Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Óvenjuleg kosningabarátta Fatahönnuðurinn Marie Beltrami sýnir hér nýjustu vöru sina, silkiskyrtu sem á eru letraðar stuðningsyfirlýsing-ar fjölmargra þekktra Frakka við Francois Mitterrand í komandi forsetakosn- ingum í maí. Á skyrtunni stendur gjarna: Ég ann Tonton, en það er gselunafnið sem Frakkar hafa gefið forseta sínum. Reuter Frá fundi Sambands Karíbahafsríkja. Frá vinstri eru: Edward Seasa, forsœtisráðherra Jamaíka, Erskine Sandford frá Barbados og John Compton, forseti sambandsins frá St. Lucia. Ákall stjórnarandstæðinga á Haiti: Friðargæslusveitir tryggi heiðarlegar kosningar Krefja Samband Karíbahafsríkja um stuðning Bridgetown, Barbados, Reuter. LEIÐTOGAR sjórnarandstæð- inga á Haiti hafa hvatt leiðtoga ríkja í Karibahafi til að senda Triðargæslusveitir til landsins til að tryggja að kosningar, sem þar verða síðar í þessum mánuði, fari heiðarlega fram. Beiðni þessari var komið á framfæri á miðvikudag á fundi Sambands Karibahafsríkja, sem 13 ríki eiga aðild að (CARICOM) og er að þessu sinni haldinn á Barbados. Stjórnarandstæðingar fóru þess á leit við leiðtogana að þeir þrýstu á herstjórnina á Haiti um að fresta kosningum, sem fram eiga að fara þann 17. þessa mán- aðar. Louis Dejoie, helsti talsmaður stjómarandstæðinga á Haiti, sagði á fundi með leiðtogunum að ekki yrði unnt að koma á lýðræði á Haiti nema friðargæslusveitir sæju til þess að kosningar færu fram samkvæmt lögum og reglum. „Við förum fram á að ríki Karíbahafs neiti að viðurkenna þá stjómmála- menn sem kjömir eru í ólöglegum kosningum og teljum síðasta hálms- tráið vera ijölþjóðlegar friðargæslu- sveitir," sagði Dejoie og bætti við að aðkallandi væri að koma á lýð- ræði á Haiti eftir 30 ára einræðis- stjóm Duvalier-fjölskyldunnar. Dejoie kvaðst álíta að senda bæri friðargæslusveitir til eyjarinnar ef pólitískur þiýstingur utan frá megnaði ekki að tryggja heiðarleg- ar kosningar. Sem fyrr sagði eiga 13 ríki aðild að Sambandi Karíbahafsríkja en í þeim búa rúmar fimm milljónir manna. Sjö leiðtogar sóttu fundinn á Barbados en sex ríki létu nægja að senda háttsetta embættismenn. Samband þetta hefur sýnt að það getur haft mótandi áhrif í þessum heimshiuta. Þannig hvöttu leiðtogar flestra ríkjanna Bandaríkjamenn til að gera innrás á Grenada í október- mánuði árið 1983 og ríkin sendu 300 manna herlið til stuðnings við bandarísku hersveitimar, sem komu stjóm marxista frá völdum. Kosningum var frestað á Haiti í nóvember er vígamenn höfðu skötið ekki færri en 34 menn til bana. Kosningar þessar áttu að vera lýð- ræðislegar, hinar fyrstu frá því að Duvalier-fjölskyldunni var komið frá völdum í febrúar árið 1986 eft- ir að hafa ríkt í 30 ár. Stjómarandstæðingar kveðast ætia að hundsa kosningamar á Haiti þar sem skipulag þeirra btjóti gegn stjómarskrá ríkisins. Sam- kvæmt kosningalögunum munu yfírvöld geta skoðað kjörgögn eftir að atkvæði hafa verið greidd auk þess sem hermönnum verður heim- ilt að fara inn á kjörstaðina. * Reuter Sydney. Reuter. í Astralíu stendur tíl að fella meira en þijár milljónir keng- úra á þessu ári þrátt fyrir andstöðu dýravemdunarfélaga þar í álfu og annars staðar. Stjómskipuð nefnd, sem sér um að fylgjast með kengúrustofn- inum, leggur til, að á árinu verði felldar 3,1-3,5 milljónir kengúra en ýmis dýravemdunarfélög hafa mótmælt þeim áætlunum. Áttu þau fulltrúa í stjómamefndinni en þeir hafa nú gengið úr henni. Embættismenn stjómarinnar segja, að engin ástæða sé til að óttast um kengúruna, hún sé eft- ir sem áður sá spendýrastofn, sem er einna sterkastur af villtum dýrum. í Ástralíu eru 10 kengúruteg- undir og er áætlaður fjöldi þeirra 20 milljónir. Til samanburðar má nefna, að í þessu stóra landi búa aðeins 16 milljónir manna. Á síðasta ári hótuðu bændur í Que- Reuter Bones Freeman, kengúruveiðimaður i Cocklebiddy í Vestur-Ástralíu, með afrakstur dagsins. Á þessu ári stendur til að fella þijár milljón- ir kengúra af 20 miUjónum alls. enslandi að skjóta kengúrur í þeim hefði ijölgað svo mikið, að stórum stíl og bám því við, að þær væru orðnar að plágu. Rúmenía: Kommúnisti sagður for- dæmadýrkun á Ceausescu Vínarborg, Reuter. KAROLY Kiraly, sem áð- ur var valdamikill innan Kommúnistaflokks Rúm- eníu, var á miðvikudag sagður hafa ritað forseta Rúmeníu, Nicolas Ceau- sescu, bréf þar sem hann hvetur til róttækra breyt- inga svo koma megi í veg fyrir efnahagsleg stórslys í Rúmeníu og hann for- dæmir harðlega þá per- sónudýrkun sem hann segir umlykja leiðtogann. Ungveijar í Vínarborg hafa undir höndum þýðingu á bréfínu sem andófsmenn af ungverskum uppruna hafa sent úr landi. Sam- kvæmt henni segir Kiraly meðal annars að Ceausescu sé í vímu af öllu lofínu sem framagjamir samstarfs- menn hans ausi yfír hann. Hann segir Ceausescu vera dýrkaðan sem guð og mat- aðan á lygum óábyrgra manna, og þetta sé helsta ástæðan fyrir hinni efna- hagslegu kreppu sem nú ríki í Rúmeníu. Kiraly, sem er af ung- verskum uppruna er sagður hafa gagnrýnt yfírvöld áður fyrir meðferð þeirra á Ung- veijum í Rúmeníu. Hann komst í ónáð á áttunda ára- tugnum, býr nú í Tirgu Mures í Mið-Rúmeníu og er sagður vera undir ströngu eftirliti öryggislögreglunn- ar. Honum er aðeins leyft að ferðast milli heimiiis síns og skrifstofu. Deilt um kengúru- veiðar í Ástralíu ERLENT 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.