Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Ummyndanir Það var Englendingurinn How- ard Staunton, sem um miðja síð- ustu öld hannaði útlit þeirra ein- földuðu taflmanna, sem skákmenn um allan heim nota, þegar þeir leggja til atlögu hver gegn öðrum á skákmótum nú á dögum. Því betri sem skáklistin varð, þeim mun svipminni og leiðinlegri urðu tafl- mennirnir í útliti. Hér áður fyrr komu hinir færustu skákmenn líka oft til leiks á opinberum skákmót- um með fagurlega útskorna tafl- menn, sem stundum var ætiað það hlutverk að örva imyndunarafl skákmannsins sjálfs og styrkja bar- áttuvilja hans eða jafnvel að rugla andstæðinginn í ríminu, þegar hann starði sem bergnuminn á víg- völlinn og velti f.vrir sér ollum f * I riM.r'ulcgijrn ii ið IIIIII.I' li'ik f !r! t u rii Íi.í'-V-* V-l Þaó gat nu’ira að • gj 1 knliii.’l f. r:r, HBHHMbBHWBB að einhver bráð flinkur skákmeist- ari kvartaði hástöfum yfir því, að hann hefði tapað, af því að hann hefði látið heillast af útliti drottn- ingar andstæðingsins. (En slík um- mæli verða vitanlega að teljast einkar órökrétt afsökun, því eigin- lega ætti slík hrifning af aðalkven- persónu andstæðingsins að vera viðkomandi skákmanni gildari ástæða til að fella kónginn — eða að taka þessa fögru drottningu frá hinum andstæða kóngi.) Staðreyndin er að minnsta kosti sú, að toppskákmenn nú á dögum tefla mjög ógjarnan með „fallegum" taflmönnum á opinberum skákmót- um. Aftur á móti eru margir skákmenn sólgnir í að eignast dýrmæta og skrautlega taflmenn og Alheimslögmál eöa náttúruöfl Menn greinir á um, hvort mann- taflið sé upprunnið í klaustrum búddhamunka á Indlandi eða hafi fyrst verið upphugsað af Kínverjum til forna; en við fyrstu sýn mætti alla vega ætla, að það hafi verið hernaðarhugmyndir, sem lágu til grundvallar þessum leik. f ind- verska taflinu „Lsjatúranga", sem almennt er litið á sem undanfara nútíma manntafls, stóðu til hliðar við kónginn (á persnesku: sjah) hinn ráðgefandi vesír — en hann er núna orðinn að drottningu — fíllinn — núna orðinn að biskupi — ridd- ari á hestbaki og hrókurinn, sem upprunalega átti að tákna bát eða vagn; hinir hraustu fótgönguliðar í framlínu voru svo alþýðumennirnir, sem gjarnan mátti fórna eins og hverjum öðrum lítilsigldum peðum, ef þurfa þótti. En það eru ýmsir fræðimenn og heimspekingar, sem alls ekki vilja fallast á þessa ofur augljósu skýr- ingu, að það séu hernaðarátök sem hafi verið upprunaleg fyrirmynd manntaflsins, heldur sé um djúp- stæða heimspekilega hugsun að ræða á bak við skákina. Hinir fróð- ustu menn um sögu skáklistarinnar eins og Júgóslavinn Pavle Bidev og Þjóðverjinn Fritz Siebert, auk margra annarra, sjá í þessari hern- aðarsókn frá Indlandi miklu fremur táknræn átök milli náttúruaflanna, jarðar, vatns, vinda, elds og ljós- vakans eða loftsviða (andans) en þau eru umsköpuð á geometrískan hátt sem ferningur, hálfmáni, þrí- hyrningur og hringur. En það voru einmitt þessi tákn úr flatarmáls- fræðinni, sem áður einkenndu ind- versku taflmennina nökkva, (núna hrókur), hest, fíl og kóng. En flatarmálstáknin eiga líka við hina indversku guði náttúruafl- anna. Fræðimenn, sem lagt hafa stund á rannsóknir goðsagna og fornra arfsagna, eru þeirrar skoð- unar, að skákborðið með sínum dul- úðugu 64 ferningum sé sjálft mand- ala, hugleiðsluferningur, sem tákni alheiminn. Og það sem meira er: Þarna er þá komið hið einasta mandala sem er búið hreyfanlegum yantras, en á þessi yantras, það er hin fimm náttúruöfl, er þá ekki ein- ungis hægt að hafa áhrif með hug- leiðslu einni saman, heldur einnig með hönd skákmannsins. 1 kóngin- um sjá heimspekingarnir „ljósvak- ann“, andann, grundvöll heimanna, veröldina, hinn eiliflega lýsandi heimsanda. Pavle Bidev hefur kom- izt þannig að orði um skáklistina: „Hinn konunglegi leikur boðar kon- unglega vizku, hina æðstu heim- speki: Náttúran er guð, guð er mað- ur.“ Brezki náttúrufræðingurinn Thomas Huxley (faðir þeirar bræðra, Aldous og Julians) komst að eftirfarandi niðurstöðu varðandi hina dýpri merkingu manntaflsins: „Taflmennirnir eru fyrirbrigðin í alheiminum, leikreglurnar eru náttúrulögmálin." Nafnabrengl, byggðá margföldum misskilningi Það getur hins vegar vart leikið nokkur vafi á því, að manntaflið tekur, að minnsta kosti á yfirborð- inu, á sig sterkt svipmót orrustu- liða, en sjálfir taflmennirnir hafa í tímans rás tekið hinum furðuleg- ustu breytingum. Þegar manntafliö barst til Arabalanda frá Persíu, hétu taflmennirnir ennþá kóngur, með vesír sér við hlið (á arabísku „firtsan"), biskup, sem i þá daga var sýndur í fílslíki (arab. „fil“ en það- an er íslenzka orðið komið), riddari (arab. „faras") og hrókur (arab. „rúkh“) og svo fótgönguliðarnir eða peðin. Með þessu bardagaliði barst skákin svo vestur á bóginn um Mar- okkó og Spán, og einnig noröur um Rússland til Vestur-Evrópu. í Rússlandi bera taflmennirnir enn þann dag í dag hin upprunalegu heiti (að vísu þýdd á rússnesku) — þannig heitir drottningin hjá Rúss- um ennþá vesír eða „fers“, biskup- inn kallast „slon“ (fíll) og hrókur- inn „ladia“ (þ.e. knörr). I Mið- og Vestur-Evrópu breyttust hins vegar heiti taflmannanna, og það oft á tíðum vegna skringilegasta mis- skilnings, og þýðing einstakra taflmanna varð lika önnur en verið hafði í upphafi. Þannig rugluðu ítalir arabíska orðinu „rúkh“ sam- an við ítalska orðið rocca og Engl- endingar þóttust sjá í hróknum rook eða kastala, og hann var því gerður að virkisturni. En þótt úr knerrinum eða nökkvanum yrði turn hjá mörgum þjóðum, helzt samt upprunalega persnesk-arab- íska heitið yfir að hróka, „rochade", í mörgum þjóðtungum; á ensku er þessi leikur þó álitinn vera turn- hreyfing og því kallaður „castling". Arabíska orðið fil var í Evrópu út- lagt á marga og mismunandi vegu, sennilega af því að Evrópumenn álitu fílstennurnar, sem Arabar sýndu taflmanninn með, vera ein- hvers konar höfuðbúnað. Þannig álitu Frakkar, að þarna væri komið fífl („fou“) en ekki fíll á skákborðið, en Englendingar þótt- ust strax sjá mítru eða biskupshúfu á þessum liðsmanni; Þjóðverjar héldu, að þetta hlyti að vera sendi- boði konungsins og nefndu því tafl- manninn hlaupara „Láufer“. Ekki eru menn á eitt sáttir um það, hvernig hinn austurlenzki ráðgjafi konungs eða vesír gat breytzt í hefðarfrú og meira að segja í drottningu. Sennilegasta skýringin er sú, að þessi kynskipti hafi gerzt í Frakklandi, og þá annað hvort af hreinum og beinum mis- skilningi þannig að franska orð- myndin „fierge" (fyrir arabíska orðið „firtsan") hafi af vangá orðið „vierge“ (jómfrú) eða að taflmaður- inn, hinn sérstaki verndari kóngs- ins, hafi hjá Frökkum verið látinn skipta um kyn til heiðurs bjarg- vætti franska konungdæmisins og föðurlandsins, hinni heilögu Jómfrú frá Orleans. En það getur svo sem líka verið, að Evrópumenn hafi einfaldlega viljað fá eina hressilega kvenper- sónu með í spilið til þess að gefa manntaflinu þannig sterkari svip af stríðandi furstafjölskyldum, sem álfan var full af fyrr á öldum. Drottningar og aðrar evrópskar hefðarfrúr réðu oft miklu um gang mála og höfðu ósjaldan fingur með aflmenn ítímans rás í einvíginu í Moskvu um heimsmeistaratitilinn í skák, greip heims- meistarinn, Anatol Karp- ov, aö vísu margsinnis til drottningar sinnar, lék henni í beina árásarstödu gegn kóngi andstæð- ingsins og sagöi „sjakh“ viö áskorandann, Gary Kasparov; en drottningin leit þá bara alls ekki lengur út sem nein drottning, né heldur leit kóngurinn neitt svipaö út og konungur. Bæöi tvö eru oröín aö einfölduöum táknmyndum, rennd í tré, án nokkurra mannlegra drátta í yfirbragöi. Sama er aö segja um peöin sex, þau eru líka oröin aö andlitsvana smástautum; biskuparnir eru án skrúða, riddararnir horfnir af hestbaki og hrókurinn, sem uppruna- lega var bátur eöa vagn, er orðinn aö virkisturni. falleg taflborð sem safngripi í einkaeign. í meira en þúsund ár hafa lista- menn stundað þá iðju að smíða tafl- menn og skákborð úr ýmiss konar efni — helzt af öllu úr fílabeini, beini, úr viði, postulíni, málmi eða úr leir — eða þá eins og tíðkast orðið mest nú á dögum, úr plasti. Oft verða þannig til mjög listrænir gripir, sem safnarar greiða svo svimandi háar upphæðir fyrir. Þeir, sem hvað mest leggja sig eftir sögu skáklistarinnar, hafa vit- anlega líka mikinn áhuga á sjálfum taflmönnunum, á útliti þeirra og nafngiftum. Slíkir menn eru allir augu og eyru, þegar ævagamlir tafl- menn finnast við fornleifauppgröft, til dæmis í Póllandi, þvi þeir segja þá vissa sögu um feril og útbreiðslu skáklistarinnar — í áðurnefndu til- viki um Rússland — á vesturlönd- um. Allt frá 8. öld e. Kr. sjást þess gjörla merki, að gerð taflmanna endurspegli sögulegar aðstæður og gang mannkynssögunnar yfirleitt. Styrjaldir og skammvinnari hern- aðaraðgerðir virtust oft hafa haft sterk áhrif á útlit taflmanna eins og greinilega sést á fornum, fagur- lega útskornum taflmönnum, sem eru til sýnis í þjóðminjasöfnum margra Evrópulanda og víða um heim. í hinu þekkta fornminjasafni Germanisches Nationalmuseum I Núrnberg í Þýzkalandi getur að líta taflmenn í gervi austurrískra her- manna, sem fylkt hafa liði gegn tyrkneska innrásarliðinu, og annað sett taflmanna er þar í næsta skáp, þar sem hermenn Napoleons standa augliti til auglitis við Rússakeisara og herlið hans. Drottning í Bauhaus-stíl gerð úr perutré; hún er hönnuð ériö 1924 af þýzka myndhöggvaranum Josef Hartwig í MUnchen. Drottning úr galvaniseruðu jérni; meistarastykki eftir óþekktan pípulagninga- nema.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.