Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 23 STÆRÐ VERÐ STAÐGREIÐSLUVERÐ 155SR 13 W03 Kr. 2.740.- Kr. 2.550,- 165SR 13 W03 Kr. 3.010.- Kr. 2.810.- 175/70 SR 13 W03 Kr. 3.010.- Kr. 2.810.- 185/70 SR 14 W02 Kr. 3.700.- Kr. 3.440 - Aö auki getum viö boöiö mjög hagstæö greiöslukjör: VILDARKJÖR VISA eða EUROCREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði! Nú er allra veðra von og því engin ástæða að bíða lengur með að kaupa vetrarhjólbarðana. Hafið því hraðar hendur, því aðeins takmarkað magn er til á lager. DEKKJAMARKAÐURINN, Nýja Bilaborgarhúsinu, Fosshálsi 1, ' 1 ' Sími 68 12 99 ÍÍH ÆUDliESTUnE Stórfelld verðlækkun Ósonlagið hefur þynnst um 60% yf- ir Suðurskautinu Ósonlagið, sem umlykur gufu- hvolf jarðar og vemdar það fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar, þynntist í heild um 5% á árunum 1979-1986. Era það niðurstöður visindlegra útreikninga, sem byggjast á mælingum bandariska rannsóknarhnattarins Nimbus-7, sem skotið var upp árið 1979 til rannsókna á ósonlaginu. Þynning ósonlagsins yfír af- mörkuðum svæðum er þó ennþá meiri. Þannig hefur það þynnst um allt að 30 til 40% yfír heimsskáutun- um á árunum 1979 til 1986. Nemur hún reyndar 60% í „ósongatinu" yfír Suðurskautinu á tímabilinu, ef reiknað er með lægstu vetrarmæl- ingu. Lagið er þynnra á vetuma en sumrin. Þykkt þess yfir hitabelt- inu hefur haldist óbreytt á tímabil- inu. Vísindamenn hjá bandarísku náttúruvisindastofnuninni óttast um heilbrigði vísindamanna, sem em að störfum á Suðurskuatinu vegna þynningar ósonlagsins. Talið er að „gatið“ sé 7 milljónir ferkíló- metrar að stærð og að lagið hafí aldrei verið jafn þunnt yfír skaut- inu. Niðurstöður mælinga Nimbus-7 benda til þynnst að ósonlagið hafí þynnst mun hraðar en áður var talið. Þynningin er að miklu leyti talin stafa af því að daglega ar sleppt út í andrúmsloftið gífurlegu magni af svokölluðu klórflúrkolefni (CFC), en það efnasamband er meðal annars notað í úðunarbrúsum og kælikerfum ýmiss konar. Vísindamenn hafa aáhyggjur af þynningunni en ýmsir telja að þykkt þess sé sveiflukennd og að það hafí verið í niðursveiflu 'aundanf- ömum ám. Samkvæmt svartsýn- ustu spám er gert ráð fyrir að ósonlagið hafí eyðst að öllu leyti eftir um 100 ár, en almennt er það talinn mjög óraunhæfur möguleiki. (Byggt á Washnigton Post) Kína; Hár sprettur að nýju á höfð- um sköllóttra Þökk sé ómenntuð- um smábónda Peking, Reuter. FYRIRTÆKI í 16 löndum hafa gert samning við ómenntaðan kínverskan smábónda um kaup á áburði sem hann hefur fundið upp og sagður er lækna skalla. Kínverska fréttastofan Nýja Kína skýrði frá þessu í gær og fylgdi fréttinni að vitað væri um 10.000 manns sem borið hefðu áburðinn á beran skallann og gætu nú brugðið greiðu í gegnum hár sér. Zhao Zhanggunang, sem er 45 ára gamall smábóndi í Hebei-héraði, fann áburðinn upp fýrir 20 ámm eftir að hafa unnið að tilraunum í svefnherbergi sínu. Nágrannakona hans, sem átt hafði við skalla að stríða, hafði þá nýlega framið sjálfs- morð. Atburður þessi fékk mjög á Zhao og hóf hann þegar að gera tilraunir með efni sem gætu orðið til þess að lina þjáningar þeirra sem líða fyrir hárleysis sakir. Eftir þrot- lausa leit fann Zhao loks réttu efnablönduna og var þá fjárhagur . fjölskyldu hans orðinn mjög slæmur vegna háleitra hugsjóna húsbón- dans. Sköllóttur vinur Zhaos fékkst til að reyna áburðinn og eftir mánað- ar meðferð var hár tekið að spretta á höfði hans að nýju. í frétt Nýja Kína sagði að áburð- urinn væri notaður á 100 snyrtistof- um í Kína en hann hefði einnig vakið mikla athygli erlendis. Var nefnt að Zhao hefði hlotið verðlaun á ráð- stefnu uppfinningamanna í Bmssel á síðasta ári og nú hefði hann gert samninga við ein sextán erlend fyrir- tæki, sem ólm vildu kaupa áburðinn. „í Tókíó, Osaka og Hong Kong bíða menn þess óþreyjufullir að fá áburð- inn í hendur og á höfuð," sagði í fréttinni. Þess var og getið að sumir sem reynt hefðu áburðinn væm ekki fylli- lega sáttir við árangurinn. Þannig mun faðir Zhaos hafa sagt að með- ferðinni hefði fylgt mikill kláði auk þess sem hluti höfuðsins hefði bólgn- að. á nyjum vetrarhjólbörðumi! Vegna tollalækkunar og hagstæöra magninnkaupa getum viö nu boðið BRIDGESTONE „ÍSGRIP“ vetrarhjólbarðana á ótrúlegu verði. Dæmi um verð: i’Húc fi u13■ ,)v ivC iri<' •}> Ot lHTHkf lutrísi jIjIH n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.