Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 fclk í fréttum NANCY OG RAÍSA y*. Dragt Raísu er vel sniðin, en liturinn (sem var í þessu tilfelli rauður) klæð- ir hana hræðilega. Einkunn 7 'h. Rautt er litur Nancyar, ein- kunn: 9. Hvor var glæsilegri? w Ameðan nýlega afstöðnum leið- togafundi Gorbatsjovs og Reagans í Washington stóð var mik- ið skeggrætt um samskipti stórveld- anna. Einna mesta athygli vakti misklfð forsetafrúnna Nancyar og Raísu. Kepptust forsetafrúmar við að yfirskyggja hvor aðra í fasi og klæðaburði og mátti vart á milli sjá hvor hafði betur. Því var einn fær- asti fatahönnuður Bandaríkjanna, herra Blackwell, fenginn til að skera úr um málið. Hann gaf þrenns konar . fatnaði einkunnir frá 1 og upp í 10 i)g komst að þeirri niðurstöðu að Nancy hefði orðið hlutskarpari. Hann gaf henni 25 V2 stig en Raísa hlaut 22 '/2 stig. Við látum hér fylgja myndir af fatnaðinum auk umsagna herra Blackwells sem var ekkert að skafa utan af hlutunum. Jakkinn sem Raísa er í er dásamlegur. Hann hylur aiveg klunnaiegt vaxtarlag hennar. Einkunn: 8. Bjánalega sniðinn jakki Nancyar ger- ir hana aulalega og þvi fær hann einkuninna 6. Kjóll Raísu var hreint ágætur, nema ermarnar sem líta út fyrir að hafa hlaupið í þvotti. Ein- kunn: 7. Kjóll Nancyar var fullkominn og fékk 10. Seymour leikur hertogaynj una af Windsor Hjónaband hertogans og hertogaynjunnar af Windsor hefur orðið mönnum títt umræðuefni, enda þótti ástarsamband þeirrra hið mesta hneyksli á sínum tíma. Mun margur bretinn hafa svitnað er það vitnaðist að Játvarður prins hyggðist ganga að eiga óbrieytta alm- úgakonu og afsala sér þar með erfðarétti sínum á krúnu heimsveidisins fomfræga. Nú eru hafnar upptökur á sján- varpsþáttum um samband þeirra hjóna og fer leikkonan Jane Seymour með hlutverk Wallis Simpson, konunnar sem Játvarður giftist, og segir hún það ekki vera vandræðalaust að setja sig inn í hlutverkið. Stærsti vandinn þar á er að tileinka sér þann framburð sem hertogaynjan notaði. Hún tal- aði háensku sem lætur allt öðm vísi í eyrum en ameríski framburðurinn sem er Seymo- ur eiginlegur. Til að ráða þarna bragarbót á hefur hún þurft að hlusta á gömul viðtöl. Þá hefur hún einnig glápt á gaml- ar fréttamyndir og til að líkjast Simpson sem allra mest þam- baði hún rjóma og bætti á sig einum 5 kílóum. Um afganginn sjá svo förðunarmeistaramir, en eins og best sést á með- fylgjandi myndum hefur þeim tekist merkilega vel til 0g er erfítt að greina hvor er hvor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.