Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Morgunblaðið/GSV Grímur Sigurðsson, Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir og Inglmar Eydal á léttri æfingu. Ingimar aftur norð- ur og síðan til Lúx Slökkvilið Akureyrar: Aldrei fleiri bruna- útköll en árið 1987 Slökkvilið Akureyrar INGIMAR Eydal og hljómsveit hans hefur undanfarnar helgar skemmt Sunnlendingum við góð- ar undirtektir, en nú er Ingimar væntanlegur aftur í Sjallann með afmælissýningu sína, „Stjörnur Ingimars í 25 ár“. Sýningar verða í Sjallanum nk. laugardagskvöld og tvær næstu helgar í janúar, en fyrstu helgina í febrúar ætlar Ingimar með hljóm- sveit sína til Lúxemborgar til að skemmta íslendingum á íslendinga- hátíð, sem fram fer þar í borg 6. febrúar. Hljómsveit Ingimars Eydal hefur verið tvær helgar á Hótel íslandi og tvær helgar á veitingahúsinu Broadway. Hann sagði að Sunn- iendingar mættu eiga von á sér síðar, jafnvel eftir utanlandsferðina, enda hefðu viðtökur Sunnlendinga verið þannig að hann mætti til með að heimsækja þá aftur. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út 115 sinnum á árinu 1987 en 71 sinni árið áður. Af þessum 115 útköllum voru átta utanbæjar, en þijú árið áður. Mestu eldsvoðarnir á árinu voru báðir i lok desember, í Kringlu- mýri 4 er sjö manna fjölskylda missti heimili sitt og að Tjörnum í Eyjafirði er 24 kúa fjós og mjólkurhús brann til kaldra kola auk átta nautgripa. Tjón af báðum þessum mestu brunum ársins hér norðanlands varð meira en tvær milljónir. Tjón af völdum elds er upp kom á Fjórð- ungssjúkrahúsinu snemma á árinu nam einni til tveimur millj. kr. Tjón lítið undir einni milljón varð í 21 tilfelli og nánast ekkert tjón varð í 56 brunatilvikum. Í flestum tilvik- um má rekja eldsupptök til leikja barna með eld, eða alls 30 sinnum. í 20 tiivikum var farið óvarlega með eld, fimmtán sinnum var um vanrækslu að ræða, fimm sinnum var kveikt í og fjórum sinnum kom upp eldur vegna rafmagnstækja svo eitthvað sé nefnt. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að Slökkvilið Akur- eyrar væri undirmannað. Aðeins væru þrír á vakt í einu, en þyrftu að vera minnst fimm. Ef sjúkrabíll- inn færi til dæmis í útkall, væri aðeins einn maður eftir á stöðinni til að sinna því sem upp gæti kom- ið, öðrum sjúkratilfellum eða eldsvoðum. Fjórtán menn eru fast- ráðnir hjá slökkviliðinu, tólf vaktmenn auk slökkviliðsstjóra og eldvamaeftirlitsmanns. Varalið væri á bilinu 20 til 25 manns. Þá er gert ráð fyrir í áætlun almanna- varnamefndar að hægt sé að fá aðstoð í gegnum nefndina og þá væri það björgunarsveitin sem kæmi til aðstoðar, en til þess hefur aldrei komið, að sögn Tómasar Búa. Tækjakostur slökkviliðsins er sæmilegur, en tími er kominn til að hann verði endumýjaður. Slökkviliðið hefur yfir þremur dælubílum að ráða auk eins tækjabíls. Tveir bílanna em frá stríðsámnum og einn kominn vel á fimmtugsaldurinn. Hinsvegar vant- ar tilfínnanlega körfubíl á Akureyri sem náð gæti upp í 22 metra hæð. Væntanlega verður sú beiðni tekin fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar fljótlega. Þjónustusvæði Slökkviliðs Akur- eyrar er tvískipt. Annars vegar er það Akureyrarbær sem Slökkvilið Akureyrar sér um og hinsvegar er það félag, sem heitir Bmnavarnir Eyjafjarðar og samanstendur af átta hreppum í kringum Akureyri. Félagið hefur samið við Akur- eyrarbæ um að geyma bíl fyrir það og mannar hann í staðinn í útkalli. Um er að ræða nýlegan bíl, sem slökkviliðið má nota í eigin útköll- um. Tómas Búi sagði að aðstoðar- fólk væri í sveitunum, en sú skipulagning væri allt frá því að vera góð niður í enga skipulagningu og mætti því betur hátta í mörgum hreppanna. Sjúkraútköll vom alls 1.086 á árinu 1987, þar af 172 utanbæjar. Á árinu 1986 vom sjúkraútköll 977 talsins, þar af 130 utanbæjar. Af þessum 1.086 sjúkraútköllum vom 220 bráðatilfelli. ^Fjórðungssamband Norðlendinga: Þéttbýlisstaðir á Norð- vesturlandi fliuga úrsögn 1600 á þrettándagleði — þrátt fyrir kulda og trekk Siglfirðingar hafa ákveðið að segja sig úr Fjórðungssambandi Norðlendinga og Blöndósingar hafa einnig samþykkt úrsögn úr sambandinu að höfðu samráði við önnur sveitarfélög í Norður- _ landi vestra og það sama á við sveitarstjórn Hvammstanga. Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri á Sauðárkróki sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Sauðkræklingar væru jafn- framt að íhuga úrsögn, en ekki væri ennþá vitað hvað við tæki og gerði hann fastlega ráð fyrir að sveitarstjórnarmenn á vestur- svæðinu hittust innan tíðar til að ráða ráðum sinum varðandi hugsanlega úrsögn. Áskell Ein- arsson framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga hefur boðað til fundar með sveit- arstjórnarmönnum á vestur- svæðinu þann 15. janúar á Sauðárkróki þar sem rætt verður um stöðu sambandsins. Á fundi Samtaka þéttbýlis- svæða á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Sauðárkróki í nóvem- ber síðastliðnum var rætt um afstöðu sveitarfélaganna til Pjórð- ungssambands Norðlendinga og hvað myndi blasa við ef svo færi að sveitarfélög á vestursvæðinu segðu sig úr sambandinu. Auk þess máls var rætt um gjaldheimtumálin svokölluðu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. „Það þarf vissu- lega að koma til verulegra breyt- inga innan Fjórðungssambandsins ef við verðum áfram innan þess. Hinsvegar höfum við ekki gert hug okkar upp um það hvað tæki við, ef svo færi að við segðum okkur allir úr sambandinu. Það eru vissu- lega ýmsir aðrir möguleikar, sem til greina koma. Ákveðin óánægja '•hefur ríkt á meðal okkar töluvert lengi. Það eru örugglega komin hátt í 20 ár síðan menn fóru að ræða um þessa óánægju sín í milli og það gekk svo langt að boðað hafði verið til fundar í Húnaveri snemma á áttunda áratugnum þar sem stofna átti sérsamband hér á vestursvæðinu. Hinsvegar gerðist það að framkvæmdastjóri sam- bandsins kom á fundinn og taldi menn þá af því að stofna sérsam- band,“ sagði Snorri Björn. Hánn sagði að óánægjan væri miklu fremur á meðal þéttbýlis- sveitarfélaganna en á meðal smærri hreppanna og áliti hann að óánægj- an væri ekki aðeins bundin við vestursvæðið' heldur væri farin að gera vart við sig á austursvæðinu einnig. „Þetta er eina sveitarfélaga- sambandið, sem nær yfir meira en eitt kjördæmi. Þéttbýlissveitarfé- lögin eru ekki ánægð með þau völd sem þau hafa innan sambandsins á við minni hreppana. Til dæmis hef- ur Skarðshreppur, sem er næsti hreppur við Sauðárkrók og telur rúmlega hundrað íbúa, eitt atkvæði á fjórðungsþingi miðað við þijú at- kvæði Sauðárkróks, sem telur um 2.500 íbúa. Þetta er hiuti af vand- anum. Menn eru ekki sáttir við slík valdahlutföll. Smærri hrepparnir hafa yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða þó þeir hafi mikinn minni- hluta íbúanna á svæðinu." Fyrir dyrum stendur stofnun svo- kallaðra héraðsnefnda eða byggða- samlaga, sem setja á upp samkvæmt nýju sveitarstjómarlög- unum fyrir næstu áramót. Héraðs- nefndunum er ætlað að annast öll sameiginleg verkefni sveitarfélaga á ákveðnum landsvæðum. „Hér í Skagafirði er það til dæmis Sauðár- krókur og hreppar í sýslunni sem standa eiga sameiginlega í fjöl- -1 tu.' i \ i ir. s í■ >. i r; 3 /1 -i i»1 f e 11. s mörgum verkefnum. Ýmsir álíta að nauðsyn fjórðungssambanda og annarra kjördæmissambanda sé úr sögunni með tilkomu þessara hér- aðsnefnda. Annað sem kemur inn í þessa umræðu er sá skoðana- ágreiningur sem snýst um hvort þriðja stjómsýslustigið sé æskilegt eða ekki. Ef ekkert verður úr þriðja stjórnsýslustiginu, er Ijóst að hlut- verki fjórðungssambanda er lokið,“ sagði Snorri Björn. Hann sagðist ekki endilega vera sammála Siglfirðingum um það hve kostnaðurinn væri mikill, enda hlyti slíkur rekstur að kosta sitt. „Mér finnst einfaldlega ekkert út úr starfínu koma, því__miður. Fjórð- ungsþingin eru afskaplega ómark- viss. Talað er um ótrúlegan aragrúa af málum án þéss að nokkuð af því sé kmfið til mergjar. Vaðið er úr einu í annað og umræðurnar ávallt stöðvaðar þegar þær loks komast á eitthvert vitrænt stig. Lagt er fram uppkast að tillögum sem á að sam- þykkja og þurfa tillögurnar að vera mjög almennt orðaðar vegna hinna ýmsu hagsmuna mismunandi sveit- arfélaga þannig að þegar upp er staðið, er hér á ferðinni útþynnt vitleysa. Samtökin eru gjörsamlegá valdalaus sem slík og finnst mér til dæmis við á vestursvæðinu fá meira út úr þessu litla sambandi okkar, Samtökum þéttbýlissvæða á Norðurlandi vestra, heldur en við fáum út úr Fjórðungssambandi Norðlendinga. Á okkar fundum, sem haldnir eru tvisvar á ári, eru tekin fyrir tvö til þijú mál og þau rædd til hlítar og höfum við til dæmis tekið höndum saman um rekstur malbikunarstöðvar auk þess sem við höfum sameinast um að ráða iðnráðgjafa til starfa," sagði Snorri Bjöm. • i i n'ui>inaJ)Ii i j( )n FÓLK á öllum aldri skemmti sér vel á árlegri þrettándagleði Þórs sem fram fór að vanda að kvöldi þrettándans. Þrátt fyrir kulda og trekk fjölmenntu Akureyring- ar á Þórssvæðið og er talið að á svæðinu hafi verið um 1.600 manns. Þórsarar höfðu undirbúið gleðina vel að vanda og komu margir góðir gestir JJl að skemmta viðstöddum. Jólasveinarnir komu við áður en 111 i i £ e I' j (ý’ ’i t i) m (; (i / .;. t í 1 þeir héldu til heimkynna sinna og tóku hressileg jólalög í frostinu með bömunum. Þá mátti sjá púka, tröll, álfakóng og álfadrottningu, eins og venja er á slíkri álfabrennu. Eiríkur Fjalar og Skúli rafvirki mættu á svæðið og Jóhann Már Jóhannsson söng nokkur lög. Hjálparsveit skáta á Akureyri sá um flugeldasýningu í lokin og kveikt var í veglegri brennu, sem logaði glatt langt fram undir miðnætti. ,ív( 189b 15 3Cí ' 11 ( ; IC 5 18113 / r 8;(■; <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.