Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 19 Michaela Fukacová Christensen sellóleikari. Olle Persson baritónsöngvari. Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara: Tónleikar í Is- lensku óperunni MICHAELA Fukacová Christensen sellóleikari leikur við undirleik Bohumila Jedlikova á píanó og Olle Persson baritónsöngvari syngur við undirleik Mats Jansson á píanó í kvöld í íslensku óperunni kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Grieg, Schumann, Blake, Martinu, von Koch og Ginastera. Michaela Fukacová Christensen fæddist í Tékkóslóvakíu og er af tón- listarfólki komin. Fjögurra ára gömul bytjaði hún að spila á píanó en fór ekki að læra á selló fyrr en hún var orðin fjórtán ára. Aðeins tveimur árum seinna vann hún sína fyrstu sellókeppni, Beethoven-keppnina í Tékkóslóvakíu. Síðan hefur hún unn- ið hverja keppnina á fætur annarri og fengið verðlaun á alþjóðlegum vettvangi, m.a. 4. verðlaun í Tcha- ikovsky-keppninni í Moskvu. Hún stundaði nám í Tónlistarskól- anum í Bmo og síðar í Tónlistar- háskólanum í Prag, en þaðan tók hún lokapróf með hæsta vitnisburði í öll- um greinum og hlaut heiðursverð- laun sem besti nemandi skólans. Hún stundaði framhaldsnám í einleikara- deild Konunglega danska tónlistar- háskólans, þar sem Erling Blöndal Bengtsson var kennari hennar. Einn- ig tók hún þátt í fjölda námskeiða. Á námsámm sínum spilaði Mic- haela með helstu hljómsveitum Tékkóslóvakíu og síðar hefur hún haldið tónleika víða um heim. Olle Persson fæddist 1958 í Norrköping í Svíþjóð. Hann stundaði m.a. nám við kennaradeild Tónlistar- háskólans í Stokkhólmi og fékk styrk til framhaldsnáms í Lundúnum. Þeg- ar hann tók lokapróf sitt í Tónlistar- háskólanum 1987 fékk hann verð- launapening. Olle Persson hefur haldið tónleika í Svíþjóð og Englandi og komið fram í mörgum óperuhlut- verkum frá 1983. I fyrravetur söng hann Fígaró í Stóra Leikhúsinu í Gautaborg og næsta vetur mun hann syngja einsöng í nýsömdum verkum bæði með Útvarpshljómsveitinni í Stokkhólmi og Sinfóníuhljómsveit- inni í Malmö. Fiskiþing á mánudag 47. FISKIÞING verður sett af Þorsteini Gíslasyni fiskimála- stjóra mánudaginn 31. október kl. 14.00 í húsi Fiskifélagsins, Höfii við Ingólfsstræti. Þá mun Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra ávarpa þing- ið. Vilhjálmur Egilsson hagfræðing- ur, Ámi Benediktsson fram- kvæmdastjóri, Einar Oddur Krist- jánsson framkvæmdastjóri, dr. Grímur Valdimarsson, Unnur Skúladóttir fiskifræðingur og Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur flytja erindi. Helstu málaflokkar þingsins verða: Afkoma sjávarútvegsins, ástand fiskistofna, framkvæmd fiskveiðistjómunar, byggðaþróun og framtíð hinna ýmsu útgerða- staða, fiskmarkaðir og frjáls verð- lagning á fiski, markaðsmál og út- flutningur á óunnum fiski, öryggis- og fræðslumál og önnur mál er snerta sjávarútveginn. Allt frá byijun septembermánað- ar hafa deildir og fjórðungssam- bönd Fiskifélagsins haldið íjöl- marga fundi til undirbúnings mála fyrir þingið. Þinginu lýkur föstudaginn 4. nóvember. Ragnar Lár heldur málverkasýningu í Brúarlandi í Mosfellsbæ sem stendur yfir helgina. Ragnar Lár sýnir í Mosfellsbæ RAGNAR Lár opnar málverkasýningu í Brúarlandi, Mosfellsbæ, laugardaginn 29. október kl. 15. Sýningin verður opin til kl. 22 lýkur þá um kvöldið. og sunnudaginn 30. október verður Á sýningunni em 30 vatnslita- sýningin opin á sama tíma en henni myndir allar unnar á þessu ári. Fræðslufiindir fyrir almenn- ing um kransæðasjúkdóma HJARTAVERND gengst fyrir fræðslufundi fyrir almenning um kransæðasjúkdóma á Islandi og varnir gegn þeim á morgun, laugar- daginn 29. október. Fundurinn verður í Domus Medica við Egilsgötu og hefst kl. 14. Ashildur Haralds- dóttir leikur á flautu ASHILDUR Haraldsdóttir flautuleikari leikur við harpsi- cordundirleik Onnu M. Magnús- dóttur verk eftir Ilandel, Berio, Hauk Tómasson og Bach í Lista- safiii Islands í dag, föstudag, kl. 12.30. Áshildur Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 1965. Hún hóf að læra á flautu níu ára gömul og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík sautján ára. Ás- hildur fór til Bandaríkjanna 1983 til framhaldsnáms og lauk BA-prófi með hæstu einkunn frá New Eng- land Conservatory vorið 1986. Haustið 1986 hóf hún nám við Juill- iard-skólann í New York og lauk því síðastliðið vor. í Bandaríkjunum kom Áshildur fram á tónleikum á vegum skólans og vann einnig flautukeppni. Áshildur hefur kynnt og leikið íslenska tónlist í Svíþjóð og Banda- ríkjunum. Hún hefiir margsinnis leikið í útvarp á íslandi, í Svíþjóð og Bandaríkjunum, þar sem hún hefur einnig leikið einleiksverk inn á hljómplötur. í nóvember í fyrra lék Áshildur einleik með Indian Hill Chamber Orchestra í Littleton, Massachusettes í Bandaríkjunum. Kransæðasjúkdómar valda flest- um dauðsföllum hér á landi nú á dögum og kransæðastíflan er mannskæðust. Um þriðjungur allra dauðsfalla á landinu er af völdum þessara sjúkdóma. Þessi fræðslufundur er liður í þeirri viðleitni Hjartavemdar að fræða almenning um áhættuþætti þessara sjúkdóma, nýjungar í lækn- isaðgerum og helstu ráð og að- ferðir til vamar. Fyrirlesarar munu kynna nýjustu niðurstöður úr rann- sóknum og hvemig helst megi haga forvömum. Á fundinum mun dr. Sigurður Samúelsson formaður Hjartavemd- ar flytja ávarp, dr. Nikulás Sigfús- son yfirlæknir segir frá rannsókn- um Hjartavemdar á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og breyt- ingar á 20 árum, dr. Guðmundur Þorgeirsson læknir talar um helstu áhættuþætti kransæðasjúkdóma meðal Islendinga og niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar og dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir segir frá nýjungum í meðferð hækkaðrar blóðfitu. Eftir kaffihlé talar Uggi Agnarsson hjartasérfræðingur um kransæðasjúkdóma, horfur og með- ferð, Jón Gíslason næringarfræð- ingur talar um neysluvenjur al- mennings og áhrif upplýsinga og fræðslu með tilliti til áhættuþátta. Að lokum verða hringborðsumræð- Fundarstjóri verður Snorri Páll Snorrason prófessor. Fyrirlesarar svara fyrirspumum að loknum er- indum sínum og þeir ræða sín í milli við hringborðið og svara fyrir- spumum úr sal. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfír. (Fréttatilkynning frá Hjartavemd) Guðmundur Ármann Sig- urjónsson við eitt verka sinna á sýningunni „í frels- inu eru Qötrar". Kristinn G. Jóhannsson við eitt verka sinna á sýning- unni „Kveðið um Lysti- garðinn á Akureyri“. Morgunblaðið/Júlfus Kjarvalsstaðir: Tveir Akureyringar sýna olíumálverk Áshildur leikari. Haraldsdóttir flautu- AKUREYRINGARNIR Krístinn G. Jóhannsson og Guðmundur Ármann Sigurjónsson sýna olíu- málverk á Kjarvalsstöðum dag- ana 29. október til 13. nóvember næstkomandi. Á sýningu Kríst- ins, sem heitir „Kveðið um Lysti- garðinn á Akureyri“, eru 20 verk og á sýningu Guðmundar Ár- manns, „í frelsinu eru fjötrar", eru 23 verk. „Meginhugmyndin að verkum mínum á sýningunni er byggð á hughrifum úr Lystigarðinum á Ak- ureyri,“ sagði Knstinn í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef málað mikið frá Akureyri en þessi verk eru óbundnari en þau sem ég hef sýnt. Sumar myndanna eru afskaplega lausar frá veruleikanum og árs- tíðabundin birta endurtekur sig í mörgum þeirra," sagði Kristinn G. Jóhannsson. „Ég hef flug, fugla og frelsi að yrkisefni í mínum myndum," sagði Guðmundur Ármann. „Sumir fljúga fijálsir en aðrir eru í basli með að taka sig á loft. Sumir syngja svana- sönginn," sagði Guðmundur Ár- mann Siguijónsson. Kristinn G. Jóhannsson fæddist 21. desember 1936. Hann stundaði listnám hjá Jónasi Jakobssyni og Hauki Stefánssyni á Akureyri, í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Edinburgh College of Art. Guð- mundur Ármann Siguijónsson fæddist 3. janúar 1944. Hann stundaði listnám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Valands- konstskola í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.