Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 24
24 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Danmörk: Listería-bakt- ería í tveimur mjólkurbúum Kaupmannahöfn. Reuter. Starfsmenn danska matvælaeft- irlitsins hafa fundið listeria-bakt- eríu, sem getur verið banvæn, í ostum frá tveimur nyólkurbúum i Danmörku. Er frá þvi skýrt i skýrslu, sem birt var i gær. Listeria monocytogenes, sem finnst næstum eingöngu í ostskorp- unni, hefur valdið dauða 31 manns a.m.k í Sviss frá árinu 1983. í skýrslu matvælaeftirlitsins danska sagði, að bakterían hefði fundist í ostum frá Klank-mjólkurbúinu í Árósum en því var lokað vegna rannsóknarinnar 23. desember sl. og hætt hefur verið sölu ostanna „Opus“ og „Creme Roy- al“. í Kirkeby-mjólkurbúinu á Fjóni fannst bakterían í „Danablue“-osti en þessi tegund var ekki enn komin á markað. í skýrslunni kom fram, að ýmis afbrigði listeríabakteríunnar væru algeng í hráu grænmeti og fyndust oft í mönnum. Frakkland: Reuter Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, ásamt Francois Mitter- rand, forseta Frakklands, við móttökuathöfnina á Orly-flugvelli í gær. Heimsókn Honeckers stendur í þrjá daga og er áætlað að hann ræði við Mitterrand og Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands. Fyrsta heimsókn aust- urþýsks leiðtoga hafin Austur-Berlín, Reuter. ERICH Honecker, leiðtogí Aust- ur-Þýskalands, kom í opinbera heimsókn til Frakklands í gær, en þetta er fyrsta heimsókn aust- ur-þýsks leiðtoga til ríkis sem stjórnar Vestur-Berlín. höfuðborg Austur-Þýskalands og fréttir herma að Mitterrand ætli ekki að ræða stöðu Austur-Berlínar sérstaklega. í franska dagblaðið Le Fig-aro, sem fylgir stjórninni að málum, segir hins vegar að heim- sóknin sé táknræn að því leyti að hún marki tímamót sem staðfesting á lögmæti Austur-Þýskalands á al- þjóðlegum vettvangi. V estur-Þýskaland: Innflylj endum frá Austanljalds- löndum fjölgar Á MEÐAN sovéskir gyðingar og tartarar héldu áfram að krefjast leyf- is til að flytja til landa forfeðra sinna flutti fólk af öðnun minnihlutahópi unnvörpum vestur fyrir járntjald árið 1987. Að minnsta kosti 12.500 manns af þýskum uppruna hafa komið til Vestur-Þýskalands frá Sov- étríkjunum síðustu tólf mánuði. Árið áður höfðu aðeins 753 sovéskir Þjóðveijar fengið að flytja brott frá Sovétrilqunum. „Þetta kom mjög á óvart,“ segir Mathias Marquardt, yfirmaður Friedland-móttökubúð- anna í Neðra-Saxlandi, en þar þurfa innflytjendumir að búa um tíma. „Helsta vandamálið er að sjá öllu þessu fólki fyrir rúmum.“ Margir þessara sovésku Þjcðverja eru afkomendur fólks sem Katrín mikla bauð til landsins. Með tímanum byggðu þeir upp samfélög sem þjuggu við niikla hagsæld, sérstak- lega í grennd við Volgu. Arið 1920 fengu svokallaðir Volgu-Þjóðverjar meira að segja sjálfstjóm. Ef til vill hefur Lenin verið velviljaðúr þessu fólki, því móðir hans var af sovét- þýskum ættum. Stríðið við Hitler hafði hörmulegar afleiðingar fyrir þessi gömlu sam- félög. Rauði herinn flutti um 800.000 sovéska Þjóðverja til Mið-Ast'uhéraða Sovétríkjanna og víðar, og margir þeirra voru sendir í þrælabúðir. Þýski herinn á dögum Þriðja ríkisins, We- hrmacht, nam einnig hundruð þúsunda þeirra á brott, fyrst til Pól- lands og síðan aftur til þriðja ríkisins. Árið 1945 fundu sovéskar hersveitir um 200.000 þeirra, kölluðu þá „svik- ara sósíalíska föðurlandsins" og sendu þá aftur til Rússlands. Eftir fráfall Stalíns var Þjóðverj- um sem verið höfðu í þrælabúðum smám saman sleppt. Þeim var sagt að fara til hinna sovésku Þjóðverj- anna í Mið-Asíuhéruðum Sovétríkj- anna, aðallega í Kazakhstan. Þeim var skýrt og skorinort bannað að snúa aftur til Vestur-Þýskalands. Enn þann dag í dag býr meira en helmingur sovéskra Þjóðverja í Kaz- akhstan, eða um ein milljón manns, og meira en helmingur þeirra lítur á þýsku sem móðurmál sitt. Árin eftir stríð hafa verið erfið fyrir þessa Þjóðverja, sem í augum margra Rússa eru sekir um svik í seinni heimsstyrjöldinni. Margir þeirra beindu sjónum sínum til Vest- ur-Þýskalands og fyrirheitsins um frelsi og hagsæld. Þeir sem áttu ættingja í Vestur-Þýskalandi áttu möguleika á að fá að komast þang- að, en flestum umsóknum var hafnað. Nú segja sovéskir Þjóðverjar sín á milli að „góða veðrið kunni að vara stutt", svo nú sé tími til kominn að fara. Enginn veit hversu margir vilja yfirgefa Sovétríkin, giskað hef- ur verið á að þeir séu um 80.000 til 300.000. Vestur-þýskir embættismenn Olíuslysið við Pittsburgh: Flekkurinn berst niður áraar og ógnar vatnsbólum margra borga Pittsburgh. Reuter. Eftir stutt ávarp Mitterrands, for- seta Frakklands, við móttökuathöfn- ina á Orly-flugvelli, hélt Honecker ræðu um afvopnunarmál, en minnt- ist ekki sérstaklega á tillögur sínar um að lönd Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins hætti við endumýjun skammdrægra kjam- orkuflugskeyta. Hann sagði meðal annars að tryggja ætti frið með því að fækka kjamorkuvopnum, útrýma efnavopnum og fækka hefðbundnum vopnum. Bandaríkin, Frakkland og Bret- land, sem stjóma Vestur-Berlín, viðurkenna ekki Austur-Berlín sem EFTIR fjögurra sólarhringa hreinsunaraðgerðir hefur aðeins tekist að ná upp einum tíunda þeirrar hráoliu, sem Iak út í Ohio- og Monongahela-árnar er oliutankur sprakk við borgina Pittsburgh um síðustu helgi. Ekki hefur tekist að hefta út- breiðslu olíunnar og veldur hún tjóni neðar og neðar með ánum. Yfirvöld í fjölda borga meðfram Ohio- og Monongahelaánum gripu í gær til ráðstafana til þess að vemda vatnsból sín, en drykkjar- vatn er að mestu fengið úr ánum. Verður reynt að spoma við því að olían berist neðar í ámar en orðið er. Tæplega 30 þúsund manns hafa ekki getað drukkið kranavatn á heimilum vgna mengunar. Hafa björgunarsveitir og slökkviliðsmenn séð þeim fyrir lífsvökva þessum. Hátt á fjórðu milljón lítra af hús- hitunarolíu runnu út í Mononga- helaána, sem rennur í Ohioána, er 40 ára gamall olíugeymir sprakk við Pittsburgh um helgina. Er það versta olíumengunarslys í Banda- ríkjunum. Ástæður slyssins eru ókunnar. Talið er að hreinsunarað- gerðir muni kosta tugmilljónir dollara. Hefur forstjóri Ashland olíufélagsins, sem átti geyminn sem sprakk, sagt að fyrirtækið muni standa straum af kostnaði við hreinsun ánna. Olían hafði í gær borist tugi kíló- metra niður ámar. Þær em ísilagð- ar og hafa tilraunir til að hefta útbreiðslu flekksins gengið brösug- lega vegna frosthörku. Búnaður, sem notaður hefur verið til verks- ins, hefur reynst illa. Margar borgir í Ohio, Vestur- Virginíu og Kentucky sækja neyslu- vatn í ámar. Mörgum skólum og stofnunum á mengunarsvæðinu hefur verið lokað vegna vatns- skorts. Richard Celeste, ríkisstjóri í Ohio, sagði í gær að ef olíuflekkur- inn bærist niður ámar í átt til Cincinnatti mundi það hafa skelfi- legar afleiðingar í för með sér. Yrði þá a.m.k. ein milljón manna án drykkjarvatns. Bretar deila á hvalveiði- áætlun stjómvalda í Japan Áformað að hefja veiðarnar síðar 1 þessum mánuði ^ The Observer og' The New York Times. ÁÆTLUN Japana um hvalveiðar í vísindaskyni hefur vakið mikla athygli viða um heim og hafa hin ýmsu umhverfisverndarsamtök lagt hana að jöfnu við veiðar í ágóðaskyni. Andmælin er þó ekki bundin við samtök áhugamanna því Bretar hafa krafist þess að málið verði lagt fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið en þeirri kröfu hafa stjórnvöld í Japan vísað á bug. Hvalveiðiáætlunin hefur einnig vak- ið mikla athygU í Bandaríkjunum og var hvatt tU þess í forystugrein bandaríska dagblaðsins The New York Timea síðastUðinn sunnudag að Bandaríkjastjórn beitti Japani refsiaðgerðum til að koma í veg fyrir veiðarnar. Talsmaður japanska utanríkisráðuneytisins hefur tjáð blaðamanni The Observer að hvalveiðar Japana í visindaskyni muni hefjast um leið og veiðiflotinn hefur lokið siglingu sinni á helstu hrefnumiðin síðar f þessum mánuði. Bretar og Japanir hafa deilt hvali til að ákvarða stærð stofna hart allt frá því að japönsku hval- veiðiskipin létu úr höfti þann 23. desember siðastliðinn. John Gum- mer, aðstoðarráðherra á sviði landbúnaðar og fiskveiða, krafðist þess þá þegar að Japanir frestuðu veiðunum þar til að tryggt hefði verið á vettvangi Alþjóða hvalveiði- ráðsins að veiðamar þjónuðu „visindalegum tilgangi". Þó svo að Alþjóða hvalveiðiráðið hafi lagt bann við hvalveiðum í ágóðaskyni árið 1985 þá telja ráða- menn í Japan að heimilt sé að veiða og fjölgun hvala og hafa þeir rök- stutt þessa afstöðu með tilvisun til áttundu greinar hvalveiðisáttmál- ans. Junichiro Okamoto, sem starfar við japanska sjávarútvegs- ráðuneytið, sagði í samtali við blaðamann The Observer að af- skipti Breta af málinu væru „frá- leit“. Það væri ekki í verkahring Alþjóða hvalveiðiráðsins að „sam- þykkja eða hafna" áætlunum um hvalveiðar í vísindaskyni þar sem fulltrúar þeirra þjóða sem aðild ættu að ráðinu væru ekki vísinda- menn. Okamoto sagði það hafa verið sérlega „óviðeigandi" af Bretum að leggja til á fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í desembermánuði að hvalveiðar Japana yrðu fordæmd- ar. Ráðamenn í japanska utanríkis- ráðuneytinu væm þeirrar skoðunar að á fundinum, sem haldinn var í Cambridge 17. til 19. desember, hefðu ekki verið lögð fram nein vísindaleg rök gegn hvalveiðiáætl- un Japana. Hins vegar viðurkenndi Okamoto að nokkrir vísindamenn, sem kynnt hefðu sér áætlunina, hefðu ekki skilið hana fyllilega en það sagði hann stafa af því að hún væri bæði „flókin og háþróuð". Hvalveiðiflotinn samanstendur af verksmiðjuskipinu Nisshin Mam og tveimur minni hvalveiðiskipum. Ráðgert er að veiða 300 hrefnur og er kostnaðurinn áætlaður tæpar 400 milljónir íslenskra króna. Um borð í verksmiðjuskipinu verða að- eins fjórir japanskir vísindamenn. Áhöfnin er alls 70 manns og munu 20 þeirra vinna við að skera kjötið. Áformað er að selja japönskum veitingastöðum allt það hvalkjöt sem nýtilegt er talið og hafa um- hverfisvemdarsamtök víða um heim fullyrt að þetta sanni að veið- amar fari fram í ágóðaskyni. Greenpeace-samtökin hafa hvatt til þess að gripið verði til refsiað- gerða gegn öllum þeim þjóðum sem leitast við að „draga úr áhrifa- mætti Alþjóða hvalveriðiráðsins" og hafa þau lagt til að veiðiréttindi Japana innan bandarískrar lögsögu verði takmörkuð þar til h_ætt verður við vísindaáætlunina. í forystu- grein The New York Times var tekið undir þetta sjónarmið og því bætt við að hótanir um refsiaðgerð- ir hefðu stuðlað að því að fá islendinga og Norðmenn til að forð- ast brot af þessu tagi. Noboru Takeshita, forsætisráð- herra Japans, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Banda- rflq'anna síðar í þessum mánuði og má heita víst að hvalveiðamar verða þá teknar til umræðu auk þess sem búast má við að um- hverfisvemdarsinnar noti tækifæ- rið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.