Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Systraminning: Sigríður Guðbjarts- dóttir — Sigurveig Guðbjartsdóttir Sigríður Fædd 9. nóvember 1897 Dáin 5. apríl 1987 Sigurveig Fædd 2. júní 1892 Dáin 22. október 1987 Elsku Veiga okkar fékk loks hvíldina eftir rúm 96 ár. Sigurveig eða Veiga eins og hún var kölluð af flestum var fædd í Neðrabæ í Selárdal í Amarfirði 2. júní 1892, dóttir hjónanna Sólveigar Kristjánsdóttur og Guðbjarts Sig- urðssonar. Hún var ein 14 bama þeirra hjóna og varð síðust þeirra til að kveðja þennan heim. Ung fór hún í fóstur til hjónanna Kristínar Pétursdóttur og Friðriks Sveinssonar á Klúku í Amarfirði og ólst upp hjá þeim við ástríki og umhyggju til fermingaraldurs. Ekki var um mikla vinnu að ræða fyrir ungar stúlkur á þessum ámm annað en heimilis- og vinnukonustörf og varð það því hlutskipti Veigu alla tíð að þjóna öðmm. Vinnukona ' var hún á ýmsum bæjum í Amarfirði til ársins 1932 en þá fluttist hún til foreldra okkar og systur sinnar, Sigríðar Guð- bjartsdóttur og manns hennar, Guð- mundar Ó. Guðmundssonar að Eyr- arhúsum í Tálknafirði. Það sama ár eignaðist Sigríður sitt fyrsta bam og tók Veiga þáttT umönnun þessa bams, sem og hinna þriggja, sem seinna fæddust, og var hún okkur sem önnur móðir. Eigum við henni mikið að þakka því sú um- hyggja og hlýja sem Veiga gaf okkur í uppvexti er okkur öllum ómetanleg og eins sú umhyggja sem hún bar fyrir okkar bömum seinna meir. Vorið 1947 fluttist fjölskylda okkar suður til Hafnarfjarðar og flutti Veiga með okkur enda fannst okkur annað óhugsandi og sjálf- sagt. Veiga giftist aldrei og eignaðist engin böm. Hún stundaði húshjálp á mörgum stöðum í Hafnarfírði og tengdist mörgum þessara fjöl- skyldna tryggum vináttuböndum. Trygglyndið var henni í blóð borið, sem og mörgum öðmm af þessari kynslóð, og sannaði Veiga það, því hún starfaði oftast lengi á hverjum stað, m.a. um 20 ára skeið við ræstingar hjá trésmiðjunni Dverg í Hafnarfírði. Aldurinn færðist yfír og árið 1970 þegar Veiga var 78 ára göm- ul fluttist hún að Sólvangi í Hafnar- fírði, þar sem hún dvaldi við sér- staklega góða aðhlynningu til dauðadags. Enginn vafí ieikur á því að Veiga varð hvíldinni fegin eftir langvar- andi veikindi og getur maður glaðst með henni að nú skuli löngum ævi- degj vera lokið og hún komin á æðra tilverustig. Því enginn efast um að þar fær hún aðgang, enda trúrækin kona og vel að sér um guðsorð. Nú að leiðarlokum viljum við þakka þér, elsku Veiga, fyrir sam- fylgdina frá fæðingu og alla þá umhyggju og hjálp sem þú heftir veitt okkur og fjölskyldum okkar. Hefur hún verið okkur öllum ómet- anleg. Við systkinin viljum fyrir okkar hönd og hennar færa stjómendum og starfsfólki Sólvangs, og þá sér- staklega starfsfólki á annarri hæð, innilegasta þakklæti fyrir mjög góða aðhlynningu og alúð sem hún naut alla tíð á Sólvangi. Við eru þess fullviss að hún mat þessa umhyggju mikils. Megi hið eilífa ljós lýsa henni á nýjum leiðum. Guðmundur, Sólveig, Aðalheiður og Guðríður Mig langar að minnast ömmu minnar og systur hennar. Amma mín hét Sigríður Guðbjartsdóttir, fædd 9. nóvember 1897. Hún dó 5. apríl 1987. Systir hennar hét Sigurveig Guðbjartsdóttir. Hún var fædd 2. júní 1892 og lést laugar- daginn 22. október síðastliðinn. Ég á þessum yndislegu konum margt að þakka frá æskuárum mínum. Amma, afí og Veiga bjuggu um árabil í Köldukinn 3 í Haftiar- fírði. Afí byggði það hús og man ég fyrst eftir mér þar. Mamma og pabbi bjuggu þar i risinu ásamt Veigu. Hún var afskaplega trúuð kona. Ég minnist hennar sitjandi við rúmstokkinn að kenna mér bænimar. Ég á margar minningar og alltaf tengjast þær ömmu og Veigu. Amma og afí fluttu síðan í Köldukinn 17 og flutti Veiga með þeim. Hún flutti ánð 1970 á Sól- vang. Hlaut þar frábæra ummönn- un. Vil ég þakka starfsfólki á 2. hæð á Sólvangi fyrir að reynast Veigu svona vel. Árið 1977 fluttu amma og afi á DAS í Hafnarfírði. Afí lifði ekki lengi eftir það. Hann dó í júní 1978. Amma var mjög einmana eftir að afi dó og fór ég margar ferðir til hennar á DAS. Það vom frábær- ar stundir fyrir okkur báðar. Ég þakka ömmu og Veigu fyrir allt. Blessuð sé minning þeirra. Sigurveig Minning: Sigursteinn Guðlaugs- son irá Hofsósi Haraldur Kristinn Guðjónsson - Minning Fæddur 15. mars 1914 Dáinn 20. október 1988 Ég fékk að hitta afa minn, Sigur- steinn Guðlaugsson, í síðasta sinn helgina 14. til 17. október. Svo vildi til að mamma mín fór í frí og ég átti að vera hjá móðurömmu og afa á meðan. En ég ætlaði að fara norð- ur í Hofsós til ömmu minnar og afa míns, sem ég og fékk, með pabba mínum. Þar er gott að vera. Ég hef verið þar mikið og átt þar góðar stundir í gegnum árin. Afí hefur verið iðinn við mig. Farið með mig á hestinn minn og kennt mér á hann. Svo unnum við mikið saman í útihúsunum þegar kindumar voru. Gáfum á garðann, brynntum, þrif- um og fleira. Allt síðastliðið sumar var ég hjá þeim. Við fórum í ferða- lag. Fórum um Suðurland, gistum í Hveragerði, keyrðum mikið, skoð- uðum margt og vorum lengi í ferð- inni. Afi ætlað að fara með okkur ömmu vestur líka í sumar en það var ekki tími til þess, hann ætlaði þá næsta sumar ef heilsan leyfði. En það verður víst ekki af því, því nú er afí minn horfinn á braut. Afa minn kveð ég og þakka fyr- ir allar okkar yndislegu stundir saman í þessari jarðvist. Við hitt- umst aftur síðar meir. Og elsku amma mín, við eigum eftir að hitt- ast oft og eiga margar og ánægju- legar stundir saman. Manstu, manstu, orð og atvik, öðrum hulin, týnd og gieymd, töfrablik og unaðsóma, ævintýri séð og dreymd. Æskuminna gulii góðu gat oss engin ránshönd svipt. Það er mótað bamsins brosi ber liess mynd og yfírskrift. (Öm Amarson. Jóhannes Arason Við kvöddum hann fyrir utan heimili hans á Hofsósi fyrir nokkrum vikum. Þau hjónin veifuðu að skiln- aði með bros á vör. Mér datt ekki í hug að það væri síðasta kveðjan frá vini mínum, Sigursteini, í þessu lífí. Mennirnir áforma en Guð ræður. Ég kynntist þeim hjónum, Guðnýju og Sigursteini, fyrst úti í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum, svo skildu leiðir og íjölskyldan fluttist frá Eyjum, en sambandið hélst áfram og nokkrum sinnum heimsótti ég þau hjón norður á Hofs- ós. Það var gott að koma á lítið og hlýlegt heimili þeirra hjóna, fínna þeirra hlýja vinarþel, Sigursteinn ávallt boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd. Hann var glaðsinna, lék á als oddi, lét margt frá sér fara þó máske að ekki væri allt á fínu nótun- um, en inni fyrir bærðist hinn mildi maður með hjartahlýjuna og hugul- semina. Þegar við að kvöldlagi röb- buðum saman um heima og geima fann maður hvem mann Sigursteinn hafði að geyma. A uppvaxtarámm hans var ekki alltaf siglt um lygnan mar. Það var oft risið úr rekkju árla dags og sól oft löngu hnigin til viðar er dags- verki lauk. Dagamir urðu að vikum, vikumar að mánuðum og mánuðim- ir að ámm og bömin komu til sög- unnar. Oft syrti í álinn, þau hjón urðu fyrir þungum á föllum á lífsleið- inni sem hér skulu ekki tíunduð. Þá var gott að eiga þann að er eitt sinn sagði: „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga emð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld." A þeim ámm er þau Guðný og Sigursteinn bjuggu í Vestmannaeyjum sameinaðist Guðný söfnuði sjöundadags aðvent- ista. Og þegar fram liðu stundir virti Sigursteinn þessa ákvörðun konu sinnar og var vel meðvitaður þess hvers gildi það var að fylgja fastri lífsstefnu í trúmálum, fylgja þeim frelsara er hafði blessað og helgað sjöunda daginn sem hvíldardag, og hin síðari ár tók hann á vissan þátt í viku hverri í undirbúningi hvíldar- dagsins. Ég minnist eins atviks er við sátum við eldhúsborðið hjá þeim í litla eldhúsinu þeirra að hann sagði við mig: „vilt þú ekki biðja Guð að blessa okkur matinn?" Slíkt lýsir best innra manni. Bak við gáska- fullt yfirbragð bjó hinn innri hugs- andi maður, maður alvömnnar sem sá gildi þess að njóta styrks æðri máttarvalda. Nú hefur vinur minn, Sigursteinn, lokið dagsverki sínu. Lagsttil hvíldar og er sofnaður svefninum langa og bíður þess dags er Kristur kemur í skýjum himins í mætti og mikilli dýrð og hin helga bók flytur okkur boðskap huggunar: „Ekki viljum vér bræður láta yður vera ókunnugt um þá sem sofnaðir em, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum fram þá sem sofnaðir em, því að það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drott- ins, að vér sem lifum og emm eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu; þvi að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni og þeir sem dánir em í trú á Krist munu fyrst upp rísa; sfðan munum vér sem lifum, sem eftir emm, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum. (I. Þess. 4:13—18.) Það er því gott að vera falinn í umsjá þess er öllu ræður, fá að hvíla í moldu uns lúðurinn hljómar og orð ritning- arinnar rætast er segja, hjá Matt- eusi: „Því að eins og eldingin gengur út frá austri og sést allt til vesturs þannig mun verða koma mannsson- arins." Ennfremur: „og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð vom horfin og hafíð er ekki framar til. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauð- inn mun ekki framar vera til, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til“. (Op 21:1—4.) Það er dásamlegt á slíkum stundum sem þessum að geta leitað huggunar í Heilaga ritn- ingu. Ég kveð góðan vin með söknuði, samvemstundir á heimili hans í gegnum árin heyra nú minningunum til. Ég tek undir með litlum sonar- syni Sigursteins: „Við hittumst aftur þegar Jesús kemur í skýjum himins- ins.“ Mætti sá dagur verða okkur öllum gleðidagur. Kæm vinir, þið sem syrgið látinn vin, verið þakklát fyrir samfylgdina. Guðný mín, Áróra, Fiddi, Hilmar og Ari, aðstandendur og vinir allir, þið emð í umsjá Guðs falin um ókomin ár. Ég vil að lokum vitna í eitt er- indi gullfallegs sálms Eriks Amesen: 0, þegar ég við æðri og fegri sól allt fæ að sjá er húm og skuggi fól, Ijóst mér þá verður, leitt að hafði sá leiðina vel er þekkti byijun fri Mættum við láta máttugan Guð leiða oss vegferðina á enda uns kallið kemur og dagsverki lýkur. Þannig verður oss best borgið. Megi kæri vinur hvíla í friði. Bless- uð sé minning Sigursteins Guð- laugssonar. Karl Vignir Fæddur 9. apríl 1914 Dáinn 7. október 1988 Á dijúgri lífsleið lærist margt. Eitt stendur eftir öðm framar dýr- mætara, geymist í minningu, kemur öðm hvom fram í hugann og yljar og hressir á stundum anna og amst- urs. Mæt kynni og góð koma þar án efa í allra fremstu röð, lýsa inn í annarra hugskot svo virt verða við- horf þeirra, sýna oft óhvikult æðm- leysi, hvað sem á dynur, verða oft að vináttu- og kunningjaböndum, sem endast í gegnum árin. Ég má til með að geta um ein slík kynni, sem veittu mér margt, kenndu mér æma lexíu um það, hvemig lifa skuli lífínu lifandi, þrátt fyrir annmarka og erfíðleika. Har- aldi Guðjónssyni kynntist ég á Reykjalundi og við þann stað vom kynni okkar og kunningsskapur bundinn. Það fór ekki á milli mála að þar var hann veitandi, uppör- vandi gleðigjafi, sem aldrei ræddi um eigin vandræði né erfíða líðan. Það leyndi sér heldur ekki, að ef einhver var hnuggnari en aðrir eða dró sig enn frekar í hlé frá félagsskap annarra, þá var Harald- ur kominn þar með hressileg gam- anyrði, með uppörvun í orði hveiju. Þegar slíkur maður hefur kvatt er erfitt annað en segja frá því sem var, öðmm dýrmætt, einnig honum án efa mikils virði. Ég heyrði hann aldrei bitran eða vílinn, en ég er þó viss um að undir hressilegu yfir- bragði leyndist ákveðin viðkvæmni og dapurleiki þess, sem vissi sig hafa getað svo ótalmargt öðm vísi og betur, m.a. menntað sig meira, ef önnur hefði ekki verið öldin þeg- ar hann var að alast up. Ég man hann fyrst á samvemstund okkar, þar sem allir reyndu að leggja lítið eitt af mörkum. Haraldur las skemmtisögu og gerði það svo ógleymanlega, að næstum áratug síðar fínnst mér rödd hans skýr, glettin og tilbrigðarík óma við eym mér. Greind hans og glöggskyggni fór ekki framhjá neinum sem honum kynntist og margs varð maður vísari af samræðum við hann, hvort sem fortíð eða nútíð komu við sögu. Hann fór hvergi í manngreinarálit, var höfðingjadjarfur sem kallað er, sagði mönnum utan alls hiks kost og löst á hverri gerð. Ég virti ein- arða skoðun hans, vel ígrundaða í hveiju máli, en vel fann ég, hversu fljótur hann var að slá á léttari strengi, ef viðmælandinn kunni ekki við að bregðast. Orðheppinn hitti hann í mark í samræðum við aðra, langar orðræð- ur vom honum lítt að skapi, logn- molla einnig, djarflega og hiklaust sagði hann sitt álit, sína skoðun og fyrtist alls ekki við þó önnur sjónar- mið væra flutt af sömu einurð. Erfíð urðu honum árin síðustu að mega ekki halda sínu striki sem löngum áður og vera bundinn svo erfíðum sjúkdómi og fylginautum hans. En síðast þegar ftmdum bar saman var glaða lundin og góðlegt brosið enn á sínum stað. Ég sendi öllum aðstandendum Haraldar innilegar samúðarkveðjur, vitandi þau ylja sér í söknuði sínum við mætar minningar um dáðríkan dreng. Kona has fær sérstakar kveðjur. Ég þakka stutt kynni og nkkuð stopul, en alltaf jafn geislandi góð. Það lýsir af minningu Haraldar, sem þeirrar hetju Iífsbaráttunnar og boðbera lífsgleðinnar sem hann vissulega var. Margir þeir er með honum áttu samleið um erfíða stigu veikinda og fötlunar munu sakna einlæglega góðs vinar og ég veit, að þar fer Bryndís Jónsdóttir á Flat- eyri í fremstu röð, vinkona okkar beggja, sem eins og aðrir naut vin- áttu Haraldar fölskvalausrar og gefandi. Minning hans er merk og góð. Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.