Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 21 Urskurður skiptaréttar kærður til Hæstaréttar - segir Ragnar Kjartansson fyrrum framkvæmdastjóri Hafskips „Úrskurðnr skiptaréttarins mun að sjálfsögðu kærður til Hæsta- réttar, enda byggir hann ekki á viðkomandi samningi hvað varðar útreikningsaðferð. Mér finnst hins vegar ástæða til að ítreka að ég hef ekki krafið þrotabú Hafskips um greiðslur svo mikillar sem einn- ar krónu af því sem mér þó i raun bar samkvæmt samningi við sljóm Hafskips. Krafa mín byggir eingöngu á skuldajöfnun á móti hugsanlegum kröfum þrotabúsins," sagði Ragnar Kjartansson, fyrr- um framkvæmdastjóri Hafskips, er Morgunblaðið innti hann álits á dómi skiptaréttar, þar sem þrotabú Hafskips er sýknað af kröfum Ragnars. Frú Vala Thoroddsen afhendir Gunnari Guðbjömssyni styrkinn sem er að upphæð 120.000 krónur. Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen: Gunnar Guðbjömsson fékk 120.000 kr. styrk „Ég hef upplýsingar um að ákveðnum embættismönnum skiptaréttarins og þrotabúsins hef- ur þótt við hæfí að reyna að gera æsifrétt úr undirréttarmáli þessu. Þannig hefur Ríkisútvarpið hljóð- varp fjallað um þetta mál í fjórum SJÓN V ARPSBINGÓ á vegum styrktarfélags Vogs og Stöðvar 2 hefst á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Spilað verður um bifreið af gerðinni Volvo 740 GL og tíu hljómflutningstæki í hverri viku, en útgefin spjöld verða 20.000 fyrir hvern þátt. Sjónvarpsbingóið mun fara fram á hveijum mánudegi næstu fímmt- án vikur, og í hvert sinn er spilað um vinninga að verðmæti 1425 þúsund. Að sögn Ámunda Ámunda- sonar, framkvæmdastjóra styrktar- félags Vogs, er ekki verið að afla fjár til daglegrar starfsemi Vogs, heldur var styrktarfélagið stofnað í október _sl. til þess að létta skulda- byrði SÁÁ vegna byggingar sjúkra- stöðvarinnar, en skuldir félagsins aðalfréttatímum og samtals í 15-20 fréttatímum á undanfömum dög- um. Fyrst lá skiptaráðanda svo mikið á að koma frétt frá sér um að málflutningi væri lokið að hún birtist í kvöldfréttum útvarpsins meðan málflutningur stóð enn yfir. vegna byggingamar nema á bilinu 50-70 milljónum króna. Seðill með sex spjöldum kostar 250 krónur, og gildir hver seðill fyrir ákveðið kvöld. Spilaðar verða tvær umferðir á kvöldi í beinni út- sendingu og er spilað um aukavinn- ingana tíu í fyrri umferð. Þá gildir að vera fljótur að hringja inn bingó til Stöðvar 2, því þrír fyrstu með bingó fá hljómflutningstæki að verðmæti 50 þús. krónur, en hinir sjö' hljómflutningstæki að verðmæti 25 þús. krónur. í seinni umferð er síðan spilað um aðalvinninginn, Volvobifreið að verðmæti 1,1 millj- ónar króna. Ef einhverjir vinningar ganga ekki út bætast þeir við pott- inn í næstu viku á eftir, þannig að allir vinningar eiga að ganga út að sögn aðstandenda bingóleiksins. Eftir að úrskurður lá fyrir, en áður en hann hafði verið vélritaður og afhentur lögmanni mínum, birti eitt dagblaðanna lítt skiljanlega upp- sláttarfrétt um málið, en hún var byggð á heimildum eins bústjóra þrotabúsins," sagði Ragnar. „ValdimarGuðnason, endurskoð- andi þrotabús Hafskips hf., skilaði fyrst um þetta mál álitsgerð síðast- liðið sumar eða einu og hálfu ári eftir gjaldþrot félagsins. Þar telur hann að beita hefði átt vísitöluút- reikningi, sem ekki var kveðið á um í samningnum og ekki tekin upp í reikningsskilum fyrirtækja fyrr en löngu eftir að þessi samningur var gerður. Einmitt vegna þessa var útreikningsprósentan lækkuð á árinu 1983 í nýjum samningi við stjóm félagsins, sem hefði að sjálf- sögðu verið óþarfí, ef styðjast hefði átt við vísitöluútreikninga. Þegar samningurinn var gerður 1978 var ekki séð hvað hann gæfí af sér, ef nokkuð. Þetta voru óveru- legar upphæðir fyrstu árin en fóru hækkandi. Að hluta til voru þessi svokölluðu aukalaun hugsuð annars vegar sem eftirlaunaskuldbindingar og hins vegar til að mæta hlutafjár- kaupum, en á núvirði nema hin glötuðu hlutaíjárkaup og skuld- bindingar framkvæmdastjóranna tveggja vegna þeirra á bilinu 21 til 22 milljónum króna frá upphafi. Þetta verða menn að hafa í huga þegar verið er að fjalla um málið og slá fram fullyrðingum um að ég sé að krefja þrotabúið um háar fjár- hæðir. Oft er hálfur sannleikur verri en algjör lygi. Heimildarmenn fréttamiðla, skiptaráðandi og bú- stjóri, hafa greinilega nálgast sannleikann með þeim hætti að segja hann ekki allan og í fram- haldi af því er búnar til æsifréttir. Svokölluð viðbótarlaun mín hafa oftar en einu sinni verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum. Þegar upp er staðið nema þessi útreiknuðu og að hluta til ógreiddu viðbótarlaun svipaðri upphæð og hlutafjárkaup mín hjá félaginu og er nettó fjárhæð þeirra að sjálfsögðu lægri- sem sköttum nemur,“ sagði Ragnar Kjartansson að lokum. STYRKVEITING fór fram í ánnað sinn þriðjudaginn 29. desember sl. úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Sjóður- inn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunn- ars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr hon- um að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verðlaun eða lán í sambandi við rannsóknir, tilraunir eða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningar- mála, sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borg- arstjóri. Breyting á dag*- skrá tónleika Breyting verður á dagskrá tón- leika til styrktar byggingu tónlistar- húss sem verða í Háskólabíói laugardaginn 9. janúar. Ávarp flyt- ur Birgir ísleifur Gunnarsson en ekki Ármann Om Ármannsson eins og áður var ákveðið. Kynnir verður Bergþór Pálsson í stað Birgis ísleifs. Styrkþegi að þessu sinni er 22 ára Reykvíkingur, Gunnar Guð- bjömsson, tenórsöngvari. Gunnar lauk fyrr í þessum mánuði burt- fararprófí frá Nýja tónlistarskól- anum. Hann hefur stundað söngnám sl. 5 ár, lengst af hjá Sigurði Dementz. Þrátt fyrir ung- an aldur hefur Gunnar þegar getið sér gott orð sem söngvari, en hann hefur sungið með ýmsum kómm og nú síðast sem einsöngv- ari í uppfærslu Pólýfónkórsins á Messíasi. Þá mun hann syngja hlutverk í Don Giovanni, sem Is- lenska Óperan frumsýnir í febrúar nk. Gunnar mun á sumri komanda halda utan til framhaldsnáms. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn, sem að þessu sinni var a fjárhæð kr. 120.000. Athöfnin fór fram í Höfða. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! iHgr&MfiMfifoifc Gódan daginn! Sjónvarpsbingó Styrktarf élags Vogs og Stöðvar 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.