vitnar um hið nýja líf með Kristni, hina nýju siðfræði. Það gerir hún aðeins ef hún er þátt- takandi á sem flestum sviðum þjóðlífsins með einum eða öðrum hætti. Þess vegna er enginn ann- ar staður fyrir kristna menn, fyrir kirkjuna, að iðka köllun sína heldur en „innan heimsins". — Við erum kölluð til þjónustu við Guð þar sem menn er að finna, þar sem náunginn er. — Náunginn er ofurseldur hinu þjóðfélagslega, hinu veraldlega, efnahagsmálunum, áhyggjum yfir því hvort hann eigi fyrir næstu afborgun o.s.frv. Það er m.a. styrkur kristinnar trúar, að hún vitnar um Guð, sem gengur inn í alla þessa mannlegu til- veru. Kirkjan má því vita að það er enginn staður hér á jörðu, meðal manna, þar sem Kristur hefur ekki áður gengið. Ekkert mannlegt er honum óviðkom- andi. Við ættum því ekki að láta neitt mannlegt vera okkur óvið- komandi. Dr. Björn Björnsson, Salt, blað Kristilegs stúdenta- félags. Guðrún Vigfúsdóttir Hvert er hlutverk kristniboðs í Afríku? Markmið kristniboðs er að menn eignist trú á Jesú Krist og byggi upp sjálfstætt safnaðar- starf. Sjálfstæðið felst i því að gera okkur erlendu kristniboð- ana óþarfa. Sjálfstætt safnað- arstarf einkennist af því að inn- fæddir standi að öllu leyti undir eigin safnaðarstarfi hvað varðar fjárhag, starfslið og séu reiðu- búnir til að gerast sjálfir kristniboðar meðal annarra þjóðflokka. Að byggja upp safn- aðarstarf er mikilvægast fyrir mig sem kristniboða, þar sem innfæddir taka það algjörlega í sínar hendur og aðlaga kristin- dóminn að eigin menningu og siðum. Séra Kjartan Jónsson, Salt, blað Kristilegs stúdenta- félags. Dr. Björn Björnsson Hvernig hljómar orð Guðs á sjúkrahúsum? Þegar á móti blæs í lífinu, nokkuð sem við öll fáum að finna fyrir, er þörfin fyrir að fá að heyra, að Guð elskar þrátt fyrir allt, svo mikil. Við þráum að fá að heyra þetta. Það er oft erfitt í mínu starfi að vera þátttakandi í lífsbaráttunni. Hvað vildum við ekki gera fyrir þá sem líður illa. „Góði Guð blessa þú, vert þú með, ég get ekkert, en ég veit þú getur.“ Á leið minni eftir ganginum á deildinni segi ég Honum frá hverjum og einum. Ég stansa við eina hurðina og hugsa hvað get ég sagt, hvað get ég gert og ég bið almáttugan Guð: „Komdu með mér hingað inn, sjáðu sjálf- ur, hvað á ég að gera, allt sem þú getur gefið góði Guð, gefðu hingað inn, verði þinn viíji." Það eru ýmis atvik í mínu starfi sem hafa grópast inn í huga minn og seint gleymast. Frá einu slíku langar mig að segja frá hér, þar sem ég er beð- in um það. Kona var lögð inn á deild sjúkrahúss þar sem ég starfaði. Hún fékk þann úrskurð að hún væri haldin ólæknandi sjúkdómi og hafði það þau áhrif að hún lokaði sig frá öllum, að- eins þeir nánustu gátu talað við það óspart í ljós. Ég man enn er ég gekk til hennar og sagði að mig tæki það sárt að sjá hve henni liði illa, hvort hún vildi við mig tala — „ég vil að þú vitir að ég er fús að tala við þig.“ Meira var ekki sagt í þetta skiptið, en næst er leið mín lá til hennar leit hún til mín og spurði hvort ég væri trúuð — hvers vegna ég væri það og hvaðan ég hefði þessa trú. Hún tryði ekki á Guð. „Hann getur ekki verið góður ef Hann er til.“ Aldrei kom ég svo inn að við færum ekki að tala um Guð og Hans orð og hún að fyrra bragði, hún þráði að tala um þetta og þyrsti eftir að heyra meira úr Biblíunni. Við urðum brátt mestu mátar. Bækurnar á borðinu báru þess vitni að hún leitaði svara um tilgang þessa lífs, hvort til væri miskunnsam- ur skapari þrátt fyrir allt. Bar- áttan var erfið og alltaf er sárt Sr. Kjartan Jónsson Rósa Einarsdóttir hana, en hún vildi ekkert við okkur starfsfólkið tala. Hún var bitur — sængin var dregin upp yfir höfuð þegar komið var inn eða steinrunnið andlitið sýndi engin svipbrigði, er yrt var á hana. Þannig liðu dagar, vika og fleiri dagar. Það var erfitt að fylgjast með þessu. En bæn er máttur í magnþrota höndum og Guð heyrir bænir. Það er erfitt að reyna að nálgast þá sem ekk- ert vilja með mann hafa og láta að sjá þá sem manni þykir vænt um heyja harða baráttu fyrir lífi sínu. En Guð vinnur verkið, ekki gat ég gefið henni trú, það getur Guð einn. Ég má einnig trúa því að það gerði hann og að hún hafi fengið að reyna orðin í Sálm, 4.9. „í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því þú Drottinn lætur mig búa óhultan í náðum." Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Tímarit Kristilegs félags heilbrigðisstétta. — Og Og þá er að huga að næsta ári. Margir strengja heit um áramót- in, kannski þau sömu ár eftir ár, kannski sífellt ný, ellegar ný og gömul eftir ástæðum. Líklega felst í þeim flestum heit um að taka framförum á einn eða ann- an hátt. Ætli við getum ekki öll óskað okkur til hamingju með einhverjar personulegar fram- farir frá síðustu áramótum? Kannski ofur litlar, en samt ein- hverjar? Kristin trú hvetur okkur ekki til svo vægðarlausrar sjálfsgagnrýni að við megum aldrei vera ofurlítið glöð yfir sjálfum okkur. Það er mikill fram á viÖ leyndardómur í boðun trúarinn- ar um auðmýktina og gleymnina á sjálfan sig og svo um sáttina við sjálfan sig, dug og fram- sækni. Við erum farin að tala æ meira um að við eigum að elska sjálf okkur, bera virðingu fyrir sjálfum okkur. Ef við fáumst ekki til þess getum við heldur ekki elskað aðra eða virt, segjum við. Við gætum með óvariegu tali um þetta farið að boða okkur og öðrum makræði og sjálfselsku þótt það sé einmitt ekki ætlunin. Við ætlum þvert á móti með þessu tali að gera okkur svo glöð yfir sjálfum okkur að við getum gert aðra glaða líka, hjálpað öðr- um, þótt innilega vænt um aðra, okkur langar til að lýsa svo að aðrir hljóti að verða fyrir áhrif- um af því. Gangi okkur nú vel við það á komandi ári. Okkur datt í hug að byggja upp fáeinar vörður á þeim vegi, sem við nú sem fyrr munum ganga til auk- innar sáttar við sjálf okkur. Þið mynduð kannski sum raða þess- um vörðum öðru vísi. Og við munum öll hlaða miklu fleiri svona vörður á trúargöngu okkar á næsta ári því Biblían er, eins og við vitum, full af ráðum, sem duga. Biðjið og yður mun gefast. Leitið og þið munuð finna. Verið ávallt glöð í Drottni. Verið hvert öðru undirgefin. Mál ykkar sé ætíð Ijúflegt en salti kryddað. Játið hvert fyrir öðru syndir ykkar. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar. Gleðjist er þið takið þátt í píslum Krists. Auðmýkið ykkur undir Guðs voldugu hönd. Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.