Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Mótettukór Hallgríms- kirkju á Bach-ári: Flytur eina mótettu Bachs á nýársdag ÁRIÐ 1985 verður þess minnst að 300 ár eru liðin frá fteðingu tón- skáldsins Johanns Sebastian Bach og munu tónlistarmenn hvarvetna taka verk hans til flutnings af því tilefni. Mótettukór Hallgrímskirkju byrjar Bach-árið á íslandi með flutn- ingi mótettunnar „Jesu meine Fre- ude“ við hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju á nýársdag. Stjórnándi kórs- ins er Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju. Mótettukórinn flutti þessa þekktu mótettu Bachs á vortón- leikum sinum sl. vor og þá með íslenskum texta. Á tónieikaferða- lagi sínu um Þýskaland á liðnu sumri var þessi mótetta sungin á þýsku og verður svo einnig nú við hátíðarmessu í Hallgrímskirkju er hefst kl. 14 á nýársdag. Prestur er sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Sem fyrr segir munu tónverk Bachs verða flutt á Bach-ári hér- lendis sem erlendis. Ráðgerir Mót- ettukórinn að leggja sitt af mörk- um og eru tónleikar í undirbúningi sem ráðgerðir eru síðar í vetur. Af öðru helgihaldi í Hallgríms- kirkju um áramótin má nefna messu kl. 18 á gamlársdag. Sr. Karl Sigurbjörnsson messar og einsöng syngur Kristinn Sig- mundsson. Ceausescu fordæmir ungverskt „sögufals“ Búkarest, 28,de»ember. AP. NICOLAE (’eusescu Rúmeníuforseti hefur gagnrýnt ungverska „sögufals- ara“ og fordæmt tilraunir „verstu afturhaldssinnaðra heimsvaldasinna og nýfasista“ til að koma af stað ólgu í röðum ungverska minnihlut- ans í héraðinu Transylvaníu í Rúm- eníu. Ceusescu sagði á sameiginlegum fundi þýzka og ungverska þjóðar- ráðsins að mál þjóðarbrotanna i Rúmeníu hefðu verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Á fundinum lýstu formenn þjóðarráðanna yfir skilyrðislaus- um stuðningi við rúmensku þjóð- ina. Þeir fordæmdu allar yfirlýs- ingar, sem lýstu „þjóðernishyggju og þjóðarrembingi" og allar hugmyndir um hefndarstefnu og sameiningu ungverska minnihlut- ans og ungversku þjóðarinnar. Ceusescu sakaði „sögufalsar- ana“ um að endurtaka „aftur- haldssömustu kenningar úr sögu- ritum borgaralegra (vestrænna) heimsvaldasinna". „Stundum ganga þeir svo langt að dásama fyrrverandi heims- veldi... Þeir harma... hvarf Habsborgarríkisins," sagði hann. Fyrir viku gagnrýndu Rúmenar ungverska timaritið „Kritika" fyrir að ýta undir „falskar, aftur- haldssamar hefndarhugmyndir". Rúmenska vikublaðið „Liter- ara“ sagði að grein „Kritika" mið- aði að því að sýna nýja óánægju Ungverja með samningana eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar Rúmenar fengu Transylvaníu af Ungverjum. Ungverskir menntamenn í Rúmeníu hafa lengi kvartað yfir opinberum ofsóknum. ÚTVARP / S JÓN VARP Dagskrá í tilefni áttræðisafmælis Þorsteins Ö. Stephensens ■I { dag verður 15 flutt í útvarp- — inu dagskrá í tilefni af áttræðisafmæli Þorsteins Ö. Stephensens 21. desember sl. Þorsteinn var starfsmaður Ríkisút- varpsins í fjóra áratugi og leiklistarstjóri frá 1946 til 1974. Hann hefur leikið meira í útvarp en nokkur annar íslenskur leikari og er almennt talinn einn fremsti útvarpsleikari sem við höfum eignast. I dagskránni verður brugð- ið upp sýnishornum af Þorsteinn Ö. Stephensen leik hans. Verða m.a. fluttir kaflar úr útvarps- leikritum Jökuls Jakobs- sonar, Dúfnaveislu Hall- dórs Laxness og Marmara Guðmundar Kambans. Jón Viðar Jónsson hefur umsjón með dagskránni. Fimmtudagskvöldið 3. janúar kl. 20.30 verður svo einnig flutt í tilefni af- mælis Þorsteins Ö. Steph- ensens leikrit Jökuls Jak- obssonar Sumarið ’37 í hljóðritun frá 1969, en þar er Þorsteinn í burðarhlut- verki. Heimildarmynd um Laurence Olivier ■■ { kvöld er á 20 dagskrá sjón- *“ varpsins fyrri hluti breskrar heimild- armyndar sem nefnist „Laurence Olivier lítur yf- ir farinn veg“. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um breska leikarann Laurence Olivi- er og ræðir hann opin- skátt um líf sitt og starfsferil við Melvyn Bragg. Þetta er í fyrsta skipti sem hann veitir svo ítarlegt viðtal í sjónvarpi. Myndatakan fór fram á níu mánaða tímabili á heimili leikarans í Sussex á Englandi. í myndinni er einnig rætt við ýmsa fræga samferðamenn hans svo sem Peggy Ashcroft, Douglas Fair- banks yngri, John Giel- gud, rithöfundinn John Osborne og eiginkonu Oliviers, leikkonuna Joan Plowright. { fyrri hluta myndar- innar er fjallað um æsku- ár Laurence Olivier og er þeim lýst af honum sjálf- um. Þessi hluti nær til ársins 1944, um það leyti sem hann vann sér til frægðar að leikstýra kvikmyndinni um Hinrik V. Síðari hluti myndarinn- ar verður á dagskrá sjón- varpsins sunnudaginn 6. janúar 1985. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. prentuð að Hólum í Hjaltadal. 1 þættinum er gerð grein fyrir útgáfu Guðbrands Þorlákssonar biskups á biblíunni og fleiri bókum ásamt síðari útgáfum Guðbrandsbibl- íu. Einnig er rætt við nokkra sérfróða menn um þau miklu trúar- og menningaráhrif sem bibl- ían hefur haft á liðnum öldum. í þættinum er brugðið upp myndum af sýningu i Bogasal Þjóð- minjasafnsins, sem Einar Gunnar Pétursson setti Þitt orð á lifandi tungu Heimildarþáttur um Guðbrand Þor- láksson biskup og verk hans ■■■■ „Þitt orð á lif- 55 andi tungu" nefnist þáttur sem sjónvarpið hefur látið gera í tilefni af því að nú eru liðin 400 ár frá því að Guðbrandsbiblia var fyrst upp, frá Hólahátíð á síð- astliðnu sumri og fylgst er með Ijósprentun Guð- brandsbiblíu. Umsjón- armenn eru þeir Karl Jeppesen og Sigurður Pálsson. I árslok ■i í árslok nefnist 00 þáttur sem ““ verður á dag- skrá rásar 2 í kvöld frá kl. 20.00 til 24.00. í þætti þessum verður m.a. rifjað upp ýmislegt sem gerðist á árinu 1984 og þá sér- staklega það sem viðkem- ur tónlist. Flutt verður yf- irlit yfir vinsældalista rásar 2 árið 1984. Auk þess verður fjallað um bestu plötur ársins og ýmsir valinkunnir menn teknir tali og spurðir álits á þessu. Einnig verður rætt við fólk af götunni um tónlist ársins 1984. Stjórnandi þáttarins er Páll Þorsteinsson, og mun hann njóta aðstoðar þeirra Snorra Skúlasonar, Skúla Helgasonar og Jónatans Garðarssonar. ÚTVARP SUNNUDAGUR 30. desember 8.00 Morgunandakt Séra Jón Einarsson flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Mantovanis leik- ur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar .Jólaóratorlan" eftir Johann Sebastian Bach (3. og 4. þáttur). Elly Ameling, Helen Watts, Peter Pears og Tom Krause syngja með Sðng- sveitinni f Lúbeck og Kamm- ersveitinni í Stuttgart; Karl Múnchinger stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. Einar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa i Kristskirkju Prestur: Séra Hjalti Þorkels- son. Organleikari: Leifur Þór- arinsson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Þorsteinn Ö. Stephensen áttræður Jón Viðar Jónsson velur og kynnir kafla úr gömlum hljóðritunum. 14.30 Frá tónleikum islensku hljómsveitarinnar i Bústaða- kirkju 19. þ.m. (Siðari hluti.) Stjórnandi: Guðmundur Em- ilsson. Söngsveitin Fllharm- onla syngur. Einleikarar: Asdls Valdimarsdóttir og Mats Rondin. Kynnir: Asgeir Sigurgestsson. 15.10 Með bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum útvarps- ins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk utanrlkisstefna lýðveldistimabilið 1944—1984. Dr. Hannes Jónsson sendiherra flytur fyrra erindi sitt. 17.00 Siödegistónleikar a. Tilbrigði um stef úr laga- flokknum „Malarastúlkunni fögru" eftir Franz Schubert. 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Emil Björnsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 7. Hjónabandserjur. Bandarlsk- ur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 17.00 Listrænt auga og höndin hög. 4. Bifast björg, gellur málmur. Kanadlskur mynda- flokkur I sjö þáttum um list- iðnað og handverk. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.00 Stundin okkar. Umsjón- armenn: Asa H. Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marels- son. Stjórn upptöku: Valdi- mar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20J15 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Aramótadagskráin. Umsjón- armaður Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.55 „Þitt orö á lifandi tungu. “ Sjónvarpið hefur látið gera James Galway og Philip Moll leika á flautu og pianó. b. Ljóðalög eftir Johannes Brahms. Edda Moser syng- ur. Christoph Eschenbach leikur á planó. c. Rondó I C-dúr op. 73 eftir Frédéric Chopin. Martin Berkofsky og David Hagan leika á tvö pianó. d. Concertante op. 87 eftir Felix Mendelssohn og Ignaz Moscheles. Martin Berkofsky og David Hagan leika með Sinfónluhljómsveit Berllnar. þennan heimildaþátt um Guðbrand Þorláksson bisk- up og verk hans I tilefni af þvl að 400 ár eru nú liðin síðan Guðbrandsbiblla var fyrst prentuð á Hólum I Hjaltadal. I þættinum er gerð grein fyrir útgáfu Guðbrands á bibliunni og fleiri bókum ásamt slðari útgáfum Guð- brandsbibllu. Rætt er við nokkra sérfræða menn um þau miklu trúar- og menn- ingaráhríf sem bibllan hefur haft á liönum öldum. Brugð- ið er upp myndum af sýn- ingu I Bogasal Þjóðminja- safnsins, sem Einar Gunnar Pétursson setti upp, frá Hólahátlð á slðastliðnu sumri og fylgst er með Ijósprentun Guðbrandsbibllu. Umsjónar- menn: Karl Jeppesen og Sigurður Pálsson. 21.30 Dýrasta djásnið. Sjöundi þáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur I fjórtán þátt- um, gerður eftir sögum Pauls Lutz Herbig stj. 18.00 A tvist og bast Jón Hjartarson rabbar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 A bökkum Laxár Jóhanna A. Steingrlmsdóttir I Arnesi segir frá. (RÚVAK) 19.50 „Undarleg er þráin" Guðmundur Ingi Kristjáns- son les eigin Ijóð. Scott frá slðustu valdaárum Breta á Indlandi. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.20 Laurence Olivier lltur yfir farinn veg — fyrri hluti. Bresk heimildamynd I tveim- ur hlutum um einn mesta leikara sem Bretland hefur aliö. I myndinni ræðir Laur- ence Olivier opinskátt um llf sitt og starfsferil við Melvyn Bragg, umsjónarmann. Þá segja ýmsir frægir samferða- menn frá kynnum slnum við Olivier, þ.á m. Peggy Ash- croft, Douglas Fairbanks yngri, John Gielgud, rithöf- undurinn John Osborne og eiginkona Oliviers, leikkonan Joan Plowright. I fyrri hluta myndarinnar lýsir Laurence Olivier æskuárum slnum og leikferli til 1944. Slöari hlut- inn er á dagskrá Sjónvarps- ins sunnudaginn 6. janúar 1985. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ungl- inga. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 Utvarpssagan: Grettis saga Oskar Halldórsson les (17). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdóttir. (RUVAK) 23.05 Djasssaga — Jún Múli Arnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 30. desember 13JO—15.00 Krydd I tilvéruna Stjórnandi: Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 15.00—16.00 Tónlistarkross- gátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spum- ingum um tónlist og tónlist- armenn og ráða krossgátu um leiö. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00—18.00 Vinsældalisti Rásar 2 20 vinsælustu lögln leikin. Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. Hlé 20.00—24.00 i árslok Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. SJÓNVARP SUNNUDAGUR 30. desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.