Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 38 RagnarH. Ragnar Isafirði — Minning Það var sárt að frétta á jóladag- inn, að okkar allra bezti og traust- asti vinur, Ragnar H., væri látinn. Lengi var ég búinn að kvíða því að missa hann. Ragnar var einstakur, sjarmerandi, bráðvel gefinn, hafsjór af fróðleik og skemmtilegri en flest- ir aðrir. Að heyra hann segja frá var dásamlegt, eldmóðurinn og áhuginn slíkur að maður sat sem heillaður og tíminn flaug. Þegar upp var staðið, skammarlega seint með samvizkubiti yfir að halda fyrir þeim vöku, var venjulega iangt liðið á nóttu. Heimilið var aðlaðandi og gest- risni einstök. Þangað var því oft litið inn, meðan við bjuggum fyrir vestan og reyndar líka eftir að flutt var suður. Og þó að það væri orðið framorðið, fylgdi Ragnar mér jafn- an heim að dyrum. Honum var kurteisi í blóð borin. Já, minningarnar hrannast upp. Ógleymanlegt er, þegar við vorum svo lánsöm að hann varð samferða okkur frá Gautlöndum, eftir stór- kostlegar móttökur þar. Reyndar ætluðum við að Mývatni en kom- umst ekki lengra. Við ókum vestur á Hvammstanga og gistum hjá Karli kaupfélagsstjóra, bróður Ragnars. Þar eð Karl var einn heima gekk Ragnar í að taka til og matreiða, en aftók alla hjálp, sendi okkur út að skoða umhverfið. Já, það voru dýrlegir dagar. Eitt sinn er ég leit inn hjá þeim rétt fyrir hádegið, var ég drifin inn að dúkuðu hlöðnu borði ásamt fleiri gestum, þótt Sigga væri úti að kenna, Ragnar sá þá um allt. Á hverjum sunnudegi voru svo samæfíngar á heimilinu fyrir alla nemendur og kennara tónlistarskól- ans, sem Ragnar stjórnaði af skörungsskap og ósérhlífni. Hann var líka gæfumaður í ein- kalífí sínu. Eiginkonuna, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum, sótti hann heim til íslands eftir margra ára dvöl vestanhafs. Betri konu gat hann ekki fengið. Var hún honum allt í öllu, kennslunni, músíkinni, heimilinu og börnunum, sem eru þeirra stóra lán, vel gefín, vel gerð og menntuð. Elzt er Anna Áslaug píanóleikari, gift prófessor Hoff- mann í Munchen, en hún hefur verið ótrauð að heimsækja foreldra sína. Sigríður er skólastjóri Tónlistar- skóla Isafjarðar, hennar maður er Jónas Tómasson yngri, tónskáld, og eiga þau þrjú börn. Yngstur er Hjálmar Helgi, tónskáld, kvæntur Sigríði Dúnu, mannfræðingi og fv. alþingiskonu, eiga þau einn son. Bamabörnin eru yndi og eftirlæti afa síns og ömmu. Það var stórt lán fyrir ísafjörð að fá slíka fjölskyldu. Oft heyrði ég okkar ágæta vin og nágranna Jónas Tómasson eldri segja, er hon- um var þakkað allt það, sem hann hafði gert fyrir bæinn sinn: „Já, það er eitt, sem ég er stoltur af, en það er að eiga þátt í því að fá Ragnar H. og fjölskyldu hingað heim.“ Ég á þeim mikið að þakka, eins og það að yngri dóttir okkar átti þar alltaf visst athvarf, ef ég skrapp af bæ og átti hún þar góða daga. Reyndar var hún þar líka jafnvel þó ég væri heima. Já, minningamar em margar og góðar. Að eiga samleið með slíku fólki er ómetanlegt. Ég þakka sam- fylgdina og sendi Sigríði og börnum mínar innilegustu kveðjur. J.B.I. ísaijörður er ekki stór bær, en á þó merka sögu sem verslunar-, stjómmála- og menningarbær. Þessi höfuðstaður er, hefur verið og mun áfram sem hingað til vera nafli byggðar á Vestfjörðum. Stjómendum þessa forystu byggðarlags er því mikill vandi á höndum, jafnt í opinberri stjóm- sýslu, sem og í störfum að félags- og menningarmálum. Því víðari sýn og skilning sem þeir hafa á stöðu og þörfum samfélagsins, því meiri og þetri verður árangurinn. Þegar litið er yfir liðna tíð er ljóst, að þrátt fýrir samstöðu, vilja og fómfýsi fjöldans til góðra verka eru það þeir sem forystuhlutverk skipa, sem endanlega hafa áhrif á hvemig til tekst í hinum ýmsu málum. Þessa ábyrgð skildi tónskáldið og organistinn Jónas heitinn Tóm- asson, um leið og hann skynjaði nýja strauma og ný viðhorf til tón- listarmála, iðkunar tónlistar, og mikilvægi þess að gera tónlistina að „almenningseign", lind, sem svalaði fjöldanum og veitti þann unað, sem tónlistin ein er fær um að gefa. Þessi frumkvöðull tónlistarlífs á Isafírði hafði með fómfúsu starfí ámm saman skapað jarðveg til frekari gróðurs fagurs mannlífs á Isafírði er nærðist á krafti tónlistar- innar. Hann vildi sjá skóginn vaxa. Til þess að svo mætti verða valdi hann mannvininn, heimsborgarann og tónlistarmanninn Ragnar H. Ragnar til verka. Þetta vandaða og vel ígrundaða val verður aldrei full- þakkað. Það vom því ekki svo lítil tíðindi þegar það spurðist út á ísafírði, að maður með Mozart-nef, Beetho- ven-hár og fas heimspekings væri kominn til starfa að tónlistar- og menningarmálum á Isafirði. Hver var hann þessi maður? Hvað vildi hann utan úr hinum stóra heimi þar sem hann hafði menntast, lifað og starfað við góðan orðstír? Hvers var að vænta? ísfírðingar, Vestfírðingar og reyndar allir landsmenn fengu fljót- lega svör við þessum spumingum. Ragnar Hjálmarsson Ragnar hét maðurinn, fæddur að Ljótsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 28. september 1898. Ætt Ragnars, náms- og starfsferil mun ég ekki rekja hér, en þess í stað láta hug- ann reika um atburði og minningar tengdar starfi hans á Isafirði í þau tæplega 40 ár, sem hann lifði og starfaði sem skólastjóri við Tónlist- arskóla Isafjarðar. Ragnar tók við skólastjóm hins nýstofnaða Tónlistarskóla ísafjarð- ar árið 1948, sem mun hafa verið sá þriðji er starfræktur var á landinu. Fyrstu árin voru erfíð, húsakostur þröngur, hljóðfæri fá og sjaldgæf eign almennings, náms- efni af skomum skammti, og vinna þurfti frá gmnni alla uppbyggingu og mótun framtíðarstarfsins. En Ragnar hafði allt til að bera svo vel til tækist. Elja hans, atorka og samviskusemi virkaði sem orku- gjafí á alla þá er með honum unnu. Hann hlífði sér aldrei, og gleymdi oft stund og stað, einkum og sér í lagi við kennslu. Þó var hann manna stundvísastur og nákvæmastur allra á rétta tímasetningu. Svo undarlega sem það nú hljóm- ar er minningu Ragnars og öllu hans mikla starfí mestur sómi og virðing sýnd með þögn og álútu höfði. í þögninni sameinast menn, myndir liðinna atburða verða skýr- ar, við finnum kyrrð, frið og ró til að njóta minninganna, og fátækleg orð geta aldrei komið öllu því til skila, sem meistarinn mikli á skilið. Því er það, að við mikla atburði og áhrifaríka er það þögnin og um- hugsunin — hugur hvers og eins til þess sem minnst er — sú mesta virðing sem hægt er að sýna. En þrátt fyrir þessa hugleiðingu um þögnina og virðinguna held ég áfram. Hver sá ér kynntist Ragnari H. Ragnar varð aldrei saniur á eftir. Slíkur áhrifavaldur var hann. Mér fannst Ragnar oft á tíðum fljótfær og dómharður í skoðunum. En það var eins og allt væri hægt að fýrir- gefa honum. Meining orða hans og umfjöllun var svo einlæg og sann- færandi, að ógjömingur var annað en fylgja honum á leiðarenda að því takmarki er hann hafði sett sér. Orðfími hans, þekking og djúp- ur skilningur á tilgangi lífsins opnaði nýja sýn fýrir hvem og einn er honum kynntist. Eitt af því, sem mér er hvað minnisstæðast frá skólaárum mínum í Gagnfræðaskóla Isafjarð- ar, em tímamir með Ragnari, sem kallaðir vom bókasafnstímar. Ein- hvem veginn fór það svo, að þrátt fyrir mikinn áhuga ísfirðinga á tón- listamámi hafði „kraftaverkamað- urinn“ Ragnar H. tíma til þess að taka að sér kennslu í bókmenntum. Þessar stundir vom öllum öðmm ólíkar, og um leið áhrifaríkar. í þessum tímum opnaði hann fyrir okkur nýja áður óþekkta ver- öld. Við lásum Kiljan, Gunnar Gunnarsson, Hagalín og Þórberg Þórðarson. Ekki urðu ljóðskáldin útundan, og mikið dálæti hafði hann á sögu íslensku þjóðarinnar, fram- fomm hennar og menningu. Honum tókst að draga okkur út af „Billjarðstofu Bjarna", lyfti hug- um okkar til hærri heima, og kallaði fram tilfínningu til að njóta náttúr- unnar. Við nutum þess að vera í „faðmi fjalla blárra". Framtíðin speglaðist í lygnum Pollinum. Allir eða öll vild- um við verða skáld og listamenn. Menn lögðust á bakið upp í Stóm- Fæddur 4. desember 19t Dáinn 2. janúar 1988 í dag verður föðurbróðir minn, Ingólfur Egilsson, jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hann lést sl. laugardag í Landspítalanum eftir erfið veikindi. Ingólfur fæddist í Hafnarfirði 4. desember 1923. Hann var yngstur í 9 bama hópi hjónanna Egils Guð- mundssonar, sjómanns, og Þómnn- ar Einarsdóttur. Aðeins 2 mánuðir em síðan elsti bróðirinn, Guðmund- ur, var jarðsunginn frá Fríkirkjunni. Áður vom látin: Sigríður, Nanna og Gísli Jón. Fjögur systkinanna em á lífi: Jerisína, Einar, Gunnþór- unn og Svanhvít. Ingólfur kvæntist Svövu Júlíus- dóttur í september 1947. Þeim varð 6 bama auðið, fjögurra dætra og tveggja sona. Dæturnar em: Þó- mnn, gift Birni Sævari Númasyni og eiga þau þfjá syni; Hrefna, er búsett í Kaupmannahöfn, gift Jörn Nielsen og eiga þau tvo syni; Sigríð- ur, er gift Hirti Bragasyni, þau eiga þrjá syni og Sigrún, en hún er gift Óskari Jóhannessyni og eiga þau eina dóttur. Synirnir em: Grétar, en kona hans er Steinunn Hjálmtýs- dóttir og eiga þau tvo syni og Júlíus, sem býr í foreldrahúsum. Engan óraði fyrir því í upphafi sl. árs, að yngsta systkinið úr stóra hópnum frá Hæðarenda í Hafnar- fírði, félli frá, aðeins 64 ára að aldri. Ingólfur var þá í fullu fjöri, en skyndilega var fótfestunni kippt urð, störðu á fjarlægar stjömumar og létu sig dreyma. Þannig áhrif hafði þessi mikli mannvinur og spekingur á ungar óþroskaðar sálir. Ég átti því láni að fagna, að kynnast Ragnari H. enn betur síðar á lífsleiðinni. Hann aðstoðaði okkur Bolvíkinga við stofnun Tónlistar- skóla Bolungarvíkur, og var í raun „Guðfaðir" skólans. Þeir vom ófáir vortónleikamir hjá okkur í Víkinni, sem hann sótti. Um leið og Ragnar birtist í salinn vissu allir að nú var eitthvað merkilegt að ske. Kyrrð kom á áheyrendur, nemendur vönd- uðu sig við hljðfæraleikinn, og vera Ragnars á tónleikunum setti menn- ingarlegan blæ á tónleikahaldið. Hans verður sárt saknað í vor. Ragnar H. Ragnar var frábær kennari, samviskusamur og skiln- ingsríkur. Ótakmörkuð virðing hans fyrir tónverkum, bæði smáum og stómm er hann kenndi, setti svip á alla hans kennslu. Laglínumótun vildi hann skýra, og skynjaði ávallt „frásögn" tónskáldsins, blæ og feg- urð. Samæfingamar á Smiðjugötu 5 em kafli í heila bók. Skólastjórinn sat virðulegur og prúðmannlega búinn við borð sitt í stofunni. Það eitt að sjá hann skapaði lotningu og virðingu. Nemendur sátu hljóðir og biðu þess að röðin kæmi að þeim: Allt var samviskusamlega skráð niður, heiti lags og tónskálds ásamt stuttum athugasemdum um leik viðkomandi nemanda. Þessar at- hugasemdir vom síðar notaðar til leiðbeininga um leið og framfarir vom metnar. Oftast vom tvær samæfíngar á hvetjum sunnudegi. Veisluborð beið jafnan kennara og gesta í borðstofu að afstöðnum tónleikum. Þá fyrst byijaði fjörið. Ragnar hafði einstakt tag á að koma af stað fjörugum umræðum um ólíkustu málefni. Stundum vildu fleiri en einn tala í einu og mikill stígandi (cresendo) var í allri umræðunni. Tekist var snarplega á í orðum og ekki alltaf gefíð eftir. Þó var svo mikill hrein- leiki yfír þessum hávæm og fjömgu orðaskiptum, að sálin kom endur- nærð frá átökunum tilbúin í næsta slag. Það var aldrei deyfð í kringum Ragnar H. Ragnar. undan honum með úrskurði um banvænan sjúkdóm. Erfítt er að sætta sig við svo skjót umskipti, en einhver æðri tilgangur hlýtur að vera með slíkri ráðstöfun. Jarðvist okkar mannanna ein- kennist um of af hraða og erli, og hart er barist um auð og völd. Þeg- ar staldrað er við, koma áleitnar sþumingar upp í hugann. Til hvers er þetta allt? Er ef til vill eitthvað annað, sem gefur lífinu meira gildi? Alltaf ber mest á þeim, sem vaða áfram og hægja ekki á sér, fyrr en um seinan. En þeir em kannski fleiri en mann gmnar, sem bera gæfu til að lifa lífinu í hógværð og jafnvægi við sjálfa sig og umhverfi sitt og geta glaðst jafnt yfir smáu sem stóm. Ingólfur var einn þessara manna. Hann og Svava byggðu sér hús í Garðabæ og nefndu það Hellu, en faðir Ingólfs var frá Hellu í Hafnar- fírði. Á fallegu og hlýlegu heimili ólust börnin sex upp við ást og umhyggju góðra foreldra. Þar sann- aðist, að uppskeran verður ríkuleg, ef vel er sáð. Af natni og um- hyggju hlúðu þau hjónin að við- kvæmum . gróðri, uppvexti bamanna, heimilislífinu og plönt- um, bæði utan og innan húss. Ingólfur átti sér brennandi áhugamál í samskiptum við móður náttúm. Tijárækt var honum mjög hugleikin, en stolt hans og prýði var unaðsfagur rósagarður. Síðast- liðið sumar vom rósirnar hans þær ■ Smiðjugata 5 á ísafirði var og er ekkert venjulegt hús. Þar er heimili, skóli og menningarsetur. Þar hafa draumar orðið að vem- ieika, hugmjmdir fæðst, og hver sá sem svo lánsamur var að kynnast þessari stórbrotnu fjölskyldu fór úr húsi fróðari, meiri og stærri í orðs- ins fyllstu merkingu. Ég ætla að margir minnist starfa Ragnars sem kennara og skóla- stjóra við Tónlistarskóla Ísaíjarðar, söngstjóra Sunnukórsins, og organ- ista við Isafjarðarkirkju. 011 þau störf vann hann af alúð og vand- virkni. ísfirðingar, sem Vestfírðing- ar, eiga honum þökk að gjalda. Áhrif hans náðu langt út fyrir heimabyggð. Leiðsögn hans og for- ysta í tónlistarmálum verður aldrei full metin. En hann stóð ekki einn. Stóra Sigga var hans stoð og stytta. Sigga mín, Sigga mín. Þessi orð hljóma nú í eyrum okkar vina Ragnars, og munu fylgja okkur eftir þar til jrfír lýkur. Það fór ekkert á milli mála, að stóra Sigga veitti Ragnari alla þá aðstoð, sem hægt var að veita, vemdaði hann á viðkvæmum stund- um, veitti honum þor og kjark, og stundum hafði ég það á tilfinning- unni, að hún kippti honum niður á jörðina þegar hugur hans vann hraðar en höndin gat. Lífslán Ragnars var mikið. Það bjó ekki aðeins í návist hans við gyðju listanna, í heimi bókmennt- anna og skilningi á tilveru lífsins. Hans mikla lán var stóra Sigga, bömin, Anna Áslaug, Sigga litla og Hjálmar, bamabömin og tengdabömin sem og stór og trygg- ur vinahópur er hann átti alla tíð. Kæru vinir á Smiðjugötu 5. Við Lillý og ijölskylda þökkum vináttu liðinna ára. Ég veit að minningin um góðan dreng, þróttmikið ævi- starf og mannkostir elskaðs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa veita ykkur huggun á kveðjustund. 011 vissum við að komið var að leiks- lokum. Þó er það svo, að dauðinn kemur ávallt á óvart og söknuður verður sár. Blessuð sé og heiðruð minning látins vinar Ragnars H. Ragnar. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, Bolungarvík. fegurstu, sem ég hef augum litið. Þær fölna í vetur, en blómstra aftur með hækkandi sól. Þá munu þær eins og börnin og barnabörnin bera umhyggju garðyrkjumannsins fag- urt vitni. Ingólfur var grannvaxinn, kvikur og léttur í hreyfingum. Þannig var hann í lund, skapgóður og glettinn. Hann var skjótur til svars og oftar en ekki með gamanyrði á vör. Hon- um var ekki lagið að velta sér upp úr dægurþrasi, leit fremur á bjart- ari hliðar tilvemnnar. Þessi eiginleiki kom allra best í ljós á meðan hann barðist hetju- legri baráttu við hinn mikla vágest, sem sótti hann heim. Hann fór ekki í felur með sjúkdóm sinn, en bar sig samt alltaf vel. Hinu var ekki að leyna, að honum sárnuðu þessi snöggu umskipti í lífi sínu. Ingólfur stundaði hárskurð alla sína starfsævi. Hann kom sér vel fyrir með rakarastofu í göngufjar- lægð frá heimili sínu. Hann þótti afbragðs góður harskeri og átti fastan hóp viðskiptavina. Mér er ekki grunlaust um, að margir hafi ekki síður leitað til hans til að létta af sér amstri og áhyggjum um stund og spjalla við góðan félaga. Minning: Ingólfur Egilsson hárskerameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.