Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Erna G. Olafs- dóttir — Minning Þegar dauðinn knýr dyra erum við oftast óviðbúin, sérstaklega þegar ungt fólk í blóma lífsins er burtkallað. Ema Ólafsdóttir, sem við minn- umst nú, var aðeins 33 ára gömul, þegar hún lést í bílslysi þann 30. desember síðastliðinn. Minningabrotin þyrlast upp. Við kynntumst árið 1973, þegar við hófum nám í Hjúkrunarskóla Is- lands. Við vorum allar á heimavist- inni. Þar bundumst við vinaböndum, sem héldust ætíð síðan. Námsárin liðu fljótt, og margt var brallað á þeim tíma, sem gaman var að rifja upp síðar, þegar við hittumst. Á þessum árum kynntist Ema eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sigurði Gunnarssyni. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar Óla og Amar Bjöm, sem nú eru 13 og 8 ára gamlir. Undanfarin ár höfum við unnið saman á deild 33C á Landspítalan- um. Þar var Ema aðstoðardeildar- stjóri og fórst henni starfið afar vel úr hendi. Hún átti svo gott með að umgangast fólk, var gefandi og sterk og bar mikla umhyggju fyrir öðrum. Hún hafði einstaklega hlýtt viðmót og alltaf var stutt í fallega b^osið hennar. Nú þegar við kveðjum Emu hinstu kveðju finnum við til sárs saknaðar. Elsku Siggi, við vonum að Guð gefi þér og drengjunum styrk til að standast þessa raun og takast á við lífið á nýjan leik. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar, foreldra, systkina og ann- arra ástvina Emu. Dísa og Adda. Hvað erum vér? Einn dropi úr lífsins legi. Hvar lifum vér? Á andans þroskavegi. Hvað lærum vér? Að finna Föðurhendi. Hvert fórum vér? Til þess, er okkur sendi. (Hj.Bj.) Þegar tilkynning kom um að slys hefði orðið og að hún ástkæra frænka okkar hefði látið lífíð var fyrsta hugsun okkar allra að þetta gæti ekki verið, þetta væri ekki rétt. Ema Guðlaug var dóttir hjón- anna Ingibjargar Ólafsdóttur og Ólafs Jónssonar. Hún var fædd og uppalin á Akureyri á Sólvöllum 7. Húsið á Sólvöllum 7 er með þremur íbúðum og byggt í sameiningu af Ólafí, Ingólfí bróður hans og föður jhgirra. Allan sinn búskap hafa þeir bræður búið í sama húsi ásamt fjöl- skyldum sínum og höfum við því alist upp eins og hálfgerð systkini. Oft var glatt á hjalla á Sólvöllun- um, hvort sem komið var saman uppi eða niðri, minningar æskuár- anna hrannast upp og of langt mál yrði að tíunda þær hér en við mun- um eiga eftir að ylja okkur við þær um ókomna framtíð. Þegar barnsárin voru að baki og alvara lífsins tók við þá minnkuðu tengslin sem höfðu bundið okkur svo sterkt saman meðan við bjugg- um öll undir sama þaki. Ema valdi sér að starfa við hjúkr- un og átti það mjög vel við hennar ^gúfu skapgerð, sem alls staðar veitti birtu og yl til þeirra sem hún annaðist. Einnig kom það í ljós að Erna var sú okkar sem hvað mest hélt við þeim sterku tengslum sem bund- ið höfðu okkur saman sem böm og unglinga. Hún var mjög opin og hlý og sýndi það í orði og verki að fjölskylda og ættingjar er það dýr- mætasta sem maður á. Og það var einmitt tilgangurinn með þessari ferð að öll fjöiskyldan kæmi saman á Sólvöllunum, en það hafði ekki tekist um árabil. Ema var sú fyrsta af okkur frændsystkinunum sem fór að heiman þegar hún fór til náms við Hjúkrunarskóla íslands. Á námsár- unum í • Reykjavík kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Sig- urði Guðna Gunnarssyni, ogeignuð- ust þau tvo drengi, Gunnar Óla, 13 ára og Arnar Bjöm, 8 ára. Við sendum þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einnig for- eldrum, systkinum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda á þessum sorgarstundum. Hafí hún þökk fyrir allt og allt. Oft er líkt og leiðsögn góðra vætta sélokiðeftirskammastund. (D.St.) best í ljós lipurð og hjálpsemi Sig- urðar og hversu samhent þau hjónin voru. Ema átti mörg áhugamál en fyrst og fremst voru það félagsmál í þágu líknarstarfsemi sem hún sinnti í vaxandi mæli, enda var það í samræmi við lífshlaup hennar. Hennar stærsta persónueinkenni var hversu opin og aðlaðandi hún var í allri umgengni við fólk — enda var hún vinsæl og vinamörg. Henni var það hugleikið að treysta fjölskyldu- og vinaböndin. Hún var umhyggjusöm og elskuleg dóttir — systir og frænka. Við sem höfum búið í sama húsi og foreldrar henn- ar allt frá því að við öll giftum okkur og þekkt Emu frá fæðingu höfum margt að minnast. Það var oftast bjart yfír bemskudögum bamanna sem ólust upp á Sólvöllum 7. Ekki alltaf friður og ró sem varla var von, þar sem hópurinn saman- stóð af 8 frændsystkinum, sem öll vom kát og hress. Lengst af voru það þó íjögur elstu bömin sem léku sér saman — þrjár frænkur á sama ári og „brói litli" einu ári yngri. Þau urðu því nokkuð mörg gleðiár æskunnar sem við minnumst í þessu sambandi. Þó 30. desember síðastliðinn sé dimmur í hugum okkar reynum við að fletta upp í minningabókinni og skoða allar björtu myndimar af fallegu góðu frænkunni með brúnu augun sín, sem veitti gleði og birtu til okkar allra. Það er komið að leiðarlokum og hún horfín okkur í bili. Við kveðjum elsku Emu í hinsta sinn. Megi það kærleiksljós sem henni fylgdi í lífínu umvefja hana á alheimsbrautum. Við drúpum höfði í samúð og biðjum almættið að styrkja þá sem næst standa og gera líf þeirra bjart og fagurt. Hulda og Ingi Fáránleiki mannlegs hlutskiptis hefur lostið okkur með óvæntum og hrapallegum hætti. Fáeinar línur mega sín lítils gagnvart óskiljan- leika tilvemnnar. Maður stendur agndofa við fréttina um hið skyndi- lega fráfall Emu Ólafsdóttur langt um aldur fram. Sekúndubrot skilja á milli lífs og dauða. Glæsileg kona í blóma lífsins er horfín. Þetta er sannkölluð harmafregn. Það eitt er auðsagt að um Emu er aðeins gott eitt hægt að segja. Hún hafði alla kosti sem prýða mega konu í hennar starfí. Hún var einstaklega vinsæl og vel liðin í því umhverfi sem við þekktum hana. Persóna hennar var vammlaus og ferillinn flekkiaus. Ema var harð- dugleg og samviskusöm, en samt varð aldrei vart fyrirhafnar eða áreynslu í störfum hennar. Nærvera hennar og umgengni var alltaf þægileg. Hún hafði sérstaklega gott lag á fólki með erfíð geðræn einkenni. Hún var þolinmóð, traust og hlý, látlaus og yfírlætislaus með öllu, mjög áhugasöm um að auka menntun sína og þroska í starfí, sem þegar var þó mun meiri en hinn ungi aldur sagði til um. Aldrei er til þess vitað að hún hafí æst sig upp eða skipt skapi. Á hana mátti treysta og hún var í alla staði frábær starfsfélagi. Hún hafði ágæta kímnigáfu og vinarhugurinn og glettnin, sem skein úr augum hennar og lýsti upp tilveruna í kring, mun lýsa áfram fyrir hug- skotssjónum allra sem hana þekktu. Brotgjamir eru þeir minnisvarðar sem við mennimir reisum sjálfum okkur og fánýt og hégómleg eru flest mannanna verk hjá því sem meira er og æðra. Stundum er þó sagt að menn lifí í verkum sínum. Á slíkt skal enginn endanlegur dóm- ur lagður hér og þaðan af síður neinum hallmælt fyrir þá kenningu. Kannski lifa sumir eftir sinn hag í bleki, prentsvertu, höggnu bergi, steinsteypu o.s.frv. En einnig virð- ast menn þó geta lifað með vissum hætti og ekki síður í þeim tilfínning- um sem þeir hafa stafað frá sér og miðlað, tilfinningum sem tekið hafa sér bólfestu í sálum annarra og gert þá andlega ríkari. Slíkt fólk. lifir ekki í minningunni einni fyrst og fremst þó að slíkt sé dýrmætt, Frændsystkinin Gréta Berg, Eva Þórunn, Hrefna Laufey, Eggert Þór og Edda Ásrún. Það var á haustdögum árið 1977 að svo skemmtilega vildi til að fern hjón fluttu búferlum til Bolung- arvíkur. Ema og Siggi voru ein þeirra og meðal annars vegna þess að við vorum öll með böm á svipuð- um aldri, myndaðist fljótt sú vinátta sem haldist hefur síðan. Minningamar um allt þáð skemmtilega sem við tókum okkur fyrir hendur á þessum ámm koma upp í hugann þessa dagana. Til dæmis okkar fyrstu kynni af hinum þjóðlega sið Bolvíkinga að halda þorrablót, þar sem konumar mæta á íslenskum þjóðbúningi. Til þess að við aðkomufólkið gætum tekið þátt í þessu varð að hringja um landið þvert og endilangt til að út- vega búninga. Við áttum síðan eftir að kjmnast því að þetta var með bestu skemmtunum sem við höfum tekið þátt j'. Ema Guðlaug Ólafsdóttir, sem við kveðjum hér í dag, fæddist á Akureyri 17. október 1954. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Jónssonar og Ingibjargar Ólafsdóttur. Ema lauk námi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og hóf síðan nám við Hjúkrunarskóla Islands og lauk þaðan námi árið 1976. Ema kynnt- ist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Gunnarssyni, á skólaámn- um. Siggi var þá við nám í Fisk- vinnsluskólanum. Þau hófu síðan búskap og eignuðust eldri drenginn sinn, Gunnar Óla, árið 1974. Að námi loknu flytja þau til Bolung- arvíkur eins og fyrr er getið og starfaði Ema sem hjúkmnarfræð- ingur við Sjúkraskýlið á staðnum. I Bolungarvík eignast þau yngri drenginn sinn, Amar Bjöm, fæddan 'arið 1979. Ema átti einn bróður, Jón Óla, sem er búsettur á Akureyri, og eina systur, Kristínu (Dídí), kennara- nema. Milli þeirra systra hefur alla tíð verið mjög náið og gott sam- band. Þegar Ema og Siggi fluttu suður vann Ema fyrst á Hrafnistu í Reykjavík og síðan á geðdeild Landspítalans. Þegar okkur var tilkynnt að okk- ar góða vinkona hefði látist í bílslysi að kvöldi 30. desember, vom fyrstu viðbrögð eins og að verða fyrir þungu höggi. Siðan þegar maður fer aðeins að átta sig kemur upp í hugann þvílíkt óréttlæti, af hvetju hún, hún sem var svo ung og sterk og átti svo stóm hlutverki ólokið hér á jörð. En svo kemur líka hugs- unin sem maður reynir að sætta sig við, að henni hafí verið ætlað stærra og meira hlutverk annars staðar. Minningar okkar um Emu em allar bundnar við hennar einstöku glaðværð og hversu skemmtilega orðheppin hún gat verið í góðra vina hópi. Með þessum orðum viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast Ernu Guðlaugu. Við vottum þér, Siggi minn, og drengjunum þínum, foreldrum og öðmm ættingjum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg. Hrund, Guðmundur, Helga og Stefán. Þegar sú harmafregn barst mér þann 30. desember að Erna vinkona mín hefði dáið í bílslysi, var effítt að trúa því að þetta væri raun- vemlegt. Hún svoiia ung og í blóma lífsins. Ema var fædd 17. október 1954, dóttir hjónanna Ingibjargar Ólafsdóttur og Ólafs Jónssonar. Emu hef ég þekkt frá því við vomm smástelpur, en fyrir tæpum 5 ámm komu veikindi upp í fjölskyldu minni, þá reyndi virkilega á, þá brást Ema ekki. Þau hjónin vom boðin og búin að hjálpa og heimili þeirra stóð okkur alltaf opið þegar við þurftum að leita suður til lækn- is. Þá fundum við vel hvernig það er að eiga góða vini. Minningamar eigum við alltaf þær, getur enginn tekið frá okkur. Þó að Ema sé horf- in okkur þá bíða hennar eflaust margir handan við móðuna miklu og fá að njóta samveru hennar. Einhver er tilgangur þó okkur reyn- ist erfítt að skilja hann. Elsku Siggi, Gunnar Óli, Amar Björn, foreldrar og systkini! Guð styrki ykkur í sorginni og hjápi til að líta björtum augum á framtíðina. Hófý og fjölskylda. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvélds. (M. Joch.) Þessar hendingar koma í hugann þegar litið er til baka til 30. desem- ber síðastliðinn. Þann dag lagði ung kona af stað ásamt fjölskyldu sinni bíl frá Reykjavík og var ferðinni heitið til æskustöðvanna á Sólvöll- um 7 á Akureyri. Þar átti að halda áramótin hátíðleg með ættingjum og vinum. Tilhlökkunin var mikil bæði hjá ferðafólkinu og einnig hjá okkur sem væntum góðra gesta. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og óhöppin gera ekki boð á undan sér. Unga konan náði ekki heim á Sólvelli í þetta skiptið — hún fórst í bílslysi á Holtavörðu- heiði þennan dag. Ema Guðlaug var fædd og uppal- in á Akureyri, dóttir hjónanna Ingibjargar Olafsdóttur og Ólafs Jónssonar leigubifreiðastjóra. Ema var elst þriggja systkina. Bróðir hennar er Jón Óli húsasmiður 32 ára — hann er kvæntur Sigurbjörgu Óladóttur og eiga þau 3 böm. Yngst er Kristín María nemi við Kennara- háskóla íslands, hún er 23 ára. Ung að ámm ákvað Erna hvað hún ætl- aði að gera að sínu ævistarfi og stefndi markvisst að því — hún fór í Hjúkrunarskóla íslands og útskrif- aðist þaðan sem hjúkrunarfræðing- ur árið 1976. Ema lifði hamingjusömu lífi sína allt of stuttu ævi. A námsámnum í Reykjavík kynntist hún góðum dreng — Sigurði Guðna Gunnars- syni fískmatsmanni, ættuðum frá Bíldudal og varð hann hennar lífsfömnautur. Þau giftu sig árið 1978 og eignuðust 2 efnilega drengi — Gunnar Óla og Amar Bjöm. Fljótt eftir að Ema lauk námi flutt- ust þau til Bolungarvíkur — þar áttu þau heima í 5 ár og allan þann tíma vann hún við hjúkmnarstörf. Síðustu ár hafa þau verið búsett í Reykjavík og starfaði Ema sem aðstoðarhjúkmnarforstjóri við geð- deild Landspítalans. Hjúkmnin var fyrir Emu meira en starf — það var köllun. Hún þótti ákaflega góð hjúkmnarkona, hlý og glaðleg í við- móti við sjúklingana — þannig var Ema. Að vera í fullu starfi við hjúkmn og jafnframt sinna um 4 manna fjölskyldu er í raun tvöfalt starf. Við lausn á þessum vanda kom heldur sem andblær og aflgjafi í hinum sálræna vemleika, og þannig virðist sem sjálfur neisti lífsins og kjami menningarinnar varðveitist og berist frá manni til manns og kynslóð til kynslóðar í einlægni og einfaldleika, hvemig svo sem ver- öldin endasteypist og umhverfist hið ytra. Að Emu Ólafsdóttur er mann- skaði sem erfítt er að sætta sig við eða sjá nokkum tilgang með nema þá þann að við hrökkvum saman, þögnum um stund og lútum höfði í spum og ótta og undarlega alls- gáðri vitund um hverfulleik allra hluta og lífsins alls, örsmæð ein- staklingsins og vanmátt í óskiljan- legri veröld, í auðmýkt og annarlegri þökk, þökk fyrir það sem okkur hefur hlotnast og sem við fáum að njóta þrátt fyrir allt. Ema var þess konar manneskja sem maður telur happ að hafa kynnst. Við þökkum henni fyrir samfylgdina, stutta en góða. Sökn- uðurinn og missirinn er mikill og óbætanlegur við þetta ótímabæra brottkall. En mest afhroð hefur þó ijölskylda hennar goldið. Ástvinum hennar og ættingjum, foreldrum og systkinum, sonum og eiginmanni vottum við innilega samúð. Magnús Skúlason, Halldóra Ólafsdóttir, læknar á deild 33 C Landspítalanum. Ema er farin frá okkur og kem- ur ekki aftur. Hún sem ætlaði að heimsækjí mig í sumarbústaðinn næsta sum- ar. Það var einn morgun í byijun desember að Ema kom í morgun- kaffi til mín. Við höfðum ekki hist síðan í sumar. Eg hætti að vinna með henni sl. vor. Hún leit svo vel út og virtist líða vel. Hún sagði mér að nú væri að rætast úr erfíð- Ieikum hjá þeim hjónum. Það hafði gengið illa að seíja hús sem þau áttu úti á landi. Þau hugðu því á ýmsar framkvæmdir, þ.á m. að fá sér landskika, rækta og byggja síðan sumarbústað. Hún sagði mér að hún ætlaði að vinna um jólin og eiga gott frí um áramótin til að fara norður til for- eldra sinna. Mér er hún svo minnisstæð er ég kynntist henni fyrir tæpum fjór- um ámm, er ég var nýbyijuð að vinna á geðdeild Landspítalans. Hún hafði byijað þar nokkm á undan mér á næturvöktum, ég oft á kvöldvöktum. Við hittumst því á vaktaskiptum um miðnættið og það var vor. Eg sé hana ljóslifandi fyrir mér, mætta á vaktina, stundvís, hrein og fín með blautt hárið ný- komin úr sturtu. Það geislaði hlýju úr fallegu brúnu augunum hennar er hún bauð mig velkomna. Starf á geðdeild er kreíjandi og oft mjög erfítt. Ema var þolinmóð, samviskusöm og vildi öllum það besta bæði sjúklingum og starfs- fólki. Oft reyndi mikið á hana og fannst mér hún hafa mikinn styrk til að bera. Eitt sinn leið mér illa eftir erfíða vakt. Gerði Ema sér þá ferð heim til mín til að ræða málin og hughreysta mig. Mér þótti vænt um þessa hugulsemi hennar. Það kom fyrir að tími var tekinn í eða fyrir utan vinnu til að ræða persónuleg málefni s.s. fortíðina, starfsreynsluna og fjölskylduna. Emu var alltaf mjög umhugað um velferð eiginmannsins og sona. Hún virtist góður vinur þeirra og fylgd- ist með áhugamálum þeirra af áhuga. Einnig kom „Dídí“ systir oft við sögu, hún hafði hjálpað svo mikið til með strákana. Emu þótti mjög vænt um það. Það er huggun að Dídí hefur reynst þeim vel og að nú eiga þeir hana að á þessum erfíðu tímum. Mig langar að senda Sigga, son- um, Dídí og öðrum ættingjum hjartanlegar samúðarkveðjur. Guðrún Einarsdóttir Mig langar að kveðja Ernu að sinni með nokkrum fátæklegum orðum. Hún var fædd á Akureyri, dóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.