Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 51 KORFUKNATTLEIKUR / UNGLINGALANDSLIÐ Sigraði íra í spennandi leik ÍSLENSKA unglingalandsliðið í körfuknattleik, U-19 ára, hafn- aði í 2. sæti á móti í Skotlandi sem lauk í gær. íslendingar sigruðu íra, 69-67, í mjög skemmtilegum og spennandi leik í síðustu umferð. Leikurinn var hnífjafn frá upp- hafí til enda og jafnt á nær öllum tölum. Islendingar voru þó fyrri til að skora og þó að oft væri jafnt náðu írar aldrei að komast yfir. Mestur var munurinn um miðj- an fyrri hálfleik, níu stig. í hálfleik var staðan 33-30, íslendingum í vil. íslendingar byijuðu vel í síðari hálf- leik, en Irar náðu fljótlega að jafna aftur. Þegar skammt var til leiks- loka var jafnt, 70-70. Þá skoruðu íslendingar fjögur stig í röð og tryggðu sér sigurinn. Irar náðu þó að klóra í bakkann með körfu á síðustu sekúndunum. íslenska liðið lék mjög vel í þessum leik. Steinþór Helgason var besti maður liðsins og Rúnar Guðjónsson lék einnig vel, einkum þó í síðari hálfleik. Þetta mót var liður í undirbúning unglingalandsliðsins fyrir Evrópu- mótið í Finnlandi. Þar verða íslend- ingar í riðli með Pólverjum, Finnum og Svíum. Fyrir leikina í Finnlandi verða þrír sterkir leikmenn komnir til viðbótar, Árni Blöndal úr KR, sem komst ekki með að þessu sinni og þeir Herbert Arnarson og Júlíus Friðriksson sem leika í Banda- ríkjunum. Það voru Skotar sem sigruðu í þessu móti, en íslendingar töpuðu naum- lega fyrir þeim, 67-69. Stig íslands: Steinþór Helgason 21, Ragnar Jónsson 15, Rúnar Ámason 11, Rúnar Guð- Jónsson 10, Hannes Haraldsson 6, Sveinbjöm Sigurðsson 6, Egill Viðarsson 3 og Gauti Gunnarsson 2. RALLAKSTUR FOLK ■ GEORGE Graham fram- kvæmdastjóri Arsenal hefur krafíst afsökunarbeiðni frá Brian Clough framkvæmdastjóra Nottingham Forest vegna ummæla vegna sölu Charlie Nicholas frá Arsenal til Aberdeen . í grein í ensku dag- blaði segir Clough: „Það væri gaman að vita af hveiju Nicholas var settur í einangrun á Highbury. Það er að minnsta kosti undarlegt að svo góður leikmaður skuli vera settur á varamannabekkinn". Ge- orge Graham svaraði þessu í grein í gær og sagði að Clough kæmu mál Arsenal ekki við. „Ég veit ekki hvað fær Clough til að skipta sér af stjórnun Arsenal. Ef það er vegná peninganna þá ætti hann að skammast sín! Ekki dettur mér í hug að segja honum hvernig hann eigi að stjóma Nottingham For- est,“ sagði Graham. ■ VÍKINGAR sem sigiuðu í 2. deild í sumar hafa ekki fengið jafn marga leikmenn til liðs við sig í vetur og búist var við. Hlynur Stef- ánsson frá ÍBV og Guðmundur Hreiðarsson úr Val munu að öllum líkindum leika með liðinu í sumar. Atli Helgason úr Þrótti hefur hins- vegar hætt við að_ leika með Víkingum . Þá mun Jon Otti Jóns- son aðal markvörður liðsins undanfarin ár vera að hugsa sér til hreyfíngs.' Líklegt er að hann fari til KA eða Fylkis . Þá mun Harald- ur Stefánsson varnarmaður hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna Vegna meiðsla. ■ ÁHORFENDUR á leikjum +i úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Skotlandi hafa ekki verið fleiri í mörg ár. Þetta er sjötta árið í röð sem áhorfendum fjölgar milli ára og á síaðri hluta 1987 fjölgaði áhorfendum um 18%. Það er Glas- gow Rangers sem á metið. Þar er meðalfjöldi áhorfenda á heimaleik um 40.000. Áhorfendur á siðari hluta ársins í fyrra voru 576.459, sem er aukning um 144.000 áhorf- endur miðað við sama tíma 1986. Það kemur sér vel fyrir Rangers því Graeme Souness fram- kvæmdastjóri liðsins hefur verið iðinn við að kaupa dýra Englend- inga. ■ HORST Franz hefur tekið við þjálfun Schalke í V-Þýskalandi. Franz hefur þótt afar snjall að bjarga félögum frá falli S Bundeslig- unni. Það gerði hann hjá Bielefeld, þegar hann kom til félagsins á ell- eftu stundu 1981. Hann endurtók afrekið hjá DUsseldorf 1985. KÖRFUBOLTI Gainsville sigraði ÍBK Bandaríska liðið Gainsville sigr- aði lið ÍBK 107:85 í gærkvöldi í íþróttahúsinu í Keflavík. Staðan t hálfleik var 56:45. fyrir Bandaríkja- mennina. í iiði ÍBK voru Sigurður Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason bestir. KNATTSPYRNA ARNOR á ferð og fíugi BRUSSEL-LONDON-KEFLAVÍK-REYKJAVÍK- BRUSSEL-PARÍS-BORDEAUX Um 5000 km á rúmum sólarhring Arnór Guðjohnsen, nýkjörinn íþróttamaður ársins, var svo sannarlega á ferð og flugi síðasta sólarhring, eins og við sögðum frá í gær. Eftir að hafa komið til landsins um kl. 17.00 á miðviku- dag til að vera viðstaddur verð- launaafhendinguna fóru Amór ,og eiginkona hans, Ólöf Einarsdóttir, rakleiðis utan á ný með einkaflug- vél frá Reykjavíkurflugvelli. „Þetta gekk allt ljómandi vel. Við vorum komin heim í hús um kl. fjögur í nótt, að belgískum tíma,“ sagði Ólöf er Morgunblaðið ræddi við hana í gærmorgun. Þá hafði hún þegar keyrt Arnór á æfíngu, en fljótlega eftir hádegi hélt hann með félögum sínum í Anderlect- liðinu í æfingabúðir til Bordeaux í Frakklandi. Flogið var frá Briiss- el til Parísar og þaðan til Borde- aux. Á rúmlega sólarhring ferðaðist hann því rúmlega 5.000 kílómetra! Morgunblaðið/ GÓI Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Flnninn Ari Vatanen er ákveðinn í að sigra í París-Dakar-rallinu annað árið í röð. Vatanen í f luggír íAfríku TÆPLEGA 200 farartæki eru nú oltin, biluð eða föst eftir að París-Dakar-rallið hefur staðið í sex daga í eyðimörkum Afríku. Finninn Ari Vatanen jók forskot sitt lítillega þegar 800 km leið var ekin á miðvikudaginn, en hann ekur Peugeot 405 ásamt Bruno Berglund. Fast á hæla þeirra eru Frakkarnir Pierre Lartigue og Bernard Maingret á Mitsubishi, en þessir tveir keppnisbilar hafa dágott for- skot á þá sem koma næstir. Keppnin hófst í París í Frakk- landi, þar sem stutt leið var ekin áður en um 600 farartæki voru flutt með feiju yfír til Afríku. Þar tóku illfærir slóðar og ómerktar eyðimerkur við keppendum, sem lent hafa í ýmsum ógöngum og jafnvel slysum.' Tvö- faldur meistari í heimsmeistara- keppninni í moto-cross, Belginn Andre Malherbe- kollsteyptist af Yamaha-vélhjóli sínu á sandbing og liggur nú illa slasaður á spltala. Margir hafa velt keppnisbllum sínum, m.a. kappakstursstjömum- ar Jacky Ickx á Lada og Henry Pescaralo á Peugeot 405, en sá síðamefndi var í toppsætunum þeg- ar það henti. khikkurt. refsing 1. Ari Vatanen/Bruno Berglund Peugeot 405 turbo 4:34,24 2. Pierre Lartigue/Bernard Maingret Mitsubishi Pajero 4:41,25 3. Patrick Zaniroli/Fenoul RangeRover 5:42,19 Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar KNATTSPYRNA / ENGLAND Gordon Lee til Leicester Gordon Loe. GORDON Lee, sem þjálfaði KR-inga síðastliðin þrjú ár, tekur fljótlega við starfi sem þjálfari hjá 2. deildarliðinu Leicester City í Englandi. David Pleat, stjóri Leicester, sem þar til í haust var við stjómvölinn hjá Tottenham Hot- spur, greindi frá því í viðtali við ^■■■■1 blaðið Sun i gær FráBob að hann ætlaði að Hennessy bjóða Lee starf hjá lEnglandi sér. „Gordon er knattspyrnumaður fram í fíngurgóma og félög þarfn- ast manna eins og hans. Það er skammarlegt að hann skuli ekki hafa starfað við knattspymu upp á síðkastið," sagði Pleat ennfrem- ur. Gordon, sem á sínum tíma var stjóri hjá bæði Everton og Newc- astle, hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann fór frá KR í haust. HANDKNATTLEIKUR Óll P. Ólsen og Qunnlaugur Hjálmarsson, milliríkjadómarar í hand- knattleik. Óli og Gunnlaugur dæma Evrópuleiki ÓLI P. Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson, milliríkjadómarar f handknattlelk, halda til Dan- merkur árla í dag. Þar dæma þeir leik dönsku bikarmeistar- anna Lyngsa Boldklub og Kuban Krasnodar frá Sovétríkj- unum í Evrópukeppni bikar- meistara kvenna, sem fer fram á morgun. Leikurinn erí 16-liða úrslitum. Oli og Gunnlaugur verða síðan aftur á ferðinni í febrúar. Þá dæma þeir leik I 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa karla. Leik norska liðsins Urædd og SKA Minsk frá Sovétríkjunum, sem fer fram í Noregi 28. febrúar. Þetta er þriðja árið í röð sem þeir Óli og Gunnlaugur dæma leik I 8-liða úr- slitum. „Ég reikna fastlega með að það verði nokkuð strembið að dæma leikinn í Danmörku á laugardaginn. Dönsku stúlkumar eru mjög sterkar og örugglega ákveðnar að leggja sovéska björninn að velli," sagði Óli P. Ólsen, I samtali við Morgun- blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.