Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Við Islendingar verðum að rífa okkur upp úr þeim samdrætti sem hér hefur ríkt á undanförnum ár- um. Við verðum að hefja skipulega atvinnuuppbyggingu sem eykur fjölbreytni útflutningsatvinnu- vega okkar. Án aukinnar fjöl- breytni útflutningsatvinnuveg- anna munu lífskjör hér á landi rísa og hníga í takt við stopulan sjávarafla, hér eftir sem hingað til. Frumforsenda öflugrar útflutn- ingsstarfsemi er stöðugleiki í okkar efnahagslífi. Að verðbólgan hér á landi verði ekki meiri en í okkar viðskiptalöndum. Takist ekki að skapa slíkan stöðugleika blasir ekkert annað við en áfram- hald þeirrar óðaverðbólgu sem hér hefur ríkt undanfarin 15 ár. Af- leiðingin verður áframhaldandi stöðnun og hnignun íslenskra at- vinnuvega, væntanlega með ein- stökum undantekningum þau árin sem sjávarafli vex, en síðan hnignun á ný með minnkandi sjávarfangi. Hér að ofan sagði ég að allt stefndi í sama farið um samninga næsta haust nema að yrði gert í tæka tíð. Það verður brýnasta verkefnið hér á landi á komandi ári að skapa grundvöll til raunhæfra kjara- samninga sem tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Hlutverk ríkisstjórnar í því verkefni verður býsna stórt ef vel á til að takast. f Ijósi þróunarinnar á liðnu ári þykir mér ólíklegt að núverandi ríkisstjórn takist að óbreyttu að vinna að nýju þá tiltrú með þjóð- inni sem henni er nauðsynleg til að ná fram markmiðinu um stöð- ugleika í efnahagsmálum. Annað tveggja verða núverandi stjórnarflokkar að gera umtals- verðar og trúverðugar breytingar á ríkisstjórninni, eða geti þeir það ekki, viðurkenna formlega það sem þegar er orðin raunin á að ríkisstjórnin hefur gefist upp og er ekkert annað en stefnulaus starfsstjórn, sem bíður eftir því einu að einhverjir leysi hana af hólmi. Án sterkrar ríkisstjórnar sem nýtur almenns trausts er augljóst, að ekkert annað blasir við á næsta ári en nýtt óðaverðbólguskeið sem reynst gæti örðugt að stöðva á nýian leik. I von um að skynsemin forði okkur frá slíkum örlögum óska ég landsmönnum gleðilegs árs. Birgir Þorgilsson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs: Ferðaþjónusta — atvinnugrein í örum vexti Það er ánægjulegt tímanna tákn að Morgunblaðið skuli nú, fyrst ís- lenskra dagblaða, fjalla um at- vinnugreinina ferðaþjónustu um áramót, líkt og tíðkast hefur hvað öðrum atvinnugreinum viðkemur um langt skeið. Þetta frumkvæði blaðsins þakka og virða þeir um það bil fimm þúsund einstaklingar í landinu sem hafa atvinnu við ferðaþjónustu. Nú munu eflaust margir lesend- ur þessa pistils reka upp stór augu og spyrja: Getur það verið stað- reynd að um það bil tólf þúsund einstaklingar á íslandi hafi í dag lífsviðurværi sitt af þessari at- vinnugrein? Hvað með niður- greiðslur, styrki og sérstaka með- höndlun í lánakerfinu? Er ennþá einu sinni verið að byggja upp óarðbæra atvinnugrein fyrir landsmenn? Þessum spurningum er fljótsvarað. Ferðaþjónustan nýtur engra slíkra styrkja eða réttinda. Þvert á móti þá er hún skattlögð á báðar hendur og skattlagning ferðamanna hefur á undanförnum árum verið hluti af flestum nýjum tekjuöflunarleið- um okkar sameiginlega sjóðs. En ef til vill er það hin erfiða sókn dugmikilla íslenskra atvinnu- manna á brattann sem hefur lyft íslenskri ferðaþjónustu upp í þann Birgir Þorgilsson þýðingarmikla sess sem hún skip- ar í atvinnulífi landsins í dag. Það er nú einu sinni eðli okkar íslend- inga að eflast við mótlæti og erfið- leika. Við þessi áramót verður ekki lengur skotið á frest að horfast í augu við þá staðreynd að frumbýl- isárunum verður að vera lokið. Að öðrum kosti er sú hætta á ferðum að ferðaþjónustan missi flugið og verði um leið af þeim miklu tæki- færum sem nú eru í augsýn. Markviss sókn þarf að hefjast nú þegar, bæði á vettvangi aukinnar landkynningar heima og erlendis og bættrar aðstöðu til móttöku ferðamanna vítt og breitt um landið. Það væri of langt mál að tíunda nú í smáatriðum þau fjöldamörg verkefni sem bíða okkar en ekki mun standa á for- ystumönnum íslenskrar ferða- þjónustu að vinna þau verk. Þessir sömu menn biðja ekki um gjafir eða niðurgreiðslur úr sameiginleg- um sjóðum heldur aðeins að lögum landsins um ferðamál sé fram- fylgt. Ennfremur þarf að koma til skilningur allra landsmanna á þeirri staðreynd að ferðaþjónusta er arðbærasti atvinnuvegur lands- manna, sem á komandi árum munu skapa fleiri ný störf fyrir vinnufúsar íslenskar hendur en nokkur önnur atvinnugrein á Is- landi. Það er sorgleg staðreynd að forystumenn hinna hefðbundnu atvinnugreina hafa að undanförnu fullvissað landsmenn um að í þeim greinum sé ekki að vænta nýrra starfa nema síður sé. Þessar full- yrðingar skulu ekki rengdar en því meiri ástæða er til að hefjast nú þegar handa af alvöru og festu um uppbyggingu nýrra og arðbærra atvinnugreina. Árið 1984 Árið sem nú er að líða er stærsta ár íslenskrar ferðaþjón- ustu frá upphafi. Til landsins koma 85 þúsund erlendir ferða- menn í ár og má áætla að þeir hafi dvalið hér samtals í 600 þúsund nætur og eytt hér á landi 30 millj- ónum bandaríkjadollara eða um það bil 1200 milljónum íslenskra króna. Til viðbótar koma far- gjaldatekjur íslensku flugfélag- anna af flutningi þessara gesta okkar til og frá landinu, sem nema að minnsta kosti jafn hárri upp- hæð. Þessar tölur eru að sjálf- sögðu óstaðfestar þegar þetta er ritað enda koma ekki öll kurl til grafar fyrr en nokkuð er liðið á árið 1985. Ekki má gleyma þætti okkar sjálfra þegar fjallað er um þjónustu við ferðamenn á tslandi. Á því sviði skortir tilfinnanlega tölfræðilegar upplýsingar. í flest- um vestrænum löndum er málum þannig háttað að innlendir ferða- menn eyða að minnsta kosti sömu fjárhæð til ferðalaga um eigið land og erlendir gestir. Ef þessu er einnig þannig varið á fslandi má reikna með að heildarvelta ís- lenskrar ferðaþjónustu á árinu 1984 hafi numið 3,6 milljörðum ís- lenskra króna. Aukning erlendra ferðamanna og fjölda gistinátta nam 10% miðað við árið 1983. Töi- ur eru hálfgert þurrmeti og skulu því ekki fleiri tilgreindar á þess- um vettvangi en að lokum gerð til- raun til að skyggnast fram fyrir þessi tímamót. Árið 1985 Það væri mikil bjartsýni að spá sömu aukningu á árinu 1985 óg varð á árinu sem nú er að líða. I skýrslu um ferðamál á íslandi og þróun þeirra til ársins 1992, sem gerð var á vegum Samgönguráðu- neytisins vorið 1983, var spáð 7% fjölgun erlendra ferðamanna á ár- inu 1983 og 3,5% meðaltalsaukn- ingu á ári frá 1984 til 1992. Allt útlit er nú fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna til fslands verði um það bil 90 þúsund á árinu 1985 en það er rúmlega sá fjöldi sem spáin gerði ráð fyrir að heimsækti okkur á árinu 1987. Ljóst má því vera að á fjöldamörgum sviðum verður að taka til hendi. Að öðrum kosti verður ekki mögulegt að taka þannig á móti þessum erlendu gestum okkar að þeir beri okkur vel söguna, jafnframt því að arð- semi atvinnugreinarinnar í heild verði sem mest. Það ríkir mikil bjartsýni og gróska í íslenskri ferðaþjónustu um þessi áramót. Ferðamálasamtök hafa nú verið stofnsett í öllum kjördæmum landsins, utan Reykjavíkur, og árangur óeigingjarnra starfa fjölda manna um allt land er nú þegar farinn að koma í ljós. Allir landsmenn hafa beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta að vexti og viðgangi ferðaþjónust- unnar í landinu og skulu því hvattir til að veita henni braut- argengi hvenær sem tækifæri gefst. Að sjálfsögðu ber okkur að sækja fram með varúð og vanda hvert fótmál. Við verðum að hafa hugfast að landið okkar góða er viðkvæmt og auðvelt er að valda á því spjöllum sem erfitt er að bæta. Við skulum nú og ævinlega hafa hugfast að hin ósnortna náttúra landsins er okkar dýrmætasta eign, bæði með tilliti til aukinnar hagsældar íslenskrar ferðaþjón- ustu sem atvinnugreinar og bú- setu okkar sjálfra í landinu. Gott og gleðilegt ferðaár 1985. Siguróur Kristinsson Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iönaðarmanna: Nidurstödur kjara- samninganna hljóta að teljast þjóðarslys Um síðustu áramót varð glögg- lega vart bjartsýni meðal ýmissa stjórnenda atvinnufyrirtækja og málsvara hagsmunasamtaka at- vinnuveganna. Umskipti höfðu orðið mjög til hins betra í íslensk- um efnahagsmálum. Á örskömm- um tíma hafði tekist að koma böndum á helsta ógnvald fyrir- tækja og heimila hér á landi, verð- bólguna. Horfur voru á jafnvægi í efnahagsmálum, og skilyrði höfðu skapast fyrir stjórnendur fyrir- tækja og almenning að gera áætl- anir. er staðist gætu lengur en daginn. I mörgum greinum iðnaðar lét árangur ekki á sér standa og starfsemi fyrirtæjanna fór vax- andi. Þótt sagt verði, að atvinnu- rekstur hafi almennt notið góðs af auknum stöðugleika í efnahags- málum, var þó áfram við mikinn vanda að glíma í ýmsum iðngrein- um. Sem alþjóð er kunnugt hefur mikill vandi steðjað að sjávarút- vegi landsmanna, en sá atvinnu- vegur hefur löngum verið undir- stöðumarkaður fyrir fjölmörg iðnfyrirtæki. Hafa erfiðleikar sjávarútvegsins þannig t.d. mjög komið niður á málm- og skipaiðn- aði, og hafa mörg fyrirtæki í þess- um greinum átt erfitt uppdráttar. Hagstæð þróun atvinnulífsins, er menn sáu fyrir í upphafi þessa árs, var þó skyndilega stöðvuð á haustmánuðum. Kjarasamningar, sem um tíma virtust ætla að verða innan skynsamlegs ramma, fóru úr böndum. Niðurstöður kjara- samninganna hljóta að teljast þjóðarslys, sem jafnað verður til náttúruhamfara, að öðru leyti en því, að bætur úr viðlagatryggingu fást ekki. Kjarasamningarnir urðu það eldsneyti, sem verð- bræðsluofninn þarfnaðist, til að ná dampi á nyjan leik. Afleið- inganna varð strax vart. Verð- bólga blossaöi upp aftur og mun að öllum líkindum hafa margfald- ast, er kemur fram á sumar á því herrans ári 1985. Er við því að bú- ast, að ýmsir eigi þá um sárt að binda, og vandi fyrirtækja og þeirra, sem við þau starfa, verði ærinn. Þetta spjall er af minni hálfu ekki hugsað sem sakbend- ing, og verður hér ekki reynt að tilgreina þá, er öðrum fremur bera ábyrgð á því efnahagslega tjóni, sem kjarasamningarnir eiga eftir að reynast áður en yfir lýkur. Hér skal einungis áréttað, að ábyrgð þeirra er mikil. Af hálfu Landssambands iðnað- armanna hefur jafnan verið á það bent, að þegar málefni höfuðat- vinnuveganna hefur borið á góma í opinberri umræðu, virðist iðnað- urinn hafa orðið nokkuð hornreka. Kemur þetta m.a. vel fram, þegar athuguð eru framlög á fjárlögum síðustu ára til málefna atvinnu- veganna. í þeim efnum hefur iðn- aðurinn ætíð borið minna úr být- um heldur en sjávarútvegur og landbúnaður. í fjárlögum fyrir ár- ið 1985 er þessari mismunun enn haldið við, því miður. Þá er þess að geta, að hafi iönaðurinn orðið þeirrar náðar aðnjótandi, að stjórnvöld virtu hag hans að ein- hverju marki, var sú umhyggja nánast einvörðungu bundin við út- flutningsiðnað eða í besta falli við þröngt skilgreindan samkeppnis- iðnað. Á hinn bóginn hafi lítt ver- ið skeytt um aðbúnaðarmál ým- issa stærstu iðngreina landsins, t.d. málm- og skipaiðnað, bygg- inga- og verktakastarfsemi og þjónustuiðnað af ýmsum toga. Á undanförnum árum hafa Lands- samband iðnaðarmanna og aðild- arfélög þess nánast fyrir daufum eyrum bent á, að árangursrík iðn- aðarstefna verði að byggjast á öll- um iðnaói, hvort sem hann á í beinni samkeppni eða óbeinni. Jafnframt hefur Landssambandið ítrekað, að eigi að auka framleiðni í íslenskum iðnaði, efla vöruþróun og stofna til nýiðnaðar, verði slíkt ekki gert nema með stórbættri verk- og tækniþekkingu. Að undanförnu hef ég orðið þess áþreifanlega var, að skilningur hefur mjög aukist á þessu og er mér það afar mikið fagnaðarefni. Þannig gera stöðugt fleiri sér ljósa grein fyrir mikilvægi t.d. málm- og skipaiðnaðar hérlendis. Þar hafi dregist úr hömlu að gera fyrirtækjum kleift, að þróa fram- leiðslu sína og þjónustu. Hér þurfi að snúa vörn í sókn og gjörnýta þá þekkingu og reynslu, sem fyrir er í þessum greinum, ekki aðeins til að halda velli gagnvart erlendum keppinautum á heimamarkaði, heldur einnig til að stórauka út- flutning á þessu sviði. Nýiðnaður, sem oft er á mörkum framleiðslu og þjónustu, hefur og verið mönnum ofarlega í huga á þessu ári. í því sambandi hefur t.d. sér- staklega verið rætt um raf- og raf- eindaiðnað. Greinar þessar byggj- ast oftar en ekki á góðri fag- og tækniþekkingu, þar sem hugur og hönd leggjast á eitt til að tryggja árangurinn. Iðngreinar þessar verða því að hafa yfir að ráða velmenntuðu starfsfólki. Þær von- ir, sem við slíkar greinar eru bundnar í íslensku atvinnulífi verða að engu, verði ekki hið fyrsta brugðist við, og fræðslu- og verkmenntunarmálum iðnaðarins komið í gott horf. Hinu mega menn þó ekki gleyma, að nýsköpun atvinnuveganna verður aldrei að veruleika nema hefðbundinn bygginga- og verktakaiðnaður og ýmiss konar þjónustuiðnaður fái að þróast jafnhliða, enda næsta ljóst, að án margvíslegrar mann- virkjagerðar ásamt framleiðslu og viðhaldi á vélum og tækjum verð- ur framleiðsluatvinnuvegunum ekki haldið gangandi. Þar sem mér hefur fundist, að augu þorra fólks hafi opnast fyrir þessum augljósu sannindum, get ég ekki stillt mig um á þessum vettvangi að víkja örfáum orðum að málflutningi ýmissa málsvara útvegsmanna og raunar sumra þeirra opinberu aðila, sem fara eiga með málefni sjávarútvegsins. Þessir aðilar hafa á undanförnum árum á því klifað, og það raunar færst í aukana síðustu mánuðina, að íslenskur skipaiðnaður væri nánast óalandi og óferjandi. Fiski- skip, er smíðuð væru af innlendum stöðvum, væru stórum dýrari en skip, er erlendir keppinautar ís- lensku stöðvanna hefðu boðið. Til stuðnings þessum málflutningi sínum hafa þessir „ábyrgu" aðilar bent á, að flest þau fiskiskip, er í mestum vanskilum væru um þess- ar mundir, séu innlend smíð. Jafn- framt hafa þessir aðilar kryddað ræður sínar tölum, til að sýna annars vegar smíðaverð skipa er byggð voru hér á landi, og hins vegar „sambærilegra" skipa er- lendis frá. Hefur þessi saman- burður verið íslenskum iðnaði mjög í óhag. Af máli þessara manna eigum við, sem lesum skrif þeirra eða hlýðum á ræður þeirra, væntanlega að skilja, að þessi framleiðsla íslenskra stöðva sé einhver mesti bölvaldur í íslensk- um sjávarútvegi nú um stundir. Hér hefur mjög verið hallað réttu máli hjá þessum sjálfskip- uðu krossförum gegn íslenskum skipaiðnaði og mörg orð, ómakleg og þung, hafa þeir talið sér sæma að láta falla um málið. Til sanns vegar má færa, að skip, sem byggð hafa verið af íslenskum stöðvum í áranna rás, hafa verið nokkru dýr- ari, heldur en sum hver, er komið hafa frá erlendum stöðvum. Stað- reyndin er eigi að síður sú, að ís- lenskur skipaiðnaður er sam- keppnisfær í verði og gæðum við skipaiðnað f þeim nágrannalönd- um okkar, er íslendingar bera sig iðulega saman við. Mikil vanskil við lánastofnanir vegna skipa, er smíðuð hafa verið hérlendis, og er þá átt við vanskil umfram erlenda smíði, verða aðeins að örlitlu leyti skýrð með hærra smíðaverði inn- anlands heldur en erlendis. Höf- uðorsakir vandans verða fyrst og fremst til þess raktar, hvernig afl- að hefur verið lánsfjár til útgerð- arinnar, til að standa straum af skipakaupum hjá innlendum stöðvum. Fyrir milligöngu ís- lenskra viðskiptabanka hafa verið tekin lán erlendis til að fjármagna smíðina. Af einhverjum óskýran- legum ástæðum hafa yfirleitt ver- ið tekin lán í Bandaríkjadollurum, en eins og hvert mannsbarn veit, hefur gengi hans á síðustu árum hækkað langt umfram aðra gjald- miðla. Hefðu lán þessi upphaflega verið tekin í annarri erlendri mynt, eða hefði fyrir því verið hugsað í tíma að taka önnur lán í hagstæðari gjaldmiðli og greiða upp dollaralánin, væri staða þeirra útgerða, er hér eiga hlut að máli, ólíkt betri nú. Að taka á þessum málum á viðeigandi hátt, hefði staðið bæði stjórnvöldum og málsvörum samtaka útvegsmanna nær, heldur en að leita logandi ljósi að sökunaut, til að skella skuldinni á. Fyrir valinu varð ís- lenskur skipaiðnaður, en algjör- lega að ósekju. Ég vænti þess, að á nýju ári verði umræða um málefni skipa- iðnaðar sem og alls íslensks iðnað- ar málefnalegri og drengilegri heldur en verið hefur um nokkurt skeið. Ég óska félögum Lands- sambands iðnaðarmanna, sam- taka atvinnurekenda I löggiltum iðngreinum, svo og landsmönnum öllu'm, árs og friðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.