Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐÍÐ', FÖÖTUDAGUR '8. JANÚAR 1988 fi 29 Nýtt búvöruverð; Rjóminn hækkar um 25% BÚVÖRUVERÐ var reiknað upp á nýtt í gær í kjölfar álagningar söluskatts og áukningar á niður- greiðslum rikissjóðs. Útsöluverð á dilkakjöti og mjólk breytist ekki en ýmsar aðrar búvörur hækka í verði. Til dæmis hækkar ijómi um 25%, nautakjöt um 10% og ostur um 9,5%. Hámarkssmásöluverð á nauta- kjöti í heilum og hálfum skrokkum hækkar úr 346,90 kr. kílóið í 381,50, eða um 10%. Er þá búið að taka tillit til álagningar 25% söluskatts og draga frá niður- greiðslu ríkissjóðs á heildsöluverði sem nemur 38,50 kr. á kíló. Allir verðflokkar eru niðurgreiddir, líka það kjöt sem fer til vinnslu, þannig að unnar kjötvörur eiga ekki að þurfa að hækka um nema 10—12%, samkvæmt upplýsingum Verðlags- stofnunar. Blönduós: Stóra „tívolíbomb- an“ finnst ekki Blönduósi. ENN hefur sex tommu tívolíbom- ban sem stolið var úr húsakynn- um hjálparsveitar skáta á Blönduósi ekki komið i leitirnar. Enn fremur hurfu níu sýningar- flugeldar og 400 skota sýningar- sprengja, sem er hálfur metri á kant. Að sögn Jakobs Jónssonar, form- anns hjálparsveita skáta, getur stuldurinn hafa átt sér stað frá 1. til 6. janúar og eru engin merki um innbrot. Jakob sagði að gengið hefði verið frá öllum flugeldum sem ekki seldust á gamlársdag í læstum skáp, en þar sem fyrirhugað var Verslunin H. Biering hætt — tvær nýjar verslanir opnaðar að Laugavegi 6 BÚSÁHALDAVERSLUNIN h. Biering, sem starfrækt hefur verið að Laugavegi 6 sl. 63 ár, skipti um eigendur um áramótin og er nú rekin af Austurbakka hf undir nafninu Búsáhaldaversl- unin. íþróttavöruverslun mun einnig taka til starfa í hluta hús- næðisins á næstunni. Henrik P. Biering rak verslunina síðustu 27 árin, en hún var stofnuð árið 1925 af föður hans, Henrik Biering. „Við munum halda áfram með þær vörur sem H. Biering verslaði með, en jafnframt auka vöruúrval sem höfðar til yngra fólks." sagði Garðar Einarsson, verslunarstjóri nýju búsáhaldaversl- unarinnar. I neðri hluta húsnæðis- ins mun íþróttaverslunin Frísport verða starfrækt, og er stefnt að því að opna hana í dag, laugardag. Mýrdalur: Ófærð í Mýrdal Litla Hvammi. JAFNFALLINN snjór í skóvarp setti niður hér í Mýrdal á mið- vikudag. Síðan fór að kalda hér á fimmtudagsmorgun með nok- kurri ofankomu og spilltist færð. Vegurinn í gegnum Mýrdal varð af þessum sökum ófær mestan hluta dagsins. Vegna slæms skyggnis og einnig vegna þess að fokið hafði saman í fannstæður komust fólksbflar ekki leiðar sinnar. Veður gekk mikið niður undir kvöldið og vegir taldir færir jeppum og tveggja drifa bflum, en ekki verður vegurinn ruddur fyrr en í dag, þar sem ennþá skóf nokkuð í gærkvöldi. Sigþór að halda flugeldasýningu á gaml- árskvöld hefðu sýningarflugeldar ekki verið læstir niðri. Flugeldasýn- ingunni á gamlárskvöld var hins vegar frestað vegna veðurs. Dagana 2. og 3. janúar stóð yfir umfangsmikil leit að týndum manni, Inga Jóhanni Hafsteinssyni, og var þá mikil umferð um hús- næði hjálparsveitarinnar. En þegar til sýningarflugeldanna átti síðan að taka á þrettándanum voru þeir horfnir. Jakob Jónsson gat þess, að sex tommu tívolíbomban væri stórhættuleg í höndum þeirra sem ekki kynnu með að fara. Hólki þeim, sem tívolíbombunni er skotið úr, var ekki stolið, og eykur það líkumar á því að þessi sprengja sé stór- hættuleg í meðförum. Jabob Jónsson sagði, að eitt óhapp hefði átt ser stað er 1 tommu bombu var skotið á loft á gamlárskvöld. Sprengjan lenti í höfði manns, en gleraugun björguðu honum frá stór- slysi. Jafnframt vissi Jakob tvö dæmi þess að hólkar utan um 1 tommu tívolísprengjumar hefðu sprungið í tætlur. Jakob Jónsson vildi koma á framfæri við þá sem hefðu þessa flugelda undir höndum að skila þeim og yrðu þá engir eftir- málar. T, „. Jon Sig. Verð á nýmjólk er óbreytt og til þess að halda því eru auknar niður- greiðslur á hvern lítra úr 5,83 kr. í 14,54 kr. Rjómapelinn hækkar úr 74,50 í 93,10 kr., eða sem svarar söluskattinum, en niðurgreiðslur eru ekki auknar. Ostur, 45%, hækk- ar úr 402,10 í 440,20 kr. kílóið, eða um 9,5%. Þar hafa niðurgreiðslur verið auknar úr 11,10 kr. í 58,42 kr. Verð á smjöri breytist ekki, en niðurgreiðslur hafa þá verið auknar úr 333,67 í 390,73 kr. á kíló. Útsöluverð á dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum breytist ekki, þar sem niðurgreiðslur á hvert kíló 1. flokks hækka úr 52,27 í 111,76 kr. á kíló, svo dæmi sé tekið. Niður- greiðslan nær einnig til kjöts sem fer til vinnslu þannig að unnar kjöt- vömr eiga ekki að þurfa að hækka um nema 10—15%. Verðlagsstofnun reiknar með að útsöluverð svínakjöts hækki um 6,5%, þar sem á móti hækkun sölu- skatts kemur endurgreiðsla kjarn- fóðurgjalds, 41 kr. á kíló, sem nemur 15% af framleiðendaverði. Samplast skemmd- ist í eldi Húsavík ELDUR kom upp í verksmiðjunni Samplast við Garðarsbraut á Húsavík aðfaranótt fimmtudags. Nokkrar skemmdir urðu, en greið- lega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Upptök hans eru ókunn. Vegfarandi varð var við reyk frá verksmiðjunni, sem er í gömlum bragga, um tvöleytið um nóttina. Þegar lögreglan kom á staðinn reynd- ist eldur loga í öðrum enda braggans og tókst lögreglunni að slökkva hann að mestu með handslökkvitækjum, áður en slökkviliðið kom á vettvang. Efni til plastgerðar skemmdust og steypt bátskel, sem var þar inni. Sam- plast framleiðir plastbáta og ker fyrir fiskeldisstöðvar. Fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólasveinar veifuðu börnunum áður en þeir héldu til fjalla að loknu jólaamstri á Suðurlandi. Selfoss: Fjölmenni í blysför við þrettándabrennu og á flugeldasýningu Selfossi. SELFOSSBÚAR og nágrannar fjölmenntu í blysför og á þrett- ándabrennu á íþróttavellinum, þar sem einnig var mikil flug- eldasýning. Unglingadansleikir voru haldnir í nýrri félagsmið- stöð og á Hótel Selfossi. Þrett- ándakvöldið leið án stórvægi- legra óhappa. Blysför jólasveina og annarra úr dulheimum eftir Austurvegin- um frá Tryggvatorgi á íþróttavöll- inn er árlegur viðburður og fjölskylduskemmtun. Greinilegt er að fólk nýtur þess að koma saman og brenna út jólin. Mikið íjöl- menni var á íþróttavellinum við brennuna þó svo nokkuð kalt væri í veðri. I hópnum var mikið um fjölskyldur úr nágranna- byggðum, enda börnin spennt að sjá jólasveinana hverfa úr manna- byggð. Unglingamir dönsuðu út jólin á Hótel Selfossi þar sem dansinn dunaði fram yfir miðnætti. Einnig var dansað af krafti í nýrri félag- smiðstöð. Greinilegt var að ungl- ingamir nutu þess að skemmta sér og dansa þetta kvöld. Mikil umferð var á götum bæj- arins um kvöldið og fram á nótt. Nokkrar rúður voru brotnar og eitthvað um tilfæringar í óspekta- átt sem lítið varð úr. Slökkviliðið var kvatt að ónotuðu sumarhúsi, utan ár, sem kveikt hafði verið í. Eldur var lítill og auðveldur viður- eignar. Bæjarstjóri hefur lagt á það áherslu við lögreglu að þeir sem unnu skemmdaverk verði látnir sæta ábyrgð. Að hans sögn er vitað að í hlut eiga menn, komnir eru af unglingaskeiði. Tilkynningar bámst um það til beggja sjónvarpsstöðvanna að til óláta kæmi á Selfossi. Frammá- menn á Selfossi telja að þeir sem fyrir tilkynningunum stóðu hafi á vissan hátt náð fram tilgangi sínum, því fréttamenn frá Stöð 2 voru á ferð um götur bæjarins um nóttina. — Sig. Jóns. Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Fossvogsbraut eina viðunandi lausnin á umferðarvandanum Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi borgar- ráðs, vegna Aðalskipulags Reykjavíkur 1984 - 2004. Þar er meðal annars fjallað um væntanlega Fossvogsbraut en 387 íbúar í Kópavogi, ásamt bæjarstjórn Kópavogs hafa lagt fram mótmæli vegna lagningu Fossvogsbrautar. í bókuninni er vitnað til fyrri samninga bæjarfélaganna um nýtingu Fossvogs og bent á að ólíklegt sé að aðrar viðunandi lausnir fáist á umferðarvanda höfuð- borgarsvæðisins en þær sem miðast við byggingu Fossvogs- brautar. í bókun borgarráðsfulltrúanna er vitnað til umsagnar sem sam- þykkt var á fundi skipulagsnefnd- ar 9. desember en þar kemur meðal annars fram að í staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir 1962 til 1983 sé gert ráð fyrir legu stofnbrautar um Fossvogs- dal. í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 1984 til 2004 er enn gert ráð fyrir stofnbraut um Foss- vogsdal en legu brautarinnar hefur þó verið breytt lítillega í samræmi við samnrng milli Reykjavíkurborgar og Kópavogs- kaupstaðar frá 9. október 1973. „Skv. 5. gr. nefnds samnings var ákvörðun um breytingu á mörkum kaupstaðanna skotið á frest, en tekið fram í 6. gr. að leiði endurskoðun á umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í ljós, að nauðsynlegt reynist að ráðast í gerð Fossvogsbrautar, þ.e. að í ljós komi, að ekki finnist aðrar viðunandi lausnir á umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins að dómi beggja aðila, skuli suðurbrún Fossvogsbrautar verða mörk kaupstaðanna. Jafnframt að Kópavogskaupstaður láti Reykjavík í té kvaðalaust og án endurgjalds land það, er hann á í Fossvogsdal og lendir innan marka Reykjavíkur (22.2 ha), en með nefndum samningi lét borg- arsjóður Kópavogskaupstað í té án endurgjalds um 33 ha lands, þar sem nú er iðnaðarsvæði við Skemmuveg. í fyrirliggjandi aðalskipulags- tillögu er mörkum Reykjavíkur og Kópavogs ekki breytt, en lega brautarinnar er nú sýnd í sam- ræmi við áðurnefndan samning, sem bæjarstjóm Kópavogskaup- staðar er jafn bundin af og borgarstjóm Reykjavíkur. í sam- ræmi við þann samning mun Reykjavíkurborg krefjast breyt- inga á mörkunum, þegar gerð brautarinnar er endanlega ákveð- in.“ í greinargerð með skipulagstil- lögunni, sem fylgir umsögninni, segir að Fossvogsbraut verði með mislægum gatnamótum og því verði engar tafir eða hætta á árekstmm við gatnamót. Brautin muni draga verulega úr umferð á Nýbýlavegi og á Bústaðavegi og með tilkomu hennar mun um- ferðarkerfi Kópavogs ótvírætt batna, ekki síður en Reykjavíkur. „Með því að hafa Fossvogs- braut að hluta til niðurgrafna og umlukta tijám og hljóðmön mun truflun vegna umferðar þarna verða lítil. Minnsta fjarlægð milli húsa þvert yfir Fossvogsdal er u.þ.b. 180 m á móts við götuna Eyrarland í Reykjavík. Til saman- burðar má nefna, að fjarlægð milli húsa þvert yfír Bústaðaveg er 83 m við Efstaland og þvert yfir Miklubraut milli blokka við Safamýri og Hvassaleyti eru 111.5 m. Enginn vandi er því að koma gönguleiðum og gróðrar- beltum fyrir meðfram Fossvogs- braut á þrengstu stöðunum, en á milli þeirra má koma fyrir útivist- arsvæðum." í tillögu að Aðalskipulagi Kópa- vogs er gert ráð fyrir útivistar- svæði í Fossvogsdal. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjar- stjóra, fékkst tillagan ekki stað- fest hjá skipulagsstjórn ríkisins sem óskuðu eftir fresti til að stað- festa skipulag Fossyogsins innan marka Kópavogs. I bréfi skipu- lagsstjómar til bæjarstjómar Kópavogs kemur fram að skipu- lagsstjórnin hyggst einnig fresta ákvörðun um tillögu Reykjavíkur- borgar á nýtingu dalsins og þar sem vænst sé frekari hugmynda um nýtingu dalsins. Skipuð hefur verið nefnd full- trúa bæjarfélaganna, sem fjalla á um nýtingu Fossvogsdalsins og hefur fyrsti fundur nefndarinnar verið boðaður í lok janúar. Fulltrú- ar Reykjavíkurborgar eru þeir Jón G. Tómasson borgarlögmaður, Þórður Þ. Þorbjarnarsoii borgar- verkfræðingur og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulags- nefndar. Fyrir Kópavogsbæ eru þeir Kristján Guðmundsson bæj- arstjóri og bæjarfulltrúamir Valþór Hlöðversson og Bragi Mikaelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.