Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 37 Guðný Jónsdóttir — Minningarorð Fædd 17. júlí 1898 Dáin 30. desember 1987 Heilsaðu hinum fógru íplum fyrir austan vinur minn. Góði segðu grænum völlum - gettu um það í 'Vikahjöllum — að mér tindri tár á kinn. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Mig langar að minnast móður- systur minnar, Guðnýjar Jónsdótt- ur, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Hún var fædd á Hól í Breiðdal 17. júlí 1898, dóttir Guð- bjargar Bjamadóttur og Jóns Halldórssonar sem þar bjuggu og höfðu flust ofan af Fljótsdalshér- aði, þaðan sem þau voru ættuð. Eg var svo heppin að vera samtíða þessari góðu frænku minni fyrstu fjögur ár ævi minnar og hún hafði mig hjá sér strax fyrstu nóttina sem ég lifði. Man ég þá góðu daga heima á Hól hjá afa, en amma mín var þá dáin og Guðný hugsaði um mig og ég gat treyst á hana því móðir mín var þá löngum fjarverandi við kennslu. Þegar Guðný fór í vist út að Þverhamri var ég alveg eyðilögð manneskja og sagði: „Hver á þá að sauma á mig?“ En sem betur fór rættist fljótt úr því. Á Þver- hamri, þeirri vildaijörð, var fjórbýli, mamma giftist þangað og við Guðný vorum þar lengi samtíða og hefur svo verið mestan hluta ævinn- ar og alltaf gaman. Guðný gerði ekki kröfur fyrir sjálfa sig en hugs- aði aðeins um að öðrum liði vel en ég held að hún hafi verið hamingju- söm og lifað skemmtilegu lífi. Hún var alltaf með góðu fólki og var í góðum vistum. Sérlega var gott heimili Þorsteins Stefánssonar og Onnu Jónsdóttur á Þverhamri og skemmtilegt þó mikið væri að gera og heimilið stórt. Þegar Anna og Þorsteinn fluttu suður 1934 buðust henni svo margar vistir sem ég gæti sagt frá en það þarf ekki. Guðný frænka mín hafði frá unga aldri alltaf eitthvert lítið barn til að hugsa um og það fylgdi alla ævi. Börnin mín hændust að henni og munu alltaf minnast hennar með söknuði um það sem einu sinni var Ólafur Haukur Matt- híasson - Kveðja Fæddur 19. mars 1898 Dáinn 28. desember 1987 Elskulegur móðurafi minn, Ólaf- ur Haukur Matthíasson, lést þ. 28. desember síðastliðinn tæplega níræður að aldri. „Þet,ta er gangur lífsins," segir fólk og auðvitað er það rétt. Líf og dauði eru hluti af tilveru okkar. Samt sem áður kveð ég afa með söknuði og trega því að hann skipaði sérstakan sess í lífí _mínu. Á heimili hans fæddist ég og bjó fyrsta aldursárið ásamt foreldrum mínum. Þegar amma svo veiktist dvöldumst við aftur hjá þeim um tíma. Ég var tæplega þriggja ára þegar amma dó og flutti þá afi með okkur á heimili og bjó þar um nokk- urra ára skeið. Við systkinin nutum þess að hafa afa hjá okkur. Hlut- verk hans í fjölskyldunni var ekki uppeldislegs eðlis svo að í honum áttum við bandamann ef okkur fannst við órétti beitt. Okkur fannst gott að hlaupa til afa og oft laum- aði hann að okkur kandísmola eða öðru góðgæti úr fallegu dósinni í skrifborðinu. Þegar afi fór svo norður til móð- urbróður míns og ijölskyldu hans skrifuðumst við á. Afi var mælskur og vel ritfær og bréf hans því skemmtileg og innihaldsrík. Alltaf urðu fagnaðarfundir þegar hann kom til að dvelja hjá okkur og þeg- ar við heimsóttum hann. Afi var málvöndunarmaður og hvatti okkur til að vanda mál okkar því annað sæmdi ekki íslenskum ungmennum. Stundum hlustuðum við á hann flytja ljóð; í fyrstu til að styggja hann ekki, en síðan lærðum við að meta þetta tjáningarform og til- einka okkur það. Á þennan hátt hafði afi varandi áhrif á þroska- ferli okkar og skoðanamyndun. Hann vildi allt fyrir okkur gera. Það lýsir afa vel að einu sinni sem oftar er ég dvaldi sumarlangt hjá honum og fjölskyldunni í Varmahlíð var hann að því kominn að kaupa handa mér beisli á hest; hann átti svo erfitt með að hlusta á svo sáran grát. Foreldrar mínir gripu auðvitað Þórunn Hjördís Gestsdóttir — Mimúng Fædd 2. mars 1971 Dáin 23. desember 1987 Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „kom til mín“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. Me,ð þessum orðum sr. Björns Halldórssonar langar mig til að kveðja elskulega frænku mína, sem svo ung fer frá okkur. Þó svo að kynni okkar hafí ekki verið náin þá minnist ég hennar með mikilli hlýju. Við hittumst nokkuð oft á tímabili og aldrei brást það að hún kom til mín brosandi og við spjölluðum um lífsins heima og geima. Það er alltaf erfítt að horfast í augu við dauðann, einkum og sér í lagi þegar svona ung manneskja er öll. En við getum þó reynt að hugga okkur með því að hún hvflir núna í heimi okkur æðri, þar sem hún er umvafin hlýju og kærleika Guðs, þar sem áhyggjur og erfið- leikar eru að baki og hinn eilífi friður er ríkjandi. Elsku Bogga, Gestur og systk- ini. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Guðlaug Þráinsdóttir og enn eru lítil böm að syrgja hana alveg síðan hún fór á sjúkrahús fyrir nokkrum mánuðum. og biðja fyrir henni í bænum sínum á hvetju kvöldi. Guðný flutti til Reykjavíkur 1946 og eftir það vorum við lengstum samferða. Guðný gat þá, 47 ára, valið úr vinum og hún var mjög ánægð hér en í vist sem hún var í líkaði henni ekki og sagði upp og fór. Þannig var hún, alltaf sjálfstæð í skoðunum og óbuguð og hafði góða dómgreind. Ég vil svo að síðustu þakka góðu konunum sem vinna á Gmnd fyrir þá góðu hjúkrun og umhyggju sem þær sýndu síðustu og erfiðustu tímana. Ég votta dóttur Guðnýjar og af- komendum innilega samúð því hennar mun lengi verða saknað. Blessuð sé minning Guðnýjar Jóns- dóttur. Dagrún Gunnarsdóttir Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þetta litla vers kemur upp í huga minn nú, þegar ég kveð Guðnýju frænku mína hinstu kveðju. Hún kenndi mér það sem og aðrar bæn- ir, sem ég fór með í bernsku. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hún kenndi mér þessa bæn. Við sátum í herberginu hennar í „stóra steinhúsinu" og vorum að búa okk- ur undir svefninn. Ég kvartaði undan myrkfælni og bar mig ilia. Guðný sagði þá að ef ég færi með þessa bæn á hverju kvöldi þyrfti ég aldrei að hræðast myrkrið. Þetta dugði mér fram á fullorðinsár. Þetta minningabrot er ef til vill lýsandi fyrir samskipti okkar Guðnýjar á fyrstu árum ævi minnar í taumana því engan átti ég hest- inn. Hann ætlaði ég að kaupa síðar. En þarna reyndist afi enn einu sinni minn bandamaður og því gleymdi ég ekki. Söngur og önnur tónlist var í miklum metum hjá afa, en hann hafði góða söngrödd. Þegar ég kynnti fyrir honum unnusta minn og síðar eiginmann, tók afi honum opnum örmum. Síðar þegar í ljós kom að maðurinn minn hafði hæfi- leika til söngnáms styrktust vin- áttubönd þeirra og fylgdist afi af mikilli eftirvæntingu með fram- förum hans í náminu. Það gladdi mig mikið að þeir skyldu ná svo vel saman og mér fannst það líka veita afa ánægju. Manni mínum var það stuðningur og hvatning. Þannig var afi. Ég þakka fyrir hvað ég naut samfylgdar hans lengi; minningin um hann mun lifa og hún er mér mikils virði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásta Bryndís Schram og flestar mínar fyrstu minningar tengjast henni á einn eða annan hátt. Hún tók mig upp á sína arma, í bókstaflegri merkingu, og studdi mig fyrstu sporin á lífsleiðinni. Samskipti foreldra minna og hennar og Nönnu dóttur hennar voru ætíð mikil. í mörg ár bjuggum við í sama húsi og í bernsku minni var aldrei lengra á milli okkar en eitt húsa- sund. Ég man hversu gott mér þótti að vita af nálægð Guðnýjar og ósjaldan flúði ég á náðir hennar þegar eitthvað bjátaði á, og þegar þröngt var fyrir á mínu eigin heim- ili átti ég vísan næturstað hjá henni. Segja má að hún hafi verið „sverð mitt og skjöldur“ á þessum árum. Alltaf tók hún svari mínu ef henni fannst á mig hallað, um leið og hún gaf mér þau ráð og leiðsögn sem hún taldi best duga til að fóta sig í lífinu. Fyrir þetta verð ég henni ævinlega þakklátur og mun geyma minningu hennar í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Um leið og ég votta nánustu aðstandéndum Guðnýjar samúð mína, þakka ég forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þess- ari góðu konu og verða henni samferða hluta af lífsleiðinni. Blessuð sé minning hennar. Svenni t Vinkona min, AUÐBJÖRG (BAGGA) ÓLAFSDÓTTIR, andaðist 26. desember í Kaupmannahöfn, og var jarðsungin 5. þessa mánaðar. Magnea Halldórsdóttir. t Systir okkar, ÁGÚSTA HÁKONARDÓTTIR frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal, Lönguhlfð 3, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 6. janúar. Sigurjón Hákonarson, Halldór Hákonarson, Metta Hákonardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA HÓLMKELSDÓTTIR, Hringbraut 57, Keflavík, er lést í Landspitalanum 31. desember, verður jarðsungin frá Keflavikurkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. SVAR MITT eftir Billy Graham Hvað um líkbrennslu? Hefur þú séð nokkuð í Biblíunni sem mælir á móti líkbrennslu? Það var ekki venja meðal ísraelsmanna eða í frumkirlg- unni að brenna lík, eftir því sem best verður vitað. (Undan- tekning er það þegar lík Sáls konungs og sona hans sem féllu í bardaga voru brennd svo að óvinimir, Filistar, svívirtu þau ekki, sjá 1. Sam. 31. Þó voru beinin síðan grafín.) Ein ástæðan til þess að kristnir menn brenndu ekki lík var sú örugga trú að líkaminn risi upp frá dauðum og að líkaminn væri því mikilvægur, einnig í dauðanum. Þá mun það hafa haft áhrif að líkbrennsla var algeng í heiðnum þjóð- félögum, t.d. í rómverska ríkinu. Kristnir menn vildu sem mest forðast heiðna siði og venjur. Eigi að síður tel eg að frá kristilegu sjónarmiði sé ekkert því til fyrirstöðu, að öllum jafnaði, að lík séu brennd. Biblían leggur á það áherslu að við munum öll fá nýjan líkama á himnum, líkama sem er laus við syndina og áhrif hennar. „Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu rísa upp óforgengilegir og vér munum umbreytast. Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæð- ast ódauðleikanum." (1. Kor. 15, 52—53.) Þó merkir þetta ekki að órofið samhengi sé milli efnisins sem líkami okkar er gerður úr og efnisins í nýja líkamanum.' Hitt skiptir auðvitað meira máli hvað Biblían segir um dauða og hjálpræði. Eitt sinn skal hver maður deyja og líkam- inn hætta að starfa. En það eru ekki endalokin. Við eigum öll að lifa áfram um alla eilífð — annað hvort á himnum eða í víti. Értu viðbúinn að mæta Guði? Þar sem Jesús Kristur reis upp frá dauðum vitum við að líf er að loknu þessu lífi og að við munum fara til himins ef við höfum beðið hann að frelsa okkur. Hafirðu aldrei helgað líf þitt Kristi vona eg að þú takir af skarið núna. Ekkert er eins áríðandi og að búa sig undir eilífðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.