Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 48
 , TRYGGINGAR Siðumúla 39 • Slmi 62800 priptttMwit* NYTT SIMANUMER 606600 L FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU .70 KR. Gjaldþrot fyrirtækja: 60-70 milljónirí ógreiddum launum RÍKISSJÓÐUR mun tapa 60-70 miiljónum króna á þessu ári vegna launa, sem starfsmenn gjaldþrota fyrirtækja eiga inni þegar rekstur þeirra stöðvast. Ríkissjóður ábyrgist að greiðslur þeirra launa sem starfsmenn eiga inni samkvæmt samningum þegar rekstur fyrirtækis stöðvast vegna gjaldþrots. Þessar tölur eru heildarútgjöld vegna launaábyrgðanna, að sögn Óskars Hallgrímssonar hjá félags- málaráðuneytinu. Hugsanlegt er að eitthvað fé náist inn til baka frá þrotabúum, en það er ekki vitað enn. Um er að ræða greiðslur launa, orlofs og lífeyrisiðgjalda. Wim Wenders vill kvikmynda á íslandi HINN þekkti þýski kvikmynda- leikstjóri Wim Wenders hefúr áhuga á að taka hluta af nýjustu kvikmynd sinni upp á íslandi. Vinnuheiti myndarinnar er „To The End of The World“ og mun hún Qalla um fólk á ferðalagi um ýmis lönd. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður hefur verið í sambandi við Wenders út af þessu máli. Hann segir að enn sé óljóst hvort af þessum áformum Wenders verði. Mun málið ekki komast á hreint fyrr en um áramót. Að sögn Friðriks setur Wenders það helst fyrir sig að verðlag á öllu viðkom- andi kvikmyndatökunum sé svo hátt hérlendis, mun hærra en hann á að venjast erlendis. Rekstrarafkoma ríkissjóðs: Fimm milljarða halli á fyrstu 9 mánuðunum ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qár- málaráðherra sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær, að rekstrarafkoma ríkissjóðs á 9 fyrstu mánuðum ársins væri nei- kvæð um 5.250 milljónir króna. Fjármálaráðherra sagði einnig, að í árslok gæti hallinn á ríkissjóði orðið 3 til 4 milljarðar, en afkoma ríkis- sjóðs er að jafnaði best á síðustu mánuðum ársins. Körfuknattleikur: Skoruðu ekki í átta mínútur Körfúknattleiksmenn Vals settu í gærkvöldi nýtt met í úrvalsdeild- inni. Þeir léku við ÍBK í Keflavík og töpuðu með 49 stigum gegn 83. Vals- menn skoruðu aðeins 15 stig í seinni hálfleiknum. Fyrstu 8 mínútur síðari hálfleiks skoraði liðið ekki eitt ein- asta stig sem er nýtt met í deildinni. Sjá nánar á íþróttasíðu, bls. 47. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í umræðunum, að síðustu ríkisstjóm, þar sem hann gegndi embætti fjármálaráðherra, hefði mistekist það ætlunarverk sitt, að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum. Tekjur ríkissjóðs hefðu reynst minni en við var búist og útgjöldin hefðu aukist. Fyrrum samráðherrar Jóns Bald- vins úr Sjálfstæðisflokki,_ þeir Friðrik Sophusson og Matthías A. Mathiesen sögðu að síðustu ríkisstjóm hefði ekki verið greint frá þessum mikla halla. Fjármálaráðuneytið hefði spáð að hallinn í árslok yrði 700 milljónir og aðrar spár um rekstrarafkomuna hefðu ekki verið kynntar stjóminni. Jón Baldvin sagði hinsvegar að í byij- un september hefði fjármálaráðuney- tið talið líklegt, að hallinn yrði 1.420 milljónir og það hefðu samstarfsmenn hans í ríkisstjóm fengið að vita. Á þeim tíma hefði hins vegar ekki verið íjóst, að hallinn yrði meiri. Matthías hefur nú farið fram á, að Ríkisendurskoðun geri skýrslu um stöðu ríkissjóðs þann 30. september. Sjá þingfréttir bls. 28-29. Njarðvík: 11 útlendingar eru á atvinnuleysisskrá Keflavfk. HJÁ Njarðvíkurbæ voru 18 manns skráðir atvinnulausir í gær, þar af eru 11 útlendingar, 3 karlmenn og 8 konur. Flest af þessu fólki hefur unnið í frystihúsum, en tveir karlmann- anna eru hingað komnir alla leið frá Malaysíu. Þeir heita Chong Kee og Lim Hoy og voru ráðnir til vinnu í Veitingahúsinu Brekku í Keflavík, en það hætti starfsemi í ágúst.„Við vorum ráðnir í gegnum umboðs- skrifstofu í London og launin vom 50 þúsund á mánuði. Við unnum aðeins í einn og hálfan mánuð á veitingahúsinu og stóðum þá uppi atvinnulausir," sögðu þeir félagar í samtali við Morgunblaðið í gær. Þeir sögðust hafa fengið vinnu um tíma í frystihúsi, en það hefði hætt starfsemi fyrir 3 vikum og síðan hefðu þeir ekkert haft að gera. Þeir Chong Kee og Lim Hoy leigja íbúð í Njarðvík og greiða 30 þúsund á mánuði fyrir húsaleigu. Þeir sögðust þurfa að fara úr íbúð- !S? ISS!!!!! Morgunblaðið/Rúnar Þór Með fullfermi afloðnu Loðnuskipin hafa veitt mjög vel undanfama daga við miðlínuna milli íslands og Grænlands. Skipin hafa fyllt sig á skömmum tíma og haldið drekkhlaðin til lands. Hér má sjá Súluna við bryggju í Krossanesi við Eyjafjörð. Enn _þarf að ráða út- lendinga í sum störf ENN þarf að ráða útlendinga til að vinna sum störf, sem íslenskt fólk fsest ekki í. Þrátt fyrir miklar uppsagnir í einstökum starfe- -.....••••••.•■'■•••..■■■■■■■■...... Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Lim Hoy til vinstri og Chong Kee frá Malaysíu inni um mánaðamótin og yrðu að leita ásjár kunningja í Reylq'avík þar sem þeir ætluðu að leita fyrir sér með atvinnu. BB greinum undanfarið, virðist ekki vera farið að gæta atvinnuleysis, en fólk þarf að hafa meira fyrir því að fá vinnu, heldur en var fyrr á árinu. Síldarvinnsla hefúr haft mikil áhrif til að halda uppi fúllri vinnu nú á haustmánuðum. Meðal starfa sem illa gengur að ráða íslendinga til að vinna er beitn- ing. Óskar Hallgrímsson hjá félags- málaráðuneytinu sagði í gær, að hann hefði verið að ræða við mann sem vildi fá leyfi fyrir erlent vinnu- afl í beitningu, vegna þess að enginn íslendingur fékkst til þess þrátt fyrir að það hefði verið reynt. Þá sagði Óskar að fleiri útlendingar væru hér við störf en verið hefði á undanföm- um árum. í ágústlok höfðu um 1.200 atvinnuleyfi verið gefín út sem er jafn mikið og var allt árið í fyrra. Hann sagðist verða mikið var við Skandinava þar að auki, en þeir þurfa ekki sérstakt atvinnuleyfí. Þrátt fyrir allmiklar uppsagnir í sumum atvinnugreinum undanfarið, hefur ekki gætt atvinnuleysis að marki. Óskar taldi að mikil vinna við söltun og frystingu sfldar hefði þar mikið að segja. „Það er núna upp- gripavinna á Austfjörðum og í Vest- mannaeyjum skortir vinnuafl," sagði hann. „Svo virðist ekkert lát vera á byggingavinnu og verklegum fram- kvæmdum, en talsverður samdráttur hefur orðið í verslun og til dæmis hjá_ saumastofum." Óskar sagði að dregið hefði nokk- uð úr þeirri þenslu sem var á vinnu- markaðnum, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Nú gengi hægar fyrir fólk að fá vinnu og auðveldara fyrir mörg fyrirtæki að fá fólk til starfa, sem áður þurftu jafnvel að reiða sig á erlent vinnuafl. Hann nefndi sem dæmi, að eitt stórt og mannmargt fyrirtæki hefði lengi átt í vandræðum vegna þess hve erfitt var að fá fólk til starfa og það staldraði stutt við í einu. Áætlanir voru um að ráða hóp Pólveija á næstu vikum, en frá því hefur verið horfið þar sem tekist hefur að mestu að manna laus störf og starfsfólkið virðist ætla að ílengj- ast meira en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.