Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 39 Kristín Jóhanna Guð- mundsdóttír - Kveðja Fædd 30. mars 1918 Dáin 30. desember 1987 Við erum nýlega búin að fagna jólum, þeirri blessaðri ljóssins hátíð, með öllum sínum gjöftim og góðu veðri — svo manni fannst helst maður standa á röngum tímamót- um. Þar á eftir gleðjumst við yfir nýju ári, í von og trú að það færi okkur frið og hamingju, farsæld og gleði. En oft á okkar bestu óskastund- um heimsækir okkur kvíði, sorg og söknuður. Og svo varð það nú um þessi áramót. Mér var færð sú sorgarfrétt á gamlársdag að vinkona min, Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir hefði lát- ist, 30. desember, úr þeim grimma og geigvæna sjúkdómi sem engum sýnir miskunn — þar sem hann ber að dyrum. Hún Kristín mín var búin að beij- ast við þennan vágest í meira en ár, og á stundum vonaði maður að henni tækist að sigra hann með sínum sterka vilja. En það voru bara gyllivonir sem maður er vanur að halda í þegar vinir og vanda- menn eiga í hlut. En Kristín fékk að eiga jól í faðmi heimilisins hjá sínum góða manni þó fársjúk væri. En hún fékk ekki að fagna nýju ári heima. Hún var leidd inn í frið og gleði á ströndinni ókunnu, þar sem manni er fagnað af vandamönnum og vinum. Þar sem sárin gróa og sorgir engar til. Kristín var Húnvetningur í báðar ættir. Móðir hennar Sigurunn frá Glaumbæ í Langadal, dóttir heið- urshjónanna Kristínar Davíðsdóttur og Þorfinns Jónatanssonar. Faðir hennar var einnig úr Langadal — Guðmundur Agnarsson Guðmunds- sonar og Guðrúnar Sigurðardóttur sem lengst af voru búsett á Fremsta-Gili. Guðmundur var elstur af stórum systkinahópi og hans Þórunn, dóttir Ingólfs, tók að sér rekstur stofunnar, þegar veikindi föður hennar ágerðust. Var ómet- anlegt fyrir hann að geta unnið þar, þegar kraftar leyfðu og þurfa ekki að horfa upp á lokun atvinnu- fýrirtækis síns. Ekki verður minnst á Ingólf öðruvísi en að Svava komi í hugann í sömu andrá. Þau hjónin voru svo einstaklega samheldin, að aldrei rofnuðu þau tryggðabönd. Svava stóð óhagganleg við hlið hans til hinstu stundar, þau efldu hvort með öðru kjark og bjartsýni. Samskipti þeirra og bamanna voru líka ein- staklega hlý. Enginn maður uppsker ríkulegri ávöxt erfíðis síns en sá, sem umlukinn er ómældri ást og umhyggju Qölskyldunnar í erfíðum veikindum og á dauða- stundu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. heimili lengi rómað fyrir glæsileik og gestrisni. Kristín ólst upp í foreldrahúsum ásamt tveimur bræðrum, þeim Agn- ari búsettum á Blönduósi og Sigþóri búsettum á Höfn í Homafirði. 17 ára fór Kristín í Kvennaskólann á Blönduósi og lærði allar þær grein- ar sem góð húsmóðir getur tileinkað sér. Hún var áhugasöm og skyldu- rækin við námið. Góður félagi sinna skólasystra og um vorið lauk hún prófí með ágætri einkunn. Námið notfærði hún sér síðar er hún stofn- aði sitt eigið heimimli. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sigurgeir Magnússyni, hús- gagnameistara, 11. desember 1937. Gullbrúðkaupsafmæli áttu þau 11. desember sl. og áttu saman smá sólskinsstund á sínu fallega heimili í Kötlufelli 7. Kristín og Sigurgeir eignuðust 6 böm, sem öll em vel gerð og mynd- arfóik. Elst er Bára, húsmóðir í Hafnarfírði og vinnur á Bæjarskrif- stofunum. Hennar maður er Vagn Gunnarsson og eiga þau 5 böm. Sævar, bifreiðastjóri, kvæntur Marsý Jónsdóttur, þau eiga 3 böm. Ægir, sem nú er prestur á Skaga- strönd, hans kona er Jóhanna Ólafsdóttir, kennari. Næst er Hrönn, vinnur hjá Lista- safni ríkisins, gift Hrólfí Jóhanns- sjmi, póstmanni, eiga 2 böm. Þá Friðrik, verktaki hjá Borgarspítal- anum og Amarflugi, hans kona er Erla Sighvatsdóttir, bankastarfs- maður, þau eiga 2 böm. Yngst er Þórdís, vinnur hjá Kaupþing, henn- ar maður er Eyjólfur Baldursson og eiga þau 2 böm. Kristín og Sigurgeir áttu sín fyrstu búskaparár í Reykjavík. Fluttust síðar til Blönduóss, þar sem þau áttu heimili lengi og komu upp að mestu sínum bömum, en fluttu svo aftur til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan og nú lengi að Kötlu- felli 7, þar sem þau gerðu sér ingar þekkja, þeim Agli Guðmunds- syni og Þómnni Einarsdóttur. Ingólfur var yngstur af níu böm- um þeirra hjóna. Ein af lyndisein- kunn Ingólfs sem fljótt kom fram og fylgdi honum allt lífíð, var glað- værð, sem með öðmm gerði hann aðlaðandi og vel til fagnaðar fund- inn. Hver er sinnar gæfu smiður seg- ir máltækið. Mikið er til í því og þegar vel er til stofnað er ekki verra að lán fylgi með. Gæfan brosti við Ingólfí þegar hann kvæntist bróð- urdóttur okkar, Svöfu Júlíusdóttur á haustdögun 1947. Fjömtíu ára sambúð, í ást og virðingu beggja og bamaláni, er ekki hlutskipti allra, en einmitt það öðlaðist þeim hjónum, það var okk- ur samferðamönnum ljóst. Við sáum bamahópinn stækka, verða alls sex að tölu, fjórar dætur og tveir sjmir. Við sáum líka að góðir eiginleikar foreldranna fyigdu böm- unum, svo sem dugnaður, gott viðmót og mannleg hlýja. Já, bamahópurinn varð nokkuð stór á nútíma vísu og vissulega hefur þurft að hafa mikið fyrir að sjá farborða jafn stóm heimili með þeim myndarbrag sem raun bar vitni. Ingólfur var harðduglegur maður, en nýtti sinn tfma vel, var vel meðvitaður um sínar skyldur við lífíð, sem vom honum um leið ljúfar. Ingólfur valdi sér rakaraiðn að lífsstarfí, í því rejmdist hann veglegt og fallegt heimili. Þangað var gott að koma og mæta þar gestrisni og góðvild. Nokkm eftir að ég kom til Blönduóss 1932 kjmntist ég fljót- lega Kristínu, sem þá var alltaf kölluð Lóa Guðmunds. Hjá mér var fóstursystir mín, sem Rósa hét Sumarliðadóttir og vom þær svo að kalla jafnaldra, samrýmdar og þar af leiðandi kom Lóa oft á mitt heimili. Ég hafði oft gaman af þessum litlu stúlkum, þó að aldursmunurinn væri mikill milli mín og þeirra. Þær áttu mörg áhugamál og vildu mikið við mig tala um lífið og tilvemna. Þær vom þessar glæsilegu ungu stúlkur, ókmmpaðar af lífinu. Þær vom glaðar og greindar vel, lásu saman ljóð og sögur sem þær svo seinna vitnuðu oft í. Þær ætluðu að gera þetta eða gera hitt, vera svona eða vera öðmvísi, sem sagt — sáu veg til allra átta. Vand- inn var aðeins sá að velja þann rétta. Ekki þann grýtta og torsótta, heldur þann bjarta og greiðfæra, þar sem þær fyndu Oskasteininn, sem vísaði á farsæla braut. Ég átti margar glaðar stundir með þessum ungu vinkonum mínum. Upp frá því hélst góð vin- átta með okkur Lóu og þráðurinn slitnaði ekki þó fjarlægðin væri stundum talsverð. vinsæll og viðurkenndur fagmaður. Það er alveg víst, að þeir em margir viðskiptamenn hans, sem minnast hans með virðingu. Við minnumst margra góðra stunda á hans fagra heimili, sem þau hjón vom svo samtaka um að hlúa að, og utan heimilis, hvarvetna í nálægð vináttu og glaðværðar. Með Ingólfí fylgdi þokki og hlýja svo gott var með honum vera, en þó fyrst og síðast manndómur sem aldrei brást. Fýrri hluta liðins árs, fréttum við að alvarlegur sjúk- dómur hefði tekið sér bólfestu í líkama vinar okkar. A yndisfögrum degi á miðju sumri við Geysi hittum við Ingólf og Svöfu, sem þama vom stödd, ásamt öllum bömum sínum og bamabömum. Höfðu þau safnast saman til að vera með þeim í viku, í sumarbúðum skammt frá. Samtalið við Ingólf þama á staðnum verður okkur lengi minnis- stætt, vitandi hvert stefndi. Sýndi hann kjark og jafnaðargeð, þakklát- ur í huga fyrir líf sitt og bömin sín, en sitt mesta lán í lífínu sagði hann vera konuna sína. Vissulega hafði hann á réttu að standa að kveðja þennan heim með konu öll bömin sér við hlið, undirstrikar það fagurlega. Guð blessi hans veg og allra er hann unni. Einar og KHstinn Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Vald. Briem.) Einar, bróðir Ingólfs, og fjöl- skylda hans kveðja kæran bfoður, mág og frænda. Fyrir þeirra hönd, Maria L. Einarsdóttir Með fáeinum orðum langar okkur bræður að senda vinakveðjur vegna fráfalls Ingólfs Egilssonar, þessa góða drengs sem við höfum þekkt, leikið við og verið samferða í marga áratugi. Hann var af góðu fólki kominn sem allir gamlir Hafnfírð- t Móöir mín og amma okkar, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Heiðargerði 80, Reykjavfk, sem andaöist 30. desember sl., veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15.00. Nanna T ryggvadóttir, Guðmundur Jónsson, Tryggvi Jónsson. Eftir áð ég kom aftur til Reykjavíkur ræddum við Lóa oft um okkar kæm vini fyrir norðan, riíjuðum upp samstarfíð í kvenfé- laginu Vöku og þau mörgu félags- störf sem þar voru unnin. Já, hún Lóa mín var sannur Húnvetningur og lét oft hugann reika norður jrfír fjöll og heiðar, og yljaði sér við minningar frá sínu æskuheimili og sínum kæru vinum. Óskasteinninn hennar Lóu vísaði henni á bjarta veginn, svo hún átti alltaf fallegt og hlýtt heimili, góðan mann og glæsilegán og vel gerðan bamahóp. Ég vil kveðja vinkonu mína með ósk um bjarta heimkomu í land ljóss og friðar og sendi manni hennar og bömum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ragnheiður Brynjólfsdóttir Í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Kristínar J. Guðmundsdóttur, Kötlufelli 7, Reykjavík. Kristín Jó- hanna en svo hét hún fullu nafni fæddist í Glaumbæ í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar vom hjónin Guðmundur Agnarsson og Sigrún Þorfinnsdóttir sem lengst af bjuggu á Blönduósi. Þegar ég kynntist Kristínu fyrir meira en tuttugu ámm höfðu þau hjónin Sigurgeir Magnússon og hún flutt til Reykjavíkur skömmu áður. Ég fann það fljótt að Kristín hafði sterkar taugar til átthaganna og fylgdist með öllu sem þar gerðist. Og þrátt fyrir að heimili hennar stæði í Reykjavík síðasta aldarfjórð- unginn sem hún lifði var hún alltaf sami Húnvetningurinn — hugurinn var meira og minna fyrir norðan og hún fylgdist grannt með mönn- um og málefnum þar. Ég varð þess einnig fljótt vör að fólkið norðan heiða var hennar fólk — það fór ekki milli mála að það vom ótvíræð meðmæli með sérhveijum manni væri hann að norðan — ég tala nú ekki um ef hann var úr Austur- Húnavatnssýslunni. Sumarið 1986 kenndi Kristín sjúkdóms þess sem húnv arð áð lúta í lægra haldi fyrir en hún lést þann 30. desember sl. Á síðastliðnu sumri var heilsu hennar á þann veg háttað að hún gat farið með manni sínum norður í átthagana og dvalið þar nokkra daga. Þessi ferð varð henni til mikillar ánægju — hún hitti ýmsa „gamla“ vini og naut samvistanna við þá. Heimili þeirra Kristínar og Sigur- geirs vitnaði um mikla snyrti- mennsku — þar var hver hlutur á sínum stað og ég man aldrei eftir því að hafa komið svo á heimili þeirra að nokkurs staðar sæist hrukka eða blettur. Kristínu var það eðlislægt að hafa snyrtilegt í kring- um sig. Annað sem setti mikinn svip á heimili þeirra var handavinna eftir húsmóðurina. Kristín var mik- il hannyrðakona og þau eru ófá verkin sem hún hefur unnið. Mörg verka hennar piýða heimilið og gefa því skemmtilegan þokka. Eitt af því sem einkenndi Kristínu var hinn mikli þjóðmála- áhugi hennar. Húa fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast og tók afstöðu til manna og málefna. Hálfvelgja var henni ekki að skapi. Kristín var mjög tilfinninganæm þó hún bæri ekki tilfínningar sínar á torg. I sínum miklu veikindum sýndi Kristín mikinn styrk og æðru- leysi. Hún tók því sem óumflýjan- legt var með reisn. Sigurgeir, maður Kristínar, studdi hana og styrkti í veikindum hennar. Hann leitaðist við að létta henni baráttuna við sjúkdóminn og reyndist henni eins og best verður á kosið. Samfylgd Kristínar og Sig- urgeirs er orðin nokkuð löng en þau áttu 50 ára hjúskaparafmæli þann 11. desember sl. Þau eiga 6 uppkomin böm auk barnabama og barnabamabama. Elsku Sigurgeir, ég bið góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni og Kristínu þakka ég samfylgdina og allt það góða sem gafst á genginni tíð. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt Jóhanna S. Ólafsdóttir í dag er til moldar borin vinkona mín Kristín Guðmundsdóttir frá Blönduósi og langar mig til að minnast hennar með fáeinum orð- um. Hún var stórbrotin persóna og heimili þeirra hjóna ber vott við smekkvísi og hagleik, og handa- vinnu hennar er unun á að horfa. Fyrir tveimur mánuðum áttum um saman jmdislegan dag, sem ég geymi til minningar um elsku Ló mína, hennar er sárt saknað. „Eg dey, og ég veit nær dauðann að ber, — ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífe uppspretta er fundin." (Þýð. Stefán Thorarensen.) Ég votta eiginmanni, bömum og fjölskyldum þeirra, mína inni- legustu samúð. Lára Guðmundsdóttir. + Konan mín, móðir og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Syðri-Reykjum, Biskupstungum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður frá Torfastöðum. Bílferð verður frá BSI kl. 11.30, Hótel Ljósbrá, Hveragerði kl. 12.15 og Árnesti, Selfossi kl. 12.30. Grimur Ögmundsson, Grétar B. Grimsson, Lára Jakobsdóttir. t Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför bróður okkar og mágs, KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR, Hálsi, Skógarströnd. Guðfinna Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ögmundur Sigurðsson, Sigurfljóð Jónsdóttir. + Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDSÍNU SIGURRÓSU SIGURGEIRSDÓTTUR frá Hellissandi. Steinunn Kristjánsdóttir, Kristfrfður Kristjánsdóttir, Guðrfður Kristjánsdóttir, Krístinn Hermannsson, Ludy Ólafsdóttir, barnabörn og Sigurður Guðnason, Guðmundur Kristjónsson, Kristinn Guðmundsson, Svava Sigmundsdóttir, Steinþór Guðlaugsson, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.