Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 43 Halldór Gunnarsson tekjum einstaklinga. Þannig skortir okkur enn að takast á við þennan heimatilbúna vanda, sem við verðum að gera sameinuð sem þjóð af hollustu og heilindum hvert við annað. Það sem minningin kallar ein- kum fram er að hafa skynjað á árinu hversu sterk samkennd okkar íslendinga er gagnvart björgunar- og hjálparstarfi. Hvernig við fylgdumst öll sem eitt með sundi Guðlaugs og tókum þátt í afreki hans með tári þakkar frá hvarmi. Hvernig unglinganna þriggja var leitað af svo mikilli elju björgunarmanna og hvernig við fylgdumst með og fögnuðum er þau fundust heil. Dæmin eru mörg. Alltaf var björgunar- og hjálparstarfið unnið af sama styrk og fórnfýsi. Látins erlends ferðamanns var leitað í Skógá hér undir Eyjafjöllum af þremur björgunarsveitum í þrjá daga og síðar áfram af einni björgunar- sveit í tæpa tvo mánuði uns hann fannst. Og nú síðast að skynja hjálparhug íslendinga til þeirra sem þjást í Eþíópíu og heyra um þau myndarlegu fjárframlög sem berast til hjálparstarfsins þar. Þetta starf er mér eftirminnileg- ast frá árinu, því að í því finn ég styrk okkar íslendinga og ég finn til gleði og þakklætis að vera þess- arar þjóðar og þessa lands. Hulda Sigmundsdóttir, Þingeyri: Hvers virði er lífið án vina? Þegar sú spurning var lögð fyrir mig hvað mér væri minnisstæðast á árinu, lagðist ég undir feld og komst að raun um að árið hafði fyrst og fremst verið mér gott án stórtíðinda. Ég hafði fáu tapað nema mánaðarkaupi í verkfallinu, allflestir vinir og ættingjar voru heilir á húfi. Já, ég mátti skrifa um hvað sem var, jafnt þótt það hefði gerst hinum megin á hnett- inum, var sagt. Þá brosti ég með sjálfri mér og mér kom í hug „heimskt er heima alið barn“. Það sannast á mér sem aldrei hef kom- ist út fyrir landsteinana og bíð eftir „stóra vinningnum" svo draumurinn rætist um ferðina sem enn er ófarin. Öll eigum við okkur einhvern draum, sumir ræt- ast, aðrir ekki, en: „Von er vak- andi manns draumur." Ein á ferð. Er nokkur einn á ferð? Er ekki eins og hulin hönd hjálpi er mest á reynir? Ég er eng- inn ökuþór og bráðliggi mér á að komast akandi milli Þingeyrar og Reykjavíkur, þá hafa ýmsir mér vinveittir ekið, en ég hef fengið að njóta útsýnis sem farþegi í eigin bíl og það brást ekki í sumarbyrj- un. Betra er að komast heim eftir að hótel hafa opnað og umferð aukist, því þá er hægt að skammta sér vegalengdir að geðþótta. Hvernig líður röskum konum eða karlmönnum varadekkslausum á langferð? Líklega álíka og þeim QPNUNARTÍMI: Gamlársdag OPIÐ 11:00-14:00 Nýársdag OPIÐ 17:30-23:30 HÁLF SEX-HÁLF ÁTIA Frákl. 17:30-19:30 bjóðum við sérstakan matseðil á einstöku verði. otl VF.ITINCiAUUS WrrMANNSSTK.I RIA'KJAVÍK SÍMI 9I-IVMIJ Hulda Sigmundsdóttir ferðalangi sem getur ekki skipt um dekk ef springur. Ég hef reyndar sloppið við slík óþægindi þau tæp 12 ár sem ég hef verið ein á ferð. í júlíbyrjun hóf ég heim- ferðina og fór mér hægt eftir að Hvalfirðinum sleppti, ók Drag- hálsinn í dásemdarveðri og stans- aði oft til að njóta fegurðar Borg- arfjarðarhéraðsins. Þó ég hafi margoft farið þessa leið, þá er alltaf eitthvað sem hrífur hugann og ekki spillir að eiga í vændum nokkurra daga dvöl með góðum vinum í Hvítársíðunni. Næsti áfangi var hótel Bjarka- lundur. Þar átti að gista og hafa það huggulegt. Það er óskemmti- legt að vakna að morgni í fögru umhverfi og sja það ekki vegna þoku — en til Dýrafjarðar var för- inni heitið. Hjallahálsin upp úr Þorskafirðinum var langur, mun lengri en venjulega, en í Djúpa- firði sást land sem hvarf mér ekki fyrr en á efstu brún Ódrjúgsháls- ar og á Klettshálsi komst ég öðru hverju upp úr þokunni. Leiðin í Vatnsfjörð var greið og gott að rétta úr sér í Flókalundi. Margir voru að tygja sig til ferðar, þegar ég kom aftur að bílnum, þ.á m. hjón með börn. Heyrði ég eigin- manninn spyrja konu sina, hvort hún vildi halda áfram að aka, en hún afþakkaði boðið, fannst Dynj- andisheiðin óárennileg í þokunni, enda vart ratbjart á láglendi. Ég var henni sammála, þótt mér fyndist ég vera komin á heima- slóð, aðeins tvær heiðar ófarnar. Fjórir bílar renndu úr hlaði og fór ég fyrst. Merkilegt nokk, þá fór enginn bíll fram úr mér, þótt öku- hraðinn væri 20—30 km, en ég mætti mörgum bílum á sama „sló- inu“, eins og sjómenn mundu orða það. Gott var að komast niður á láglendi í Dynjandisvoginum og sjá Fjallfoss í allri sinni tign steypast fram af fjallinu út úr þokunni. Þarna sat ég í bilnum er samferðafólkið birtist hvert á eft- ir öðru og ökumenn brostu vin- gjarnlega, er þeir óku áfram, eftir að hafa kannað hvort allt væri í lagi. Já, það var gott að vera komin til byggða, hitta fyrir vini inn undir Mjólká og eiga nú bara eina heiði eftir, Hrafnseyrarheiðina. Mörguin finnst hún óhugnanlega há og brött og víst er hún það, en — æði misjafnlega þó eftir að- stæðum, því í sól og sumri býður hún upp á fagurt útsýni yfir suð- urfjöllin, sést þá toppur Snæfells- jökuls og í hina áttina Dýrafjörð- urinn, en það var fjarri lagi að slíkt byðist í þetta sinn. Mætti ég biðja um sól og sumar næst, þegar ég ek yfir hana. Það er alltaf dá- samlegt að koma heim eftir áfalla- lausa ferð að lokinni ánægjulegri dvöl með vinum og vandamönnum, vitandi að vinir bíða í ranni og þeir sem kvaddir voru þykir vænt um að heyra í heimkomnum ferða- langi. Hvers virði er lífið án vina? Að mínu viti harla lítils virði. „Sá er vinur er til vamms segir." Vinir gleðjast saman á góðri stundu, standa saman, þegar á bátinn gef- ur, rétta fram hönd þegar fokið er í flest skjól og síðast en ekki síst umbera hvern annan í dagsins önn. Já, ekki má gleyma, hve vingjarnlegt bros í umferðinni getur glatt og líka stytt langa ferð. Sumir sækja ánægjuna „út og suð- ur“, en U iturn við ekki stundum langt yfir skammt, fegurðin og ánægjan er æði oft hér og nú, ef okkur tekst að horfa opnum aug- um á tilveruna og samferðamenn- ina. Það rignir aldrei eða snjóai endalaust, þokan lyftir sér al fjallstindum og heiðum, fyrr en varir brýst sól eða tungl fram úr skýjum og lýsir upp leiðina — all- an ófarinn veg — ef okkur tekst að lifa í sátt við guð og menn. Brátt fögnum við nýju ári og hækkandi sól og þökkum það liðna. ósk mín og von er sú, að ég verði aldrei úti á köldum klaka — vinalaus — og þess sama óska ég öðrum. Davíð Pétursson, Grund, Skorradal: Heimur versnandi fer Nú við áramót þegar horft er til baka til liðins árs er ljóst að mannkynið gengur ekki til góðs, götuna fram eftir veg. Erlendis ber mest á morðum, ránum og ofbeldi í ýmsum myndum. Af nógu er að taka: Indira Gandhi myrt og þúsundir drepnir á Indlandi í kjölfar morðsins á forsætisráð- herranum. írski lýðveldisherinn heldur áfram fyrri iðju, en færir heldur út kvíarnar með sprengju- tilræðum í London. Vitfirringin heldur áfram í Austurlöndum nær. íranir og írakar slátra hvorir öðrum eftir bestu getu, en það stríð tók nýja stefnu við sprengju- árásirnar á olíuskipin á Persaflóa. Nú getur þú látið drauminn rætast Bjóöum ýmsar stæröir seglbáta á veröi og kjörum er ekki hafa þekkst áöur. Útborgun frá 20% og eftirstöövar í allt aö 4 ár meö 8 afborgunum. Attalia QHB 9,70 metrar. Verð kr. 1.256.000 m/sötusk. 6 svefnpláss. Benco Bolholti 4, Reykjavík simi 91-21945/84077. Arcadía QHB Lengd 9 metrar Áætlaö verö kr. 1.040.000 m/sölu- skatti. 6 svefnpláss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.