Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 13 Sigþór Signrjónsson hótelstjóri á Borg SIGÞÓR Sigfurjónsson hefur ver- ið ráðinn hótelstjóri á Hótel Borg og tók við störfum um síðustu mánaðamót. Hann var áður framkvæmdastjóri Broadway og þar áður aðstoðarframkvæmda- stjóri Gildis h.f. Sigþór fyrir- hugar að gera ýmsar breytingar á rekstri Hólel Borgar, m.a. að hafa sérstaka barnadagskrá á sunnudögum, blúskvöld, mál- verkasýningar ljóðalestur og fleira. Sigþór nam framreiðslu á Hótel Sögu og starfaði þar frá 1965—87 fyrir utan tvö ár sem hann var í Danmörku og sótti námskeið í rekstrarfræðum við Verslunar- hákólann og var veitingastjóri á Lange Linie Pavillion, sem m.a. sér um danskar konungsveislur. Um áramótin 1987—88 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra á Broad- way og starfaði þar uns hann hóf störf á Hótel Borg. Sigþór sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa á pijónunum ýmsar nýjungar í starfsemi Hótel Borgar, hann hefði áhuga á að Borgin öðlað- ist aftur fyrri sess í hugum fólks. Meðal nýjunganna nefndi hann að 30. október hefst sérstök barnadag- skrá á sunnudögum, þar sem börn- um gefst kostur á að dansa undir leiðsögn faglærðs fólks. Á sunnu- dagskvöldum verður boðið upp á þríréttaða máltíð í veitingasal í tengslum við gömlu og nýju dans- ana í gyllta salnum. Mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld verða væntanlega helguð menning- unni og sagðist Sigþór hafa áhuga á að koma upp samstarfi við mynd- listarmenn, ljóðskáld og rithöfunda sem gætu lesið úr verkum sínum, haldið sýningar og þannig komið sér á framfæri í öðrum hópum en algengast væri. Fimmtudagskvöld- in vonast Sigþór til að verði í fram- tíðinni blúskvöld og á föstudögum Knivman 900 og laugardögum verður áfram rekið diskótek í gyllta salnum um sinn, auk þess sem kvöldverður er fram- reiddur í veitingasal. Auk þess er fyrirhugað að hafa sérstaka jóla- stemmingu allan desember með jólahlaðborði og jólaglögg. Sigþór sagði aðal áhersluna verða lagða á góða þjónustu, bæði í hótel- og veitingarekstri, ásetning- ur sinn væri sá að reka hótel á faglegum grunni og í þeim klassa sem hæfði Hótel Borg vegna sögu þess og sérstöðu. GuUventd Sjóvd, - lýsandi dœmi umgóðar tryggingar Sjóvátryggingaifélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími 91-692500. Islensk ull í Stöðlakoti GAMLI steinbærinn í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, hefur nú verið endurbyggður með - það fyrir augum að verða sýningarsalur fyrir íslenskan listiðnað. Laugardaginn 29. október verð- ur opnuð þar sýning Huidu Jósefs- dóttur sem hún nefnir íslenska ull 1988. Saga íslenskrar ullar er sam- ofin sögu þjóðarinnar og er sýning- unni ætlað að varpa ljósi á stöðu hennar í dag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg (Fréttatilkynning) Spurt er: Til hvers á að tryggja? Svar: Til þess að öðlast jjárhagslegt öryggi í framtíðinni. Aðalkosturinn við Gullvernd Sjóvá er einmitt að hún tryggir þér Jjárhagslegt öryggi. Gullvernd Sjóvá er nýtt tryggingakerfi fyrir einstaklinga, fjölskyldur og heimili sem byggir á nýjum hugmyndum við að meta tryggingaþörf í nýju Fjölskyldu- og Fasteignatryggingunum í Gullvernd eru nýjungar sem ekkert vit er i að vera án. Leitið nákvæmra upplýsinga um nýju Gullverndina í síma 692500 til kl. il.OO á kvöldin. Sigþór Siguijónsson Þér er óhætt aö treysta eldhúshnífunum frá Knivman. Þeir hafa oftaren einu sinni hlotið viðurkenningu sænsku neytendasamtakanna fyrirgæói og endingu. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.