Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 45 Lok vetrarvertíðar á loðnu: Mestu landað á Seyðisfirði — Aflinn alls 425.275 lestir 425.275 lestir veiddust alls á ný- lokinni haustvertíð á loðnu, en veið- um lauk rétt fyrir jólin. Af þessu hefur 29.827 lestum verið landað er- lendis. Tvö skip hafa lokið kvóta sín- um og nokkur önnur eru langt með hann komin. Loðnu hefur alls verið landað til 19 verksmiðja og auk þess hafa nokkrir farmar farið í vinnslu meltu hjá Valfóðri hf. Vegna slæmra skila á skýrslum til Loðnunefndar liggur ekki end- anlega fyrir hve miklu einstakar verksmiðjur hafa tekið á móti, en samkvæmt upplýsingum Loðnu- nefndar er SR í Siglufirði hæst með 53.283 lestir, SR á Seyðisfirði er næst með 43.555, í þriðja sæti er fiskimjölsverksmiðjan á Eskifirði með 43.023 og í fjórða sæti er SR á Fulltrúi við Sakadóm Reykjavíkur: Áreittur vegna dóms, sem hann kvað upp FULLTRÚI við Sakadóm Reykjavík- ur var áreittur um jólin vegna dóms, sem hann kvað upp skömmu fyrir hátíðirnar. Hann dæmdi, að tvær bifreiðir í eigu sjómanns um fertugt skyldu gerðar upptækar vegna ítrek- aðra ölvunarbrota mannsins, sem hafði oft verið tekinn við akstur und- ir áhrifum áfengis og ökuréttinda- laus. Maðurinn var ósáttur við dóm- inn og undir áhrifum áfengis ónáðaöi hann fulltrúann með sím- hringingum og á annan dag jóla fór hann að heimili fulltrúans og hringdi dyrabjöllu og vildi komast inn. Þá var lögreglan kvödd á vettvang og var maðurinn hand- tekinn. Hann var yfirheyrður í gær og baðst afsökunar á fram- ferði sínu. Siglufjörður: Fjórir togarar f höfn um jólin Si^lufírðí, 28. deaember. FJORIR togarar voru í höfn hér á Siglufirði um jólin og verða fram á 2. janúar þegar þeir halda aftur til veiða. Einn bátur var í útlöndum um jólin, Þorlákur helgi, sem hefur fengið ágætan afla í haust. Einn togaranna fjögurra er gamall/nýr; það er gamli Siglfirð- ingur, fyrsti skuttogari lands- manna, sem hefur verið endur- byggður við bryggju hér heima og heitir nú Skjöldur. Skipstjóri og áhöfn Skjaldar fór í reynslusigl- ingu í nótt sem leið og gekk allt vel. Veður hér í dag er ágætt, 8 stiga hiti en nokkuð hvasst. Hér hefur enginn snjór að gagni verið í vet- ur, gangstéttir eru auðar og vegir snjólausir allt upp í Skagafjörð. — Matthías. — 29.827 landað erlendis Raufarhöfn með 34.761 lest. Þess ber að geta að á Seyðisfirði eru tvær verksmiðjur og auk SR þar hefur verksmiðja ísbjarnarins tekið á móti 20.541 lest. Seyðis- fjörður er því hæsta löndunar- höfnin með rúmlega 64.000 lestir. Hér fer á eftir afli einstakra loðnuskipa miðað við stöðuna milli jóla og nýárs og er veiddur afli fyrst, en leyfilegur afli þar á eftir: Lestir Lestir Albert GK 9.444 11.100 Beitir NK 8.697 15.000 Bergur VE 5.765 10.600 Bjarni Ólafsson AK 11.214 13.700 Börkur NK 2.527 13.900 Dagfari ÞH 4.507 10.700 Eldborg HF 15.287 16.300 Erling KE 6.114 10.200 Fífill GK 9.045 11.200 Gígja RE 7.588 11.800 Gísli Árni RE 9.652 11.200 Grindvíkingur GK 13.778 13.700 Guðmundur RE 6.536 12.700 Guðmundur Ólafur ÓF 4.138 11.000 Guðrún Þorkelsdóttir SU 2.922 11.800 Gullberg VE 8.496 11.100 Harpa RE 8.891 11.300 Hákon ÞH 10.514 12.100 Heimaey VE 1.158 10.700 Helga II RE 6.601 10.800' Hilmir SU 10.473 14.800 Hilmir II SU 9.063 10.900 Hrafn GK 9.842 11.400 Huginn VE 9.051 11.100 Húnaröst ÁR 7.621 11.300 Höfrungur AK 10.954 12.500 ísleifur VE 7.444 11.600 Jón Finnsson RE 9.533 11.100 Jón Kjartansson SU 10.146 13.700 Júpiter RE 12.081 14.800 Jöfur KE 6.210 10.200 Kap II VE 7.892 11.500 Keflvíkingur KE 8.410 10.600 Ljósfari RE 8.105 10.900 Magnús NK 8.705 10.700 Pétur Jónsson RE 8.399 12.200 Rauðsey AK 10.399 10.900 Sighvatur Bjarnason VE 6.964 11.500 Sigurður RE 12.859 15.300 Sjávarborg GK 7.379 11.800 Skarðsvík SH 10.143 11.100 Skúla EA 9.877 12.100 Svanur RE 11.614 11.500 Sæberg SU 4.994 11.100 Sæbjörg VE 8.503 11.200 Víkingur AK 10.452 14.900 Vikurberg GK 9.533 10.700 Þórður Jónasson EA 7.633 10.500 Þórsharmar GK 8.355 11.100 Örn KE 9.655 11.000 Leiðrétting í MYNDATEXTA með frétt um Kápusöluna í blaðinu sl. föstudag var röðin röng. Rétt er röðin þann- ig, frá vinstri: Sigþór Sigurðsson, Haukur Þorgilsson, Sveinbjörg Sigurðardóttir og Ragnhildur Theódórsdóttir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. Við bjóðum gleðilegt nýtt ár og hressileg ný námskeið! Innritun er hafin í síma 13880 frá kl. 14.00—18.00 alla virka daga. Hámarksfjöldi 15 í tíma. jazz spom Hverfisgötu 105, sími: 13880. Á besta stað í bænum — Næg bílastæði Framhaldsnem- endur athugiö: Skírteini veröa afhent miöviku- daginn 2. janúar kl. 14.00—18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.