Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 17 Svoua verður nýja tónlistarhúsið í Laugardalnum. „Viljimi dreg- U Sveinn Einarsson, stjómarmaður Samtaka um byggingu tónlist- arhúss, og Armann Orn Ármannsson, formaður samtakanna, við teikningu af húsinu. ÞESSI orð Erlends Einarssonar gefa til kynna hvernig gustar um áform íslenzkra tónlistar- vina þessa dagana. Samtök um byggingu tónlistarhúss em að sækja í sig veðrið, m.a. með því að efna til stórtónleika í Há- skólabíói annað kvöld. Dag- skráin er viðamikil og fjölbreytt. Þar koma fram á annað hundrað tónlistarmenn úr öllum greinum. Allir gefa þeir vinnu sína og allur ágóði af tónleikunum rennur til bygg- ingar tónlistarhússins. Hönnun hússins er á iokastigi og ákveð- ið er að byggja það í Laugardal. Dagskrá tónleikanna er í átján liðum en meðal þeirra sem þar koma fram eru Mezzoforte, Hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar, Þursaflokkurinn, Kór Langholtskirkju og Sinfóníu- hljómsveit íslands, Bubbi Morth- ens, Gunnar Þórðarson, Karl Sighvatsson, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Sigurður Bjömsson og Kristinn Sigmundsson, svo fátt eitt sé nefnt, en Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra ávarpar samkomuna í upphafi. Formaður Samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss er Ármann Om Ármannsson, og spumingu um það hvernig miði undirbúningi að byggingu tónlistarhússins, svarar hann á þessa leið: „Málin standa þannig að hönnun er í fullum gangi úti í Osló þar sem Guðm- undur Jónsson arkitekt hússins er önnum kafinn ásamt sex manns að ljúka við teikningar sem á að leggja fyrir bygginganefnd. Hér heima er hópur verkfræðinga að ljúka sínum hluta teikninga, en þetta starf miðast við það að við getum lagt endanlegar teikningar fyrir borgaryfirvöld fljótlega, líklega í febrúar eða marz. Það fer þó eftir því hvemig fjármál þróast á næstunni hvort þetta tekst. Að undanfömu höfum við unnið að fjáröflun, m.a. með happ- drætti og nú þessum tónleikum, en einnig er nýfarin í gang sala á stólum í húsinu og gemm við okkur vonir um að sú fjáröflunar- leið skili vemlegum árangri. Úr öðmm fjármunum en félagsgjöld- um og fijálsum framlögum höfum við ekki haft úr að spila, nema ómældri sjálfboðavinnu, sem vita- skuld verður ekki metin til fjár. Þar sem ýmislegt er um að vera í fjáröflun núna get ég ekki nefnt ákveðna upphæð en þó held ég mér sé óhætt að segja að okkur hafi tekizt að safna um tíu milljón- um. Þar hafa fjölmargir lagt hönd á plóginn, en einu stóm framlögin hingað til hafa komið frá Sinf- óníuhljómsveit íslands og Hljóm- sveitinni Fílharmóníu og Martin Berkovsky, þar sem afrakstur af ákveðnum verkefnum hefur verið látinn renna óskiptur til þessa mikilvæga málefnis.“ Varaformaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss er Erlend- ur Einarsson og um þetta verkefni segir hann: „Það fer ekki á milli mála að þjóðin verður að eignast svona hús. Á undanfömum ámm hefur tónlistarlíf hér á landi þró- ast svo skemmtilega að það er ekki stætt á því lengur að ekki sé til hús við hæfi. Það er líka ástæða til að vekja athygli á því að þetta hús verður ekki fyrir Reykvíkinga eina. Sú starfsemi sem þar er fyrirhuguð mun koma allri annarri tónlistarstarfsemi til góða og verða henni lyftistöng, og reyndar lít ég svo á að það geti gegnt svipuðu hlutverki í menningarlífi okkar og háskólan- um var ætlað á sínum tíma, þannig að húsið verði miðstöð tónmenntar í landinu. Það dylst engum að til þess að koma húsinu upp þarf gífurlegt átak, en við sem emm í forsvari höfum ákveð- ið að taka eitt skref í einu. Nú sjáum við fyrir endann á fyrsta áfanga sem er að ganga frá teikn- ingum til að leggja fyrir bygging- aryfirvöld. Síðan kemur næsti áfangi og þá er ljóst að mikla fyár- muni þarf til. Viljinn drégur hálft hlass, og það er greinilegt að áhugi á því að húsið rísi er mikill og almennur. Því held ég að okk- ur sé óhætt að vera bjartsýn um framhaldið, en framundan er mik- ið starf og þá mun m.a. reyna á opinbera aðila og fyrirtæki sem við gemm okkur vonir um að leggi málinu lið. Við bindum líka miklar vonir við sölu á stólum í húsinu. Þannig gemm við ráð fyrir að geta aflað 600 milljóna, en hver stóll kostar 330 þúsund krónur. Þegar hafa nokkrir aðilar keypt stóla þótt salan sé varla farin af stað.“ Eins og menn rekur minni til var uppi ágreiningur um ýmislegt varðandi tónlistarhúsið þegar samtökin um byggingu þess hófu göngu sína, m.a. varðandi stað- arval og nýtingu á húsinu. Ekki leið þó á löngu áður en tókst að jafna þann ágreining og nú er ákveðið að húsið rísi í Laugardaln- um og að þar verði aðsetur Sinfóníuhljómsveitar íslands ásamt aðstöðu fyrir veglegar ópemsýningar, popptónleika og aðrar fjöldasamkomur. Sveinn Einarsson er stjómar- maður í samtökunum og um fyrirhugað hlutverk hússins segir hann m.a.: „Eins og málin standa nú em allir sammála um það að húsið verði notað fyrir allar grein-' ar tónljstar. Á upphaflegri teikn- ingu vom gerðar breytingar sem samþykktar vom einróma, en breytingarnar fela m.a. í sér að þama verður stórt svið sem þýðir einfaldlega það að þama verður hægt að hafa stórar ópemsýning- ar og popptónleika. Þetta skiptir miklu varðandi nýtinguna og hef- ur það t.d. í för með sér að við fáum tækifæri til að taka á móti sýningum að utan, en slíkum tækifæmm höfum við hvað eftir annað orðið að sleppa af því að við höfum ekki átt svið sem rúm- aði þær. Það er ekki nokkur vafi á því að við þær breytingar sem gerðar vom á upphaflegum teikn- ingum jókst notagildi hússins til mikilla muna og þar með allt svigrúm til þeirrar margvíslegu tónlistarstarfsemi sem þarna þarf að fara fram.“ Eitt meginhlutverk nýja tónlist- arhússins verður í því fólgið að vera aðsetur Sinfóníuhljómsveitar íslands. Konsertmeistari hljóm- sveitarinnar, Guðný Guðmunds- dóttir, segir: „Við emm auðvitað afskaplega ánægð með það að varðandi hlutverk hússins skuli allt vera fallið í ljúfa löð þannig að þar verði vel búið að öllum greinum tónlistar, en sérstaklega held ég þó að brýnt sé að stofnun eins og Sinfóníuhljómsveit íslands fái viðunandi starfsaðstöðu sem hún hefur aldrei haft. Starfsemi hljómsveitarinnar er viðamikil og sem dæmi um erfiðleikana hingað til má nefna æfingaraðstaðan hefur alltaf verið mjög erfið, en með tilkomu hússins mun hún gjörbreytast. Þama verður hægt að koma við ýmsum tækninýjung- um, t.d. get ég nefnt að í Osaka í Japan er búið að koma upp eins konar tækniundri í hljómburði og ég get hugsað mér að það eigi eftir að ryðja sér til rúms í þessu húsi. Þessi tækni er þannig að hægt er að líkja eftir hljómburði í hvaða húsi sem vera skal með sérstöku hátalarakerfi og á þenn- an hátt má tryggja að hljómburð- ur verði nánast eins og óskað er.“ Á stórtónleikunum á laugar- dagskvöld koma fram gamlar og nýjar stjörnur á sviði dægurtón: listar, m.a. Þursaflokkurinn. í þeim fræga flokki er Egill Ólafs- son og hann segir um tónlistar- húsið og það átak sem framundan er: „Þetta er húsið sem hefur ver- ið beðið eftir. Svona hús eiga allar þjóðir sem vilja teljast menningar- þjóðir og það skýtur skökku við að íslendingar skuli ekki vera búnir að koma því upp, því að tónlistarlíf er sennilega hvergi kröftugra og blómlegra, en einm- itt hér á Islandi. Það er líka ánægjulegt að síðan skriður komst á þetta mál hefur samband einstakra hópa í hinum ýmsu greinum tónlistar breytzt þannig að það hefur aldrei verið betra og þannig á það líka að vera.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.