Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson Það mun hafa verið fyrir lið- lega einu ári að ung stúlka í Zimbabwe vann til verðlauna fýrir ritgerð. Þar skrifaði hún m.a.: „Hefurðu gefið þér tíma til þess að virða fyrir þér venjulegt tré dálítið náið? Þeg- ar ég horfi þannig á eitt slíkt, þá dettur mér í hug hversu það er í senn einfalt og flókið fyrir- bæri. Það er fagurt og sterkt, en þó sveigjanlegt og í sífelldri breyting. Enda þótt greinar, rætur og stofn virðist starfa á ólíkan hátt, þá er tréð eining, lífræn heild, sem þroskast sjálfstætt. Mannkyni má vel líkja við tréð á margan veg, sem samverkandi heild, sem stöðugt er á hreyfingu, þökk sé víxlvindum sem blása um greinarnar. Frá mínum sjón- arhóli er mannveran ein og sérhver í heiminum eins og blað á tré, ólíkar að litum og gerð og engin þeirra eins. Ég held að safinn, sem streymir um greinarnar í mannheimi okkar, sé hjartablóð stofnsins og beri með sér kærleika, trú, gleði, frið óg von. Án þessa safa myndi hver minnsti kvist- ur eða blað deyja. Vindar næða um tréð og beygja greinarnar og blöðin skjálfa. Þessu má líkja við hugmyndir, mótsetn- ingar, yfirtroðslur og árekstra, lifað með því hjartablóði sem stúlkan talaði um, þ.e. kær- leika, trú, von og gleði og friði, hvernig má það vera að árin líði eins og óendanlegt straumfall án þess að við kom- um okkur betur saman en raun ber vitni. Hvernig má það vera að greinar og blöð eru skemmd og hrjáð, slitin og tætt? „Mörg eru lýða meinin Hver megnar þau öll að tjá hina langdýpstu neyð og hinn sárasta sult er situr oft börnunum hjá.“ Er nema von að maður liti til baka til að mynda við ára- mót og spyrji sem svo: „Fædd- ist ei blessað barnið — bróðir hins þjáða manns — Er enginn lengur árangur til af ævistarf- inu hans?“ Jú, víst er árangur. Á jóla- föstunni og reyndar oftar hljómar yfir okkar byggð sem víðar í Hans nafni: Gefið hungruðum mat og von. Marg- ir bregðast vel við, þó að gjaf- irnar sýnist sem dropi í haf. Hinir þjáðu sem þurfa von eru svo margir, ekki bara hungr- aðir og stríðshrjáðir, heldur líka margur hver nálægur okkur, sem sér ekki út úr ógöngum og myrkri, blöðin svo „Ég skal ríkja". þar er gatan greið og lokkandi framundan. Ofanvert er önnur mynd, þar stendur maður með glas í hönd og ritað: „Ég ríki“. Maður í miðri önn, stoltur og sæll. Hægra megin er enn mynd af manni og yfir skráð: „Ég hefi ríkt“. Tími athafna að baki. Síðasta mannsmyndin til hægri að neðanverðu sýnir manninn á börunum og yfir ritað: „Nú hef ég ekkert ríki“. Já, tréð fellir greinar og blöð að lokum, það er víst og fast og þegar tímar líða, þá gerir moldin engan mun á því hvort það var blað eða maður sem lagði til duftið í móður jörð. Og kynslóðir hafa ýmist sagt: Ekkert ríki í augsýn framar, eða: Kristur Drottinn hefur lyft mannsbarni að hjarta miskunnar sinnar og opnað leið að ríki föðurins. Og að kristinni vitund, þýðir óskin um að fá að lifa eitt árið enn, að fá að lifa eftir því sem get- an leyfir í þjónustu þess ríkis, sem er og verður þó að öll ver- aldar hjól hætti að snúast og þar með lífshjólið sjálft. Öll erum við einhvers staðar stödd í hinum einkennilega hring frá vöggu til grafar, já, á meðan Guð gefur okkur gildan þráð eða veikan, þaninn, A r a m ó t sem fara um veröldina og valda hremmingum og falli margra blaða." Sem ég vitna í þessi skrif stúlkunnar þá er það með tilliti til eins þeirra texta sem gjarnan eru lesnir úr helgri bók um áramót. Þar segir frá fíkjutré, sem bar ekki eiganda sínum ávexti. Er hann vildi höggva það upp, þá bað víngarðsmaðurinn því griða: Herra, lát það vera enn þetta árið. (Lk. 13:6-9). Við lifum nú enn ein áramót og sé litið um öxl, þá vissum við blöð falla, sum aldin og lú- in, önnur ung og fersk, en báru í sér mein eða var kippt á burtu þegar sist skyldi. Og i annan stað höfum við séð og munum vita ný blómgast á komandi tíð, sem njóta munu lífssafans hvert á sinn hátt og bíða eins og blaða er háttur í logandi þrá eftir fullnaðarlit. Sennilega eru flestir í þessu landi okkar sammála því sem unga stúlkan frá Zimbabwe mælti einnig: „Án Guðs væri ekkert tré á þessari jörðu, né heldur manneskjur eða heimur til þess að lifa í og þá væri heldur engin ástæða til að lifa.“ En hvernig má það vera að veröld, sem er svo náin og tengd að enginn má í rauninni án annars vera til þess að geta undur mörg, sem bera bleikan lit af því að safinn, sem færir kærleika og trú, von og frið og gleði, hefur ekki fengið að flæða um æðar og ávextirnir bera því vottinn um sorgir og tómleika, beiskju og skrælnan. Lítill drengur sem kom eitt sinn í kirkjuna sína, sagði mér aðspurður að predikunarstóll- inn væri svona hátt uppi af því að Guð væri líka einhvers staðar uppi. Af barnsvörum var þetta skemmtilegt svar, en vonandi býr það ekki í brjósti hinna fullorðnu, því svo lengi hefur það verið kristinn boð- skapur að Orðið varð hold á jörðu, að Guð hefur gefið þann lífssafa til næringar mann- eskju í hræringum daganna, sem gerir henni kleyft að bera holla ávöxtu með von og trú, kærleika, friði og gleði, þó svo að vindar næði og sveifli til eins og greinum trés í marg- slunginni tíð. í guðspjallinu var þannig beðið fyrir tré: „Herra lát það vera enn þetta árið“. Við væntum trúlega flest árs til viðbótar. Vonandi bíðum við þess með góðan vilja til vænnar ávöxtunar. í Ting- sted-kirkju á Falstri er kalk- málverk af lífshjóli, tákni lífs- hlaupsins. Vinstra megin við hjólið er mynd af ungum manni og yfir honum ritað: þreyttan og við að bresta, eða glansandi nýjan, sem tengir blað við stofn. Og við horfum móti nýju ári hvert með sínar vonir og vitneskju, en engum ljóst hvernig háttað verður nokkru framundan, nema Honum einum sem augnablik- ið gefur. Og það er Hann sem leitar ávaxtanna, hvar í hjól- inu sem við erum stödd, athug- ar hvort við erum bara grettin mynd af því sem hann ætlaði okkur að vera og helgaði okkur til, í bróður og vini eitt árið enn í garðinum. Og Hann er sjálfur ekki hátt uppi, heldur bíður á þröskuldi áraskipta við hlið okkar og bíður að fá að halda ósýnilegri hendi yfir blaði sem grein yfir mann- eskju og þjóð inn í hulda óræða framtið, til þess að þeir ávextir megi gefast inn í morg- undaginn, sem á engu hefur meiri þörf en kærleika, gleði, friði og von og trú. Guði gefi þá ávöxtu í ríkum mæli árið 1985. Mál er nú að ári liðnu að ég láti af skrifum í Mbl. Ég þakka lesendum samfylgd og mörg- unf þeirra hlýlegar athuga- semdir. Forsvarsmönnum Mbl. og starfsfólki þakka ég góð samskipti. Megi Guð gefa varðveislu og heill yfir land og þjóð á komandi ári. Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins mun ávallt vera í fararbroddi að bjóða sparifjáreigendum bestu ávöxtun. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 31. desember 1984 Sparitkírteini og happdrsttislán ríkitsjóða Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxlun-) Dagat|öldi arkrafa | til innl.d. 1971-1 17.665,99 8,60% 261 d 1972-1 15.581,00 8,60% 31 d. ■ 1972-2 12.765,49 8,60% 261 d. } 1973-1 9.296,18 8,60% 261 d. 1973-2 8.578,31 8,60% 31 d. í 1974-1 5.634,15 8,60% 261 d. 1975-1 4.767,50 8,60% 16 d. 1975-2 3.515,40 8,60% 31 d. 1976-1 3.125,17 8,60% 76 d. 1976-2 2.631,56 8,60% 31 d. 1977-1 2.240,06 8,60% 91 d 1977-2 1.903,77 Innl.v. í Seðlab. 10.09.84 1978-1 1.518,76 8,60% 91 d. 1978-2 1.216,22 Innl.v. í Seölab, 10.09.84 1979-1 1.051,58 8.60% 61 d. 1979-2 792,90 Innl.v. í Seölab 15.09.84 1980-1 715.09 8,60% 111 d. 1980-2 547,69 8,60% 301 d. 1981-1 461,85 8,80% 1 ár 31 d. 1981-2 334,42 8,80% 1 ár 291 d. 1982-1 333,05 8,60% 67 d. 1982-2 242,37 8,60% 277 d. 1983-1 184,07 8,80% 1 ár 67 d. ! 1983-2 116,02 8,80% 1 ár 307 d. 1984-1 112,21 9,00% 2 ár 37 d 1984-2 105,62 9,00% 2 ár 256 d Innlv. í Seðlab 01 12.84 | 1974-E 4.208,00 Innlv. í Seðlab 01.12.84 1974-F 4.208,00 10,00% 345 d. j 1975-G 2.780,21 10,00% 337 d. ' 1976-H 2.539,20 10,00% 1 ár 96 d. ' 1976-1 1.915,27 10,00% 1 ár 336 d. 1977-J 1 694,07 10,00% 2 ár 97 d. 1981-1. fl. 362.20 10,00% 1 ár 127 d. Veðtkuldabrét — verðtrvooð Lánst. Nafn Sölugengi m.v. 2 afb. vextir mism ávöxtunar - á ári HLV kröfu 14% 16% 18% 90 d 7% 98,47 98,04 97,63 180 d 7% 96,94 96,10 95,28 270 d 7% 95.40 94,16 92,96 1 ár 7% 96 94 93 2 ár 7% 93 91 89 3 ár 8% 92 89 87 4 ár 8% 90 87 84 5 ár 8% 88 85 81 6 ár 8% 86 83 79 7 ár 8% 85 81 77 8 ár 8% 84 79 75 9 ár 8% 82 77 73 10 ár 8% 81 L Z? 72 Veðskuldabréf — óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb á ári 20% 28% 20% 28% 90d 89,77 91,48 180 d 84,44 87,51 270 d 81,76 86,02 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ár 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Spariskirteini ríkissjóös, verötryggö veöskuldabróf, óverötryggö veöskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Krupp Atlas skiptir um umboðsmann l)M ÁRAMÓT tekur ísmar hf., Raf- eindaþjónusta við Krupp Atlas El- ektronik-umboðinu á Islandi, en fyrirtækið er framleiðandi siglinga- og fiskileitartækja, sem mikið eru notuð í íslenzkum fiskiskipum. Flestir skuttogarar og fjöldi báta hér á landi er búinn þessum tækjum frá Krupp Atlas. Ismar hf. er í Borgartúni 29, Reykjavík, og hefur í tilefni umboðsskiptanna verið fjölgað viðgerðarmönnum og varahluta aflað. Veróbrcíáma rkaóur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.