Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 1
247. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Walesa hafiiar við- ræðum við stjómina Gdansk. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, ólöglegu verkalýðssam- takanna í Póllandi, sagðist í gær telja að pólska stjórnin hefði ekki lengur áhuga á að ganga til viðræðna við samtökin og kvaðst ekki ætla að ræða við samninganefhd stjórnarinnar í Varsjá. Háttsettir ráðgjafar Svíþjóð: Auka tengsl við Eystra- saltslönd Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSK stjórnvöld ætla að auka verulega stjórnmálatengsl sín við Eystrasaltslönd Sovétríkjanna, Eistland, Lettland og Litháen. Hugsanlegt er að opnuð verði skrifstofa ræðismanns eða aðal- ræðismanns í löndunum er sænska utanríkisráðuneytið hefur gert upp hug sinn. Vegna hinnar hröðu stjórnmálaþróunar í löndunum þrem að undanförnu hafa Svíar nú hug á að gera meira vart við sig þar. „Við ættum að íhuga möguleikann á að hafa einhvers konar sendimenn í löndunum," sagði Pierre Schori, ráðherraritari. Sænska stjómin hyggst þó ekki grípa til neinna snöggra eða róttækra ráðstafana. Schori skýrði frá því að áður en tek- in yrði ákvörðun um að opna skrif- stofur myndu háttsettir sænskir stjómarerindrekar gera sér tíðförulla um Eystrasaltslöndin en hingað til hafa aðeins lágtsettir fulltrúar sendi- ráðsins í Moskvu farið þangað öðru hverju. Á síðasta ári ákvað sænska þingið að bein samskipti við löndin þrjú yrðu aukin. Það hefur reynst erfitt í fram- kvæmd en nú virðist sem hjólin séu farin að snúast hraðar. „Það er ljóst að við þurfum að vinna saman, t.d. í málum er varða umhverfisvemd og viðskipti. Þar fyr- ir utan koma til viðkvæm, söguleg og mannleg tengsl en tugþúsundir manna frá Eystrasaltslöndunum búa í Svíþjóð," sagði Schori. Samstöðu sögðu að yfirlýsing Walesa merkti í raun að samn- ingaumleitanir milli stjórnvalda og Samstöðu væru komnar í sjálfheldu. „Orðið Samstaða stendur enn í þeim,“ sagði Walesa á blaðamanna- fundi í hafnarbænum Gdansk í Norður-Póllandi. Talsmaður stjóm- arinnar, Jerzy Urban, sagði í þess- ari viku að viðræðumar hæfust í dag, föstudag, en Walesa sagðist ekki hafa fengið formlegt boð og kvaðst engar ráðstafanir hafa gert til að fara til Varsjár. „Þá aðeins er hægt að ræða við þá þegar vilj- inn til .að leysa vandamálin er fyrir hendi," sagði Walesa. Hann sagði að svo virtist sem stjómvöld væru ekki reiðubúin til að viðurkenna Samstöðu, sem var bönnuð árið 1982. „Við höfum aldr- ei farið í launkofa með það að verði Samstaða ekki viðurkennd teljum við enga möguleika á þeim sáttum sem Pólland þarfnast svo mjög,“ sagði Walesa ennfremur. Reuter Jegor Lígatsjov, sem er formaður nýrrar yfirnefiidar landbúnaðarmála innan stjórnmálaráðsins, valda- mestu stofiiunar ríkisins. í baksýn er Shevardnadze utanríkisráðherra. Lígatsjov var til skamms tíma talinn ganga næstur Gorbatsjov að völdum en stjarna hans hefiir farið lækkandi. Það vekur athygli á þessari mynd frá fimdi Æðsta ráðs Sovétríkjanna að sætin sitt hvoru megin við Lígatsjov eru auð. Fundur Æðsta ráðs Sovétríkjanna: Skyrt frá miklum fjárlaga- halla vegua fyrri óstjómar Meiri áhersla verður lögð á neyslu- vörur og átak gert í umhverfísmálum Moskvu. Reuter. ÆÐSTA ráðið, þing Sovétríkjanna, kom í gær saman til tveggja daga fundar þar sem fluttar verða skýrslur um ástandið í efiiahags- málum ríkisins og fjallað um Qárhagsáætlun fyrir næsta ár. Gorb- atsjov forseti situr fiindinn ásamt öðrum háttsettum leiðtogum. Pjár- málaráðherrann, Boris Gostev, skýrði frá því að 36 milljarða rúblna (rúmlega 2.800 mUljarða ísl. kr.) halli yrði á íjárlögum fyrir árið 1989 og væri skýringarinnar að leita í lélegri stjórn undanfarin ár. Hann sagði að gert væri ráð fyrir aukinni framleiðslu á matvælum og aimennum neysluvörum á kostnað þungaiðnaðar. Einnig yrði gert átak i umhverfisvernd. „Þetta er ekki vandi sem allt í einu hefur skotið upp kollinum," sagði Gostev um fjárlagahallann. „Hann er afleiðing af misvægi í efnahagnum, víðtækum niður- greiðslum og gífurlegu tapi vegna ofstjómar og hugsunarháttar sníkjulifnaðar ásamt almennu að- gerðaleysi í efnahagsmálunum.“ An þess að nefna tölur þar um sagði Sovésk geimferja Energia, sovésk geimflaug sem búin er nýjum, kraftmiklum eldflaugahreyflum, sést hér á leiðinni til geimferðastöðvar Sovétmanna í Bajkonur. Ofan á flauginni er geimfeijan Bur- an, sem eftir myndum að dæma er nauðalík bandarísku geim- feijunum. Buran verður ómönnuð i fyrstu ferðum sinum og er áætlað að henni verði skotið á loft í fyrsta sinn um hálfljögurleytið í nótt að íslenskum tíma. Sjá enn fremur grein á miðopnu. Reuter hann að útgjöld ríkisins hefðu farið fram úr tekjum um nokkurra ára skeið og misvægið hefði aukist verulega síðan 1985 vegna þess að hagvöxtur hefði minnkað og fram- farir verið hægar. Á næsta ári myndu ríkisútgjöld vaxa um 11% en tekjur aðeins um 3,3%. Fyrr á árum var aldrei minnst á fjárlaga- hallann en Gostev sagði að glasn- osí-stefna Gorbatsjovs forseta hefði gert kleift að draga vandann fram í dagsljósið.. Hann skýrði frá því að tekjur ríkisins hefðu minnkað um 40 millj- arða rúblna (um 3.400 milljarða ísl. kr.) frá 1985 vegna lækkandi olíuverðs á heimsmarkaði og jafn- framt að slysið í Tsjemobyl-kjam- orkuverinu 1986, þar sem 31 lét lífið, hefði kostað ríkið um átta milljarða rúblna (630 milljarða ísl. kr.). Umhverfisvandamál hafa verið ofarlega á baugi í Sovétríkjunum síðustu ár og hafa fjölmiðlar flutt frásagnir af vaxandi og uggvæn- legri mengun við strendumar, í ám og andrúmsloftinu. Gostev sagði að veitt yrði samanlagt 82 milljörðum rúblna til umhverfisvemdar á næsta ári. Er hann ræddi um landbúnaðar- mál varaði hann við bjartsýni og sagði margt benda til þess að ástandið f þeim myndi fara versn- andi á næstunni. Yfirmaður Gosplan, stofnunar er annast sovéska áætlanagerð, Júríj Masljúkov, hafði áður sagt fundar- mönnum að mjög hefði dregið úr framleiðslu kjamorkuvera landsins vegna breytinga sem gera þyrfti á þeim eftir Tsjemobyl-slysið. Hann skýrði einnig frá því að áætlað væri að framleiðsla á neysluvam- ingi til almennings ykist rúmlega tvöfalt meira en framleiðsla þunga- iðnaðarins. Gert væri ráð fyrir að þjóðarframleiðsla ykist um 3,8% á næsta ári en fyrirhuguð aukning á þessu ári er 4,5%. Sjá einnig frétt á bls. 20. Reagan vill reisa nýtt sendiráð í Moskvu Washington. Reuter. RONALD Reagan Banda- ríkjaforseti sagði í gær að rífa þyrfti niður byggingu bandaríska sendiráðsins í Moskvu og reisa nýja í stað- inn vegna þess að ekki væri hægt að losna við hlustunar- tæki sem þar hefði verið komið fyrir. Talið er að nýja byggingin kosti 300 milljónir dala (um 14,1 milljarð ísl. kr.). Að sögn embættismanna hyggst Reag- an mælast til þess við Banda- rílq'aþing að ný bygging verði reist en aðeins þingið getur veitt fé til hennar og kemur það í hlut eftirmanns forsetans og þingsins, sem kosið verður 8. nóvember, að taka loka- ákvörðun í málinu. Háttsettir þingmenn hafa þegar ljáð hug- myndinni fylgi sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.