Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 33 Guðmundur Sœ- mundsson — Kveðja Fæddur 22. febrúar 1909 Dáinn 24. október 1984 Góðvinur minn og velgjörðar- maður Guðmundur Sæmundsson hefur lokið sinni lífsgöngu. Horf- inn burt svo hljóðlega, eins og framganga hans var öll. Eftir stendur autt sætið hans á Hof- teignum sem vitnar um góðan dreng er skilur eftir sig ljúfar minningar frá liðnum árum. Það er vonum seinna að ég minnist hans með örfáum orðum, þessa manns sem verður, þrátt fyrir sína hæglátu framkomu, ógleymanlegur þeim er honum kynntust og ef til vill einmitt vegna þess, því rósemi hans og jafnlyndi orkuðu sterkt mótvægi gegn ys og hraða daganna sem koma og fara hávaða- og umbrota- samir í nútímaheimi. Ég kynntist honum fyrir hart- nær tuttugu árum er hann hóf sambýli með frændkonu minni Magnfríði Sigurbjarnardóttur á Hofteig 16 í Reykjavík. Þó heilsu hans væri þá nokkuð farið að hraka, vann hann meira og minna við hin ýmsu störf í bænum, þar til að sjúkleiki hans varð honum svo þungur í skauti, að hann loks varð að hætta allri vinnu. Var það honum sár raun, en Magnfríður gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta honum það erfiðleika- tímabil. Fyrir hennar ástúð og umhyggju urðu dagarnir honum léttbærari. Guðmundur var Strandamaður, fæddur 22. febrúar 1909, á Víði- völlum í Staðardal, sonur hjón- anna Sæmundar Jóhannssonar og Elísabetar Jónsdóttur. Ungur hóf hann sjómennsku, lengst í Vest- mannaeyjum, bæði sem vélstjóri og háseti. Vélgæslumaður varð hann síðan við Hraðfrystihúsið á Hólmavík til ársins 1962, en það ár fluttist hann til Reykjavíkur og var um tíma á skipi Sambandsins Hamrafellinu. Hann var giftur Agústu Guðmundsdóttur og eign- uðust þau þrjú börn. Þau slitu samvistir árið 1963. Heimahag- arnir, Strandirnar, voru honum mjög kærir og sótti hann þá heim á hverju sumri svo lengi sem heilsan leyfði. Það var þeim Magnfríði og honum mikill ánægjuauki að skreppa vestur í Grænanes þar sem ættingjarnir áttu sumarhús og dveljast þar í Krossgátubók árs- ins ’85 komin út ÓP-ÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Krossgátubók irsins '85. Höfundur bókarinnar er Hjörtur Gunnarsson. Bókin er prentuð f Offsetprenti, en teikningu og hönnun kipu annaðist Jens Guðmundsson. í bókinni eru samtals 77 krossgát- ur með ýmsu sniði. Margar eru með því gamla góða sniði sem allir kann- ast við, en aðrar eru ærið nýstárleg- ar, segir í fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borist. Nú eru orðin ekki lengur aðeins lárétt og lóðrétt held- ur einnig í bugðum, sveigjum, hring- um og á ská. Meira að segja eru krossgáturnar ekki allar á sléttum fleti heldur er í Krossgátubók ársins fyrsta þrívíddarkrossgátan sem hér hefur sést. „Aðalsmerki bókarinnar er þó, að hvergi er slegið af kröfum um „móð- urmálið klárt og kvitt". Þannig að krossgáturnar eru þroskandi og lærdómsríkar fyrir hvern þann er spreytir sig á þeim um leið og þær eru skemmtilegar og fjölbreytilegar. Höfundur bókarinnar, Hjörtúr Gunnarsson, íslenskukennari, hefur langa reynslu í að semja krossgátur og hefur löngum unnið sér viður- kenningu allra þeirra sem kynnst hafa krossgátum hans í ýmsum blöð- um og tímaritum. Þessi bók er því fengur öllum þeim sem unna vel gerðum og vönduðum krossgátum. f fyrra gaf ÓP-útgáfan út krossgátubók með svipuðu sniði og nú og eftir sama höfund. Sú bók hlaut miklar vinsældir og er nú upp- seld,“ segir í fréttatilkynningunni. Legsteinar granít — marmari Opiö alla daga, ^f/lúAUÍ .)./. einnig kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. , símar 620809 og 72818. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplysingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SIMI 76677 t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför. GUDRÚNAR BENÓNÍSDÓTTUR frá Laxárdal, Álftamýri 12. Anna K. Elfsdóttir, Þórarinn Þorvaldsson, Benónf Elisson, Þóra Eggertsdóttir, Ragnar Elfsson, Unnur Jóhannsdóttir, Vfglundur Ellsson, Unnur Sæmundsdóttir, Þorsteinn Elisson, Gunnlaugur Elisson, Sigrföur Elísdóttír Ingibjörg Siguróardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. faðmi náttúrunnar. Þessar ferðir þeirra vestur yljuðu þeim svo langt fram á kalda dimma vetr- ardaga. Þeim var líka mikið yndi að heimsækja æskuslóðir Magn- fríðar, vestur undir Jökulinn, þangað sóttu þau kraftinn sem gerði þau sterk þegar halla tók undan fæti og heilsu hrakaði. Guðmundur hafði mikla ánægju af ferðalögum, sérstaklega meðan hann gat ekið sínum eigin bíl og verið frjáls ferða sinna. Hann unni náttúru landsins og naut þeirra stunda sem hann átti kost á að njóta í faðmi hennar. Mest og best kynntist ég Guð- mundi, er ég dvaldi langdvölum á heimili þeirra á Hofteignum fyrir fáum árum, fann ég þá best hvern mann hann hafði að geyma. Heilsu hans hafði þá hrakað mjög, en aldrei æðraðist hann eða kvart- aði, heldur var hann sífellt reiðu- búinn að rétta fram hjálparhönd af þeirri hógværð sem honum ein- um var lagið. Á ég þeim, þessum elskulegu og góðu manneskjum, svo margt að þakka. Þeirra hend- ur voru alltaf útréttar til góðra verka og kröfugerðin til annarra engin. Minningin um þennan væna mann mun ylja í skammdeg- inu og skilur eftir ljósgeisla sem lýsir fram á veginn inn í óráðina framtíð. Magnfríði frændkonu minni votta ég innilega samúð. Guð blessi góðverkin hennar. Hún get- ur þrátt fyrir mikinn missi verið glöð yfir því að hafa átt þennan góða samferðamann, sem hún af svo miklum kærleik annaðist í blíðu og stríðu. Hennar sorg verð- ur hennar styrkur í ellinni. Guð blessi henni og öllum ástvinum hans ljúfar minningar. K.K. * FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra Geir Hallgrimsson, utanríkisróðherra Svavar Gestsson, alþingismaður Halldor Ásgnmsson, sjávarútvegsráðherra Guðmundur J. alþingismaður 8 geröir af fiugeldum sem tileinkaðir eru stórsprengjum stjórnmálanna. Þú getur losað þig við pólitíkus — skjóttu honum bara á sporbraut. Jón Helgason, landbunaðar- dóms- og kirkjumálaraðherra Albert Guðmundsson, fjarmalaraðherra Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.