Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Á BÓKASTEFNU í GAUTABORG Þangað steðja þeir sem hafa eitthvað með norrænar bækur og bókasöfn að gera - Finnland kynnt undir merki múmínálfsins Árið 1985 var í fyrsta skipti haldin norræn bókasýning í Gauta- borg. Þar hittist einkum bókasafinsfólk og bar saman bækur sínar undir heitinu Bok och bibliotek. Síðan þá hefur sýningin verið hald- in árlega, forlagsbásum hefiur fjölgað jafht og þétt svo og öðrum sýnendum og ekki síst gestum. I ár var sýningin helmingi stærri en í fyira, 850 aðilar sýndu á 8 þús. m2 dagana 18.-21. ágúst. Á fyrstu sýninguna komu 5 þús. gestir. f ár var búist við 60 þús. En nú álíta líka skipuleggjendur sýningarinnar að nóg sé að gert. Kæra sig ekki endilega um stærri sýningu, en vilja gjarnan ná til fleiri gesta. Vegleg sýningarskrá var gefín út með góðri kynningu á því, sem fór þama fram og þeim sem komu fram. Þó sýningunni sé ætlað að hafa norrænt yfirbragð, hefur gengið treglega að fá hin Norðurlöndin með. Islendingar áttu engan bás þarna, dönsku forlögin voru sárafá en nokkur norsk. Finnar voru áber- andi á sýningunni, því þeir voru kynntir sérstaklega þar, eins og er vikið að hér á eftir. Svíar í miklum meirihluta. En sænskir bókaútgef- endur voru líka tregir til í upphafi, einkum þeir stóru, álitu sig geta komist af án þessarar uppákomu, en hafa nú áttað sig á gildi sýning- arinnar, eru flestir með núna og finnst það sjálfsagt. Það sagði að minnsta kosti bókaútgefandinn og Gautaborgarbúinn Ebbe Carlsson. Fæstir kannast vísast við hann sem bókamann, heldur manninn sem ætlaði á eigin spýtur að finna morð- ingja Palmes. Þrátt fyrir að margir kunnir menn og konur kæmu á sýninguna, var Carlsson kannski sá, sem mest var talað um, þó hann kæmi ekki fram opinberlega þama. En Carlsson er ákafur um að Gauta- borg hafi á sér nokkum menningar- brag og þykir sýningin vera kjörin til að auka hróður borgarinnar. Bækur, bókahillur, forrit og allt sem þarf í kringum bækur En eins ogyfirskrift sýningarinn- ar ber með sér, þá er henni meðal annars ætlað að kynna bókasöfn og starfsemi þeirra. Þama sýna því ýmis fyrirtæki, sem sérhæfa sig í vörum fyrir bókasöfn, hvort sem það eru bókahillur eða tölvuforrit. Tölvufyrirtækin voru áberandi. En einstök bókasöfn kynntu líka starf- semi sína og sum á hugvitsamlegan hátt. Það er því mikið af bókasafns- fræðingum, sem koma á sýninguna, bæði til að sjá hvað er að gerast í þeim málum og eins til að hitta starfsfélaga sína. Margir fyrirlestr- ar og umræðufundir eru haldnir innan ramma sýningarinnar og sumir þeirra einmitt sérstaklega fyrir bókasafnsfólk. Kristín Braga- dóttir bókasafnsvörður, sem heim- sótti sýninguna nú, hafði á orði að þama væri hægt að sækja bæði gagn og gaman. Þórdís Þorvalds- dóttir borgarbókavörður, sem hefur sótt sýninguna frá upphafi, tók undir það. Saknaði hins vegar að íslendingar skyldu ekki nýta sér sýninguna betur, bæði til að upp- lýsa og upplýsast. Og einmitt af því að bókasafns- fólk leggur leið sína þama inn, þá sýndu myndbandaframleiðendur og -dreifendur, því myndbönd er að fínna á mörgum bókasöfnum. Eins sýndu þama nokkur plötufyrirtæki. Sænska tónverkamiðstöðin var líka með myndarlegan bás. Á bókasýningum gefst útgefendum tækifæri að sjá hvernig lesendur líta út Bókaútgefendur kunna einkum að meta sýninguna vegna þess að óvíða annars staðar komast þeir í samband við lesendur sína. Bóka- unnendur koma á sýninguna og leita þá gjaman uppi forlög, sem þeir þekkja að góðu sem lesendur. Með því að sýningin hefur stækkað, þá hefur athygli fjölmiðla líka beinst meir að henni og um leið hafa for- lögin farið að kappkosta að vera tilbúin með nýjustu bækurnar sínar í tæka tíð og kynna þær þar. Sama hefur gerst með bókaútgefendur í Þýskalandi, sem í stað þess að gefa út bækur undir jól, kappkosta nú að koma þeim á framfæri fyrir bókasýninguna miklu í Frankfurt. En sænskum útgefendum þykir það helst til snemmt að vera tilbúnir með vetrarbækumar að sumrinu og leggja margir til að sýningin verði færð aftur á vetrarmánuði, gjaman október eða nóvember. Verðlaunahafí norrænu bók- menntaverðlaunanna í ár var að sjálfsögðu mættur á staðinn og tók þátt í einu dagskráratriði. Hvað er norrænt í norrænum bókmenntum? var Thor Vilhjálmsson spurður. Auk hans voru kallaðir til fjórir aðrir rithöfundar til að svara spuming- unni. Ulf Örnkloo, þekktur sænskur útvarpsmaður, stjómaði umræðun- um, sem lauk með því að rithöfund- amir lásu úr bókum sínum. Af móttökunum í salnum, leyndi sér ekki að viðstaddir kunnu vel að meta það sem Thor hafði um spum- Ann Sandelin, fyrrum forstjóri Norræna hússins og núverandi forsijóri menningarmiðstöðvar- innar á Hanahólma rétt við Hels- inki. Ann stendur hér við bás Hanahólmans á norrænu bóka- sýningunni í Gautaborg. Forðum fáséðir málahópar eiga líka sína bása á norrænni bóka- sýningu. í þessum bás voru kynntar tyrkneskar bækur. inguna að segja, enda var hann eiginlega sá eini, sem gat haft uppi skopleg svör við þessari drepalvar- legu spurningu. Helst hann, sem lagði í að bregða fyrir sig vel ydd- aðri íróníu. Kristín Bragadóttir bókasafns- vörður var ein nokkurra Islend- inga á bókasýningunni í Gauta- borg. Kristin var þarna í fyrsta skipti og fannst sýningin hafa umtalsvert fræðslugildi, svo ekki sé minnst á skemmtigildið. Nýr, norrænn bókaklúbbur Eitt af því sem var kynnt á sýn- ingunni var nýr bókaklúbbur, sem samtökin Bok & bibliotek standa fyrir, en er fjármagnaður að hluta af Norræna menningarsjóðnum. Kannski ekki nýlunda að bóka- klúbbar spretti upp, en þessi er settur upp með það fyrir augum að fá Norðurlandabúa til að lesa bækur hver á tungumáli annars. Það er nefnilega ekki mikið um að norrænar bækur fari milli landa. Meðlimir fá þriggja bóka pakka þrisvar á ári. I honum verður bók á sænsku, dönsku og norsku. Ein bókanna verður eitthvert klassískt verk, en auk þess bækur, sem hafa verið tilnefndar til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Islenskar bækur og aðrar bækur á torskildum málum verða gefnar út í þýðingum á einhverju áður- nefndra mála. Þarna opnast íslensk- um rithöfundum leið inn á norræna markaðinn, sem hingað til hefur verið torfær. í fyrsta pakkanum, sem er nýkominn og var kynntur á sýningunni, er bók eftir danska rit- höfundinn Hermann Bang. I henni eru sögurnar Tine og Ved vejen. Sú síðastnefnda á örugglega eftir að laða lesendur að, því í Danmörku „Smæðm getur líka veríð styrkur“ Skiptir máli að smáþjóð eigi sér ímynd í hugum útlendinga? Hlýtt á umræður andans manna á bókasýningunni í Gautaborg Spumingunni um hvort norrænar bókmenntir ættu sér eitthvað sam eiginlegt tóku fjórir rithöfúndar að sér að svara. Auk Thors Vil- hjálmssonar svömðu henni þau Vita Andersen, Danmörku, Tor Áge Bringsværd Noregi, Christer Kihlman Finnlandi og Emst Bmnner Svíþjóð. Umræðunum stýrði sléttmáll og léttmáll sænskur útvarps- maður Ulf Ömkloo. Þess má geta að í veglegri sýningarskrá bókasýn- ingarinnar bregður Ömkloo upp lipurlegri svipmynd af Thor. Thor var á því að íslendingar opnir fyrir alþjóðlegum straumum væru óneitanlega sérstakir við hlið annarra Norðurlandabúa. Þeir væru eyþjóð ... og ættu þá um Ieið á hættu að einangrast. íslendingar hlytu líka að vera mótaðir af lands- laginu, nöktum klettum og klöpp- um, öldungis tijásnauðum. I saman- burði við aðrar Norðurlandaþjóðir, værum við svo lánsöm að búa við næga atvinnu. íslendingar eru haldnir þeirri áráttu, þjóðarsýki, að vera alltaf að segja sögur. Eftir að hafa þagað saman í fyrstu, geta sögumar kannski gengið í þijá sól- arhringa samfleytt. Það sameiginlega, samkvæmt Thor, er virðing fyrir fólki, fyrir einstaklingnum. Islendingar búa við velferðarsamfélag, eins og hinar þjóðimar, þó það sé ekki fullkomið frekar en annað. Og það sameigin- lega í bókmenntunum? „Ég veit ekki. Fyrir mér eru aðeins til góðar og ekki eins góðar bækur ..." Ömkloo sagðist ekki hafa búist við ákveðnu svari. Reyndar þekkti hann fáa rithöfunda sem væru eins og Thor, samanber að hann hefði þýtt verk úr ítölsku, spænsku og frönsku. Kihlman sagði spuminguna að vísu ómögulega, en kannski væri reynandi að fínna það fínnskasta í finnskum texta, sænskasta í sænsk- um texta og svo framvegis og bera þessi atriði svo saman. Sér sýndist samt ekkert koma út úr því. En hann þekkti ýmislegt sem sitt eigið, sem fínnskt, í lýsingum rithöfunda eins og Bringsværds og Thors. En Norðurlöndin væm smá, séð frá Evrópu. Sig minnti áð það hefði verið ítalski rithöfundurinn Alberto Moravia, sem hefði haft orð um að allar bókmenntir norðan Alpanna væru ólesandi. Vitanlega hefði Moravia aðeins haft þýskar og enskar bókmenntir í huga, því hon- um hefði ekki einu sinni dottið nor- rænar bókmenntir í hug. Birki, grenitré, gedda - samnefnari norrænna bókmennta? Brunner sagðist hafa hringt í nokkra vini og kunningja og lagt spuminguna fyrir þá. Sumir hefðu skellt á hið snarasta. Einn áleit álíka fijótt að hugleiða hvað væri sameiginlegt í norrænum fijálsí- þróttum. Vissulega væri hægt að raka saman í lista orðum, sem ein- kenndu norrænar bókmenntir. Orð- um eins og birki, grenitijám, geddu (við þessa rakningu lyfti Thor brún- um!) og snjó, en slíkt segði ekki neitt. Það mætti ekki gleymast að Norðurlöndin væru útkjálki frá Evr- ópu. Sænskar bókmenntir og nor- rænar yfírleitt, færu í fótspor evr- ópskra bókmennta og svo mætti rekja áhrif þaðan í sænskum bók- menntum. Sem svar við ítrekaðri spumingu Ömkloos, sagði Bringsværd Norð- urlandabúa hafa einstaka hæfileika til að gera einfalda hluti flóknari en þeir væru í raun! En málið væri þessum þjóðum sameiginlegt, auk þess sem þeir hefðu ættleitt finnsk- una. Ljósið, þessi sérstaka, norræna birta væri sameign og svo fyndu þjóðirnar til skyldleika hver við aðra. Klárt og kvitt, engin ástæða til að flækja málin ... Undir lokin sagðist Thor eiga erfítt með að einbeita sér að umræð- unum, því hann væri nýkominn úr flugvélinni frá Islandi og galdur landsins sæti enn í honum. Hann Þátttakendur í pallborðsumræðum um finnsku þjóðarímyndina: Frá vinstri Ulf Örnkloo útvarpsmaður, Jörn Donner rithöfúndur og þing- maður með meiru, Tom Söderman fínnskur ræðismaður í Gautaborg og Inger Jágerhorn blaðamaður. ætti líka erfitt með að þola norrænt væl um að Norðurlöndin væru út- kjálki og við fá og smá. „Hver og einn einstaklingur er nafli heimsins og smæðin getur líka verið styrk- ur...“ Finnar tapa stórum fjárhæðum á að enginn veit hverjir þeir eru — hvað með okkur? Eftir að rithöfundarnir höfðu freistað þess að svara eða svara ekki spurningunni um hið samnor- ræna í norrænum bókmenntum, settust aðrir niður í öðrum sal og veltu fyrir sér hver væri ímynd Finnlands í hugum útlendinga. Þeim umræðum stjórnaði ræðis- maður Finna í Gautaborg, Tom Söderman. Þátttakendur voru áður- nefndur Ulf Örnkloo, Jöm Donner rithöfundur og þingmaður og Inger Jágerhorn, finnskur blaðamaður við Dagens Nyheter. í sjálfu sér má segja að við fyrstu sýn komi íslend- ingum þetta efni kannski lítið við, en hér er hægt að setja ísland í stað Finnlands og þá verður annað uppi á teningnum ... Jagerhom benti á, að lengi vel hefðu Finnar haft af því litlar áhyggjur hvort einhver vissi um til- vist þeirra eður ei. Þegar Evrópu- þjóðir tóku höndum saman 1985 um tækniáætlunina, sem hefur ver- ið kölluð Euvreka, þá gleymdist að hafa samband við Finna. Enginn mundi eftir þeim, þegar áætlunin var undirbúin og þeir voru ekki kallaðir til fyrr en seint og um síðir, eftir að þeir höfðu sjálfír minnt á tilvist sína. Mörgum Finn- um hefðj bmgðið illa við að ekki einu sinni Evrópuþjóðir myndu eftir að Finnar teldust til þeirra. Jágerhom sagði það vera dýrt spaug að landið væri lítt þekkt. Nefndi áþreifanleg dæmi um fínnsk fyrirtæki, sem hefðu misst af góð- um samningum erlendis eingöngu vegna þess að útlendu viðsemjend- umir þekktu ekkert til Finna og Finnlands. Fannst ótraustvekjandi að eiga viðskipti við ókunnuga. Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.