Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 34 atvinnulaus- ir á Patreksfirði Frystihúsið enn rafmagnslaust NÚ HAFA 34 verið skráðir at- vinnulausir á Patreksfirði. Flestir þeirra eru skipverjar á Patreki og Vestra, en skipin hafa ekki haldið til veiða vegna launa- deilu. Hitt fólkið eru lausráðnir starfsmenn við fiskvinnslu á staðnum. Úlfar B. Thoroddsen, sveitarstjóri, segir að dauft sé yfir atvinnulífinu í upphafi árs og blikur á lofti vegna slæmrar afkomu fiskvinnslunnar. Hrað- frystihúsið er enn án rafmagns vegna vanskila við Orkubú Vest- fjarða. Hjörleifur Guðmundsson, for- maður Verkalýðsfélags Patreks- íjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þungt væri fyrir hvað atvinnu varðaði. Hraðfrysti- húsið lokað og launadeilá héldi skipum tveggja annarra útgerða í landi. „Fólk með fastráðningar- samninga á rétt á launum í einn mánuð þó vinna falli niður og það hefur því ekki skráð sig atvinnu- laust. Því eru í raun mun fleiri án atvinnu en þeir, sem hafa skráð sig,“ sagði Hjörleifur. Úlfar B. Thoroddsen sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að atvinnu- ástandið í útgerð og fiskvinnslu væri anzi bágborið. Skipin hafi leg- ið bundin frá því fyrir jól og aðeins eitt þeirra, Sigurey, væri farið til veiða. Vonir stæðu til að greitt hefði verið úr vanskilum Hraðfrystihúss- ins við Orkubú Vestfjarða áður en skipið kæmi að landi og vinna gæti þá hafizt að nýju í frystihúsinu. Kjaradeilan hjá Patreki og Vestra bætti svo ekki úr skák. „Þetta lag- ast vonandi fljótlega allt saman, verði gæftir góðar og rætist úr rekstrarefíðleikum fiskvinnslunnar, réttist þetta fljótlega við,“ sagði Úlfar. Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum: Þrjú stéttarfélög bjóða í hlutabréf ÞRJÚ stéttarfélög í Vestmanna- eyjum hafa gert tilboð f 4,5% af Vinnslustöðinni hf. þar f bæ, en áður hafði hlutafélagið sjálft gert tilboð f hlutabréf þessi. Félags- menn í stéttarfélögunum munu hafa hvatt forystumenn þeirra til að gera tilboð f bréfin. Bréf þessi eru í eigu Sigurðar Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar sfðastliðinn og í tilefni af því gefur Morg- unblaðið lesendum sfnum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spurningum sem kimna að vakna varðandi staðgreiðslukerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskatt- stjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins 691100 kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spum- ingar sínar. Óskarssonar í Vestmannaeyjum. Hann staðfesti í gær að hann ætlaði að selja bréfin, sem jafngiltu 4,5% hlut í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hf. gerði fyrst tilboð í bréfin og á fýrirtækið forkaupsrétt að þeim. Síðdegis í gær barst Sigurði tilboð frá þremur stéttarfélögum í Vest- mannaeyjum, Sjómannafélaginu Jötni, Verkakvennafélaginu Snót og Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja. Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að stéttarfélögin hefðu séð sig knúin til að reyna að forðast það að örfáir menn gætu í raun ráðið hveijir fengju vinnu f Vestmannaeyjum og hveijir ekki. „Almenningur er uggandi yfir þeirri þróun sem orðið hefur og til- boð okkar er tilraun til að breyta þessu," sagði Jón. „Fyrirtækið sjálft hefur gert tilboð í þessi hlutabréf, en samkvæmt lögum mega hlutafé- lög ekki hafa nema 10% hlutafjár á eigin hendi og ég held að með kaup- um á þessum hlutabréfum fari fyrirtækið fram úr því. Við höfum auðvitað ekki bolmagn til að bjóða í þessi bréf í það óendanlega og 4,5% er lítill hlutur og verður ekki til þess að stéttarfélögin verði áhrifavaldur í stjórn fyrirtækisins. Við ætlum hins vegar að reyna þetta og þá sérstak- lega til að gæta hagmuna starfsfólks. Ef svo heldur áfram sem hingað til verður fyrirtækið hálfgert ættar- veldi," sagði Jón Kristinsson. Hann neitaði að gefa upp hvert tilboð stétt- arfélaganna væri. Náttúruverndarráð: Hefur ekki rétt til afskipta af ráðhúsi DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, kynnti á fundi borgarstjórnar í gærkvöidi álitsgerð Sigurðar Líndal, prófessors, um byggingu ráðhúss við Tjörnina. Sigurður kemst að þeirri niðurstöðu að Náttúruverndarráð hafi ekki neinn rétt til afskipta af fyrir- hugaðri ráðhúsbyggingu. í álitsgerð sinni segir Sigurður að Tjömin og svæðið umhverfis hana hafí ekki verið friðlýst með neinum þeim hætti sem í lögum um Náttúruverndarráð segir, þannig að lögin veiti því engan rétt til af- skipta. Sigurður segir einnig, að þó að Tjömin hafi verið sett á náttúruminjaskrá veiti það Nátt- úruvemdarráði engan rétt til afskipta. Hann segir enn fremur í áliti sínu, að borgarstjóm meti sjálf hvort hætta sé á að Tjömin spillist svo við ráðhúsbygginguna að skylt sé að leita álits Náttúruvemdarráðs og að borgarstjóm sé ekki skylt að hafa samráð við náttúruvemdarráð um hönnun ráðhússins. Astutt- buxum í 20 stiga hita ÍSLENSKU skátamir 115 sem dvalist hafa undanfarnar tvær vikur í Ástralíu, fögnuðu nýju ári við setningarathöfn 16. al- þjóðamóts skáta, sem haldið er í Cataract Scout Park í ná- grenni Sidney. Mótið stendur fram á laugardagskvöld, en síðan munu skátarnir dveljast í viku í viðbót hjá áströlskum fjölskyldum. „Það var einkennileg tilfinning að upplifa þessi áramót svona langt frá heimaslóðum, sitjandi á stuttbuxum í tuttugu stiga hita,“ sagði Guðmundur Pálsson, einn fararstjóra skátanna, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Opnunarat- höfn mótsins hófst klukkan 9 á gamlárskvöld og var mjög glæsi- leg í alla staði. Laust fyrir miðnætti gengu fánaberar þeirra rúmlega 90 þjóða sem hér eru fylktu liði inn á sviðið, og í kjöl- far þeirra settf ástralski landstjór- inn mótið. Setningarathöfninni lauk með sýningu og fjöldasöng 25 þúsund mótsgesta." Guðmundur sagði að íslenski hópurinn hefði vakið athygli á mótinu og væru skátamir glæsi- legir fulltrúar íslands. Veðrið væri frekar kajt á ástralskan mælikvarða, stundum skýjað og rigning, en íslensku skátamir væm fegnir að fá svalan dag inn á milli. 16. alþjóðamóti skáta verður slitið annað kvöld. Einkaaðilar á Norðurlandi: Vilja kaupa meiri- hluta í Slippstöðiimi GUNNARS Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, hefur fengið nokkra aðila norð- anlands í lið með sér til að kanna kaup á meirihluta ríkisins í Slipp- stöðinni. Hlutur rikisins nemur 54,2% af eignarhlutdeildinni, en auk ríkisins á Akureyrarbær 36,1%, KEA 6% og Eimskip 2%, auk annarra minni hluthafa. Auk Gunnars Ragnars em í hópnum nokkrir samstarfsmenn hans hjá Slippstöðinni og nokkrir viðskiptavinir Slippstöðvarinnar Trúnaðarráð Dagsbrúnar: Leitað eftir verkfalls- heimild TRÚNAÐARRÁÐ verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar samþykkti samhijóða á fundi sínum i gær- kvöldi að boða fijótlega til félags- fundar, þar sem leitað verður eftir heimild til verkfallsboðunar. Fundurinn var fjölmennur að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar formanns félagsins. Tillaga þessa efnis frá stjóm Dagsbrúnar var borin upp á fundin- um, en stjómin samþykkti einróma á fundi sínum í gær að leggja þetta til við trúnaðarráðið. í trúnaðarráði Dagsbrúnar eiga sæti 100 manns, auk 20 varamanna. Þá samþykkti miðstjóm Alþýðu- sambands Islands á fundi sfnum f gær að boða til formannaráðstefnu aðildarfélaga sambandsins. Ákvörð- un um dagsetningu ráðstefnunnar verður tekin á næsta fundi miðstjóm- arinnar. norðanlands. „Ég hef unnið við fyr- irtækið í nær tvo áratugi og hef ég sérstaklega velt þessari hug- Snjóflóð á Vattarnesi SNJÓFLÓÐ féll á veginn um Vattarnesskriður milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar milli klukkan 8 og 9 í gærkvöldi. Flóðið féll hvergi nærri manna- byggðum og tjón því ekkert, en vegurinn lokaðist. Fljótlega var byijað að ryðja veginn og búizt var við því að hann yrði fær í dag. mynd fyrir mér síðustu misserin vegna ítrekaðra yfirlýsinga ráða- manna um ásetning ríkisins um að selja hlut þess í fyrirtækjum. Þess vegna hafði ég forgöngu um að koma þessum hóp saman,“ sagði Gunnar. „Við skrifuðum fjármálaráðherra bréf f nóvember þar sem við lýstum yfir áhuga okkar á kaupum á bréf- unum og óskuðum jafnframt eftir frekari viðræðum. Við áttum fund með ráðherranum um leið og við afhentum honum bréfið. Of snemmt er að segja nokkuð um viðbrögð enn þá- Við vitum að ráðuneytið hefur haft f nógu að snúast undan- farið, enda liggur okkur ekkert á,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar. í dag BLAD B BLAD C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.