Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 / Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vinsemd meÖ gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu. Alan Boucher. Svipmyndir úr borginni/ ÓLAFUR ORMSSON Morgunstund í Kringlunni Nk. laugardag, 9. janúar, ættir þú aö gera þér glaöan dag og mæta á árshátíð Vélstjórafélags íslands °g Kvenfélagsins Keðjunnar. Við byrjum á hanastéli í Risinu á Hverfisgötu og höld- um síðan áfram fjörinu í Glæsibæ. Miðaverð kr. 3.200,- Upplýsingar í síma 29933. Skemmtinefnd. Förðunar námskeið Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunareru kennd á eins kvölds námskeiðum. Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulegatilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660 eftir kl. 10:00. Kristín Stefánsdóttir Snyrti- og förðunarfræðingur Laugavegi 27 • Sími 19660 Kennari: Þá hafa Reykvíkingar og aðrir landsmenn kvatt gamla árið og fagnað því nýja með stórkostlegri flugeldasýningu og svo sem ástæða til að kveðja það gamla á viðeig- andi hátt eins gott og það var, einmuna tíð, almenn velmegun, miklir peningar í umferð, nóg at- vinna og athafnasemi landsmanna meiri en dæmi eru til áður. Athafna- semin birtist meðal annars í því að hópur unglinga efndi til skrílsláta á annan í jólum, fór hamförum um götur borgarinnar, braut rúður í verslunargluggum og í opinberum byggingum. Og nýtt ár hafið og aldrei að vita hvemig það leggst í unglingana á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki lengur þola velmegunina. Það þarf nefnilega sterk bein til að þola góða daga. Með nýju ári kemur loks vetur- inn. Þriðjudaginn 5. janúar var 13 stiga. frost í Reykjavík. Af því til- efni flautaði hér árla morguns við heimili mitt á Njálsgötunni góður kunningi. Hann var kominn á bíl sínum, amerískum fólksbíl af nýj- ustu gerð. Hann var á leið til tannlæknis og var í leyfi frá vinnu fram yfír hádegi. Hann er einn af þessu óbreyttu alþýðumönnum sem hefur lengi langað til að starfa á eigin vegum en hingað til skort kjark eða þor til að takast á við viðfangsefnið. Er Reykvíkingur þó hann hafi raunar aldrei fest hér rætur. Sveitin hefur löngum heillað hann og hann á þann draum að gerast bóndi, enda enn á besta aldri rétt rúmlega fímmtugur. — Ég var búinn að heita því að stíga aldrei fæti inn í Kringluna. Mér hefur fundist þessi bygging vera bruðl með peninga, sagði hann þegar ég var kominn út í bílinn til hans. — Þeir voru nú að kjósa hann Pálma í Hagkaup mann ársins. Kannski að við lítum á dýrðina og fáum okkur kaffisopa í kuldahroll- inum, sagði hann og ók inn Snorra- brautina, áleiðis að Miklubrautinni. Við ákváðum að heimsækja versl- unarmiðstöðina og fá okkur kaffi. Þegar hann lagði bifreiðinni á bílastæði við Kringluna sagði hann allt í einu. — Mikið eru nú tímarnir breytt- ir, nafni. Hérna tók maður upp gullaugað í gamla daga. Hér var ég með kálgarð. Þessi líka upp- skera, og rófurnar, nafni, og svo át maður hundasúrumar og hér var maður kominn upp í sveit fannst manni. Hann var í þykkri dökkblárri kuldaúlpu og ég í Geíjunarúlpu og báðir með trefíl um hálsinn enda kuldinn bitur. — Það er kominn vetur, nafni, sagði hann þegar við gengum inn fyrir. Strax í anddyrinu voru við þeirrar skoðunar að við værum eig- inlega komnir til suðrænna landa. Blóm upp um alla veggi og ekkert sem minnti á kuldann úti. A fyrstu hæð svo til beint á móti herrafata- verslun Sævars Karls Ólafssonar varð á vegi okkar lítil vatnstjörn þar sem glitti í silfraða mynt á botninum, krónupeninga í tugatali. Þá varð nafna að orði: — Hér myndi ég frekar synda en að fleygja því litla sem ég á af vasapeningum. Við skoðuðum verslanir á fyrstu hæð. Komum að áfengisútsölunni. — Hér versla ég ekki, nafni, sagði kunningi minn. — Ertu þá alveg hættur öllu svalli? spurði ég undrandi. — Hvernig spyrðu. Auðvitað. Búinn með kvótann. Komdu. Við skulum frekar fá okkur kaffísopa hér uppi í Myllunni, sagði hann og kvað þar vera konu í afgreiðslu sem hann vissi deili á. Við vorum komnir upp á aðra hæð eiginlega áður en við vissum af. Nýtískulegur stigi fyrir miðju húsinu sá um að flýta för okkar um þessa glæsilegu byggingu. Við vorum allt í einu staddir fyrir fram- an Skífuna og heyrðum að Bjartmar Guðlaugsson var að syngja lag um ’68 kynslóðina. Við litum í glugga skóverslunar. Nafni sagðist aldrei áður hafa séð svona glæsilega skó eins og þar var útstillt. - Og verðið, nafni. Sambærilegt við það sem er í London og París og gæðin örugglega betri sýnist mér. Við héldum áfram för okkar, komum að verslun sem verslar með ýmiskonar kristal og borðskreyting- ar. — Hér virðist vera ódýrt að versla, nafni. Sérðu það er enginn í búðinni. Það er þó ekki sjálfsaf- greiðsla hér? spurði nafni. — Nei, nei. Fólkið er fyrir innan í kaffi. Þú þarft ekki annað en að ganga inn fyrir þá gerir einhver vart við sig. — Satt segirðu nafni. Myllan er til húsa gegnt Hard Rock Café. Þar er allt ákaflega snyrtilegt. Verslað með bakkelsi, brauð og kökur við anddyri þar sem gengið er út úr verslunarmiðstöð- inni. Þar var ekki enn búið að taka niður jólaskrautið. Það er gengið upp nokkrar tröppur, þar til komið er í kaffístofu Myllunnar. Þar var setið nokkum veginn við hvert borð og klukkan um tíu árdegis. Þjón- ustustúlkan gekk að borðinu þar sem við nafni settumst. Hún þekkti greinilega nafna: — Þú hér? Ertu ekki að vinna? spurði hún. — Jú, meira eða minna alla daga, virka daga sem helgidaga. Hef haft svo mikið að gera að ég hef ekki haft tækifæri til að skoða þetta myndarlega hús. Nú er ég sem sagt kominn og nafni með mér. Við ætlum að fá kaffi og hafðu það sterkt í tilefni af frosthörkunni. Þjónustustúlkan kom með innflutt kaffí frá Brasilíu og við borðuðum rúnstykki með osti og skinku. Það var þama unglingaskari innan dyra. Líklega frímínútur í Verslunarskól- anum sem er ekki langt frá. Við nafni vorum sammála því að betra kaffí hefðum við varla áður fengið. Að lokinni heimsókninni í Mylluna röltum við um Kringluna um stund. Nafni var bara nokkuð sáttur við Zia Mahmood og Alan Sontag — Fastagestir á Bridshátíð. Brids Arnór Ragnarsson Bridsnámskeið í Hafnarfirði Bridsfélag Hafnarfjarðar mun halda áfram þar sem frá var horfið fyrir áramót með bridsnámskeiðin. Verða þau haldin á þriðjudags- kvöldum ef næg þátttaka fæst. Innritun er hjá Ólafi Gíslasyni í síma 51912 eða Kristófer Magnús- syni í síma 51983. Þátttökugjöldum er mjög í hóf stillt, en fer þó eftir fjölda. Nýir nemar em velkomnir. Frá Bridssambandi > Islands Bridssambandið minnir á að fyrri gjalddagi árgjalda 1988 er 15. jan- úar nk. Þá eru gerð upp félagsgjöld fyrir spilamennsku félaganna frá hausti til áramóta. Viðmiðunargjald er óbreytt frá fyrra ári, kr. 25 pr. spilara pr. spilakvöld. Greiðslu má kom til BSÍ í póst- hólf 272 — 121 Reykjavík (póst- ávísun) og skal fylgja henni skýringar frá félaginu, á þar til gerðu eyðublaði sem formenn félag- anna eiga að hafa undir höndum. Á eyðublaðinu koma fram upplýs- ingar um dagsetningar, tegund keppni fjöldi keppenda og samtala þeirra og niðurstaða. Meistarastigaskrá BSÍ fyrir tímabilið 1. mars 1976 til 1. janúar 1988, er í vinnslu. Henni verður dreift til allra félaga innan BSÍ um leið og prentun lýkur. Allmörg félög innan BSÍ hafa ekki sent inn stig til skráningar (bronsstig) en önnur áunnin stig (silfurstig og gullstig) eru skráð beint af BSÍ eða móts- höldurum í héraði. Viðurkenningar (meistarastiganálar) fyrir áunninn árangur (hækkun þrepa í stigum) verða sendar út um leið, til for- manna félaganna. Spilarar sem öðlast slíkar viðurkenningar eru beðnir um að snúa sér til formanns þess félags þar sem stigin eru skráð. Bridsfélag Akureyrar Að loknum 9 umferðum af 13 í Akureyrarmótinu í sveitakeppni, er staða efstu sveita: Sveit Hellusteypunnar 173 Kristján Guðjónsson 169 Grettir Frímannsson 165 Stefán Vilhjálmsson 162 ZariohHamadi 141 Gylfí Pálsson 132 Gunnlaugur Guðmundsson 162 Sveit Sporthússins 132 Sveinbjörn Jónsson , 131 Nú standa yfir leikir í 2. umferð Bikarkeppni Norðurlands. Umferð- inni á að vera lokið fyrir endaðan janúar. 24 sveitir tóku þátt í keppn- inni í upphafí, en spilað er eftir útsláttarfyrirkomulagi. Opna Stórmótið á vegum Brids- félags Akureyrar (tvímenningur) verður helgina 19.—20. mars nk. Má búast við mikilli þátttöku í mótið og er keppendum sem koma að, bent á að verða sér úti um gist- ingu í tíma. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Bridsfélag Reyðar- fjarðar/Eskifjarðar Sl. þriðjudag var upphitunartví- menningur á nýju ári (eins kvölds).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.