Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 31 Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra. Fjármálaráðherra: Lánsfjárlög verður að samþykkja í þessari viku Annað gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir hag Seðlabanka og Ríkissjóðs FJÁRMÁLARÁÐHERRA mælti f gær fyrir frumvarpi til lánsfjár- laga í neðri deild, en það er sfðari deild. Hann sagði nauðsynlegt að afgreiða frumvarpið sem lög f þessari viku því án samþykktra lánsfjárlaga mætti Rfkissjóður ekki gefa út ný spariskírteini. Það gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir hag Ríkissjóðs og Seðla- banka því spariskfrteini fyrir á milli 1.100 og 1.400 m.kr. kæmu til innlausnar f næstu viku. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir frum- varpinu. Sagði hann að þó ýmsar breytingar hefðu verið gerðar á því í efri deild væri ljóst að nauðsynlegt væri að gera nokkrar til viðbótar. Þær breytingar sem gera þyrfti or- sökuðust aðallega af endanlegri afgreiðslu fjárlaga og drætti á af- greiðslu lánsfjárlaga fyrir áramót. Meðal annars þyrfti að hækka inn- lenda lántökuheimild Ríkissjóðs úr 4.200 m.kr. í 4.260 m.kr. Það væri í samræmi við afgreiðslu fjárlaga og skýrðist hækkunin af milligöngu Ríkissjóðs um lán til RARIK vegna framkvæmda við línur niður á Kross- sand. Framlag til Kvikmyndasjóðs hefði verið hækkað og þyrfti því að breyta 18. grein frumvarpsins í samræmi við þá hækkun. Einnig væri nauðsyn- legt að gera breytingu á 28. grein vegna framlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. I fyrsta lagi stæði í frumvarpinu eins og það væri nú að framlagið skyldi ekki nema hærri flárhæð en 1.585 m.kr. Við af- greiðslu fjárlaga hefði þessi fjárhæð verið lækkuð um 52 m.kr. eða í 1.533 m.kr. vegna þess að ekki var fallist á tilflutning tónlistarfræðslunnar og stæði sú fjárhæð í Qárlögum. Nú væri hins vegar talið að hækka þyrfti þessa fjárhæð um 7 m.kr vegna þess að við endanlega af- greiðslu fjárlaga hefðu verið endur- skoðaðar forsendur á verðlagi og veltu í tengslum við söluskattinn. Fjármálaráðherra sagði það vera nauðsynlegt að samþykkja lánsfjár- lög fyrir helgi þar sem á mánudaginn yrðu innleysanleg spariskírteini Ríkissjóðs fyrir um 1100-1400 m.kr. Ríkissjóði væri ekki heimilt að gefa út ný skírteini, samkvæmt úrskurði frá Seðlabankanum, ef lánsfjárlög væru ekki samþykkt. Heimildir þyrftu þvi að liggja fyrir i lok þessar- ar viku. Annað gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir hag Rikissjóðs og Seðlabanka. Kvótinn afgreiddur frá neðri deild: Atkvæðagreiðslur nm kvóta- frumvarpið á sjötta tug Breytingartillög-ur meirihlutans samþykktar - aðrar tillögur felldar NEÐRI deild afgreiddi i gær- kvöldi frá sér frumvarp um stjómun fiskveiða. Deildin sam- þykkti frumvarpið með 29 atkvæðum gegn 15. Tveir stjórn- arliðar, þeir Sighvatur Björgvins- son (A/Vf) og Matthías Bjarnason (S/Vf), greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Stefán Valgeirsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjöldi breytingartillagna komu til afgreiðslu i gær og vom at- kvæðagreiðslur á sjötta tug í neðri deild vegna þessa máls í gær. Breytingartillögur meiri- hluta sjávarútvegsnefndar vom samþykktar en aðrar tillögur, m.a. tillögur Matthíasar Bjarna- sonar, formanns sjávarútvegs- nefndar neðri deildar, vom felldar. Stundum var þó naumt á mununum og féll ein tillaga Matt- híasar á jöfnum atkvæðum. Breytingar meirihlutans fólust aðallega í þvi að rýmkað var til fyrir veiðar smábáta. Fmmvarp- ið fór síðan til einnar umræðu í efri deild og var ætlunin að klára þá umræðu. Þijár breytingartillögur höfðu verið lagðar fram við 10. grein frumvarpsins sem er sú mest um- deilda. Ein frá Hjörleifí Guttorms- syni, önnur frá Hreggviði Jónssyni og sú þriðja frá meirihluta sjávarút- vegsnefndar. Auk þess hafði verið lögð fram breytingartillaga við breytingartillögu meirihlutans sem gerði m.a. ráð fyrir enn frekari fækkun banndaga en upphaflega breytingartillagan. Tillögur Hjörleifs og Hreggviðs voru felldar en tillaga meirihlutans samþykkt með breytingum. 32 þing- menn greiddu þeirri grein og þar með frumvarpinu í heild atkvæði sitt en 10 sátu hjá. Þingmenn Kvennalista og Borgaraflokks sátu hjá ásamt Steingrími J. Sigfússyni (Abl/Ne) og Hjörleifi Guttormssyni (Abl/Al). Tillaga þessi fól í sér tölu- verða rýmkun fyrir veiðar smábáta miðað við upphaflega frumvarpið. Næst kom til atkvæða tillaga frá Matthíasi Bjamasyni, formanni sjávarútvegsnefndar neðri deildar, þess efnis að ráðherra gæti ákveðið að rækjuafli sem fluttur væri óunn- inn til pillunar erlendis skyldi reiknaður með allt að 15% álagi þegar metið væri hversu miklu af aflamarki eða aflahámarki skips væri náð hvetju sinni. Matthias dró til baka seinni hluta tillögunnar sem var þess efnis að ráðherra skyldi setja ákvæði í reglugerð um skipt- ingu á leyfðum úthafsrækjuafla á milli vinnslustöðva að höfðu samráði við Félag rækju- og hörpudisks- framleiðenda. Tillagan var naum- lega felld með 22 at.kvæðum gegn 20. Þeir stjómarþingmenn sem greiddu þessari tillögu atkvæði, auk Matthíasar, voru þeir Friðjón Þórð- arson (S/Vl), ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf), Pálmi Jónsson (S/Nv) og Sighvatur Björgvinsson (A/Vf). Tillaga féll á jöfnum atkvæðum Breytingartillaga Matthíasar við 13. grein frumvarpsins var næst borin upp til atkvæða. Tillagan var borin upp í tvennu lagi. FVrri hlut- inn, um að heimilt verði að flytja aflahámark sóknarmarksskipa milli skipa, var felldur með 24 atkvæðum gegn 12. 6 sátu hjá. Þeir Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson, Geir Gunnarsson, Pálmi Jónsson, Stefán Valgeirsson og Steingrímur J. Sig- fússon sátu hjá við afgreiðslu tillög- unnar. Síðari hlutinn, sem kvað á um að ef skip með veiðiheimild væri selt úr byggðarlagi, sem að mestu byggði á fiskveiðum og fisk- vinnslu, skyldi ráðherra heimilt að bæta viðkomandi byggðarlagi afla- tapið þannig að veiðiheimildir þeirra skipa sem eftir væru yrðu auknar. Tillagan féll á jöfnum atkvæðum, en auk stjómarandstöðuþingmanna og Matthíasar greiddu henni at- kvæði þeir Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson, Olafur Þ. Þórðarson, Pálmi Jónsson og Sighvatur Björg- vinsson. Einnig var naumt á mununum þegar tillaga Matthíasar um gildis- tíma laganna koni til atkvæða. Þeir Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson og Sighvatur Björg- vinsson greiddu atkvæði með tillög- unni sem var felld með 22 atkvæðum gegn 20. Samkvæmt til- lögunni áttu lögin að gilda til loka næsta árs en samþykkt var að frum- varpið gilti til loka ársins 1990. Upphaflega frumvarpið gerði ráð fyrir því að lögin myndu gilda til loka ársins 1991 en því var breytt af efri deild. Hjörleifur Guttormsson hafði lagt fram tillögu, sem hann dró til baka við atkvæðagreiðsluna, um að lögin gildistími laganna yrði ekki tilgreindur og einnig var dreg- in til baka tillaga Kvennalistans um að lögin giltu til loka ársins 1992. Tillaga Hreggviðs Jónssonar um að lögin giltu einungis í eitt ár var felld með 22 atkvæðum gegn 9. „Lokatilraun" til aö laga frumvarpiö Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) tók fyrstur til máls er þriðja um- ræða um frumvarpið hófst skömmu seinna. Hann minnti á ummæli sín við aðra umræðu þess efnis að hann væri í grundvallaratriðum andvígur stjómun fískveiða af þessu tagi en gæti greitt frumvarpinu atkvæði sitt ef þorri tillagna Matthíasar Bjamasonar hefðu verið samþykkt- ar. í atkvæðagreiðslunni hefði það síðan gerst að meginþorri sjálfstæð- ismanna hefði snúist gegn þeim manni sem um árabil hefði verið aðaltalsmaður þeirra flokks í sjávar- útvegsmálum. Sighvatur sagðist nú gera lokatilraun til þess að laga frumvarpið og flytti hann fjórar breytingartillögur sem tækju mið af tillögum Matthíasar en væm hófsamari. Fyrsta tillagan væri þess efnis að við 13. grein bættist að heimilt væri að flytja aflamark skips yfir á skip með sóknarmarki enda væri um að ræða skip sömu útgerðar eða skip sem gerð væm út frá sömu verstöð. Önnur breytingartillagan væri við 14. greinina og þess efnis að ef fyrirsjáanlegur væri aflabrestur í tilteknu byggðarlagi vegna fyrir- hugaðrar skipasölu þaðan væri ráðherra heimilt að undanþiggja allt að 20% þess aflamarks sem sölunni fylgdi og ráðstafa til ann- arra útgerðaraðila í byggðarlaginu að fengnum tillögum hlutaðeigandi sveitarstjómar. Þriðja tillagan væri um nefnd þá er skyldi endurskoða fyrirkomulag fískveiðistjómar að loknum gildis- tíma laganna og gerði hún ráð fyrir að nefndin tæki mið af nokkmm atriðum er væm tekin beint upp úr stjómarsáttmálanum. Fjórða tillag- an fjallaði loks um að á gildistíman- um skyldi árlega veita a.m.k. 3 skipum sem kæmu i stað skipa er fómst á ámnum 1983-84 veiðileyfi sem væri meðaltal aflamarks skipa í sama stærðarflokki. Deila um ókeypis upplýsingar Steingrimur J. Sigfússon kynnti næst breytingartillögu við frumvarpið. Er hún við 17. grein en þar segir: „Útgerðarmönnum, skipstjómarmönnum og kaupendum afla, svo og umboðsmönnum og út- flytjendum, er skylt að láta ráðu- neytinu ókeypis í té og í því formi sem óskað er eftir, allar þær upplýs- ingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar em taldar vegna eftir- lits með framkvæmd laga þessara. Vildi Steingrímur fella brott orðið „ókeypis" og til vara að sá hluti setningarinnar orðaðist þannig: „að láta ráðuneytinu í té án endur- gjalds, nema sérstakar ástæður mæli með öðm“. Steingrímur J. sagði einnig að með frumvarpinu væri verið að af- henda sjávarútvegsráðherra einræð- isvald yfír þessum málaflokki en það hefði utanríkisráðherra sagt að væri fyllilega eðlilegt við aðra um- ræðu. Hann sagðist einnig óska þess að næst þegar þessi mál kæmu til endurskoðunar yrði betur að málum staðið og Alþingi gefín eðli- leg aðild að málinu. Ólafur Þ. Þórðarson sagðist ekki vera ánægður með hvemig til hefði tekist við fískveiðistjómun ís- lendinga. Hann ræddi m.a. þann vanda þegar skip og veiðiheimildir væm seld úr byggðarlagi og sagði það kannski vera lausn sem menn gætu sæst á að sveitarfélögum væri gefinn forgangsréttur á að kaupa skip áður en að væri selt úr byggðarlaginu. Skömmtunar- og haftaf rumvarp Matthías Bjarnason sagðist ekki geta látið hjá líða að láta í ljós von- brigði sín með efnislega meðferð málsins. Hann hefði áður sagt að hann hefði gjaman viljað geta stutt fmmvarpið en þá hefði þurft að gera á því vemlegar breytingar. Vissulega hefði frumvarpið tekið andlitslyftingu í meðferð þingsins en þetta væri samt sem áður skömmtunar- og haftafrumvarp þar sem einstaklingurinn væri settur í fjötra. Það væri ekki í samræmi við hans skoðanir og hefði ekki verið í samræmi við skoðanir hans flokks. Á þvi virtist þó hafa orðið breyting enda væri „farið að snjóa“. Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði menn hafa sagt að með samþykkt fmmvarpsins væri verið að setja í vald ráðherra hvort ýmsar heimildir yrðu notaðar eða ekki. Hann hefði ekki heyrt þá skýringu áður eða litið svo á að ráðherra gæti notað að vild heimild- ir af þessu tagi heldur væri verið að setja honum þá skyldu að nota þær að vissum skilyrðum uppfyllt- um. Halldór sagði að með fmmvarp- inu væri ekki verið að gera lítið úr þeim vanda sem upp gæti komið i byggðarlögum þegar skip væm seld þaðan en hann teldi það í raun óframkvæmanlegt að ætla ráðherra að nota heimild tii þess að bæta það upp heldur þyrfti Alþingi að taka á slíkum málum er þau kæmu upp. Varðandi orðið ókeypis þá væri þetta orðalag sótt. í önnur lög og ætti það uppmna sinn í lögum um tekju- og eignarskatt, en þar væri að minnsta kosti fjórum sinnum kveðið á um að upplýsingar skuli veita ókeypis. Til þessara laga væri síðan vitnað í flestum lögum um skattheimtu. Sjálfsagt væri það umdeilanlegt hvort nauðsynlegt væri að taka það fram að upplýsing- ar ættu að vera ókeypis en hvemig ætti að túlka vilja löggjafans ef þetta væri tekið út úr fmmvarpinu, spurði sjávarútvegsráðherra. Ifynd- ist honum mikið gert úr þessu eina orði og skildi ekki hvað lægi þar að baki. Sjávarútvegfsráð- herra einráður? Albert Guðmundsson (B/Rvk) taldi að verið væri að gera sjávarút- vegsráðherra einráðan í þessum 1 málaflokki og harmaði einnig að umræðan hefði ekki verið látin niður falla eftir þau ummæli Steingríms Hermannssonar í Tímanum rétt fyr- ir áramót að engar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu sem sjávarút- vegsráðherra gæti ekki sætt sig við. Hún hefði verið óþörf eftir að slík yfírlýsing var gefin út. Albert lýsti sig einnig sammála Steingrími J. varðandi orðið ókeypis og sagði það með eindæmum að nú ætti að setja þessa ijötra á nýjar stéttir en þeir hefðu lengi Verið á kaupmönnum. Allar breytingartillögur Sighvats og Steingríms J. voru felldar þegar kom að atkvæðagreiðslu. Þegar tillagan um endurskoðun- amefndiná var borin upp til atkvæða gerðu þeir Jón Sigurðsson, dóms- málaráðherra, og Kjartan Jóhanns- son (A/Rn) grein fyrir atkvæðum sínum og sögðu þau atriði sem þama væri lagt til að lögfesta að fínna í starfsáætlun ríkisstjómarinnar og ættu því að vera „gulltryggð", eins og Kjartan orðaði það. Sighvatur Björgvinsson sagði þama skipast veður í lofti. Greinin væri nánast orðrétt upp úr starfs- áætluninni en stjómin felldi stjóm- arsáttmálann og stjómarandstaðan teldi þetta vera skynsamlegt og greiddi tillögunni atkvæði sitt. Þetta sýndi að hans mati með hve miklum ólíkindum þessi atkvæðagreiðsla væri. Allt kapp væri lagt á að fella breytingartillögur sama um hvað þær snerust. Tveir sljórnarliöar gegn frumvarpinu Frumvarpið sjálft kom þar næst til lokaatkvæða í deildinni. Það var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 15. Tveir stjómarþingmenn greiddu atkvæði gegn því, þeir Sighvatur Björgvinsson og Matthías Bjama- son. Stefán Valgeirsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Pálmi Jónsson sagðist telja mjög miður að engin þeirra breytingartillagna sem Matt- hías hefði lagt fram náði fram að ganga. Með samþykkt einhverra þeirra hefði mátt bæta úr göllum á frumvarpinu. Eigi að síður bæri að meta að frumvarpið hefði tekið bótr um í meðferð þingsins, sér i lagi varðandi smábátana. Þrátt fyrir ýmsar áhyggjur sem hann hefði segði hann já. Sighvatur Björgvins- son minnti á samþykkt kjördæmis- þings Alþýðuflokksins á Vestfjörð- um gegn stjómun fískveiða. Engar breytingar hefðu verið samþykktar og sagðist hann því ekki geta stutt frumvarpið. Steingrímur J. Sigfús- son sagði þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa flutt margar veigamiklar breytingartillögur en þær ásamt flestum öðrum sem hefðu verið til bóta hefðu verið felldar. Því gætu þau ekki samþykkt fmm- varpið. Eggert Haukdal vitnaði tii greinargerðar Pálma Jónssonar og sagði já. Friðjón Þórðarson sagðist segja já í trausti þess að öll él stytti upp um síðir. Hreggviður Jónsson sagði þingmenn Borgaraflokksins hafa flutt fjölda breytingartillagna sem hefðu verið til bóta. Enginn þeirra hefði verið samþykkt og því gætu þau ekki samþykkt fmm- \ varpið. Jón Sæmúndur Siguijónsson sagðist segja já í trausti þess að skynsamlega væri staðið að endur- skoðunamefndinni og að hún setti fram betra fyrirkomulag en nú væri um að ræða. Kristín Halldórsdóttir sagði að þótt fmmvarpið hefði tekið breytingum til batnaðar væri það alls óviðunandi. Því greiddu Kvennalistakonur atkvæði gegn því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.