Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 45 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS éám m Þessir hringdu . . Heimila ætti hægri beygju á rauðu ljósi G.Á. hringdi: „Er ekki orðið tímabært að breyta umferðarlögum hér á landi og heimila hægri beygju á rauðu ljósi þar sem ekki eru afleggjar- ar? Þetta myndi greiða fyrir í umferðinni. Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, er heimilt að beygja til hægri á rauðu ljósi ef engin umferð er frá vinstri. Oft myndast mikil biðröð við hægri akrein en slíkar biðraðir myndu styttast að mun ef þessi breyting yrði gerð.“ Gula línan Guðrún hringdi: „Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til Gulu línunnar. Eg hef oft leitað til þeirra þar og yfirleitt fengið þær upplýsingar sem ég hef þurft á að halda.“ Stöndum fast á rétti okkar S.K. hringdi: „Ég tel að við eigum að standa fast á rétti okkar í hvalveiðimál- inu. Ef við látum undan erum við búin að skerða sjálfstæði okkar. Við þyrftum að koma okkar sjón- armiðum á framfæri erlendis og fá góða penna til að- skrifa í er- lend blöð t.d. Times og Life. Við ættum að hafa okkur meira í frammi í þessu máli en ekki láta nægja að lesa um hverning erlend- ir sérhagsmunahópar vilja að nýt- um auðlindir okkar. Ef til þess kemur hljótum við að geta samið við aðrar þjóðir um sölu á fiski t.d. Kínvetja eða Japani.“ Góðar greinar um óljóð Guðleif hringdi: „Ég vil lýsa stuðningi við skrif Guðmundar Guðmundarssonar um óljóðin. Það eru fárir sem nenna að segja meiningu sína um þennan skáldskap, svo ómerkileg- ur er hann. En sem betur fer eru margir á sömu skoðun og Guð- mundur þótt þeir þegi. Ég vil þakka honum fyrir góðar grein- ar.“ Ljóðið eftir Freystein Auðun Bragi hringdi: „Á miðvikudagsmorgun var sönglagið „Ég man það enn“ flutt í útvarpinu og sagði þulurinn að höfundur væri ókunnur. Það er ekki rétt. Þetta ljóð er eftir Frey- stein Gunnarsson." Barnaúr Barnaúr fannst við Vífilsgötu fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 20286. Hringnr Trúlofunar- eða giftingarhring- ur fannst á Umferðarmiðstöðinni fyrir skömmu. í hringinn er greypt: “Þinn Siggi“. Upplýsingar í síma 22300 . Hjól Rautt drengjahjól af tegundinni Bici-cross fannst við Lynghaga fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 27949. Kettlingnr Lítill síamskettlingur fannst á Laugavegi á sunnudag. Eigandi hans er beðinn að hringja í síma 77393 hið fyrsta. Kvenúr Gyllt kvenúr, vel merkt, tapað- ist fyrir skömmu í Norðurmýri. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19271. Trúarskoðanir Bahá’ía Ágæti Velvakandi. Þann 21. okt. síðastliðinn birtir þú grein eftir Björn Siguijónsson, en þar fjallar Björn um Bahá’í-trú og trúarskoðanir Bahá’ía. Skoðanir Björns eru vissulega hans eigið æál, en í greininni kemur fram að þekking hans á Bahá’í-trú, eðli hennar og sambandi við Krist og kristna trú er ábótavant og vona ég að Björn taki það ekki illa upp þó að eftirfarandi verði birt, honum og öðrum til upplýsingar. Það er satt að Bahá’íar búast við sameiningu mannkynsins, en sú sameining mun ekki, að áliti Bahá’ía eða Bahá’u’lláh stofnanda Bahá’í-trúarbragðanna, verða undir forystu neins manns. Sameiningu mannkynsins er í Bahá’í-trúar- brögðunum lýst sem eðlilegu þróun- arskrefi í þróunarferli mannsættar- innar. Grundvöllurinn að þessu skrefi hefur verið lagður í kenningum boðbera Guðs, en þeir hafa birst í niismunandi löndum í aldanna rás samkvæmt vilja Guðs. Kenningar þeirra og lög álíta Bahá’íar allar guðlegar að uppruna og að mis- muna þeim á einn eða annan hátt algerlega í ósamræmi við boð Ba- há’u’lláh. Kristur er sannarlega talinn með- al opinberenda Guðs, og er vegsam- aður sem slíkur. I hugum Bahá’ía er Kristur ásamt öðrum sendiboðum guðs upphafinn yfir menn, sem tengiliður milli Guðs og manna, eða það verkfæri sem Guð hefur útvalið til að opinbera sjálfan sig í gegn um. Að þekkja opinberanda Guðs er þar af leiðandi að þekkja Guð. Af þessu leiðir að Bahá’íar til- biðja aðeins Guð, þ.e.a.s. hinn eina sanna Guð, sem nefndur hefur ver- ið mörgum nöfnum á hinum ýmsu tungumálum heimsins, en hefur aðeins eina raunveru sem aðeins hann sjálfur þekkir til fulls. Engin tilbeiðsla fer fram í Bahá’í-trú eða meðal Bahá’ía á öðru en Guði al- máttugum. Það að Guð er einn og aðeins, hann beri að tilbiðja, er í fullu samræmi við fyrsta boðorð Móse. Bjöm víkur að gerð tilbeiðslu- húsa Baháía í grein sinni, en þau eru byggð með hvolfþaki sem er táknrænt fyrir einingu trúar Guðs, og hinar níu dyr tilbeiðsluhúsanna, táknrænar fyrir megintrúarbrögð mannkynsins. Tilbeiðsluhúsin em opin öllu fólki sem tilbiðja vill Guð, og standa í engu sambandi við dul- hyggju eða talnafræði. Það að Bahá’íar álíta að Bahá’u’lláh sé ekki endanleg opin- bemn guðs, og að mannkynið megi í framtíðinni vænta komu annarra sendiboða, er í fullu samræmi við það loforð Guðs að hann muni aldr- ei láta mannkyn eitt og muni ætíð leiðbeina því og sýna því hinn rétta veg, loforð sem hann hefur að sönnu efnt fram til þessa, þó að mannkyn- ið hafi að mestu hafnað þeirri leið- beiningu og tekið sinn skilning og vilja fram yfir guðs. Um þetta vitn- ar saga allra trúarbragða og saga Krists og kristninnar hvað skýrast, og á ég þá við þær móttökur sem Kristur og kenning hans fékk hjá þorra samtímamanna sinna. Birni er að lokum bent á að frek- ari upplýsingar um Bahá’í-trú sé hægt að fá á skrifstofu Bahá’í- samfélagsins á Óðinsgötu 20 í Reykjavík. Svanur Gísli Þorkelsson, fréttafulltrúi Bahá’í-sam- félagsins. Okrístileg j óladagskr á Kæri Velvakandi. Fyrir skömmu var verið að kynna vetrardagdrá í ríkisútvarpsins, sjón- varps. Þegar kom að því að kynna jóladagskrána féllust mér hendur, eins og oft áður í sambandi við jóla- dagskrá sjónvarpsins. I ár verður nefnilega ekkert brugðið frá vanan- um. Það þykir sjálfsagt að bjóða fólki upp á glæpamyndir, afbakaðan fagnaðarboðskap um jólasveina og aðrar þjóðsögur, eins og draugasög- una um djáknann á Myrká. En fal- legar kvikmyndir um ævistarf og dauða Krists þykir víst og eru kannski ekki nútímafólki bjóðandi. Víst er það að um jólin sem og annan árstíma gerast grimmileg myrkraverk, menn telja sig hafa fundið sannleikann eða unnið glæstan sigur og gleðjast, og draugasögur eru víst ávallt að ger- ast. En hvemig væri að nota tímann þegar jólin fara í hönd til að minna skírða og fermda á það hvers vegna við höldum jólin hátíðleg. Meirihluti íslensku þjóðarinnar er skírður til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Hvemig væri að sýna þeirri þjóð kristilegt efni og minna hana á dauða drottins síns, og upp- risuna sem öll hennar trú byggist á? Ekki er vanþörf á því og hvers vegna ekki að nota jólin til þess. Einar Ingvi Magnússon AA samtökin 0PINN KYNNINGARFUNDUR í HÁSKÓLABÍÓI sunnudaginn 30. október kl. 14.00 AA samtökin (Alcoholics Anonymus) eru þúsund- um íslendinga leið til betra lífs úr heljargreipum áfengis- og vímuefnaneyslu. Er AA leið fyrir þig? Heldur þú að AA geti hjálpað ættingja þínum eða öðrum nákomnum þér, sem þú hefur áhyggjur af? Komdu og kynnstu því hvaða leið AA býður til bata - leið sem þúsundir hérlendis og milljónir erlendis hafa farið í átttil nýs og hamingjuríks lífs. AA deildirnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.