Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Minning: Kristín O. Einars- dóttirfrá Múlastekk Fædd 3. september 1895 Dáin 22. október 1988 Hún amma er dáin. Halldór Laxness skrifaði svo um móður sína: „Dul þeirrar konu hef ég aldrei ráðið.“ Líkt er mér farið um ömmu mína, Kristínu Olínu. Hún var dul kona í mínum augum, en þrátt fyrir það gaf hún mér inn- sýn í einn mikilvægasta þátt mann- legrar reisnar, æðruleysið. Hún æðraðist ekki hvað sem á bjátaði. Fyrir mér er hún ein fárra sem kunnu að vera. Hún naut augna- bliksins. Sýndarmennska var henni fjarri og hún tók ekki þátt í dægur- þrasi. Hún var yfir það hafin. Fylgd- ist hins vegar vel með, með glað- legu, góðlegu augunum sínum, oft sposk á svip, en sagði ekkert. Hún raulaði gjarnan við verk sín. Ein af vísunum, sem hún söng oft fyrir mig var: „Fríða fór ofan í brekku . . . þar fullt af sóleyjum var, þær hlógu henni hýrlega á móti og heiðlóan söng líka þar.“ Það var gott að vera í návist hennar og ekkert endilega nauðsyn- legt að tala svo mikið. Eg er þakklát fýrir að hafa feng- ið að vera hjá henni ömmu. Blessuð sé minning hennar. Ingunn St. Svavarsdóttir. ÓDÝRT ÓDÝRU AUSTURÞÝSKU MATAR- OG KAFFISTELLIN ERUKOMIN . HEILDSÖLUBIRGÐIR VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM SlMI 6812 66 í dag, 28. október, verður borin ti! hinstu hvíldar frá Egilsstaða- kirkju elskuleg amma mín, Kristín Ólín Einarsdóttir frá Múlastekk í Skriðdal. Kristín var sú manngerð sem líður mér seint úr minni. Persónu- leiki hennar var svo lýsandi fyrir það lífsviðhorf sem einkenndu líf hennar, svo sem nægjusemin, ein- urðin, heiðarleikinn, eljusemin og góðvildin. Amma vildi öllum vel sem til hennar leituðu og stóð heimili hennar og afa okkur barnabörnum þeirra ætíð opið, fullt af kærleika og væntumþykju. Þegar ég læt hugann reika aftur í tímann, til þeirra stunda sem ég eyddi hjá afa og ömmu á Lagarásn- um finn ég til sárs söknuðar yfir því að þau skuli bæði vera farin yfir móðuna miklu. Þau voru ekki ófá skiptin sem ég sem barn og unglingur fór í kaffi til ömmu og afa. Aldrei kom neitt annað til greina hjá ömmu þegar við Alma systir komum í heimsókn en að gefa okk- ur kaffi og bakkelsi með því. Kaff- ið urðum við að þiggja. Amma sett- ist þá alltaf niður og spjallaði við okkur um skólann, lífið og tilveruna og rifjaði hún þá gjarnan upp sögur frá þeim tíma er hún bjó á Múla- stekk í Skriðdal. Amma var um margt fróð kona, létt í lund og hafði gaman af að fara með vísur en auk þess var hún góður frásagnarmaður. Slík var frá- sagnarsnilld hennar að hún hreif þig með sér á augabragði inn í sinn eigin hugarheim og fékk þig á svip- stundu til að gleyma hinu hvers- dagslega amstri. Það var ætíð stutt í brosið hjá ömmu Kristínu meðan hún sagði frá og gat hún hlegið svo innilegum smitandi en hógværum hlátri, að hver sá sem á hlýddi gat ekki ann- að en fyllst hamingju og gleði yfir því að vera til. Amma var samt ekki mikið fyrir að ræða um hlutina, sagði skoðun sína á sinn látlausa hátt og lét frem- ur verkin tala en orðin tóm. Þrátt fyrir það var hún góður kennari úr lífsins skóla og höfum við bama- börn hennar lært mikið af henni. Amma Kristín Ólín Einarsdóttir fæddist í Kolstaðagerði á Völlum, dóttir hjónanna Einars Einarssonar og Salínar Jónsdóttur. Hún var næst elst sjö systkina, þeirra Jóns, Einars, Stefáns, Magneu Maríu og Þóhalls. Fjögurra ára gömul flutti hún að Hvannstóði í Borgarfirði. Að Mýrum í Skriðdal flutti hún svo fermingarárið sitt og dvaldi þar til ársins 1922, er hún giftist Sigur- bimi Ámabjörnssyni frá Geirólfs- stöðum. Það sama ár hófu þau bú- skap á Múlastekk í Skriðdal. Kristín og Sigurbjörn eignuðust íjögur böm: Jónínu Stefaníu, Einar, Guð- rúnu Helgu og Kristbjörgu. Auk þess ólu þau upp fóstursoninn Þór- ólf Stefánsson frá 11 ára aldri. Allan sinn búskap bjuggu amma og afi á Múlastekk. Árið 1966 ákváðu þau að bregða búi og fluttu til Egilsstaða þar sem þau bjuggu síðan. Kristín amma var ætíð heilsu- hraust kona sem gegndi samvisku- samlega húsmóðurhlutverki sínu fram á gamals aldur. Eftir að hún missti afa fór fljót- lega að bera á eðlilegum hrörnunar- einkennum hjá henni, sem ágerðust með ári hveiju. Að lokum var svo komið að amma þurfti að dveljast á stofnun til langframa. Eyddi hún síðustu ámm ævi sinnar á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum, þar sem hún lést 93 ára gömul. Amma Kristín er farin, farin þann veg sem okkur öllum er ætlað- ur. Ég hafði lítið samband við hana síðustu árin, þar sem ég flutti til Reykjavíkur fýrir 6 ámm síðan. Minninguna um ömmu mun ég þó ætíð varðveita í hjarta mínu. Guð blessi minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Erla Kolbrún Svavarsdóttir VERZLUNARSTJORAR INNKA UPA S TJÓRA R Aðventuljósin eru komin. Nýjar gerðir. Eigum einnig 80 Ijósa útiseríur með straumbreyti. 'ERIÐ PANTANIR SEM FYRST (2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurfandsbraut 16, s. 68 07 80. KANTOLAN PAPPÍRSVÖRUR, SÆLGÆTI 0G SNYRTIVÖRUR eru meðal þeirrar fjölbreytilegu framleiðslu sem kynnt er ó Finnsku vikunni. MARGRA ÁRA REYNSLA er fengin ó finnska framleiðslu hérlendis og íslendingar hafa löngum kunnað vel að meta þessar hógœðavörur. í DAG OG Á MORGUN eru síðustu dagar vikunnar.’ VERSLANIR UM LAND ALLT kynna nú finnskar vörur. FJÖLDI KYNNINGARTILBOÐA, VÖRUSÝNING Á HOLIDAY INN. Snyrfivörukynning \ í dag og á morgun. PANDA LUMENE HELLAS - SERLA - 4 NNSK 121.-29. OKTC VIKA OKTOBER 1988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.