Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Davíð Pétursson Gaddafi Líbýuforseti lét morð- sveit sína skjóta lögregiukonu í London og eftir að Líbýumenn voru brott reknir frá Englandi, hefndi hann sín á saklausum sjó- mönnum sem staddir voru á höfn- inni í Trípólí, drap þar að minnsta kosti einn norskan sjómann. Rúss- ar auka herbúnað sinn í Afganist- an og hafa því hörmungar Afgana enn aukist á árinu. Morðið á pólska prestinum minnir okkur á ástandið þar. Og stofnunin „Brauð handa hungruðum heimi" bendir okkur á hvernig ástatt er í Eþíópíu, og svona mætti endalaust halda áfram. En eitt af því jákvæða á árinu, sem ekki má gleyma, voru ólymp- íuleikarnir í Los Angeles, sem sjónvarpsnotendur fengu að fylgj- ast með á eftirminnilegan hátt. Af innlendum atburðum á árinu ber hæst skammsýnin sem réð ríkjum í október, en ég tel að tjón það sem tveggja mánaða rigning í júlí og ágúst olli Sunnan- og Vest- aniands sé léttvægt miðað við þann skaða sem verðbólgusamn- ingarnir eiga eftir að valda. Þá er rétt að minnast þess að Krafla gaus á árinu, sem allir héldu að væri sofnuð. Við minnumst líka hins frækiiega afreks Guðlaugs Kriðþórssonar frá Vestmannaeyj- um og einnig þegar ungmennin þrjú voru heimt úr helju af Mið- dalsfjalli. Það er margs að minnast í árs- lok, en ég læt þetta gott heita og óska landsmönnum gleðilegs árs, og vona að einhverjir læri eitt- hvað af mistökum ársins sem nú er að kveðja. Eggert Pálsson Eggert Pálsson, Kirkjulæk, Fljótshlíð: Oþurrkar og vatnavextir settu svip á árið Frá árinu sem er að líða kemur fyrst í huga hið frækilega afrek Guðlaugs Friðþórssonar í Vest- mannaeyjum á vetrarvertið, að bjarga sér á sundi í land í köldum sjó og ganga síðan yfir úfið hraun- ið, berfættur í náttmyrkri og kuida. Þetta afrek er yfirnáttúru- legt og illskiljanlegt að mannlegur líkami skuli þola slíka raun. Þá eru það óþurrkarnir í sumar á Suður- og Vesturlandi, sem komu eftir eitt besta vor sem kom- ið hefur um margra ára skeið. Óþurrkarnir skildu eftir sig mikið af mjög lélegu fóðri hjá bændum, sem þýðir ekki annað en verri af- komu hjá þeim á næsta ári og auk- in kjarnfóðurkaup. Á þorra komu miklir vatnavext- ir á Suðurlandi, en vatnsfarvegir voru fullir af ís. Þessi flóð ollu miklu tjóni á vegum, túnum og girðingum. Klakastífla kom í Markarfljót fyrir ofan Dímon með þeim afleiðingum að fljótið flæddi yfir varnargarðana og rauf Suður- landsveg. Það má þó teljast lán að ekki skyldi myndast stífla ofar í fljótinu, þí þá hefði flætt um Fljótshlíðina með alvarlegri af- leiðingum. Óttast menn mjög hve varnargörðum Markarfljóts hefur lítið verið sinnt á undanförnum árum, bæði í viðhaldi og nýbygg- ingu, svo þeir megi standa af sér ógnarþunga fljótsins er það fer hamförum í miklum vetrarleys- ingum. Af erlendum vettvangi eru mér minnisstæðastar þær hörmungar hungurs sem þær þjóðir Afríku hafa orðið að þola sem þurrkarnir hafa leikið verst. Það er kald- hæðni örlaganna, að á sama tíma og við á norðurhjara veraldar glímum við offramleiðslu mat- væla, þá svelta börn þessa fólks í hel. Við getum aldrei ofþakkað það að þurfa ekki að lifa við slíkan skort. Ilermann Kr. Jónsson Hermann Kr. Jónsson, Vestmannaeyjum: Bærinn eins og útibú frá Hollywood um tíma Þegar árið 1984 er nú senn a>: líða burtu frá okkur yfir í aldanna skaut, er farið fram á að maður rifji upp athyglisverða atburði ársins og tíundi hvers helst sé að minnast á kveðjustund liðandi árs. Þegar setið hefur verið dágóða stund fyrir framan ritvélina, þungt hugsi og lengi vel án þess viðbragða gætti frá ásláttartækj- unum, er niðurstaðan sú helst, að ár það sem við senn kveðjum með tilþrifum var mjög viðburðaríkt hér í Vestmannaeyjum og ef allt það yrði til tínt og upptalið sem markvert getur talist, myndi af hlotnast slík langloka að fáir myndu endast til að lesa. Sem sérlega útnefndur fréttamaður Morgunblaðsins á staðnum hefur sá er þessar línur ritar oft og tíð- um varið í yfirtíð við að koma fréttum og frásögnum á framfæri við blaðið af því margbreytilega athafna- og menningarlífi sem blómstrað hefur hér i Vestmanna- eyjum á árinu hans Orwells. Hér hefur miklum og vænum afla verið landað og gífurieg verð- mætasköpun átt sér stað. Góð og fengsæl netavertíð en öllu lakari hjá trollbátum. Togaraflotinn hef- ur jafnt og þétt fært fisk á land og síld og loðna fært sérstaka stemmningu yfir bæjarfélagið. Við höfum eignast ný og glæsileg fiskiskip, en við höfum einnig orð- ið að horfa á eftir mörgu góðu fleyi úr lífæðinni höfninni. Margs konar óhöpp og slysfarir hafa hent á árinu, sjómenn týnt lífi sínu og skip orðið fyrir áföllum. Við vorum enn einu sinni minnt harkalega á hættur sjómennsk- unnar þegar við einn marsmorgun fréttum að fjórir ungir sjómenn í blóma lífsins höfðu farist við skyldustörf sín á hafinu þegar Hellisey VE sökk hér austan við Eyjar. Fimmti skipverjinn bjarg- aðist á hreint undraverðan hátt, allir þekkja afrekssögu Guðlaugs Friðþórssonar. í apríl fengum við yfir okkur hluta af Hollywood og var bærinn um tíma undirlagður af erlendu kvikmyndaliði. Hinir mætustu borgarar gengu úr rúmum sínum fyrir væna dollara og þær voru víst ófáar milljónirnar sem þetta lið skyldi eftir sig hér í bæ þegar saga þessarar óarðbæru fjárfest- ingar, Kröfluævintýris kvik- myndaborgarinnar, var öll. Eftir- minnilegt var að vera viðstaddur þegar stolt okkar Vestmannaey- inga í fótboltanum, Ásgeir Sigur- vinsson, hampaði vestur-þýska meistaratitlinum í knattspyrnu og var um leið útnefndur knatt- spyrnumaður ársins þar í landi, hvar gerðar eru hvað mestar kröf- ur til manna af öðru þjóðerni. Fyrstu stúdentarnir voru í vor út- skrifaðir í sinni heimabyggð og þjóðhátíðin leið við ljúfar stundir, lundaát og sopa af stút. Og svo var komið fram á haustið og nokkuð dró þá ský fyrir sólu í atvinnumál- um byggðarlagsins. Já, svo var komið fyrir undirstöðuatvinnu- vegi landsmanna á haustmánuð- um að í stærstu verstöð landsins missti fjöldi fólks atvinnu sína fyrirvaralítið þegar allar stærstu fiskvinnslustöðvarnar hættu vinnslu um tíma vegna rekstrar- örðugleika. Blóðugt til þess að hugsa þegar horft er til þeirrar miklu þenslu sem alls staðar blas- ir við í höfuðborginni og þeirra miklu fjármuna sem flæða um engi og lendur hinna þýðingar- minni þátta þjóðarbúskaparins. Eins og svo oft áður er byrjað að skammta í askana á röngum borðsenda þegar við íslendingar setjumst niður við að snæða þjóð- arkökuna. Mér er líka minnisstæð stutt heimsókn til Póllands f haust sem leið. Biðraðir við verslanir, sér- verslanir með gallabuxur sem að- eins var hægt að kaupa fyrir doll- ara. Einlægt þakklæti sem maður fékk fyrir að gefa ekki merkilegri gjafir en Kaaber-kaffipakka og Lux-handsápu sem hvorutveggja átti að geyma til hátíðarbrigða. Þá er mér ógleymanleg heimsókn í dauðabúðirnar í Auschwitz þar sem böðlar nasista pyntuðu og myrtu milljónir gyðinga á stríðs- árunum. Eftir að hafa gengið um búðirnar, komið í gasklefana og skoðað líkbrennsluofna fyllist maður yfirþyrmandi þunga á sál- ina. Grimmd mannskepnunnar eru engin takmörk sett. Eftir heimsókn í Auschwitz er maður ekki samur sem áður. egi halda því fram að við höfum að undanfórnu snúið okkur of mikið að eigin sælgætisframleiðslu og látið innflutning á Freia sælgæti sitja á hakanum. Því hafa þeir ákveðið að hætta að nýta sér dreifingarkerfi Freyju hf. hér á landi,“ sagði Flosi Kristjánsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju hf., er blm. innti hann eftir ástæðu þess að dreifingu á norskum vörum sem bera Freia-nafnið verður hætt hér á landi í byrjun næsta árs. „Á sama tíma og fyrrverandi eigandi Freyju var að semja við þá í Noregi um umboðssölu hér á landi, létu þeir skrá vörumerkið Haukur Gíslason Haukur Gíslason, Selfossi: Stórgjöf til bókasafnsins Þegar ég skyggnist aftur í tím- ann og reyni að gera upp á milli margra og merkra viðburða sem gerst hafa á árinu 1984, kemur margt upp í hugann. Bæði jákvæðar og neikvæðar fréttir, innlendar og erlendar, dynja á almenningi og oft finnst mér þær fréttir sem lýsa slysum og skaða rúmfrekari en hinar. En svo ég haldi mig við heimaslóð, þá er mér minnisstæðastur einn ein- stæður merkisviðburður í ís- lenskri menningarsögu. Það var 5. okt. sl. þegar séra Eiríkur J. Eiríksson og kona hans, Kristín Jónsdóttur gáfu Bæjar- og héraðsbókasfninu á Selfossi allt bókasafn sitt, um 30 þúsund bæk- ur. Margar af bókum þessum eru ómetanlegt framlag til einstakra greina í háskólanámi og um leið drjúgur skerfur til framhalds- menntunar á Suðurlandi. Kjörgripir eins og frumútgáfa Guðbrandsbiblíu og einnig allar síðari útgáfur Biblíunnar á ís- lensku. Kjarninn úr gagnmerku bókasafni Sveins Björnssonar, fyrrum forseta íslands. Rit um ís- lensk fræði, lögfræðirit, málfræði, sögu, bókmenntir, fornritin í flest- um útgáfum og flest íslensk tíma- rit frá upphafi. Það væri að æra óstöðugan að fara í lengri upptalningu á þessari stórgjöf, enda verður hér látið staðar numið. En vandi fylgir veg- semd hverri, því safnið verður að hýsa um sinn að heimili gefand- anna vegna plássleysis á Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi. Það er afar brýnt að sá bókaforði sem til er komist í fullnægjandi framtíðarhúsnæði sem fyrst og að Freia,“ sagði Flosi. „Fór eigandinn í mál við þá og taldi ekki réttlæt- anlegt að vera með tvær sælgætis- tegundir til sölu hér undir sama nafni. Árið 1969 var kveðinn upp dómur í málinu sem hljóðaði þannig að a/s Freia væri óheimilt að selja hér vörur sínar auðkennd- ar þessu nafni án samráðs við Freyju hf. í ársbyrjun 1982 settu norsku framleiðendurnir fram óskir þess eðlis að það yrði langtímamark- mið þeirra að koma sælgætissölu þeirra hér á landi í 200 tonn á ári hverju. Þetta hefur ekki tekist ennþá, enda ekki liðinn langur tími. Sl. mars fjárfesti Freyja hf. í því verður að vinna með krafti og framsýni. Rausn og höfðingsskapur gef- endanna, séra Eiríks og konu hans og reyndar fjölskyldunnar allrar, er með hvílíkum eindæmum að engin orð ná að tjá aðdáun og þakklæti okkar hér austan Heiðar. Þessi jákvæði viðburður fyllir okkur líka bjartsýni og trú á að nýja árið sem nú rennur upp færi okkur hagsæld og hamingju. Björn Björnsson, Vopnafirði: Heitasta sumar sem ég man eftir Við upprifjun minnisverðra at- burða ársins ’84 kemur óneitan- lega margt upp í hugann. Sumt er kannski ekki umfjöllunarvert, annað gleymist, en hvað um það fyrst hlýtur maður að minnast á veðurfarið, en hér á Vopnafirði hefur það verið slíkt að ekki verð- ur á betra kosið, eftir snjólausan vetur sem bæði var mildur og hlýr, kom eitt heitasta sumar sem allavega fréttaritari man eftir og í júlí og ágúst fór hitastigið langt yfir 20°C dögum saman. Ekki fór þetta góða veður framhjá ferða- fólki sem var óvenjumargt á Vopnafirði síðastliðið sumar sem mátti meðal annars sjá á fullu tjaldstæði staðarins dag eftir dag. Byggingar voru töluverðar á ár- inu. Má nefna íþróttahús við skól- ann sem varð fokhelt nú í haust. Landsbankinn flutti í nýtt og glæsilegt eigið húsnæði. Ný verzl- un tók til starfa á vegum Verka- lýðsfélags Vopnafjarðar, jafn- framt fækkaði um eina verzlun þar eð kaupfélagið á staðnum keypti bókaverzlun Steingríms Sæmundssonar. Vopnfirðingar fengu nýjan sveitarstjóra á árinu, Kristján Magnússon lét af störfum eftir 10 ár, við starfi hans tók Sveinn Guð- mundsson, en hann var áður oddviti Hlíðarhrepps. Forstjóraskipti urðu hjá stærsta fyrirtæki Vopnfirðinga, Tanga hf. Sigurjón Þorbergsson lét af því starfi en við starfi hans tók Pétur Olgeirsson, en Pétur var áður aðstoðarforstjóri. Óheppnin elti knattspyrnulið staðarins á röndum. Einherji tap- aði flestum leikjum sumarsins og féll í 3. deld, en liðið hafði þá leik- ið i 2. deild í nokkur ár. Símasamband við aðra lands- hluta fór mjög úr skorðum strax í upphafi verkfalls BSRB og var svo lengi að varla náðist samband nema innanbæjar — og var kvört- unum vegna þessa lítið sem ekkert sinnt vikum saman. fullkominni súkkulaðisteypivél sem er bylting í sælgætisfram- leiðslu okkar. Forráðamenn a/s Freia telja hins vegar að þessi uppbygging verksmiðjunnar hljóti að bitna á sölu sælgætis þeirra, en við höfum samhliða annast fram- leiðslu og innflutning sælgætis. Því hafa norsku framleiðend- urnir ákveðið að hætta að nýta sér dreifingarkerfi okkar sem þýðir að skv. áðurnefndum dómi er þeim óheimilt að selja sælgæti hér leng- ur nema þá undir öðru nafni. Mér er þó kunnugt um að fyrirtækið hyggst ekki láta þar við sitja og hefur fengið íslenska verslunarfé- lagið til að taka við söluumboðinu á Freia-vörum. Við munum þó vissulega standa í veginum fyrir því að svo geti orðið,“ sagði Frosti Kristjánsson. Freyja hf. hættir dreifingu á norska Freia-sælgætinu „Telja okkur einbeita okkur um of aö eigin fram- leiðslu,“ segir Flosi Kristjánsson, framkv.stj. Freyju hf. „FORRÁÐAMENN a/s Freia í Nor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.