Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 13 -i%'—I-----------—1J--------------------------1-----------i-----------—• Hlutdeild landssvæðanna í mannfjölda 1987, 20% á milli strika Breidd súlnanna sýnir hlutdeild hvers landsvæðis í mannfjöldanum 1. desember 1987, t.d. sést að í Reykjavík búa tæplega 40% landsmanna og að utan höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja búa um 40%. Hæð súlnanna sýnir hlutfallslega fólksfjölgun frá 1. desember 1986 til 1. desember 1987. Flatarmál hverrar súiu svarar til tölu einstaklinga sem fjölgaði um eða fækkaði á árinu. og í Stykkishólmi í þrjú. Á mörgum stöðum á Vestfjörðum er það venju- legt að mannfjöldinn sveiflist upp og niður frá ári til árs. Árið 1987 fjölg- aði fólki um 4,0% á Tálknafirði, um 1,2% á Patreksfirði og um 0,9% í ísafirði, en fækkaði um 4,4% á Þing- eyrarhreppi, um 3,0% í Bolungarvík. Veruleg fólksfækkun varð enn í Norður-ísafjarðarsýslu, um 4,3%. Þar hefur fækkað um 17% síðan 1982. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 3,1% á Blönduósi, en hafði fækk- að meira árið áður. Einnig varð nokkur fjölgun á Sauðárkróki, um 1,1%. Á Siglufírði fækkaði um 1,2% og á Hvammstanga um 1,9%. í stijál- býli Vestur-Húnavatnssýslu varð 5,3% fólksfækkun. Á Norðurlandi eystra fjölgaði mest á Dalvík, um 4,0%, og á Ólafsfírði, um 2,9%. Á Húsavík fjölgaði um 1,4% og á Akur- eyri um 0,5%. Þar eru íbúar innan við 100 fleiri 1987 en 1982. í Norð- ur-Þingeyjarsýslu fækkaði um 3,2%, og hefur nú fólki í Þingeyjarsýslum og á Húsavík fækkað um rúmlega 300 á síðustu þremur árum. Á Aust- urlandi fækkaði fólki í'fyrsta sinn síðan 1968. Mest varð fjölgun á Seyðisfírði, 2,2%, á Reyðarfírði, 1,7%, og á Egilsstöðum, 1,1%. Fækk- un um 2,1% varð í Neskaupstað og 6,0% á Djúpavogi. Á Suðurlandi fjölgaði fólki mest í Hveragerði, um 3,1%, og í Ölfushreppi (þar er Þor- lákshöfn) um 2,7%. I Vestmannaeyj- um fækkaði um 1,9% og á Selfossi um 0,3%. Bæði í Hvolhreppi og Rang- árvallahreppi (þar eru Hvolsvöllur og Hella) fækkaði fólki talsvert, um tæplega 5%, og í Rangárvallasýslu allri fækkaði um 2,3%. Til skýringar skal tekið fram, að fólksfjölgunartölumar eru reiknaðar eftir endanlegum mannfjöldatölum 1986 og bráðabirgðatölum 1987, að viðbættum 0,13%, en það er sú hækkun sem er talin eiga eftir að koma fram í endanlegum mann- fjöldatölum 1. desember 1987, sem munu verða birtar í júníblaði Hagtí- ðinda 1988. Ekki er getið breytinga á mannfjölda í sveitarfélögum með færri en 400 íbúa, en stórar hlut- fallstölur í þeim geta byggst á smáum breytingatölum. Loks má nefna að höfuðborgar- svæðið er hér talið ná yfír Reykjavík, Kópavog, Seltjarnames, Bessastaða- hrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Mosfellshrepp, Kjalameshrepp og Kjósarhrepp. Risavaxnir koma á þitt númer fara undraverðír hiutir að gerastS Happdrætti Háskólaris hefur hæsta vinnings- hlutfal! í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnirskatti! Vinningarnir 1988: 9 á 5.000.000 kr / 108 á 1.000.000 kr./ 108 á 500.000 kr/ 324 á 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr/ 10.071 á 15.000 kr./ 122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar á 25.000 kr./Samlals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.