Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Jupp Heynckes, þjálfari Bayern MQnchen er ekkl ánægður með lelkmenn sfna. FOLK ■ ÞRIR fastamenn úr 2. deildar- liði Breiðabliks í knattspymu stunda nám við Alabama háskóla í Bandaríkjunum í vetur og koma j.ekki heim fyrr en um miðjan júní. Það er því ljóst að þeir missa ein- hveija leikja úr í 2. deildinni í sumar. Þetta eru þeir Rögnvaldur Rögnvaldsson, Þorsteinn Geirs- son og Gunnar Gylfason. Þá má geta þess í leiðinni að Griegorz Bielatowicz, Pólveijinn sem þjálf- ara Blikana í sumar, kemur til Iandsins 1. febrúar. I MICHAEL Laudrup, lands- liðsmaður Dana í knattspyrnu, sem leikur með Juventus á Italíu, sagði viðtali við enska blaðið Today að hann hafi hug á að enda knatt- spymuferil sinn í Englandi. Li- verpool sýndi Laudrup, sem er 23 ára, mikinn áhuga hér áður fyrr, eða þar til hann tók boði frá Juvent- us. ■ DANIR hafa ákveðið að und- irbúa olympíulandslið sitt í knatt- spymu sem best fyrir leik gegn V-Þjóðveijum í mars. Leikurinn verður úrslitaleikur um hvor þjóðin fer til Seoul. Danir hafa ákveðið að senda landslið sitt í keppnisferð til Bangkok í Thailandi 9. til 26. janúar - til að taka þar þátt í móti, sem landslið frá sjö þjóðum taka þátt í. Þar verða Sovétmenn Mkog Bulgarar, ásamt landsliðum Malaysíu, Indónesíu, S-Kóreu og Thailandi. ■ JOHAN Cruyffier líklega ekki aftur til Ajax. Hann sagði upp sem þjálfari liðsins og stjórn félags- ins ákvað eiriróma að samþykkja uppsögn hans. Cruyff hafði þó sagt að hann hefði áhuga á að koma aftur til félagsins. Þó ekki séu líkur á því, ætti hann ekki að hræðast atvinnuleysi. Bayer Leverkusen í Vestur-Þýskalandi, Barcelona og Real Zaragoza á Spáni og Paris Saint Germain í Frakklandi hafa lýst yfir áhuga á að fá Cruyff sem þjálfara. ■ JUPP Heynckes þjálfari Bay- "^ern Miinchen bókstaflega trylltist af reiði þegar lið hans tapaði fyrir Asgeiri Sigurvinssyni og félögum í Stuttgart 0-7, í úrslitaleik um 3. sætið á innanhúsmóti í Múnchen. Bayern hafnaði í 4. sæti eftir tapið gegn Stuttgart , en hafði áður tap- að fyrir PSV Eindhoven , frá Hollandi, 1-6. Heynckes ákvað eft- ir leikinn gegn Stuttgart að aftur- kalla viku frí sem leikmenn Bayern áttu að fá. „Leikmenn liðsins hafa ekkert úthald og eru mjög slakir, það kemur því ekki til greina að þeir fái frí“ sagði Heynckes. For- seti liðsins Fritz Scharer var ekki ánægður með að þurfa að sitja undir háðsglósum frá 10.000 áhorf- endum í íþróttahöllinni í Múnchen. „Þetta er mesta skömm sem nokk- urt lið frá Bayern MUnchen hefur unnið til frá upphafi". Það er því ljóst að leikmenn Bayern fá lítinn • tíma til hvíldar næstu daga. KNATTSPYRNA / 1. OG 2. DEILD Sex erlendir þjálfarar í sviðsljósinu: FjórirSkaga- menn verða með í baráttunni Undirbúningurfyrir knattspyrnuvertíðina er að hefjast Fjórir af leikmönnum Skagamanna undanfarin ár eru nú þjálfarar 1. deild- arliðanna í knattspyrnu. Skagamenn og Framarar eiga flesta þjálfara, sem hafa verið ráðnir tii starfa í 1. og 2. deildarkeppninni, eða samtals sjö þjálfara af þeim tuttugu sem verða í sviðsljósinu í ár. Undirbúningur knattspyrnulið- anna er nú að 'hefjast á fullum krafti og er það spá manna að bar- áttan verði geysilega hörð í deildun- um tveimur í sumar, eins og sl. keppn- istímabil. íslensk knattspyrna er í sókn og mikil áhorf- endaaukning var í 1. deildarkeppn- inni sl. keppnistímabil. SigmundurÓ. Steinarsson tók saman Fjögur 1. deildarlið hafa skipt um þjálfara frá sl. keppnistímabili. Ian Ross, sem stjórnaði íslandsmeistur- um Vals, hefur fært sig frá Hlíða- renda og gerst þjálfari hjá vesturbæjarliðinu KR. Hörður Helgason, þjálfari KA, hefur tekið við starfí Ross hjá Val. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, tók við starfí Harðar hjá KA. Sigurður Lárusson, fyrirliði Skaga- manna, verður þjálfari þeirra og þá hefur Sigurður Halldórsson, sem lék með Skagamönnum sl. keppnis- tímabil, tekið við stjórninni hjá Völsungi á Húsavík. Sigurður er Hörður Helgason, þjálfarí Vals- manna. Tveir meistaratitlar. ■; * Júrí Sedov, þjálfari Víkings. Tveir meistaratitlar. ■.1& d* -ecsao* Ásgeir Elfasson, þjálfarí Fram. Einn meistaratitill. 1.DEILD VALUR: HörðUr Helgason (áður KA) FRAM: Ásgeir Elíasson KR: Ian Ross, Skotland (áður Valur) KEFLAVÍK: Frank Upton, England VÍKINGUR: Júrí Sedov, Sovétríkin AKRANES: Sigurður Lárusson ÞÓR: Jóhannes Atlason KA: Guðjón Þórðarson (áður Akranes) VÖLSUNGUR: Sigurður Halldórsson LEIFTUR: Óskar Ingimundarson ekki óþekktur þar. Hann þjálfaði Völsunga 1985 og var síðan þjálf- ari Selfyssinga 1986. Jóhannes Atlason, hefur þjálfað öll þijú 1. deildarlið Akureyringa. 2. DEILD FYLKIR: Marteinn Geirsson VESTMANNAEYJAR: Ralph Rockenmer, V-Þýskaland VÍÐIR: Heimir Karlsson (áður ÍR) SIGLUFJÖRÐUR: Eddie May, England BREIÐABLIK: Griegorz Bielatowicz, Pólland (áður ÍBV) ÞRÓTTUR: Magnús Bergs ÍR: Gylfí Gíslason SELFOSS:_Magnús Jónatansson TINDASTÓLL: Bjarni Jóhannsson FH: Ólafur Jóhannesson og Helgi Ragnarsson Eins og sést á þessu eru fjórir fyrr- um leikmenn Skagaliðsins þjálfarar í 1. deild. Hörður Helgason, Sigurð- ur Lárusson, Guðjón Þórðarson og Sigurður Halldórsson. Framarar eiga tvo 1. deildarþjálf- ara. Ásgeir Elíasson, Fram og Jóhannes Atlasson, Þór og þá eiga þeir einn 2. deildarþjálfara. Martein Geirsson', sem þjálfar Fylki. Þess má geta til gamans að Hörður Helgason var leikmaður með Fram áður en hann fluttist upp á Skaga. Meistaraþjátfarar Fjórir af þeim þjálfurum sem verða í sviðsljósinu í 1. deildarkeppninni. hafa fengið að handleika Islands- meistarabikarinn sem þjálfarar. Júrí Sedov var með meistaralið Víkings 1981 og 1982. Hörður Helgason var þjálfari meistaraliðs Skagamanna 1983 og 1984. Ian Ross var með meistaralið Vals 1985 og 1987. Ásgeir Elíasson var með meistaralið Fram 1986. Sjö síðustu meistaratitlarnir háfa verið í höndum þessara manna. Sex erlondir þjálfarar Alls verða sex erlendir þjálfarar við störf hjá 1. og 2. deildarfélógunum. Ian Ross, Skotlandi, Júrí Sedov, Sovétríkjunum og Frank Upton, Englandi, verða með í 1. deildarbar- áttunni og Pólveijinn Griegorz Bielatowicz, V-Þjóðverjinn Ralph Rockenmer og Englendingurinn Eddie May verða á ferðinni í 2. deild. Þeir Rockenmer og May eru nýir þjálfarar í íslenskri knatt- spyrnu. lan Ross, þjálfari KR-inga. Tveir meistaratitlar. PUNKTAR ■ MAGNÚS Jónatansson er sá þjálfari sem hefur þjálfað flest lið, af þeim þjálfurum sem þjálfa í 1. og 2. deild. Magnús hefur verið þjálfari hjá Austra, Eskifirði, Tindastól, KR, ísafirði, Breiðablik, Víkingi og Selfossi. M ÁSGEIR Elíasson, þjálfari Fram, hefur einnig þjálfað FH, Víking frá Ólafsvík og Þrótt, Reykjavík. Ásgeir hefur einnig leikið með þessum félögum. ■ JÓHANNES Atlason hef- ur þjálfað fjögur 1. deildarlið: ÍBA, Fram, KA og Þór. Jóhann- es hefur náð þeim árangri að þjálfa öll þijú liðin sem Akur- eyringar hafa átt í 1. deild. Árangur sem enginn á eftir að leika eftir. I ÓLAFÚR Jóhannesson þjálfari FH, hefur þjálfað Ein- heija frá Vopnafírði og Skallla- grím, Borgamesi. Ólafur hefur einnig verið leikmaður með fé- lögunum. ■ ÁTTA af þjálfurunum í 1. og 2. deild, hafa leikið með landsliði íslands. Það eru þeir Ásgeir Elíasson, Fram, Jó- hannes Atlason, Þór, Sigurður Lárusson, Akranesi, Sigurður Halldórsson, Völsungi, Guðjón Þórðarson, KA, Marteinn Geirsson, Fylki, Magnús Bergs, Þrótti og Heimir Karls- son, VíðL ■ ÞRÍR þjálfarar í 1. deild eru nýliðar sem þjálfarar í deild- inni. Það eru þeir Óskar Ingimundarsson, Leiftur, ÓI- afsfirði, Sigurður Lárusson, Akranesi og Sigurður Halld- órsson, Völsungi. ■ TVEIR þjálfarar verða einnig leikmenn með liðum sínum. Það eru þeir Sigurður Lárusson, Akranesi og Óskar Ingimundarson, Leiftri. Tveir aðrir þjálfarar 1. deildarliðanna hafa áður ieikið^ með. liðum sínum í deildinni. Ásgeir Elías- son lék með Fram, FH og Þrótti og Jóhannes Atlason lék á sínum tíma með ÍBA. Magnús Jónatansson hefur komið víða við. II I f i /úIi• £ jiiiií-l i ji) • I> ( Énid ilnnl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.