Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrífstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Misráðin hvalaráðstefna Eftir nokkra daga hefst í Reykjavík ráðstefna um sjávarspendýr, sem boðað er til af íslendingum undir forystu sj ávarútvegsráðuneytisins. Ætlunin er, að þar hittist full- trúar þeirra þjóða, sem telja sig hafa farið halloka innan Alþjóðahvalveiðiráðsins, hval- veiðiþjóðanna svonefndu. Fyrir skömmu birtist frétt um það á baksíðu Morgun- blaðsins, að grænlenska lands- stjómin hefði ákveðið að taka ekki þátt í þessari ráðstefnu. Samkvæmt fréttinni telja Grænlendingar, að það geti haft slæm áhrif á viðskipta- hagsmuni sína að sitja fund með hvalveiðiþjóðum eins og Japönum og Suður-Kóreu- mönnum. Nú hafa að vísu borist boð um það, að Suður- Kóreumenn ætli ekki að senda hingað fulltrúa á þennan fund. Japanir virðast hins vegar ætla að koma, en í Bandaríkjunum er einmitt verið að magna and- óf gegn hvalveiðum þeirra um þessar mundir, eins og nýleg forystugrein í The New York Times sýnir hvað best. Þar sagði meðal annars í tilefni af því, að hvalveiðifloti Japana heldur nú til suðurskautsins til hrefnuveiða: „Tilraun Japana til þess að seðja hungur sitt eftir hvalkjöti í skjóli vísinda er fyrirlitleg; að ganga gegn áliti Alþjóðahvalveiðiráðsins um vísindagildi veiða eykur enn á móðgunina." Fréttir hafa borist af því, að Paul Watson, forvígismaður Sea Shepherd-samtakanna, sem lýstu á sig ábyrgð á því, að tveimur hvalbátum var sökkt í Reykjavíkurhöfn í nóv- ember 1986 og skemmdarverk voru unnin í hvalstöðinni í Hvalfirði, ætli að koma hingað til lands, líklega í tengslum við fyrirhugaða hvalaráðstefnu. Hann hefur haft í frammi ögranir gegn íslenskum stjóm- völdum og sagt, að við komu sína til landsins fái íslensk stjómvöld færi á að ákæra sig fyrir að eiga þátt í að sökkva hvalbátunum og þá geti þau rekið málið fyrir dómstólum. í desember sl. urðu um það umræður á Alþingi í tilefni af fyrirspum frá Sólveigu Péturs- dóttur til hvaða aðgerða dómsmálayfirvöid hygðust grípa gegn Watson. Jón Sig- urðsson, dómsmálaráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni, að yfirlýsingar Watsons væru lið- ur í viðleitni hans til að afla samtökunum Sea Shepherd fjár. Ráðherrann sagði meðal annars: „Ef íslensk stjómvöld fæm að svara þessum yfirlýs- ingum og hægt væri að búa til úr því einhvers konar hasar- mál í fjölmiðlunum er tilgangi hans náð og fjárframiögin fara aftur að streyma til samtak- anna. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíkri fláröflun fyrir Sea Shepherd . . .“ Ástæða er til að taka undir það með dómsmálaráðherra, að óþarft sé fyrir íslensk stjómvöld að taka þátt í því að auglýsa Watson og hans lið, þótt þau verði auðvitað að gera sitt til að koma lögum yfir þá, sem eiga þátt í skemmdarverk- um hér á landi. En er ekki hvalaráðstefnan á íslandi ein- mitt til þess fallin að verða „einhvers konar hasarmál í fjölmiðlum"? Samrýmist ráð- stefnuhaldið þeirri stefnu, sem dómsmálaráðherra kynnti í svari sínu á Alþingi? Og hvað með öryggi þeirra, sem þessa ráðstefnu sitja? í forystugrein Morgunblaðs- ins 3. segtember sl. stendur: „Halldór Ásgrímsson segir, að nú sé verið að kanna, hvort ekki eigi að efna til sérstaks fundar hvalveiðiþjóða hér á landi í haust. Vilja Japanir ólm- ir að slíkur fundur sé haldinn hér og er ekki að efa að aðrar hvalveiðiþjóðir séu sömu skoð- unar, ef þær á annað borð telja skynsamlegt að efna til slíks fundar, sem friðunarsinnar myndu líta á sem sérstaka ögrun við sig. Er ástæða fyrir okkur íslendinga að ganga fram fyrir skjöldu á alþjóða- vettvangi með þessum hætti? Þjónar það best hagsmunum okkar í sjávarútvegsmálum al- mennt og hvalveiðum sérstak- lega að beina athygli að landi okkar með þessum hætti?“ Það sem gerst hefur í hvala- málum síðan þessum spuming- um var varpað fram hér á þessum stað í byijun septem- ber mælir eindregið með neikvæðu svari við þeim. Hvalaráðstefnan hér á landi er misráðin. Opinber útgjöld fjórfaldast á 35 é Opinber umsvif minni hér en í OECD-ríkjum Heildarútgjöld hins opinbera hafa aukizt úr 26,2% af lands- framleiðslu á ári að meðaltali 1961 - 1965 í 33,5% 1981 - 1985, að því er segir í heimildariti Fjár- laga- og hagsýslustofnunar: „Fjárhagur hins opinbera til árs- ins 2010“. Heildartekjur hafa og aukist með líkum hætti. Þær vóru að meðaltali 28,1% á fyrri hluta sjö- unda áratugarins en höfðu vaxið í 34,0% á fyrri helmingi þess níunda. Tekjur hins opinbera umfram gjöld vóru að jafnaði um 2,0% - 3,5% af landsframleiðslu á árabilinu 1950 - 1970. Eftir 1970 falla þessar umframtekjur undir 1%. Samkvæmt likanareikningi, sem tíundaður er í ritinu, „stefnir í að opinber útgjöld auki hlut- deild sina úr 34-35% af vergri landsframleiðslu árið 1987 í 40-55% árið 2010“. Opinber útgjöld á hvern lands- mann hafa fjórfaldast á 35 ára tímabili (1950-1985). Þau námu 40 þúsund krónum árið 1950 en 163 þúsund krónum 1985 á sambæri- legu verðlagi. Að jafnaði er vöxtur útgjaldanna því 4,0% á ári hverju. Til samanburðar hefur vöxtur þjóð- arframleiðslu tæplega þrefaldast frá 1950, það er ársvöxtur hefur að jafnaði verið 2,7%. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur verið mun meiri en sem nem- ur aukningu vinnuaflsins í heild. Vinnuafl, sem hlutfall af mann- fjölda, hefur aukist síðasta aldar- Islensk valkyrj a í Vínaróperunni ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RANNVEIG Bragadóttir, söng- kona, söng hlutverk Waltraute í Valkyrjum Richards Wagner á aðalsviði Vínaróperunnar í Austurríki í þriðja sinn í gær- kvöldi. Hún söng verkið í stað frú Yachmi, sem er fastráðin söngkona við óperuna. Rann- veig er 25 ára mezzosópran. Hún hefur verið í söngnámi í Vín í fimm ár en starfar nú í stúdíói óperunnar. Það veitir ungum og efnilegum söngvur- um tilsögn og starfsþjálfun i tvö ár. Valkyrjumar eru á efnisskrá Ólafsvík: Ovenjulegt par Ólafsvík. SKIPVERJAR á Rifnesi SH 44 fengu þetta óvenjulega par upp með línu sinni vestur i Víkurál seint á síðasta ári. Þetta var sjávardýr sem tekið hafði ástfóstri við tæmdan pylsu- pakka frá SS og bundist honum. Virðist sem sjávardýrin reyni að aðlagast þeirri mengun sjávarins sem ekki er beinlínis eitruð. - Helgi Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Vínaróperunnar nokkmm sinnum á ári. Karajan stjómaði fmmsýn- ingunni á núverandi uppfærslu árið 1968. Peter Schneider, þekkt- ur Wagner-stjómandi, stjómaði sýningunum að þessu sinni. Dómar em ekki birtir um fastasýningar en Rannveig sagði að samstarfs- fólk sitt og yfirmenn stúdíósins hefðu lofað frammistöðu sína. „Og ég fékk góðar viðtökur í húsinu,“ sagði hún. Gamlar og reyndar söngkonur sungu hlutverk hinna valkyijanna með Rannveigu, þær em alls átta. „Þær veittu mér mikinn stuðning fyrir fyrstu sýninguna og ég var ótrúlega róleg fyrir hana,“ sagði hún. „Það er stórkostlegt að syngja á sviðinu, það er svo vel byggt. Ég hafði komið fram á því áður í algjöru smáhlutverki en það jafnaðist engan veginn á við hlut- verk Waltraute. Mér leist þó ekki á blikuna fyrst af því að ég er lofthrædd og þurfti að standa uppi Austurríki: Snjóléttust AÐ SÖGN íslendinga sem voru í Austurríki yfir sl. jól og áramót þurftu þeir að fara f 1700 metra hæð tíl að geta farið á skíði og sögðu innfæddir að ekki hefði verið snjóléttara um jólin í 47 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.