Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 27 hafa irum fjórðung úr 38,4% að meðaltali á ári (1963 - 1968) í 47,1% (1979 - 1983). Meginástæða: stóraukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði. Meðalaukning vinnuaflsins í heild nemur 2.7% á ári. Fjölgun opin- berra starfsmanna var hinsvegar 5,7% að meðatali á ári. Vöxtur opinberra umsvifa var þó minni hér á landi en meðalvöxtur þeirra í OECD-ríkjum á sama tíma - og töluvert minni en annars stað- ar á Norðurlöndum. Ástæðan er margþætt. Meðal annars að hér eru hlutfallslega færri á eftirlaunum og að atvinnuleysisbætur eru víða stór hluti opinberra útgjalda. Rannveig Bragadóttir á fimm metra háum kletti og syngja þar. En það gekk. Mér leið eins og alvöru valkyiju og er mjög ánægð að fyrsta alvöru hlutverkið mitt í óperunni var í þessu stykki." Valkyijurnar verða sýndar tvisvar í vor en Rannveig veit ekki enn hvort hún fær hlutverkið aft- ur. Hún æfir nú eitt af minni hlutverkum í nútímaóperunni Jak- ob Lenz eftir Wofgang Rihm með stúdíói operunnar. Það rekur til- raunaleikhús í Kunstlerhaus og mun frumsýna verkið þar með þremur söngvurum úr Vínarópe- runni í aðalhlutverkum 30. janúar nk. u jól í 47 ár Enginn snjór var í bæjunum og einungis helmingur af skíðalyftun- um voru opnar í Kizbúhl, Badga- stein og Mayerhofen. Á þessum stöðum snjóaði ekkert um jólin og áramótin. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Harðýðgi hers og stjórnar hlýtur að verða blettur á Israel um langa hríð „Fjölmennur hópur þjóðarinnar lætur til skarar skríða og það bendir allt til að hann sé að gera tilraun til uppreisnar. Slíkt hefur alltaf sundrað ísraelsku þjóðfélagi, en hryðjuverkasstarfs- semi hefur sameinað það.“Þetta er haft eftir Yehoshua Porat, sagnfræðingi við Hebreska háskólann í Jerúsalem. Og víst er að margir taka undir með Porat, og ekki er ofmæit að harka ísraelsku herstjórnarinnar gagnvart Palestínumönnum, svo og yfirlýsingar forsætisráðherrans, hafa vakið reiði og beinlínis blygðun með mörgum ísraelum. Þó að það líti út fyrir það í augnablikinu, að mesta aldan sé riðin yfir, er bersýnilegt lítið, sem má út af bera. Atökin og lætin hafa ekki ein- skorðast við herteknu svæðin, heldur hefur slegið í brýnu á landssvæðum, sem teljast innan ísraels.til dæmis þar sem ísraelskir arabar hafa búið frá stofnun ísraelsríkis, í Nazareth, Jaffa og víðar. Palestínumenn þar og í ýmsum öðrum arababæjum ákváðu að verða við áskorun ýmissa leiðtoga Palestínumanna, á herteknu svæðunum og utan þeirra, og gera verkfall í einn dag til að sýna samstöðu með Pa- lestínumönnum. Þátttaka í verk- föllunum var alger og virtist það koma flatt upp á ísraelsku stjórn- ina. Palestínumenn innan ísraels hafa sig yfirleitt ekki mikið í frammi og blanda sér lítið í deilur ísraela og íbúa herteknu svæð- anna. Að sönnu eru ekki umtals- verð samskipti milli ísraelskra araba og ísraelskra gyðinga, en að mestu kyrrt. Hagur ísraelsku arabanna er yfírleitt ágætur og þeir hafa ekki kært sig um að taka afstöðu með Palestínumönn- unum á herteknu svæðunum, nema mjög í hófi. En það var raunar ekki nóg með það að ísraelsku arabamir legðu niður vinnu í einn dag, það kom til slagsmála við lögreglu og hermenn, sem reyndu að neyða þá til að opna verzlanir og veit- ingahús. Einkum var atgangurinn harðvítugur í Nazareth. Það má velta fyrir sér, hvernig á því stendur, að ísraelska stjórn- in skuli hafa brugðið jafn óþyrmi- lega við til að bæla niður ókyrrðina nú. Það er ekki ný bóla, að til átaka komi á herteknu svæðunum og sérstaklega er Gazasvæðið erfíður staður. Þar búa á litlu svæði við bág kjör um 830 þúsund manns og mannfjölg- un er þar mikil. Gaza er að verða þéttbýlasti staður á jörðinni. Svo virðist sem hagur fólks þar hafi batnað á fyrstu tíu árunum eftir að ísrael tók svæðið. Síðasta ára- tug hefur orðið stöðnun í Gaza á nánast öllum sviðum og nú er svo komið, að þar er atvinnuleysi landlægt, fátækt hrikaleg og jarð- vegur fyrir öfgahópa gegn Israel einkar fijósamur og er varla nema skiljanlegt. Margir ísraelar kalla Gaza „tímasprengju." Sumir fréttaskýrendur benda á að ísraelska herstjómin hafí talið að um „venjulegar óeirðir" væri að ræða og þótt nokkrir væru skotnir fyrstu daga óeirð- anna er það ekki alveg ný bóla. En þetta vakti langtum meiri illsku en nokkm sinni og áður en við var litið var allt komið í bál og brand. Augljóst var að her- stjómin var í vafa um, hvemig ætti að taka á málunum. Reynt var um hríð að skipa hermönnum að sýna stillingu, en síðan er það í rauninni ríkisstjómin, sem kvað upp úr með það að vægðarlaust Teddy Kollek, borgarstjóri skuli öll mótspyrna brotin á bak aftur því að hér væru á ferðinni aðgerðir, sem skipulagðar hafi verið utan ísraels. Þó bendir fátt til þess. Sú djúp- stæða gremja í garð ísraelska hemámsliðsins meðal ungs fólks, vegna þeirrar niðurlægingar sem það sætir í landinu, hefur lengi brunnið á mörgum og þarf ekki að kóma neinum á óvart þótt upp úr sjóði. Hitt er svo annað mál, að sjá má eftir á að það hefði verið ólíkt vænlegra til árangurs, ef ísraelska stjórnin hefði strax sýnt vilja til að leysa málið með því að bjóða ráðamönnum á ófrið- arstöðunum til viðræðna. En Yitzak Shamir forsætisráðherra, er þekktari að öðm en sveigjan- leika gagnvart Palestínumönnum og þótt Shimon Peres, utanríkis- ráðherra, hafi viljað að leitað yrði sátta, varð hann á endanum að beygja sig undir vald Shamirs og fleiri harðlínumanna. Shamir veit þó að hann getur ekki látið gagnrýni annanarra þjóða, sérstaklega Bandaríkja- stjómar, sem vind um eyru þjóta. Hversu kokhraustur sem hann virðist vera. ísrael hefur engin efni á að glata meira af góðvilja og síðustu daga hefur Shamir reynt að réttlæta gerðir stjómar- innar í orðsendingum, sem bornar hafa verið Bandaríkjastjórn. Þar hefur verið endurtekið, að ísrael eigi líf sitt að veija, umlukið fjand- samlegum arabaþjóðum, sem vilji uppræta það. Þeir erlendum blaðamenn, sem hafa gagnrýnt harðýðgi og ósveigjanleika ísra- elsstjómar em margir snarlega afgreiddir með því að þeir séu and-semitistar, sem_ séu á mála hjá fjandmönnum ísraels. Þessi „röksemd “ er því miður ekki ný af nálinni og það verður líka að viðurkenna, að stundum eiga þessar fullyrðingar rétt á sér. En em mjög oft fullkomin staðleysa. „Sannast að segja er það að verða bragðlaus tugga að hrópa hástöfum að menn séu gyðinga- hatarar, ef þeir fella sig ekki við allar gerðir okkar “, sagði nýlega í Jemsalem Post. „Við getum ekki Aríel Sharon kveikir á Hanukka kertí í veizlunni í nýju ibúðinni í arabahverfi gömlu Jerúsalem. Shamir forsætísráðherra fyrir miðju Arabiskir námsmenn í austur Jerúsalem og tveir vopnaðir ísra- elskir hermenn gengið með þessar meinlokur lengur. Við höfum sýnt fram á að við eigum tilvemrétt á þessu svæði og meira að segja forystu- menn PLO vita að það er óhugs- andi að eyða fsrael." Mönnum ber ekki saman um, hversu mikil áhrif það hafði á framrás atburða þegar Ariel Shar- on, iðnaðarráðherra, tilkynnti að hann hygðist flytja inn í arabiska hverfið í gömlu Jerúsalem. Þetta var rétt eftir að svifdrekamaður komst yfír landamærin frá Líban- on og myrti ísraelska hermenn. Mikil reiði varð meðal ísraela en Palestínumenn töldu þetta margir hinar mestu hetjudáð. Þegar Sharon kunngerði svo á þessum viðkvæmu dögum, að hann ætlaði að flytja inn í araba- hverfið, þótti mörgum það bera vott um óheyrilega ósvífni. Enda var ráðherrann ekki beinlínis í húsnæðishraki, hann á stórt bú í Negeveyðimörkinni, auk þess sem hann hefur sérstaka ráðherraíbúð í vestur Jerúsalem. Teddy Kollek borgarstjóra varð ekki ósvipað við og Njáli forðum, hann lét segja sér þrim sinnum, áður en hann trúði. Og þegar Sharon efndi síðan til „opnunar- veizlu" undir öflugri hervemd, sat Kollek heima og sagðist ekki þiggja boð á heimili Sharons, þar sem þetta væri einvörðungu gert til að storka Aröbum. Vakin var athygli á að gæzla við íbúð Shar- ons yrði um 18 milljónir króha á ári. Að auki greiðir ríkið um 9 milljónir fyrir gæzlu við Negev- bústað hans. „AHir heiðarlegir fsraelar, sem vilja í einlægni frið- samleg samskipti við Palestínu- menn skammast sín niður í tær“ sagði Kollek. Sumir álíta að þessi uppátekt Sharons hafi átt sinn þátt í að kynda undir ólgu Palestínumann- anna, bæði á herteknu svæðunum, innan ísraels, svo og í Jerúsalem. Það er áreiðanlega ofmikið sagt. En friðargjörð var þetta ekki. Þegar þetta er skrifað hefur dregið úr átökum, að sinni, en þó em einlægar róstur í fjöldamörg- um þorpum og bæjum Palestínu- manna. í Jerúsalem fara menn um gömlu borgina og austurhlu- tann með grjótkasti og gaura- gangi. Og ísraelskir hermenn beita _skotvopnum gegn borgur- um. Israelar eru reiðir vegna gagnrýninnar utan frá, nú siðast óvæginni yfírlýsingu brezka að- stoðarutanríkisráðherrans, sem hefur verið á ferð um herteknu svæðin og segir ástandið víða hörmulegra en hann hafi órað fyrir. Það er vont fyrir menn, vin- veitta ísrael að fylgjast með þessum atburðum. Vont fyrir þá sem trúa að ísraelar hljóti að horfast í augu við vandamál Pa- iestínumanna, og setjist að samningaborði í stað þess að beita byssum á vopnlaust fólk. Verst þó fyrir réttsýna og velviljaða menn innan ísraels, sem óttast að haldi svona áfram, sé hættan sú, að það verði ísrael sem tortími ísrael. heimild: Jerusalem Post

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.