Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Oss þarf að sjást, að þjóðarist er þegnsins rétta hvöt í orði og dið og boðorð þjóðarheilla og hags er hærra en lögmil eigin gagns — að þing sem gleymir því er dauðans brið. Þannig lýkur kvæði Einars Benediktssonar Á Njáls- búð. Á þennan veg eru í upphafi aldarinnar hugsanir skáldjöfursins og athafnamannsins, sem stóð í fylk- ingarbrjósti í baráttunni fyrir fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Búðin auða á hinum forna þingstað bar svip þess, að í þjóðlífinu væri hvergi bundinn steinn við stein og hver starfshönd ynni ein síns liðs. Skáldið sá þjóð sína sundraða og dreifða á háskans ystu egg. Ekki er ólíklegt að brýningar sem þessi hafi þjappað þjóðinni saman til þeirra átaka sem síðar færðu okkur sjálfstæðið á nýjan leik og lögðu grundvöll að framfara- sókn þjóðarinnar í atvinnumálum. Umskiptin eru sann- arlega mikil. Úr danskri hjálendu varð fullvalda þjóð, sem reyndar aldrei hafði glatað sjálfstæðinu úr vitund sinni. Og af atorku kotunganna spratt framleiðsluþjóð- félag, sem búið hefur borgurunum lífskjör og öryggi á við það sem best gerist með öðrum þjóðum. Þó að hagir þjóðarinnar séu breyttir og aldarháttur- inn annar getum við enn á þeim tímamótum, sem við nú lifum, skírskotað til þeirrar hugsunar sem Einar Bene- diktsson meitlaði svo snilldarlega í ljóði sínu Á Njáls- búð. Varðveisla efnahagslegs og stjórnarfarslegs sjálf- stæðis er ekki vandaminni en baráttan fyrir því. í margra huga eru stjórnmálaerjur og hagsmunatog- streita einungis hversdagsleg viðfangsefni; þau tilheyri deginum í dag en verði gleymd á morgun. Hitt er þó sanni nær að allt okkar starf í þessum efnum á rætur í sögu þjóðarinnar og menningu og mótar framtíð okkar sjálfra og barna okkar. Hlutverk íslendinga sem fám- ennrar þjóðar í stóru landi er því ekki svo lítið. Ábend- ing skáldsins á því sama erindi við okkur, sem nú lifum, og til hinna sem horfðu fram á veginn um síðustu aldamót. sem hér hefur verið vikið að. Við höfum haft aðstöðu til að móta menntastefnuna í ljósi nýrra viðhorfa til at- vinnulífs og heimila. Við höfum haft aðstöðu til að veita forystu um utanríkis- og öryggismál þjóðarinnar. Og við höfum haft aðstöðu til að leggja á ráðin við að uppræta alvarlega meinsemd sem hafði grafið um sig í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Þessi barátta hefur verið háð við erfiðar aðstæður. Minna sjávarfang og erfiðieikar á erlendum mörkuðum hafa rýrt tekjur þjóðarinnar svo um munar undangeng- in þrjú ár. Lífskjörin hafa því skerst og fyrir vikið eru menn almennt ósáttari en ella. Við slíkar aðstæður er jafnan erfitt um vik að leysa úr hefðbundnum hags- munaágreiningi. Með því að okkur auðnaðist ekki að fara nýjar leiðir í þeim efnum urðum við að þola hat- römm átök milli ríkisvaldsins og opinberra starfs- manna. Þó að daglegt líf sé komið í eðlilegt horf á nýjan leik hafa þessi átök óneitanlega sett mark sitt á allt þjóðlífið. Sem endranær hafa leikið stríðir vindar um Sjálf- stæðisflokkinn í mikilvægum forystustörfum í íslensku þjóðfélagi. Það er ekki nýtt af nálinni. Sjálfstæðismenn hafa áður staðið af sér gnauð pólitískra sviptivinda og gera enn. Sú gagnrýni hefur verið fram borin að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi í einhverjum mæli vikið sér und- an ýmsum grundvallarstefnumiðum sínum sem fylking borgaralega hugsandi manna á íslandi. í þessum ádeil- um hafa menn beitt einföldum slagorðum án rökstuðn- ings. Því er til að svara að í raun hefur þetta í engu gerst nema að því leyti sem breyttir tímar og ný viðhorf breyta viðfangi hugsjónarinnar. Aðalstefnumál Sjálfstæðisflokksins voru við stofnun hans í maí árið 1929 sett fram á einfaldan og skýran hátt. Þar var í fyrsta lagi ákveðið að vinna að og undir- búa að ísland tæki að fullu og öllu sín mál í eigin hendur jafnskjótt og ákvæði sambandslaganna leyfðu. Og í öðru lagi að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Á þessum grundvelli hefur verið unnið æ síðan. Áramót Uppbygging — frelsi — öryggi Menningin og framfarirnar Það er tæpast tilviljun að skáldið skuli binda við Þingvelli hugsanir sínar um giftuleysi sundrungarinnar og það boðorð þjóðarheillar, sem er hærra en lögmál eigin gagns. Þeir eru ekki aðeins vettvangur mikillar sögu og stórra atburða heldur hluti af sál þjóðarinnar. Að sumarlagi er þar þjóðbraut þver en að vetrarlagi einhver einangraðasta sveit landsins. Fólkið í sveitinni þekkir þessar ólíku aðstæður; þær eru eins og áminning um þær andstæður í sögunni sem tengjast Þingvöllum. Á jólaföstunni kom út á vegum Menningarsjóðs nýtt rit um Þingvelli eftir Björn Th. Björnsson. Bókin er höf- undi og útgefanda til sóma. Sennilega verður aldrei skrifað svo um Þingvelli að öllum líki fyrir þá sök fyrst og fremst, að íslendingar eiga þennan stað allir saman og hver fyrir sig. Þó að þessi nýja bók um Þingvelli sé ekki hafin yfir gagnrýni er hún gott framlag til bókaútgáfunnar á þessu ári. Að því leyti sem hún tengist sögustaðnum ætti hún að minna okkur á gildi og mikilvægi bókmenntanna í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það er ein af skyldum okkar að hlúa að þeim stofni og nýjum sprot- um sem á honum vaxa. í þeim efnum höfum við öll sama verk að vinna og hafið var á tíma Fjölnis. Fjölnismenn höfðu þann metnað að vekja tilfinningu fólksins í landinu fyrir þjóðerni sínu og menningu um leið og þeir vildu efla vísindi og hvetja til framfara. Jónas og þeir sem með honum sátu í Kaupmannahöfn lögðu mesta rækt við málið og hreinsun þess. Tómas sat á Breiðabólstað og ritaði um hvaðeina sem laut að bún- aðarbótum, verslunarbótum og verklegum framförum og sagði, að fyrst yrði að kenna íslendingum að hugsa og þá lærðu þeir smám saman að tala. Við stöndum nú við dyr nýrrar upplýsingaaldar. Okkur ber því fremur en fyrr að standa vörð um tung- una og þjóðernið. Þeir Fjölnismenn urðu ekki á eitt sáttir um hvort skyldi koma á undan baráttan fyrir málvöndun eða framförum í atvinnuháttum. Á hinn bóginn skildu þeir betur en aðrir að í þeirri baráttu sem þá var hafin yrði hvorugt frá hinu skilið, þó að álitaefni gæti verið hvar áherslan ætti að liggja. Við getum sett okkur í sömu spor og horft á ný viðfangsefni frá sama kögunarhóli. Tunga og þjóðernistilfinning, vísindi og atvinnuhættir eru svo veigamiklir uppistöðuþræðir í þeim vef, sem myndar íslenskt þjóðfélag, að slitni einn þeirra verður ívafið allt sundurlaust. Stríðir vindar Sjálfstæðismenn hafa á undangengnum misserum leitast við að fylgja fram stjórnmálalegum skuldbind- ingum sínum á þeim þjóðlega og sögulega grundvelli Stjórnlyndi og frjálslyndi Bjarni Benediktsson greinir frá því í þáttum úr fjöru- tíu ára stjórnmálasögu, að ein af höfuðástæðunum fyrir stofnun Sjálfstæðisflokksins hafi verið vaxandi ótti margra um að vinstri flokkarnir stefndu að takmörk- unum á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi í skjóli harð- nandi stéttabaráttu. Sjálfstæðismenn hafa æ síðan unnið að því að leysa atvinnulífið úr viðjum of mikilla ríkisafskipta. Stundum hefur blásið byrlega í þeim efn- um en í annan tíma á móti. Pólitískar og efnahagslegar aðstæður hafa á hverjum tíma ráðið því hversu ítarleg- ar kröfur hafa verið bornar fram í þessum efnum. Enginn fer lengur í grafgötur um að ótvíræðust þáttaskil urðu í stjórnmálasögu þjóðarinnar þegar við- reisnarstjórnin var mynduð eftir þrjátíu ára baráttu sjálfstæðismanna í einum flokki. Þá voru framfara- kraftar leystir úr læðingi með afnámi verslunarhafta og auknu frjálsræði. Hin nýja stefna leiddi til framfara og bættra lífskjara. 1 þáttum úr fjörutíu ára stjórnmálasögu skýrir Bjarni Benediktsson hvers vegna þessi umskipti urðu jafn mikil og raun varð á. „Helsta ástæðan fyrir því að svo vel tókst til var að nú var í miklu ríkari mæli en áður stuðst við einstaklingsframtak og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum, er síst orðum aukið að á þessu tímabili hafi þessi meginstefnumið Sjálfstæðisflokksins notið sín betur en nokkru sinni ella í allri hans sögu. Þessari stefnu var fylgt jafnt á meðan Ólafur Thors var forsætisráðherra og eftir að ég tók við af honum síðla árs 1963. Þá kom Jóhann Hafstein inn í stjórnina og síðan Magnús Jónsson í stað Gunnars Thoroddsen. Seint á árinu 1966 hófust hinir miklu erfiðleikar er komu af utanaðkomandi okkur óviðráðanlegum ástæð- um og sköpuðu snögglega meiri umskipti til hins lakara en hér höfðu áður þekkst frá því að nútíma atvinnu- hættir voru uppteknir. Af þessum sökum varð að þrengja hag allra stétta um sinn, en stjórnin lagði áherslu á samvinnu allra stétta og forðaðist frekari skerðingu á einkaframtaki og atvinnufrelsi sem sumir töldu óhjákvæmilega nauðsyn. Jafnframt hafði hún bú- ið í haginn með aukinni hagnýtingu auðlinda landsins og upphafi stóriðju. Allar þessar ráðstafanir eiga ríkan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.