Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Óbeinar reykingar geta valdið lungnakrabba * — segir Sigurður Arnason sérfræðingur í krabbameinslækningum Nú um áramótin ganga í gildi lög um tóbaksvarnir, og hafa þau valdið úlfaþyt meðal reykingarmanna sem telja á rétt sinn gengið. Sérstaklega hefur þriðji kafli laganna um tak- mörkun á tóbaksreykingum vakið deilur og sýnist þar sitt hverjum, en þar kemur m.a. fram að frá og með áramótum eru reykingar í ýmsum opinberum stofnunum óheimilar, svo sem skólum, dagheimiium og heilsugeslustöðvum, og einungis leyfðar að hluta á ýmsum vinnustöð- um og í almenningsfarartækjum. Þessi kafli laganna er byggður á skaðsemi óbeinna reykinga, en þær eiga sér stað þegar einstakl- ingur sem ekki reykir andar að sér reyk frá brennandi tóbaki innan- dyra, og einnig þegar fóstur fær í sig eiturefni tóbaks gegnum blóð- rás reykjandi móður. Til að fá nánari upplýsingar um helstu niðurstöður læknisfræði- legra rannsókna á þessu sviði höfðum við samband við Sigurð Árnason sérfræðing í krabba- meinslækningum á geisladeild Landspítalans, en hann hefur að- allega fengist við lungnakrabba- meinssjúklinga undanfarin þrjú ár. Sigurður var fyrst spurður hvort óbeinar reykingar væru ekki tiltölulega meinlausar miðað við venjulegar reykingar. Hann sagði nýlegar rannsóknir sýna að óbein- ar reykingar gætu valdið lungna- krabbameini, „hér er átt við rann- sóknir sem gerðar hafa verið i Japan, Grikklandi og Bandaríkj- unum, en þær benda eindregið til þess að konum, sem giftar eru reykingarmönnum, sé hættara en öðrum við að fá lungnakrabba- mein, þótt þær reyki ekki sjálfar." Þær rannsóknir sem Sigurður vitnar í eru í fyrsta iagi rannsókn Hirayama frá Japan sem birtist árið 1981. Hann rannsakaði 91 þúsund konur sem reyktu ekki sjálfar. í ljós kom að þær sem áttu eiginmenn sem reyktu meira en 20 sígarettur á dag voru í um það bil helmingi meiri hættu á að fá lungnakrabbamein heldur en þær konur sem áttu eiginmenn sem reyktu ekki. Hættan á lungna- krabbameini óx eftir því sem eig- inmennirnir reyktu meira. Rann- sókn þessi var fyrst gagnrýnd vegna ýmissa tölfræðilegra van- kanta en þeir hafa nú verið sniðn- ir af og niðurstöðurnar ekki ve- fengdar. í öðru lagi er vitnað til rann- sóknar Garfinkle sem gerð var sama ár í Bandaríkjunum. Niður- stöður þeirrar könnunar eru þó ekki marktækar þar sem einungis er vitað um reykingarvenjur hjá þriðjungi maka, en konurnar í rannsókninni voru 176 þúsund. Þær konur sem reyktu óbeint virt- ust þó vera í meiri áhættu en hin- ar. f þriðja lagi er rannsókn Trich- opoulos frá Grikklandi, en þar voru rannsakaðar 40 konur með lungnakrabbamein sem höfðu ekki reykt sjálfar. Til samanburðar voru teknar 40 konur með aðra sjúkdóma. í Ijós kom að margfalt algengara var að konur með lungnakrabbamein ættu sér eig- inmenn sem reyktu. Rannsókn Correa frá Banda- ríkjunum sem birt var 1983 sýndi það sama. Þar var einnig athygl- isvert að fram kom marktæk fylgni milli reykinga mæðra og „Lögin í góðu samrærai við þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa frelsi til að gera hvað sem er, svo fremi sem atferlið skaði ekki aðra.“ Sigurður Árnason sérfræðingur í krabbameinslækningum. lungnakrabbameins i afkomend- um þeirra. „Þessar rannsóknir eru allar trúverðugar og benda til þess að mun meiri líkur séu á því að konur sem eru giftar eða í sambúð við karla sem reykja, fái krabbamein, þótt þær reyki ekki sjálfar." — Hvernig stendur á þvi, eru það ekki lungu reykingarmanns sem „hreinsa" reykinn af flestum eiturefnum áður en honum er blásið út í umhverfið? „Jú, að einhverju leyti. En tób- aksmengun í umhverfinu skiptist i tvo meginþætti, svokallaðan meg- inreyk og hliðarreyk. Meginreyk- urinn er hinn venjulegi fráblástur reykingarfólks. Það er sá hluti reyksins sem sogast í gegnum síg- arettuna, vindilinn eða pipuna, jafnvel í gegnum síu áður en hann fer niður í lungun. Þar „hreinsast" reykurinn, tjaran situr eftir ásamt ýmsum ögnum, en reyknum er síðan blásið út i andrúmsloftið. Hliðarreykurinn kemur hins- vegar frá endanum á logandi síg- arettu eða öðru tóbaki og fer það- an beint út í andrúmsloftið. Meg- inreykur og hliðarreykur eru mis- munandi að samsetningu. Um 85% af reyknum í umhverfinu er úr hliðarreyknum, en tóbaks- mengunin er þó misjöfn eftir því hversu mikið er reykt, hversu stórt herbergið eða vistarverurnar sem reykt er í eru og hve loftræst- ingin er góð.“ — Hliðarreykurinn er því hættulegri? „Já, í sjálfum sér en hann þynn- A Bolholtw Suöurver O O [•!•] O C MW O O EH O C MM 0 O K \o\ Ö MM 0 C ÞM OO MM [•!•] ) O RM O O Kennsla hefst 7. januar 12 vikna — 6 vikna — 3ja vikna. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Tímar 2 eöa 4 sinnum í viku. Lausir tímar (fyrir vaktavinnufólk). Byrjendaflokkar — framhalds- flokkar. 60 mín. strangir tímar, megrunarflokkar eöa rólegir tímar. Allir finna flokk viö sitt hæfi hjá JSB. Sturtur, sauna, Ijós. Fullkomin Ijósastofa í Bolholti. Mi Líkamsrækt JSB Innritun: frá 2. janúar frá kl. 9.00—20.00. Símar 83730 Suöurveri — Sími 36645 Bolholti. Kennarar: Suðurveri: Bára, Anna, Sigríöur, Agnes. Bolholti: Bára, Anna, Sigríöur. BEI OO 5O r*M MW 5C ÞE )O gEI O0 3100 PM OO0B OO WWOO [•!•] OQ B Stórsigur stjórnarflokks í Singapore Singapore. 27. desember. AP. Stjórnarflokkurinn í Singapore, Framkvæmdaflokkurinn, undir stjórn forssetisráöherrans Lee Kuan Yew, vann stórsigur í þingkosning- um sem fram fóru rétt fyrir jólin. Fékk flokkurinn 77 þingsæti af 79 mögulegum. Þrátt fyrir afhroð stjórnar- andstöðunnar var þetta þó betri útkoma en í fjórum síðustu þing- kosningum landsins, árin 1980, 1976, 1972 og 1968, en þá fékk Framkvæmdaflokkur Jews öll þingsætin. Stjórnarandstöðuna á þingi skipa nú tveir menn úr tveimur flokkum. Stjórnarflokk- urinn gerði lagabreytingu á stjórnarskrá landsins i júlí síð- astliðnum til þess að koma i veg fyrir að engin stjórnarandstaða yrði á þingi. Hún var á þá leið, að ef framkvæmdaflokkurinn hefði fengið öll þingsætin, hefðu leið- togar þeirra þriggja stjórnar- andstöðuflokka sem flest atkvæði hefði hlotið, fengið sérstök auka- sæti á þingi sem hefðu þó ekki veitt fullgild réttindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.