Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 „ Laftt pig rájbtx, en pcir seyjo-, r&fro&Jjntb lcomi c-kvc/ affcur fíjrr en eftir a m.K.Klukkukima." K.RSVIC. Ég hreinlega dýrka tengdamömmu mína ... Með morgunkaffinu Jæja, komdu með ryksug- una inn og sýndu mér hana á gólfunum mínum! HÖGNIHREKKVÍSI * ÉG AMSSTI AF StCÓLABÍLNUM." Nagladekk og endurskinsmerki Til Velvakanda. Sem kunnugt er hefur veður og færð verið með besta móti það sem af er þessum vetri. Það fór því fyr- ir mér sem fleirum að mér láðist að setja nagladekkin undir bílinn fyrr en of seint. Já, ég segi of seint vegna þess að um leið og fyrsta verulega hálkan myndaðist lenti ég í hinum mestu vandræðum og eru þau tilefni þessa bréfs öðrum til vamaðar. Þannig var að litlu mátti muna að ég ylli stórslysi á van- búnum bílnum þegar hann rann stjómlaust í gegnum girðingu og alla leið inn í húsagarð. Ég var fljót að draga fram nagladekkin og láta setja þau undir á næsta hjólbarða- verkstæði — reynslunni ríkari. Þama hefði getað farið verr en til allrar hamingju slapp ég með beygl- aðan stuðara og reikning fyrir viðgerðinni á girðingunni. Þetta kenndi mér að vera ávallt viðbúin — við vitum aldrei hvenær hálkan og snjórinn skellur á og þá er eins gott að vera með allt sitt á hreinu. Og úr því ég er farin að tala um umferðarmál er ekki úr vegi að minna þá sem em gangandi á að bera endurskinsmerki svo ég tali nú ekki um þá sem iðka líkams- rækt með því að hlaupa um götur og torg. Fyrir þá er það beinlínis lífshættulegt að vera á ferli án end- urskins; og í öllum bænum staðsetj- ið merkin rétt — það er til lítils að hafa þau uppi á miðjum herðablöð- um! Snjóleysið eykur enn á dmnga Til Velvakanda. Hér fara á eftir nokkrar tillögur mínar um breytingar á bygginga- reglugerðum: 1. Hurðahæð: Hurðahæð er nú stöð- luð 200 sm. Þessu ætti að breyta og verði lágmark 210 sm. Þeim fer alltaf fl'ölgandi sem verða að beygja sig þegar þeir ganga um dyr. 2. Fúavöm: Skylt verði að þrýsti- veija innsteypta glugga og hurðakarma. Samkvæmt rann- sóknum margfaldast ending timburs við slíka meðferð og kostnaðarauki af þessum sökum yrði sáralítill. Milljónum er eytt skammdegisins og því eins gott að sjást og sjá aðra í umferðinni. Nagladekkin og endurskinsmerkin em aðeins spuming um vilja — hvernig væri að koma sér að verki — áður en það er of seint! Ólafía árlega í endurnýjun af þessum sökum og mætti stórlega draga úr viðhaldskostnaði. Það þykir sjálfsagt að ryðveija nýja bíla, því skyldi ekki vera jafn sjálfsagt að fúaveija glugga- og hurðak- ama. 3. Jám í steypuskilum: Tengijám em gjaman teinar sem standa út í loftið í steypuskilum. Nokkur alvarleg og mörg smærri slys má rekja til þessa. Stundum em tengijárn líka úr lykkjum. Mætti ekki binda það í byggingarlögum að tengijám séu ávallt gerð úr U-laga lykkjum? Þannig yrði komið í veg fyrir þessi slys. Helgi Ólafsson Tillögnr um breytingar á byggiiigareglugerðiim Yíkverji skrifar Nú er skattkerfísbreytingin gengin um garð. Víkvetja gmnar að breytingin hafí ekki ver- ið kynnt nægilega vel, sérstaklega öldmðu fólki, sem vart veit hvernig kerfíð virkar og á hvern hátt það getur nýtt rétt sinn. Að vísu hefur Tryggingastofnun ríkisins séð um að afhenda lífeyrisþegum auka- skattkort, en þar við situr. Því getur margt roskið fólk farið illa út úr þessarí breytingu. Þá er það mikil fyrirhöfn fyrir fólk sú breyting sem gerð var á persónuafslættinum. Fólk hafði fengið aukaskattkort í gulum lit, sem tíundaði prósentuafslátt miðað við afsláttinn 13.607 krónur, en eftir að Alþingi samþykkti 14.797 krónu afslátt vom gefin út rauð aukaskattkort, sem skattstofur hafa ekki sent út og þurfa menn að hafa fyrir því að fá þessi kort að nýju með breyttum prósentum. Víkveiji talaði við skattstofuna í Reykjavík skömmu eftir að endan- legur skattafsláttur var samþykkt- ur á Alþingi. Honum var þá tjáð að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af þessu, vinnuveitendum eða inn-. heimtuaðilum í staðgreiðslukerfinu yrðu send bréf til þess að þeir gætu leiðrétt þessar prósentur. Víkveija vitanlega hefur ekkert slíkt borizt vinnuveitanda hans og því má gera ráð fyrir að aukaskattkortahafar eigi inni hjá skattyfirvöldum tals- verðar upphæðir eftir að fyrsta skattgreiðsla hefur farið fram. Þama er greinilega einhver pottur brotinn. Það er kannski ekki skrítið, þar sem kerfíð á eftir að slípast, svo nýtt sem það er. XXX Einhvemtíma ekki alls fyrir löngu minntist Víkveiji á þá ambögu, sem gengi aftur og aftur í fréttum ljósvakamiðlanna þegar skýrt væri frá veðurofsa erlendis, að snjóstormur skylli á hér og þar. Um er að ræða erlendar fréttir og greinilega er hér um að ræða þýð- ingu á enska orðinu „snowstorm". En þetta orð et bara alls ekki til í venjulegu íslenzku talmáli. Hér er um að ræða byl eða hríð, en orðið „snowstorm" á alls ekki neitt skylt við vindhraða. Þegar blyndbilur skellur á hér innanlands myndi eng- um detta í hug að segja að snjó- stormur geysaði. Þrátt fyrir áminningu Víkveija áður um þetta hefur þetta skringiyrði gengið aftur og aftur í ljósvakamiðlunum og er nú mál að linni. • XXX Nú, en þar sem minnst er á veður og heiti þeirra, þá gekk nýárið í garð með því að kólnaði allsnögglega á landinu. Skyldi árið 1987 hafa verið eitthvert sérstakt hlýviðrisár? Verður 1988 mun kald- ara? Við þessu fást eflaust engin svör, enda munu veðurfræðingar ekki einu sinni hafa þau á taktein- um. En þessi veðrátta í upphafi nýs árs kætir mjög þá sem annast skíðalöndin og þeir sjá nú fram á bjartari daga. Kannski landsmenn geti innan skamms farið að stunda skíðaíþróttina, sem orðin er svo vin- sæl hérlendis. XXX egar kólnaði vaknaði fjöldi bíleigenda við vondan draum. Þótt kominn væri janúar voru þeir enn á sumardekkjum. Þá var ríkis- stjómin einnig svo elskuleg að lækka verð á hjólbörðum bíla. Menn ætluðu því að endumýja barðana, en vöknuðu þá aftur upp við vondan draum. Hjólbarðaverkstæðin höfðu birgt sig svo upp af dekkjum á háa verðinu, að lækkunin kæmi ekki til neytenda fyrr en einhvern tíma seint á árinu og líklegast ekki fyrr en þörf yrði á að kaupa sumar- hjólbarða á ný. Þetta er hrapalegt, en Víkveija er spurn. í viðskiptum hljóta menn að taka áhættu og ætti það því ekki að vera tap dekkja- salans, þegar hann hefur birgt sig upp af alltof dýrum dekkjum? Er ekki ákvörðunin, þegar pöntunin var framkvæmd, röng í ljósi sölu- skattsbreytinga? Á neytandinn að borga fyrir ranga ákvörðun, sem hann átti engan þátt í að taka?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.