Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 I „Það lækkar mest sem fólk þarf minnst að nota“ FÓLK virðist alrnennt ekki vera búið að átta sig að fullu á verð- breytingunum vegna sölu- skattslaganna, ef marka má viðtöl sem Morgunblaðið átti við fólk í innkaupum í gær, á þeim degi sem nýju söluskatts- lögin tóku gildi. Flestir höfðu þó kynnt sér breytingarnar að einhverju leyti, og sumir sögðu að þær myndu hafa áhrif á neyslu sína þegar þeir hefðu kynnt sér málið betur. „Nauðsynjamar hækka, en þær vörur sem maður notar minna lækka“ sagði Gróa Kristjánsdótt- ir, þegar Morgunblaðsmenn tóku hana tali í JL-húsinu í gær. Gróa sagðist hafa kynnt sér verðbreyt- ingamar í blöðum og sjónvarpi, og hún sagði að líklega myndu þær hafa áhrif á það hvað hún keypti inn. Hún sagðist þó ekki enn hafa áttað sig á hve mikið hver vara hækkaði, og það sama sagði María Kristjánsdóttir, en hún hafði þó tekið eftir að tvenn- ar verðmerkingar voru á nokkmm vörum. María sagðist ekki hafa kynnt sér verðbreytingamar nægilega vel, en sagði að sér fynd- ist slæmt að nauðsynjavörur hækkuðu, og að verðbreytingam- ar myndu ömgglega hafa áhrif á það hvað hún keypti inn. „Jón Baldvin skortir karl- mennsku til að ná skatti af stóreignamönnum" sagði Guð- bjöm Jóhannesson, sem líst fremur illa á söluskattsbreyting- amar. „Það lækkar sem maður þarf minnst að nota, ég á nú þeg- ar þvottavél og borðbúnað". Hann sagðist ekki hafa tekið sérstak- lega eftir hve mikið vömr hefðu hækkað eftir breytinguna, þar Maria Kristjánsdóttir Gróa Kristjánsdóttir: Nauð- synjar hækka en hitt lækkar. Guðjón Þorkelsson frestaði sjónvarpskaupunum fram yfir áramót, og sparaði með því nokkur þúsund krónur. sem hann keypti sjaldan inn, og hann taldi breytinguna ekki munu hafa mikil áhrif á sína neyslu. „Ég drekk mjólk eins og kálfur, svo það er gott að hún hækkar ekki“ sagði Guðbjöm. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég versla eftir að söluskatturinn var lagður á, svo ég hef enn ekki tekið eftir hvemig vömverðið breytist" sagði Sigrún Ingimars- dóttir. Hún sagðist ekki hafa kynnt sér breytingarnar nægilega vel, en sagði að eflaust myndi hún haga innkaupunum á annan hátt í framtíðinni, þegar hún hefði at- hugað breytingar á vömverði betur. Sigrún var fremur óhress með söluskattinn, og sagði að það mætti fremur hækka snyrtivömr en matvömr. „Ég held áfram að kaupa græn- meti og ávexti eftir söluskatts- breytinguna, þó að þær vömr hafi hækkað einna mest“ sagði Tómas Jónsson, þar sem hann raðaði eplum í plastpoka. Hann sagði þó að líklega myndi hann breyta sinni neyslu eitthvað þegar fram í sækti, en enn hefði hann ekki tekið sérstaklega eftir verð- hækkunum á matvöru. I Radíóbúðinni hittum við Guð- jón Þorkelsson þar sem hann var að skoða sjónvörp, og spurðum hann hvort hann hefði beðið eftir tollalækkununum. „Já, ég ætlaði að kaupa sjónvarp fyrir jólin, en frestaði því fram yfir áramót vegna verðlækkananna" sagði Guðjón. „Matarskattinn er slæm- ur“ sagði Guðjón þegar við inntum hann eftir áliti hans á breytingun- um, en hann sagðist að sjálfsögðu vera ánægður með að spara nokk- ur þúsund krónur á sjónvarpinu. Sigrún Ingimarsdóttir 'Guðbjöm Jóhannesson Nýir ávextir em það sem hækk- ar einna mest með nýju sölu- skattslögunum, eða um 25%, en Tómas Jónsson sagðist samt- ekki ætla að hætta að borða epli. Morgunblaðið/Bjami Sýnishorn af sprengjunum sem lögreglan í Hafnarfirði tók í sína vörslu á þrettándann og dagana á undan. Eins og sjá má er búið að sprengja margar þeirra, einkum þær sem gerðar em úr rörabútum og fittings. Úr þeim kvarnast málmflísar og geta valdið miklu tjóni. Stóri hólkurinn aftast á myndinni var fylltur af girðingalykkjum og púðri og hleðslan sprengd á víðavangi. Þumlungsstórar, oddhvassar lykkjur þeyttust i allar áttir en ekki er vitað til að nokkur hafi hlotið skaða af þessu svívirðilega athæfi. 162 unglingar færðir á lögreglustöðina í Hafnarfirði: Margar heimatilbún- ar sprengjur fundust í fórum unglinganna LÖGREGLAN í Hafnarfirði hafði mikinn viðbúnað vegna þrettán- dans í fyrrakvöld, en fjöldi ungl- inga safnaðist saman í miðbænum. 36 hafnfirskir lögreglumenn vom á vakt, en einnig var fengin að- stoð 30 lögreglumanna úr Reykjavík og félaga úr björgunar- og hjálparsveitum í bænum. Starfsfólk margra fyrirtækja i Hafnarfirði var í viðbragðsstöðu fram á nótt og vom meðal annars um 10 starfsmenn Sparisjóðs Hafnarfjarðar í afgreiðslu hans þangað til ljóst var að lögreglan hafði fullt vald á fjöldanum. Þegar stór hópur unglinga safnað- ist saman við Strandgötu upp úr klukkan 9 um kvöldið, voru þeir beðn- ir að halda leiðar sinnar. Margir hlýddu en flestir héldu kyrru fyrir. Undanfarin ár hefur orðið eignatjón í miðbæ Hafnarfjarðar á þrettánd- anum; rúður hafa verið brotnar með grjóti og heimatilbúnum sprengjum. Stöðugt hefur hugkvæmnin í gerð heimatilbúinna sprengja aukist. Lög- reglan hefur ekkert aðhafst nema þegar leikurinn var hafínn og aðeins handtekið þá unglinga sem staðnir hafa verið að brotum. Aðeins tvær rúður brotnar Húseigendur í miðbænum og yfir- völd ákváðu að reyna að koma í veg fyrir ólæti að þessu sinni og tókst það, aðeins tvær rúður voru brotnar. Rannsóknarlögreglumenn höfðu gert upptækt mikið magn af heimatilbún- um sprengjum. Akveðið var að á þrettándanum skyldi handtaka og flytja á stöðina alla þá sem hefðu að engu tilmæli um að safnast ekki sam- an eða grunur léki á að hyggðust efna til óláta. 162 unglingar voru færðir á lög- reglustöðina í Hafnarfirði og skrifaðir upp. Það fór eftir aldri ungmennanna og ástandi hvort lögreglan lét for- eldra sækja þau á stöðina um kvöldið, lét þau laus að loknu viðtali eða. geymdi uns mesti móðurinn var runn- inn af þeim. Fjölskrúðugt vopnabúr „Vopnabúrið“, heimatilbúnu sprengjumar sem lögreglumenn fundu og tóku í sína vörslu á víða- vangi eða í fórum sumra ungling- anna, ber þess vott að miklum tíma og fyrirhöfn var varið í að finna upp aðferðir til að gera sprengjumar sem öflugastar. Ekki er vitað til að neinn hafí slasast af völdum þessa á þrett- ándanum. Algengt er að flöskur eða hvers konar rör séu notuð, fyllt af púðri sem oftast er tekið innan úr flugeldum og skafið utan af stjömu- ljósum. í nokkrum sprengjanna voru smápeningar, girðingalykkjur eða einhvers konar málmflísar. „Auðvitað er það minnihluti ungl- inga í Hafnarfírði sem vopnast með þessum hætti á þrettándanum en hópurinn, sem kemur saman til að verða vitni að ólátunum og gerir ekk- ert af sér, skýlir þeim og gerir að verkum að þeir geta leynst í fjöldan- um,“ sagði Ólafur Guðmundsson aðstoðaryfírlögregluþjónn í Hafnar- firði. í kringum þrettándann náði hám- arki alda skemmdarverka sem hefur riðið yfír Hafnarfjörð undanfarið og tengist að miklu leyti sprengjufram- leiðslunni. „Sumir unglingamir virð- ist öðlast óskaplega innri gleði með því að eyðileggja sem mest,“ sagði Ingólfur Ingvarsson yfírlögreglu- þjónn. Til marks um það nefndi hann að 29. desember höfðu 1500 perur verið skemmdar í ljósastaurum bæj- arins á árinu og að nær daglega milli jóla og nýárs hefðu borist frétt- ir af rúðubrotum og skemmdarverk- um, ekki síst í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla. Nú er rétti tíminn! Verðfrá kr. 523.000,- Örfáum bilum óráðstafað á þessu frábæra verði. Greiðslukjör við allra hæfi. CITROEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.