Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 fMtogn Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, eimi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Kohl kveður Moskvu Helmut Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, er sagður hafa komið Míkhaíl Gorbatsjov og öðrum gestgjöfum sínum í Moskvu í nokkum bobba í fyrradag,. þegar hann lýsti yfir á blaðamannafundi, að loknum viðræðum sínum við Gorba- tsjov, að fyrir áramót væri ætl- unin að sleppa pólitískum föng- um úr sovéskum fangelsum. Sagði Kohl að þetta hefði kom- ið fram i viðræðum hans við Gorbatsjov. Talsmaður Sovét- stjómarinnar hafði alla fyrir- vara í svari sínu við spumingum blaðamanna um þetta sama efni og gaf til kynna, að Kohl kynni að hafa kveðið of fast að orði. Þetta atvik í lok fyrstu form- legu viðræðna Kohls og Gorbá- tsjovs gefur enn til kynna, að sovéskir ráðamenn vilja sjaldan láta taka sig á orðinu. Stundum sýnast þeir tala eins og þeir halda að falli vestrænum við- mælendum þeirra best í geð. Til að mynda hafði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, það eftir Gorbatsjov að loknum fundi þeirra í mars í fyrra, að menn skyldu bara bíða og sjá, innan tíðar nytu sovésk- ir þegnar jafnvel meira firelsis til ferðalaga en fólk á Vestur- löndum! í för með Kohl vom helstu frammámenn í vestur-þýsku athafna- og efnahagslífí. Ætlun þeirra var einmitt að fá stað- festingu á æðstu stöðum á því, að þeir gætu treyst sovéskum fyrirheitum um að ekki yrði allt gert upptækt í nafni þjóð- nýtingar og alþýðunnar sem þeir fjárfestu í Sovétríkjunum. Eitt af markmiðum Gorbatsjovs hefur verið að sovésk fyrirtæki stofni til samvinnu við vestræn um uppbyggingu og úrlausn flókinna verkefna ekki síst á tæknisviðinu. Til slíkrar sam- vinnu em stjórnendur og eig- endur fyrirtækja tregir nema tryggt sé að fjármunir þeirra, framleiðsluvömr og vinna hverfí ekki í hina botnlausu hít sósíalisma, miðstýringar og skrifræðis. Sú skoðun er útbreidd meðal vestur-þýskra áhrifamanna, að vegna hins sögulega hlutverks sem Þjóðverjar gegndu gagn- /art Rússlandi séu þeir nú betur í stakk búnir en flestir á Vest- urlöndum til að rækta tengsl við Sovétmenn. Þykir mörgum bandamanna Vestur-Þjóðveija nóg um tal af þessu tagi og hið mikla lof sem Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra þeirra, hefur borið á Gorba- tsjov. Segja sumir að nú sé eins- konar „Gorbaæði" í Vestur- Þýskalandi og við slíkar að- stæður sé hætta á því að af- drifaríkar ákvarðanir séu tekn'- ar án nægilegrar ígmndunar. Ástæðulaust er að ætla að vestur-þýskir ráðamenn tapi áttum í samskiptum sínum við Sovétríkin undir forystu Gor- batsjovs. Helmut Kohl slakaði til að mynda ekkert á þeirri gmndvallarkröfu stjómvalda í Bonn, að þýsku ríkin skuli sam- einuð. Kohl flytur þetta mál jafnan af miklum tilfínninga- hita og fram hefur komið, að þannig gekk hann einnig fram í Moskvu. Gorbatsjov tók þess- um sjónarmiðum á hinn bóginn kuldalega. Kremlveijar óttast enn afl eins þýsks ríkis og þeir hafa þar að auki aldrei sýnt neinn vilja til að sleppa tökun- um á neinu því, sem Stalín tókst að sölsa undir sig í lok síðari heimsstyijaldarinnar. Vestur-Þjóðveijar em auð- ugasta þjóðin innan Evrópu- bandalagsins og þeir em í fremstu línu, þegar litið er á vamarsamstarfíð innan Atl- antshafsbandalagsins bæði landfræðilega, hemaðarlega og stjómmálalega. Þegar deilt var um meðaldrægu eldflaugamar vom vestur-þýskir ráðamenn í fylkingarbijósti við að móta og framkvæma þá stefnu sem Atl- antshafsbandalagið fylgdi. Hún bar góðan árangur. Engum er betur ljóst en Vestur-Þjóðveij- um að Sovétmenn og fylgiríki þeirra í Varsjárbandalaginu ráða yfír venjulegum herafla í Mið-Evrópu sem er miklu öflugri en nauðsynlegt er til að veija landamæri rílganna og öryggi þjóða þeirra. Það hefur verið stefna vestur-þýskra stjómvalda að ekki skuli slakað á í vamarviðbúnaði nema það sé gert með gagnkvæmum hætti og á þann hátt að ekki verði dregið úr öyggi. Sú stefna breyttist ekki við för Kohls til Moskvu. Hrafn Snorrason Ijósmyndari á ísafirði setti kirkj- una í sitt rétta umhverfi inn á þessa vetrarmynd frá ísafirði. Kirkjunni er ætlaður staður i Torfanes- bugnum framanvert við nýja sjúkrahúsið. Lóðin er rúmgóð og góð aðkoma frá Hafnarstræti og Skut- ulsfíarðarbraut. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sérstök áhersla verður lögð á hljómburð í nýju kirkjunni. Stór söngpallur verður í kirkjunni og gert er ráð fyrir stóru pípuorgeli og flygli, enda hafa alltaf verið mikil tengsl milli ísafíarðar- kirkju og hins þróttmikla tónlistarlifs ísfirð- inga. Líkanið gerði Guðlaugur Jörundsson frá Hellu. Grunnmynd af kirkjunni. pii Isafjörður: Ný kirkía fiill tákna - segir sóknarpresturinn um teikningar að nýrri kirkju „NÝJA kirkjan er full táknfræði bæði kristindómsins og þess raun- veruleika sem hún verður byggð til,“ sagði séra Jakob Ágúst Hjálm- arsson sóknarprestur á ísafírði, þegar kynntar voru teikningar af nýrri kirkju sem byggð verður á ísafírði i stað þeirrar sem brann í fyrra. Gylfi Guðjónsson arkitekt teikn- aði kirkjuna sem verður væntan- lega 860 fermetrar að flatarmáli og um 5.500 rúmmetrar. Henni hefur verið valinn staður á fyllingu í Torfanesbugnum framanvert við nýja sjúkrahúsið. Sóknamefnd ísafjarðár bauð til kynningar á teikningum og líkani kirkjunnar sl. sunnudag. Þar gerði Gunnlaugur Jónasson, formaður sóknamefndarinnar, grein fyrir því sem gert hefur verið. Gylfa Guð- jónssyni var falið að teikna kirkj- una á síðasta vori samkvæmt ítar- legri byggingarforsögn. í henni var gert ráð fyrir að í kirkjuskipi verði sæti fyrri 200 manns og í áföstum safnaðarsal verði sæti fyrir 150. Þá átti öll safnaðarstarfsemin að rúmast innan veggja kirkjunnar og vera á einni hæð. Arkitektinn byggir gmnn kirkj- unnar á tólfstrendum hring, en hringurinn er tákn eilífðarinnar og veruleika Guðs. í miðju hringsins er altarið, kirkjutuminn, klukkan og krossinn. Sjö hlutar hringsins eru utan dyra og tákna sjö daga vikunnar og daglegt líf hins kristna manns. Þar á grýttur fjörukambur að mynda undirstöðu austurhlut- ans sem að pallinum snýr en að honum fellur vatn, tákn hafsins. Fimm hlutar hringsins eru innan dyra og tákna hina æðstu helgi- þjónustu, krossfómar Krists og fimm sára hans á krossinum. Engir venjubundnir gluggar eru á kirkjunni en birtan kemur frá háttliggjandi gluggum milli þaks og kirkju og þaks safnaðarheimilis- ins og þjónustuhluta hússins og frá gluggum yfír og meðfram kórnum. Uppúr kómum er svo klukkutum- inn upplýstur og minnir á eldstólp- ann, sem vísaði ísraelsmönnum leiðina til fyrirheitna landsins. Bæði Gunnlaugur Jónasson sóknamefndarformaður og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson lýstu mikilli ánægju með störf Gylfa Guðjónssonar arkitekts og á sama máli virtust flestir safnaðarmeð- limir sem skoðuðu teikningamar og forkunnar vel gert líkan sem Guðlaugur Jörundsson frá Hellu vann fyrir sóknamefndina. Teikn- ingamar og líkanið verða til sýnis alla vikuna í stjómsýsluhúsinu svo að almenningi gefist kostur á að skoða og gera sínar athugasemdir. Engar kostnaðaráætlanir liggja ennþá fyrir en gróft mat kunnugra bendir til að kostnaður verði ná- lægt 75 milljónum króna. Nú verð- ur hafist handa við fullnaðarfrá- gang byggingarnefndarteikninga og síðan verður haldið áfram við frekari undirbúning. Að sögn Áma Traustasonar tæknifræðings og sóknamefndar- manns verður lögð áhersla á að vanda allan undirbúning. Fram- kvæmdir munu svo hefjast þegar hægt verður að ljúka uppsteypu og frágangi úti í einum áfanga. Sóknarpresturinn sagði í ræðu sinni að ísfirska táknrænan í bygg- ingunni gerði hana að kirkju sem hvergi annars staðar gæti sómt sér betur. Hún stendur í faðmi blárra fjalla og táknar undir helsta sjón- arhomi þann faðm. Þar freyðir aldan köld í tjörninni. í sölum kirkjunnar á Huldan góða völd, en hún er enginn annar en Guð sjálfur. Hann lætur blys sitt, hinn ljómandi tura, blika við bládimm klettaskörð þakbrúnarinnar yfir altarinu er kvöldsins geislar kvika og kyssa Isafíörð. Takist eining meðal sóknar- bama er ástæða til að ætla að inn- an fárra ára flytjist kristnihald á ísafirði úr samkomusal Mennta- skólans á ísafírði í þetta veglega guðshús. _ (Jlfar íslendingar heiðraðir vestanhafs Á aðalfúndi Bandaríska jarð- hitafélagsins, sem haldinn var í San Diego i Kaliforniu 12. októ- ber sl. voru veitt svokölluð brauðtryðjendaverðlaun fyrir störf á sviði jarðhitarannsókna og -nýtingar. Að þessu sinni var verðlaununum skipt milli tveggja íslendinga, þeirra dr. Gunnars Böðvarssonar prófessors við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.