Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 í spilinu, þegar út í styrjaldarrekst- ur var komið. Hraðaaukningin Það hefur heldur ekkert skort á hinar fjölskrúðugustu túlkanir sálfræðinga á alls konar duldum og óeðli í sambandi við manntafl. Að áliti geðlæknisins Karls Menning- ers úir hreinlega og grúir allt tafl- borðið af föður, móður- og bróður- morðingjum. Sálgreinandinn Reubin Fine, sem er auk þess stór- meistari í skák, upplýsir að vissir anal-sadistískir hugarórar geri gjarnan vart við sig hjá hinum æst- ustu og ofstækisfyllstu meðal skák- manna, og að þeir hljóti í skákinni „útrás fyrir kynhverfa eðlisþætti og blundandi ofbeldishneigð". Kóngur- inn, í senn með öllu ómissandi en samt viðkvæmur, hjálparvana og þarfnast stöðugrar verndar, er ann- ars vegar hinn svarti, hataði faðir, sem maður verður að drepa, en svo hins vegar hinn hvíti, mildi faðir, sem maður verður að vernda. Vit- anlega er líka til sú sálfræðilega túlkun, að kóngurinn sé reðurtákn með ýmsum vönunarduldum í far- teski sínu. Móðirin, sú hraðskreiða kona, er mun voldugri heldur en hinn and- stutti, hægfara kóngur; í árdaga skáklistarinnar var vesírinn hjá Aröbum ennþá nákvæmlega eins þungur á sér og kóngurinn sjálfur. Þegar svo hinn austurlenzki vesír breytist í drottningu með stóraukið valdsvið og stormandi skref, þá byggist sú breyting víst tæpast á neinni annarri sjáanlegri þörf en á þeirri dæmigerðu löngun Evrópu- manna í að hleypa meiri hraða og um leið spennu í leikinn með því að breyta leikreglunum. í Austurlöndum var manntafl hér áður fyrr kyrrlátur þolinmæð- isleikur, sem skákmennirnir veltu lengi vöngum yfir, en það fannst hinum kviku og ötulu Evrópu- mönnum aftur á móti vera alveg óþolandi seinagangur á hlutunum. Til þess að gera skákina að átaka- meiri leik og framar öllu til þess að koma leiknum hraðar af stað strax í upphafsleikjunum, tóku skákmenn í Evrópu upp á þeirri nýlundu að Drottning, rennd í tré; hönnuð á seinni hluta 19. aldar af Englend- íngnum Howard Staunton, sem er höf- undur hinna stööluðu taflmanna nútímans. leyfa peðunum til dæmis að taka tvo reiti í fyrsta skrefi. Hinum sila- lega biskupi og drottningunni var leyft að rása hornanna á milli á taflborðinu, og hinum hægfara peð- um var gefinn aukinn máttur með því að leyfa þeim að breytast í drottningu, ef þau náðu að komast alveg upp í borð hjá andstæðingn- um. Svo illa vildi þó til með þessa síð- astnefndu evrópsku breytingu á leikreglum manntaflsins, að kaþ- ólska kirkjan tók þá að líta á skák- ina sem ótvírætt kænskubragð djöfulsins við að afvegaleiða frómar kristnar sálir: Úr því að peð gat umbreytzt í drottningu, þá gátu vel myndazt þær aðstæður á taflborð- inu, að kóngurinn væri kominn í slagtog með tveimur konum, og þar með gátu menn farið að skemmta sér við tvíkvænisleiki. Þetta þótti kirkjuhöfðingjum miðalda ærin ástæða til að fordæma manntafl sem ósiðlegt athæfi, runnið undan rifjum myrkrahöfðingjans sjálfs. Árið 1291 hótaði erkibiskupinn í Canterbury kirkjunnar þjónum í bænum Coxford í Norfolk, að þeim skyldi varpað í dýflissu upp á vatn og brauð, ef þeir hættu ekki að tefla manntafl. En þrátt fyrir öll boð og bönn biskupanna, var þó reyndin sú, að fáir voru eins hrifnir af tafl- mennsku og menn í klerkastétt. Fyrstu evrópsku skákbækurnar voru skrifaðar af kirkjunnar mönnum. Frægustu byrjunarleik- irnir í skák, „spænska opnunin", er uppfundin af spænska prestinum Ruy Lopez, en þessi byrjun er enn þann dag í dag nefnd eftir honum á mörgum þjóðtungum. Heilræöi og hnippingar Annar spánskur klerkur, Luce- ana að nafni, birti eftir sig skákbók árið 1497, þar sem sýndar voru nokkrar byrjunaraðferðir í skák, en að auki gaf hann skákmönnum all- mörg hagnýt heilræði og kom með frómar ábendingar um þau sál- fræðilegu tök, sem beita mætti and- stæðinginn: „Ef teflt er í dagsbirtu, er bezt að sitja þannig andspænis mótleikaranum, að sólin skini beint í augun á honum, því það eru einkar heppilegar aðstæður fyrir yður. Auk þess skulið þér jafnan reyna að haga málum þannig, að þér teflið við andstæðinginn, þegar hann er nýbúinn að snæða vel og lengi og hefur fengið sér rækilega í staupinu með matnum." í Þýzkalandi hefur varðveitzt bókmenntalegur vitnisburður skáklistar á 11. öld. Einhvern tíma á bilinu 1030 til 1060 hefur munkur einn í Tegernsee-klaustri samið frásöguþátt í ljóðaformi á latneskri tungu, og ber bálkurinn heitið „Ruodlieb". Þar segir frá sendiboða einum, sem hafði til að bera góða kunnáttu í skáklistinni og tekst að ávinna sér hylli og virðingu kon- ungsins og allrar hirðarinnar með því að máta hann og sveina hans en gefa þeim jafnframt ýmis heilræði varðandi betri taflmennsku. Þá hefur skáklistin orðið rithöf- undum heillandi yrkisefni og nægir að nefna sögur eins og „Vörn Lúsj- ins“ og „Manntafl" til marks um það. í taflmönnunum sjálfum hafa listamenn á sviði tréskurðar og höggmyndagerðar ekki síður fundið sér óþrjótandi viðfangsefni og oft á tíðum leitazt við að gefa þeim hverjum fyrir sig sérstakt yfir- bragð og ýmisleg séreinkenni úr sínu nánasta umhverfi eða úr heimi ímyndunar sinnar. Friðsamir þjóðflokkar eins og Eskimóar gerðu sér manntöfl eftir fyrirmyndum í sínu eigin umhverfi: Kóngur og drottning urðu hjá þeim eskimóahjón, biskuparnir að sitj- andi veiðimönnum með ílöng eyru, riddararnir urðu að hvalveiðibát- um, en hrókarnir voru sýndir sem snjóhús eða íglú og peðin sem rost- ungar. í Þjóðminjasafni Austurrík- is í hinni drykkjuglöðu Vínarborg getur að líta gamalt manntafl, þar sem kóngur og drottning eru orðin að veitingamanni og veitingakonu og peðin eru þorpsmúsíkantar. Ekki fannst Þjóðverjum heldur alltaf nauðsynlegt að hafa hermannasnið á taflmönnunum. í fallegu og sér- stöku tafli, sem framleitt var í Postulínsverksmiðjunni í Meissen, rétt hjá Dresden, skyldi leikurinn fara fram undir yfirborði vatns, og í stað kóngs og drottningar koma því kórallarósir, biskuparnir eru humrar, riddararnir sæhestar, hrókarnir blekfiskar og peðin eru krossfiskar. Aðrar áþekkar breyt- ingar á útliti taflmannanna sjást á mörgum verðmætum skáksam- stæðum eins og til dæmis þeim, sem eru í skáksafni enska vísinda- mannsins Franks Greyhouse: þar má sjá taflmenn úr postulíni sem orðnir eru að nautgripum, geitum, köttum, hérum, hundum og músum. Hvítliöar og rauöliöar í Rússlandi, þar sem skáklistin hefur alla tíð notið mikilla og al- mennra vinsælda, voru skömmu eftir byltinguna gerðir sérstakir taflmenn í áróðursskyni. Ein útgáfa taflmanna var sú, að hvíti kóngur- inn var með glottandi hauskúpu í höfuðs stað, hvíta drottningin bar andlitsdrætti keisaraynjunnar, peðin voru ánauðugir bændur í hlekkjum. Andspænis þeim hvítu stóðu svo rauðliðarnir, fremst rauð- ir bændur og að baki þeim stæltir og íturvaxnir verkamenn — einung- is mismunandi stórir. Hrókarnir í þessari samstæðu voru sýndir sem rússneskir fljótabátar, þeir hvítu báru skjaldarmerki keisarans, en þeir rauðu voru einkenndir með hamri og sigð. f annarri taflmannasamstæðu, sem höfð er til sýnis í Marx- Engels-stofnuninni í Moskvu, eru rauðu taflmennirnir skreyttir ásjónum nafntogaðra bolsévíka, og upprunalega stóð Trotzki líka á meðal þeirra. En eftir að hann var flúinn úr landi, var taflmaðurinn með andlitssvip Trotzkis tekinn til lagfæringar, rauði liturinn þveginn af, maðurinn málaður mjallahvítur, og honum svo stillt upp í röð hvít- liðanna, andspænis rauðliðunum. Þótt meginreglan við gerð tafl- manna hafi allt frá fyrstu tíð verið sú, að þeir skyldu líta út eins og lifandi menn, gat líka komið fyrir, að lifandi menn voru a.m.k. um stundarsakir gerðir að tafl- mönnum. Að sögn á t.d. Karl Mart- ell (689 —741) að hafa stytt sér stundir með því að tefla manntafl með lifandi taflmönnum. Allt fram á þennan dag hefur sá siður haldizt í bænum Ströbeck, skammt frá borginni Halberstadt í Austur- Þýzkalandi, að efna ár hvert til mikillar skákkeppni undir berum himni, þar sem skóladrengir eru Drottning úr óli, hönnuö áriö 1922 af myndhöggvar- anum Huszar. Drottning úr bronsi, hönnuö áriö 1966 af þýzka mynd- höggvaranum Aschauer frá MUnchen. notaðir sem taflmenn. Þetta árlega lifandi manntafl í Ströbeck byggist á þriggja alda gamalli hefð í sögu bæjarins. I ítalska bænum Marostica er á hundrað ára fresti — síðast árið 1954 — endurtekin ein skák, sem tefld er með lifandi taflmönnum, en þessi skák var fyrst tefld árið 1554: Tveir ungir menn ætluðu að heyja einvígi með sverðum upp á líf og dauða, en sigurvegarinn skyldi hljóta hina undurfögru Eleanoru. Þegar faðir stúlkunnar sá, í hvílíkt óefni stefndi, kallaði hann báða biðla dótturinnar fyrir sig og stakk upp á því við þá, að þeir skyldu fremur heyja skákeinvígi en sverð- einvígi. Skák biðlanna, sem telja verður hina fyrstu ódauðlegu, lét signorinn sýna leik fyrir leiki með lifandi taflmönnum á markaðstorg- inu í Marostica, til þess að bæjarbú- ar og allir þeir mörgu, sem flykkzt höfðu til bæjarins til þess að fylgj- ast með einvíginu, gætu fylgzt með frá upphafi til enda. Það var Rin- aldo, sem fór með sigur af hólmi í skákinni og vann þar með Eleanoru og ríkulegan heimanmund. En sagan kann líka að greina frá öðrum dramatískum skákum með lifandi taflmönnum á reitunum, þar sem ekki réðu hin sömu göfug- mannlegu sjónarmið og hjá föður Eleanoru hinnar fögru í Marostica, er hann barg mannslífi með því að útkijá deilu biðlanna í skákkeppni. Þess eru nefnilega þó nokkur dæmi, að grimmlyndir skákunnendur fyrr á öldum hafi efnt til skákkeppni með lifandi taflmönnum, sem drepnir voru í raun og veru til þess að gera leikinn sem æsilegastan. Skákáhuga af þessu tagi sýndu meðal annarra Mohammeð I sold- án, landstjóri í Algeríu og einnig keisari allra Rússa, Ivan grimmi, en þeir létu þegar í stað drepa þá taflmenn, sem „drepnir" voru á taflborðinu. Lögsóknari Rannsókn- arréttarins spánska, dóminíkan- presturinn Pedro Arbues skipaði svokallaða villutrúarmenn sem taflmenn í skák, sem tveir frómir munkar tefldu, og lét þegar í stað hálshöggva þá taflmenn, sem drepnir voru í skákinni. Lífskákin snerist upp i dauðaskák. Þeir stöðluðu taflmenn, sem not- aðir eru á opinberum skákmótum nú á dögum, eru hins vegar ekki t lífshættu, en þeir geta aftur á móti reynzt hættulegir, allt eftir því, hver á heldur. Heimsmeistarinn Al- jechin átti það sammerkt við marga aðra afbragðs skákmenn að eiga ósköp bágt með að tapa skák. Eftir einn af þeim fáu ósigrum, sem hann beið í skák, fylltist hann ofsabræði og kastaði blýþyngdri drottning- unni sinn í andstæðinginn — en sendingin geigaði sem betur fór. Wolfram Runkel Drottning úr gullhúðuöu silfri, hönnuö af enska lista- manninum Cy Endfield áriö 1972 í tilefni af heimsmeist- araeinvíginu í skák milli þeirra Fischers og Spassky, sem fram fór í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.